Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 12

Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 « s£S^,99sa n d a rnfr0^r- ð i r hf°jrökru- SUMARNÁMSKEIÐ II 21/5-8/6 3 x íviku Byrjendur - framhald irffMirjiff; Upplagt tækifæri að koma á stutt sumarnámskeið til að kynna sér jazzballet fyrir næsta vetur. fh Þegar neyðin er stærst er hjálpin — hvar? efíir Ólínu Þorvarðardöttur Borg sem hefur efni á því að ausa 2,6 milljörðum króna í tvær húsbyggingar: Ráðhús ofan í Reykjavíkurtjörn og veitingahús ofan á Öskjuhlíðinni — hlýtur að hafa efni á því að tryggja þegnum sínum íbúðarhúsnæði á viðunandi kjörum. Eða hvað? Hefur hún kannski ekki „efni“ á öðrum bygg- ingaframkvæmdum en þessum tveim húsbyggingum vegna þess hversu fjárfrekar þær eru? Sjálf- stæðismenn gætu sennilega tekið undir það — en getur almenningur tekið undir það? Undir yfirskini svokallaðrar „sér- eignastefnu" hafa sjálfstæðismenn skotið sér undan því að líta til þeirr- ar þróunar sem orðið hefur á hús- næðismarkaðnum, og látið sem vandræði þúsunda Reykvíkinga komi borgaryfirvöldum hreint ekk- ert við. En við sem búum í þessari borg hljótum að spyija: Hefur þetta forríka sveitarfélag efni á fyrr- nefndum byggingaframkvæmdum á meðan upphlaðinn húsnæðisvandi mikiþs hluta Reykvíkinga er óleyst- ur? Á meðan fjöldi ungs fólks er að kikna undan þungri greiðslu- byrði og þrælar baki brotnu við það að koma sér upp þaki yfír höfuðið, fara 2,6 milljarðar í tvær húsbygg- ingar. Það er hálfum milljarði meira en allt það ijármagn sem fer til framkvæmda vegna sjúkrahúsa og heilsugæslu, íþrótta- og æskulýðs- mála, dagvistar barna, og skóla á þessu kjörtímabili. SjálfstæðismeTm hika ekki við að fella tillögur í borgarstjórn um það að borgin sæki um lánveitingar til húsnæðisstofnunar vegna kaup- leiguíbúða. Miðað við önnur sveitar- félög gæti talist eðlilegt að Reykjavíkurborg sækti um lán fyrir byggingu nokkur hundruð íbúða á hveiju kjörtímabili. Reynslan sýnir að húsnæðisstofnun hefur ævinlega orðið við slíkum umsóknum borgar- innar. En það hefur reyndar ekki gerst nema einu sinni í núverandi valdatíð, og þá var sótt um vegna 40 íbúða. Sú uppbygging sem hér hefur átt sér stað á félagslegu húsnæði hefur átt örðugt uppdráttar. Þá er verið að tala um leiguíbúðir, búsetu- réttaríbúðir, kaupleiguíbúðir að ógleymdum þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Búseti sem telur u.þ.b. fjögur þúsund félagsmenn hefur ítrekað verið látinn sitja á hakanum við lóðaúthlutun. Nú bíða um 2.000 manns í Búseta eftir húsnæði. Þetta fólk á afdrif sín undir geðþótta- ákvörðunum borgarstjórnarmeiri- hlutans sem er óspar á lóðir undir einbýlishús og atvinnuhúsnæði, en lætur þarfir fjöldans sitja á hakan- um. Þess má geta að nú bíða um 1.200 aldraðir einstaklingar eftir húsnæði við hæfi, nokkur hundruð öryrkja og þúsundir námsmanna að ógleymdum biðlistum verka- mannabústaða. Hvert á þetta fólk að leita? Til Sjálfstæðisflokksins? Ónei. Þá sjaldan sem lóðum er úthlutað undir félagslegt húsnæði gengur Sjálfstæðisflokkurinn svo langt að setja skiiyrði um tiltekna verktaka úr hópi flokksgæðinga. 1 f-.,,___-___________ Ólína Þorvarðardóttir Það gerðist a.m.k. þegar Félagi eldri borgara var náðarsamlegast úthlutað lóð undir sínar bygginga- framkvæmdir, eins og formaður félagsins hefur sjálfur vitnað um. Er nema von þótt dauft sé yfir byggingabransanum þegar örfáir gæðingar Sjálfstæðisflokksins eru nánast einir um hituna á vegum borgarinnar? Og hvað á að gera fyrir allt gamla fólkið sem þarf að hírast úti á hin- um almenna leigumarkaði? Viður- kennd könnun á högum aldraðra hefur leitt í ljós að stór hluti gamal- menna í almennu leiguhúsnæði býr yfirleitt í versta húsnæðinu; í kjöll- - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MANEX Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. Fæst íflestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. MANEXsjampó jJ3l MANEX næring Tesoeso. aiffirosia Morgunblaðið/Sverrir Frá aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna sem haldinn var á Hót- el Loftleiðum í gær. Aðalfiindur Sambands íslenskra rafveitna: S veitastj órnarmenn á móti hlutafélagsformi Á AÐALFUNDI Sambands íslenskra rafveitna, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum á fimmtudaginn, kom fram að fulltrúar sveita- stjórna í stjórnum rafveitna eru almennt á móti því breyta rekstr- arformi á dreifiveitum í hlutafélagsform. í umræðuhóp sem fjallaði um stöðu og stjórn raforkuveitna kom fram að fulltrúar sveitastjórna ■ FERÐAMÁLARÁÐ íslands heldur almennan fund í Viðey á morgun, þriðjudaginn 15. maí kl. 14. Efni fundarins er „Ferðaþjón- usta utan háannatíma". Á fundin- um verða kynntar niðurstöður könnunar, sem ráðið hefur látið gera nú í vor meðal erlendra ferða- manna. Flutt verða stutt framsögu- erindi um málið og almenn um- ræða. Framsögumenn verða: Diet- er Wendler Jóhannsson, forstöðu- maður Ferðamálaráðs í Frank- furt. Ingjaldur Hannibalsson, for- stjóri Utflutningsráðs íslands. Júlíus Hafstein, formaður Ferða- málanefndar Reykjavíkur og Orri Vigfússon, forstjóri. hefðu áhyggjur af því að breyting á rekstrarformi rafveitna yfir í hlutafélagsform yrði ekki til hags- bóta fyrir það fólk sem veitufyrir- tækin væru að þjóna. Þau sjónar- mið kornu fram að að það væri skylda að sjá til þess að allir íbúar landsins byggju við sömu skilyrði í orkubúskap og hefðu við sama verð að búa, og hlutafélagsformið myndi ekki leiða til þess að um slíka jöfnun á orkuverði gæti orðið að ræða. Fram kom áhugi fyrir því að framleiðsluþáttur og aðflutnings- þttur rafveitna yrði rekinn í hluta- félagsformi, og í því sambandi var þeirri hugmynd varpað fram að Rafmagnsveitum ríkisins yrði breytt í hlutafélag sem yrði í eigu sveitafélaganna. Fer inn á lang flest 6 heimili landsins! Glæsilegt kjólaúrval v/Laugalæk, s. 33755.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.