Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990
t
Móðir min,
STEINUNN G. ÁRNADÓTTIR,
áður til heimilis á Brávallagötu 42,
Reykjavík,
vistmaður á Elliheimilinu Grund,
lést 11. maí síðastliðinn.
Marteinn Guðjónsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
VILBERG ÞORLÁKSSON,
Hávegi 15,
Siglufirði,
varð bráðkvaddur að morgni 14. maí.
Rósa Eyjólfsdóttir,
Þóra Vilbergsdóttir,
Jóhann Vilbergsson.
t
Föðursystir okkar,
STEINUNN JÓNASDÓTTIR
frá Njarðvík,
lést á dvalarheimilinu Garðvangi 14. maí.
Hulda Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir,
Helga Egilsdóttir, Ólafur H. Egilsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BALDVIN L. SIGURÐSSON
frá Hælavík,
Bergstaðastræti 43a,
Reykjavík,
lést laugardaginn 12. maí á Vífilsstaðaspítala.
Halldóra Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Bróðir okkar,
RÖGNVALDUR JÓNSSON,
frá Norðfirði,
fyrrverandi prestur og kennari,
lést í Borgarspítalanum föstudaginn 11. maí.
Sveinbjörg Jónsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Ragnar Jónsson.
t
Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir
og mágkona,
ANNA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR,
Strandaseli 5,
lést í Borgarspítalanum þann 12. maí.
Anna Kristín Magnúsdóttir,
Kristín Ósk Óskarsdóttir, Friðbjörn Kristjánsson,
Kristjana Friðbjörnsdóttir, Páll G. Andrésson,
Óskar Friðbjörnsson, Sigurbára Sigurðardóttir,
Hrafn Friðbjörnsson.
t
Útför bróður míns,
KRISTJÁNS SIGMARS INGÓLFSSONAR,
Eínibergi 19,
Hafnarfirði,
fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 15.
maí, kl. 13.30, en ekki kl. 14.30 eins og auglýst var í Mbl. á sunnu-
daginn.
Fyrir hönd foreldra og barna hins látna,
Sigurður Ingólfsson.
t
Frænka mín,
KATRÍN GÍSLADÓTTIR,
Urðargötu 5,
Patreksfirði,
sem andaðist 6. maí sl., verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju
í dag, þriðjudaginn 15. maí, kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Friðþjófsson.
*
Helgi Arnason
vélstjóri- Minning
Fæddur 16. febrúar 1926
Dáinn 6. maí 1990
Skyndilega er Helgi frændi fall-
inn frá. Það var kallað á hann fyrr
en nokkurn grunaði. Það er erfitt
að sætta sig við þá staðreynd að
þessi ljúfi ágætismaður sé horfinn
af sjónarsviðinu, og erfitt að þurfa
að skrifa þessi orð. Því miður hitti
ég hann alltof sjaldan síðustu árin.
I barnsminni mínu tengist Helgi
alltaf góðum minningum. Sérstak-
lega man ég þegar ég kom sem
smástrákur _í heimsókn þar sem
hann bjó í Árbænum, áður en þar
var farið að byggja af alvöru.
Víðáttan og umhverfið þar var ekki
ósvipað því sem Helgi ólst sjálfur
upp við í Sogamýrinni.
Helgi Árnason vélstjóri fæddist
16. febrúar 1926 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru þau Árni Árnason
verkamaður, frá Hurðarbaki í Flóa
og Ólafía Guðrún Helgadóttir frá
Vatneyri við Patreksfjörð. Þau
bjuggu í fyrstu í leiguhúsnæði í
Vesturbænum og víðar, en um 1930
gerðust þau frumbýlingar í Soga-
mýrinni og átfu þar heima upp frá
því. í Sogamýrinni var þá aðeins
byggð við tvær götur, Sogaveg og
Rauðagerði (sem nú eru).
Helgi var næstelstur í systkina-
hópi sem fór stöðugt stækkandi,
uns þau voru orðin átta, þrír bræð-
ur og fimm systur. Árni afí var
góður smiður og húsið í Sogamýr-
inni stækkaði eftir því sem fjöl-
skyldan stækkaði, þótt efnin væru
ekki mikil. Lóðin var stór, þar mátti
rækta kartöflur og grænmeti, halda
hænur og afla heyja.
Börnin nutu þess hversu fijáls-
legt var í þessu umhverfi. Þau höfðu
stórt athafnasvæði, gátu farið í
beijamó í holtinu fyrir ofan Soga-
veg og inn að Elliðaám að veiða
silung. Þar sem Miklabrautin liggur
r.ú og þar í kring var heill ævintýra-
heimur. Á veturna léku þau sér á
skíðasleðum og magasleðum sem
Árni afi smíðaði handa þeim, og
renndu sér í brekkunni milli Soga-
vegs og Rauðagerðis, Borgarbrekk-
unni. Á kvöldin söfnuðust börnin
úr hverfinu saman til leika, kýlu-
bolta, boðhlaups, „fallin spýta“,
standandi trölls og margra fleiri.
Þau áttu skemmtilega æsku;
börnin í Sogamýrinni, foreldrarnir
voru samtaka og hamingjusöm og
sinntu börnunum vel. Utivera og
íþróttir áttu hug systkinanna, þau
gengu í Glímufélagið Ármann og
fóru að stunda skíðaíþróttina í Jós-
epsdal. Helgi gerðist mikill skíða-
göngumaður, tók þátt í mótum og
var eitt sinn í sigursveit í boðgöngu
á Reykjavíkurmóti.
Þegar Helgi fór að stálpast fékk
hann sumarvinnu sem mjólkurpóst-
ur á Bústöðum og seinna á Mela-
völlum. Þá voru rekin þarna kúabú
og Helgi ók mjólkinni á hestakerru
heim til fóiksins. Þetta var fyrir
stríð og mjóikurdreifingarmál með
talsvert öðrum hætti en nú er.
Daginn sem stríðið kom til ís-
lands, 10. maí 1940, varð fólkið í
Sogamýrinni vart við einhver
ókunnugleg umsvif inn við Elliða-
ámar. Helgi fór af stað á reiðhjól-
inu og hjólaði þangað til að komast
að því hvað um var að vera. Jú,
Bretinn var kominn og allt breyttist
á íslandi. Ekkert varð eins og það
var áður. Stríðið hafði auðvitað tals-
verð áhrif á unglinginn. Þetta kom
meðal annars fram í því að Helgi
fékk mikinn áhuga á flugvélum sem
notaðar voru í stríðinu. Hann átti
stórt safn af flugblöðum frá
stríðsárunum og var í Flugsögufé-
laginu.
t
CHARLOTTA STEINÞÓRSDÓTTIR,
Þórsgötu 1,
sem andaðist 3. maí, verður jarðsungin frá kapellunni í Fossvogi
í dag, þriðjudaginn 15. maí, kl. 15.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast látið líknarstofnanir
njóta þess.
Halla Þorbjörnsdóttir, Einar Oddsson,
Steina Þóra Þorbjörnsdóttir, Benný Hrafn Magnússon,
Hilmar Þorbjörnsson, Ágústa Guðbjartsdóttir,
Þórður Eric Hilmarsson.
t
Elskulegur sonur okkar, barnabarn, bróðir og ástvinur,
HJÁLMAR RÖGNVALDSSON,
Tunguseli 8,
er lést af slysförum sunnudaginn 6. maí, verður jarðsunginn frá
Seljakirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 13.30.
Guðmunda Hjálmarsdóttir, Birgir Jónsson,
Rögnvaldur Ólafsson, Ólafur Eiríksson,
Hjálmar Sigurðsson, Ásta Birgisdóttir,
Ármann Birgisson, Svava Birgisdóttir,
Dagrún Hlöðversdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
HALLDÓR KR. S. ÁSGEIRSSON
frá Svarthamri,
til heimils á Langholtsvegi 4,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 12. maí. Jarðarförin fer fram miðvikudag-
inn 16. maí kl. 10.30 í Áskirkju.
Kristjana Halldórsdóttir,
Anna Halldórsdóttir,
Steinþór Halldórsson, Erla Króknes,
Hinrika Halldórsdóttir, Sigurður Þórðarson,
Halldór Veigar Guðmundss., Sigríður G. Halldórsdóttir,
Sigurborg Gísladóttir, Þorvaldur Ásgeirsson,
Jóhanna Sumarliðadóttir, Sigfús Sigurðsson,
Þorvarður Guðjónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Helgi hóf iðnnám árið 1942 og
lærði vélsmíði. Hann lærði í Vél-
smiðjunni Keili, hóf síðan nám í
Vélskólanum og brautskráðist það-
an 1949. Að loknu námi hóf hann
störf hjá Eimskipafélaginu og var
vélstjóri á skipum þess til 1953. Á
þessum skömmtunar- og haftatím-
um var ekki ónýtt að eiga bróður
í siglingum, og systkinin segja að
oft hafi hann glatt þau með alls
kyns gjöfum og varningi frá útlönd-
um, og gleymdi aldrei neinum.
í febrúar 1952 lá Brúarfoss, skip-
ið sem Helgi var á, i Rotterdam.
Þá varð örlagaríkur atburður, þegar
Helgi lenti í slysi og slasaðist alvar-
lega á báðum fótum. Taka varð
annan fótinn af, og gekk Helgi upp
frá því með gervifót neðan við hné.
Helgi tók þessu óláni með miklu
jafnaðargeði og kvartaði aldrei.
Einn vinnufélagi hans vann með
honum í fingn ár áður en hann átt-
aði sig á því að Helgi væri eitthvað
fatlaður. Þetta lýsir Helga vel.
Hann gleymdi yfirleitt að hann
gekk ekki heill til skógar og vildi
að aðrir gerðu slíkt hið sama. En
auðvitað hefur þetta háð honum á
ýmsan hátt.
Árið 1951 kvæntist Helgi
Hjördísi Sævars Garðarsdóttur loft-
skeytakonu, en þau skildu ijórum
árum síðar. Árið 1954 kom Helgi
í land og vann sem vélsmiður hjá
ýmsum fyrirtækjum, Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, Vélsmiðjunni
Dynjandi, Olíuverslun íslands, Stál-
iðjunni og við Skipaeftirlit Ragnars
Bjamasonar.
Árið 1958 kvæntist Helgi i annað
sinn, um leið og foreldrar mínir, og
er til sameiginleg brúðkaupsmynd
af þeim Helga og Þorbjörgu og
Þuríði og Júlíusi. Þorbjörg Kjart-
ansdóttir heitir eftirlifandi kona
Helga, ættuð frá Austurey í Laug-
ardal í Árnessýslu. Með henni átti
Helgi dætur sínar þrjár, fyrst Helgu
Björgu, f. 28. september 1958, og
síðan tvíburana Lilju og Fjólu 11.
janúar 1965. Dætur hans voru alla
tíð augasteinar föður síns, líf hans
og yndi, og ekki síður barnabörnin,
þegar þau fóru að koma.
Helgi bjó alla ævi í Reykjavík,
síðustu árin í Árbæ og Breiðholti.
Hann sneri aftur til sjós árið 1975
og gerðist vélstjóri á skipum Eim-
skipafélagsins. Hann var enn í fullu
starfi þegar kallið kom og var ný-
kominn úr fyrsta túrnum eftir
stutta sjúkdómslegu.
Helgi hafði annars alltaf eitthvað
fyrir stafni, bæði í vinnu og
frístundum, var mjög framtakssam-
ur, og skipulagði vinnu sína mjög
vel. Hann var ákveðinn í lund, en
annars einstakt ijúfmenni í um-
gengni og skapgóður. Helgi var
maður nútíðarinnar og framtíðar-
innar, leit ekki mikið til baka yfir
farinn veg, heldur horfði fram á við.
En við horfum til baka, nú þegar
Helgi er genginn á braut, og rifjum
upp þær minningar sem við eigum
um góðan mann. Söknuðurinn er
sár, og ekkju hans og dætrum er
missirinn erfiður. Helgi var á þeim
aldri þegar menn búa sig undir að
njóta lífsins eftir langan starfsdag,
stundum kölluð gullnu árin.
Eg sendi Þorbjörgu og dætrunum
innilegar samúðarkveðjur.
Árni Daníel Júlíusson