Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 Við höfum sumarhús til sýnis á lóð okkar við Fífuhvammsveg í Kópavogi. A staðnum er tæknideild og fagmenn sem veita ráðgjöf og gera verð- og efnisáætlanir. TVésmiðjan Þinur hf. v. Fífuhvammsveg í Kópavogi Sími 4 35 21 SUMARHUS ÍBÚÐARHÚS Þeir lofiiðu einu dag heim- Íli á ári - efndimar 23 pláss eftirBirnu Friðriksdóttur Nú á vordögunum var lagt fram á Alþingi frumvarp um leikskóla. Frumvarp þetta er unnið á vegum menntamálaráðuneytisins, undir forystu Alþýðubandalagsráðherr- ans Svavars Gestssonar. Ef þetta verður að lögum, verður sveitarfé- lögum gert skylt að hafa forystu um stofnun og rekstur leikskóla fyrir 80-85% af bömum á aldrinum 6 mánaða til 6 áca og fá til þess tíu ára frest. Orðið leikskóli er hér notað sem samheiti fyrir dagvist bama. Ef Svavari Gestssyni tekst að fá þetta fmmvarp samþykkt er augljóst að leita verður leiða til að fá foreldra og einkaaðila til sam- starfs. í Kópavogi eru leikskólarnir nú þegar drjúgur liður í rekstri bæjarins og samkvæmt nýlega sam- þykktri fjárhagsáætlun mun kostn- aður bæjarsjóðs verða um 115 millj- ónir á þessu ári. Það er rúmlega 6% af áætluðum heildartekjum bæjarsjóðs. Hér er eingöngu um að ræða rekstrarkostnað, byggingar- og fjármagnskostnaður er ekki tal- inn með. Það má hins vegar gera ráð fyr- ir því að kostnaður verði meiri og tekjur minni, sú er venjan. Þó hækkuðu dagvistargjöld Kópavogs- bæjar um 44% á síðasta ári, sem var margfalt meira en launahækk- anir almennt. í fljótu bragði virðist 6% af heild- artekjum ekki ýkja mikið, en ef menn hugleiða öll þau verkefni sem bæjarfélagið á lögum samkvæmt að sinna og ekki er sinnt, þá munar um minna. A-flokkarnir hafa ekki verið til viðræðu um annað en að bærinn reki þessar stofnanir alfarið á sinn kostnað og hafa margsinnis fellt tillögur um að leita annarra úrræða. Það er athyglisvert, þegar lög um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, sem gengu í gildi um síðustu áramót, leggja nú allan byggingar- kostnað leikskóla á herðar sveitar- félaganna, þá ætlar alþýðubanda- lagsráðherrann að segja sveitarfé- lögunum um land allt fyrir verkum í þessum efnum. Tekið er fram í fylgiskjölum frumvarpsins að börn- in verði ekki skylduð til að sækja leikskólana! En skyldi þess verða langt að bíða, þegar búið er að veija milljörðum króna til þess að byggja húsin og mennta fóstrur, að alþýðubandalagsmönnum þyki sjálfsagt að öll börn verði alin þar upp, enda segir svo í 1. grein lag- anna: „Leikskólinn skal annast upp- eldi barna fram að skólaskyldualdri undir handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum. “ Alþýðubandalag Kópavogs hefur marglýst því yfir að bygging og rekstur dagvistarheimila sé eitt helsta baráttumál þeirra. í nýlega birtri stefnuskrá þeirra er loforð um fjölgun dagvistarplássa upp í 1.000 á næsta kjörtímabili. Bærinn rekur 10 dagvistarheimili (8 bland- aðir leikskólar og 2 skóladagheim- ili), samkvæmt upplýsingum dag- vistarfulltrúa alls 684 pláss. Til þess að ná 1.000 plássa takmarkinu þarf 316 pláss til viðbótar. Þetta er athyglisvert, því þeir lofuðu þessu líka fyrir síðustu kosn- Guðmundur Jónsson Tónlist JónÁsgeirsson Það mun liðið hátt á fímmta tug ára síðan Guðmundur söng fyrst opinberlega í Árstíðunum eftir Haydn. Með fiutningi þessa verks hefst sú saga íslenskrar tónlistar- sögu er varðar uppfærslur á stór- verkum meistaranna. Þar um hefur fáu einu verið haldið til haga sem gæti verið vegna þess að fyrir fáum árurn hafði þá fyrst tekist að frum- flytja helstu verk tónlistarsögunnar, við aðstæður sem fróðir menn töldu koma í veg fyrir að slíkt væri mögu- legt. í þeirri óskráðu sögu er framlag söngsnillingsins Guðmundar Jóns- sonar stórt og merkilegt og enn heldur hann áfram að ýta þar við sem annars væri hætta á stöðnun, með því að miðla ungum söngvurum af reynslu sinni, kunnáttu og list- fengi. Þannig er hann ekki aðeins mikill af eigin verkum, heldur og því sem lærisveinar hans gera, því svo mun mönnum farnast sem til ferðar eru búnir. Fáum hefur tekist að koma hæl- krók á Elli kerlingu, svo að annað hné hennar næmi við jörð, því hún kann svör við öllum brögðum en þegar Guðmundur hefur tekið til við að syngja á hún engin svar- brögð á móti. Efnisskrá tónleikanna var eins konar þverskurður af því sem hann hefur fengist við á langri og farsælli ævi, þijú lög eftir Hánd- el, þijú eftir Schubert, lög eftir Karl O. Runólfsson, Árna Thor- steinsson, Jón Þórarinsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fjögur bandarísk lög og aríur úr óperum eftir Mozart, Verdi og Wagner. Það þarf ekki að fjölyrða um söng Guð- mundar en þar naut hann yfírburða kunnáttu sinnar. Af íslensku lögunum var Útlag- inn eftir Karl O. Runólfsson, og Sverrir konungur, eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sungin af fullum myndugleik og Rósin, eftir Árna Thorsteinsson einstaklega fallega. Þá voru aríurnar úr Töfraflautunni, Simnon Boccanegra og Tannhauser vel sungnar en hápunktur tónleik- anna var eitt af aukalögunum. Guð- mundur sagðist eiga svo margt að þakka fyrir og því vildi hann ljúka þessum tónleikum með Lofsöngnum eftir Beethoven. Guðmundur á sannarlega margt að þakka en ekki síður þeir sem notið hafa söpg hans og það gerðu áheyrendur í íslensku óperunni sl. fimmtudag, er þeir hylltu hinn sjötuga söngsnilling. ingar. Þá var lofað að byggja eitt dagheimili á ári á þessu kjörtíma- bili sem nú er senn að ljúka. Hveij- ar hafa efndirnar orðið? Byggingarframkvæmdir frá upp- hafi þéssa kjörtímabils og fram á þennan dag eru viðbygging í Furu- grund (ungbarnadeild) og nú í maí- byijun er verið að slá upp fyrir timb- urhúsi við Álfaheiði. Á fjárhags- áætlun 1990 er veitt 45 milljónum kr. í þá byggingu og er gert ráð fyrir að taka hana í notkun í októ- ber. Kjörtímabilið endar 26. maí. Hver er fjölgunin? Hún er 23 — tuttugu og þijú — pláss! Nú lofa þeir 316 plássum á næsta kjörtíma- bili. Þetta er ekki trúverðugt. Frumvarp til laga um félagslega þjónustu sveitarfélaga hefur nú einnig litið dagsins ljós. Alþýðu- flokksráðherrann Jóhanna Sigurð- ardóttir ætlar að gera sveitarfélög- um skylt að veita umfangsmikla þjónustu og er athyglisvert að fé- lagsleg ráðgjöf er þar efst á blaði. Sjálfsagt hafa flestir allt gott um þetta að segja, þangað til að því kemur að skattar verða stórhækk- aðir. Og það verða þeir ef Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn fá að ráða. Hrædd er ég um að lítið verði eftir í launaumslaginu. Þeirri staðhæfingu er haldið fram af mikilli röggsemi af hálfu A-flokkanna, að hér í Kópavogi sé betur sinnt félagslegri þjónustu en Birna Friðriksdóttir „Þá var lofað að byggja eitt dagheimili á ári á þessu kjörtímabili sem nú er senn að ljúka. Hverjar hafa eftidirnar orðið?“ annars staðar á höfuðborgarsvæð- inu og að mikil breyting yrði til hins verra ef sjálfstæðismenn fengju hér einhveiju að ráða. Þessu er almennt trúað. Vissulega er margt vel gert í þessum efnum og ber að meta það og þakka. Félagsstarf aldraðra er hér með miklum blóma og heimilis- hjálp er hvergi betri á landinu. Á dagvistarheimilum Kópavogsbæjar Ásamt Else Miihl í Rigoletto. 011RH 0107H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri C\ I VV b I 0 / W KRISTINNSIGURJÓNSSOIM, HRL.loggtlturfasteignasali Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma: Endaraðhús á einni hæð í Fellahverfi 131,4 fm nettó auk sólstofu 21 fm. 4 svefnherb. með innb. skápum. Nýl. parket o.fl. Bflsk. 23,1 x 2 fm. Ræktuð lóð. Úrvalsíbúð við Ofanleiti Ný endaíbúð 4ra herb. 103,7 fm nettó án sameignar. JP-innr. Sér- þvottahús. Tvennar svalir. Góður bílsk. Húsnæðislán kr. 1,3 millj. Góð eign í gamla bænum Einbhús í ágætu standi með 4ra-5 herb. ib. á tveimur hæðum um 120 fm. Verslunar- eða iðnaðarhúsn. um 41 fm fylgir auk kj. um 100 fm. Eign- arlóð 400 fm með háum trjám. Skipti mögul. á góðri 2ja-3ja herb. (b. Góðar íbúðir á góðu verði 3ja og 4ra herb. fbúðir m.a. við: Fálkagötu, Blikahóla, Stelkshóla, Dunhaga, Sporhamra, Gautland. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Hagkvæm skipti Til kaups óskast húseign með tveim íbúðum 5-6 herb. og ennfremur 2ja-3ja herb. íbúð. Skipti mögul. á minna einbýli. Til kaups óskast sérbýli eða sérhæð í Vogum, Sundum eða nágrenni 5-6 herb. Skipti mögul. á mjög góðri 3ja-4ra herb. rishæð. Sérhæð í borginni 120-150 fm óskast til kaups fyrir fjársterkan kaupanda. Rétt eign verð- ur borguð út. Með góðum bílskúr eða vinnuplássi Góð 2ja-3ja herb. íb. óskast í borginni eða nágrenni. AIMENNA gott sumarhús á Hellu um FASTEIGNASAl AN 60 fm, ný endurbyggt. UUGAVEGr^T?MA^Íl5^1370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.