Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990 MAILORKA 22. & 29. mof / 1 vika 31.800 a mann Hjón með 2 börn 2ja—11 óra. Heildarverð 127.200 vikur 38.400 a mann Hjón með 2 börn 2ja—11 óra. Heildarverð 153.500 vikur 44.900 a mann Hjón með 2 börn 2ja-l 1 óra. Heildarverð 179.600 Vikulegt dagflug FERÐASKRIFSTOFAN MW(VTM( HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 ÖG 28580 Reuter Eiturlyfjabarónarnirskipta um baráttuaðferð Þrjár bílasprengjur sem allar sprungu á mannmörgum stöðum í Kólumbíu á laugardagskvöld urðu að minnsta kosti 22 manns að bana og særðu á annað hundrað. Lögreglan í höfuðborginni, Bogota, þar sem tvær sprenginganna urðu telur víst að eiturlyfjabarónar landsins hafi hér með farið inn á nýja braut í því skyni að knýja yfirvöld til hlýðni. í stað þess að velja fórnarlömb sín úr hópi dómara, lögreglumanna eða stjórnmálamanna beindu glæpamennirnir nú spjótum sínum að almenningi. Tvær sprenginganna urðu í aðalverslunarhverfi Bogota, og sýnir myndin hér fyrir ofan hluta af eyðileggingunni sem varð á bílastæði fyrir framan verslunarmiðstöð. Þriðja sprengjan var sprengd í næturklúbbahverfi í bænum Cali, um 300 km fyrir suðvestan Bogota, einmitt á þeim tíma sem von var sem mestri mannaferð. Bretland: .. Ofuguggar látast vera félagsráð- gjafar til að fá aðgang að bömum St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SIFELLT fleiri tilvik koma í ljós í Bretlandi, þar sem öfúguggar látast vera félagsráðgjafar til að fá aðgang að börnum. Faraldurinn hófst í Norður-Englandi. Á síðustu vikum hefur það gerst oftar en einu sinni að öfuguggar hafa látizt vera félagsráðgjafar til að fá að komast inn á heimili og skoða böm. Þeir hafa reynt að hafa börn á brott með sér, en það hefur ekki tekizt enn að minnsta kosti. Lögreglan í Manchester tilkynnti fyrir rúmri viku, að hópur öfug- ugga, karla og kvenna, bankaði upp á hjá fjölskyldum og færi fram á að fá að skoða börnin á þeim for- sendum, að þeir væru félagsráð- gjafar. Þeir hefðu upplýsingar um börnin og foreldrar hefðu látið blekkjast. Lögreglan fór fram á, að allir foreldrar væra á varðbergi. Síðan hefur frétzt af þessum hópi öfugugga víðsvegar um Norður-England, í Skotlandi og um helgina í Lundúnum. Einnig hefur komið í ljós, að þeir virðast hafa verið við þessa iðju í heilt ár. En það er ekki fyrr en nýlega, að lög- reglan áttaði sig á því, að þetta væri skipulagður hópur. Félagsráðgjafar hjá brezkum fé- lagsmálastofnunum gera að jafnaði boð á undan sér, þegar þeir athuga börn á heimili þeirra. En þegar þeir hafa grun um, að börnum sé misþyrmt koma þeir iðulega án nokkurs fyrirvara til að gefa for- eldrum ekki tækifæri-til að hylma yfir gerðir sínar. Þetr segjast ekki geta látið af slíkum heimsóknum vegna þessa faraldurs. Hagsmunir barna krefjist þess. Lögreglan hefur birt myndir, sem líkjast öfuguggunum. En þeir hafa ekki náðst enn þá. Fréttir hafa ekki borizt af því, að þeim hafi tekizt að misnota börn. Herra- og dömufatnaður KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.