Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
Jón og Aðalsteinn í öðru sæti á
einu sterkasta bridsmóti heims
Cavendish-bndsmótið:
Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson urðu í 2. sæti í
Cavendish-bridsmótinu sem lauk í New York aðfaranótt mánu-
dags. Flestir þekktustu bridsspilarar heims tóku þátt í mótinu,
en þar eru greidd ein hæstu peningaverðlaun sem þekkjast á
bridsmótum.
Sigurvegar urðu Gawrys og
Shofel frá Póllandi og ísrael með
2766 stig en Jón og Aðalsteinn
hlutu 2130 stig. í 3. sæti urðu
Andersen og Berkowitch frá
Bandaríkjunum með 1780 stig.
í 4. sæti urði Lair og Michaud
frá Bandaríkjunum með 1442
stig og í 5. sæti urðu Rosner og
Sandborn, einnig frá Banda-
ríkjunum, með 1307 stig.
Jón Baldursson sagði við
Morgunblaðið að þeir Aðalsteinn
hefðu spilað jafnt og vel. í fimm
lotum af sex fengu þeir yfir
meðalskor og fóru jafnt og þétt
upp töfluna.
Fyrir mótið fór fram uppboð
á pörunum, þar sem lágmarks-
boð var 3.500 dalir. Verðlaunin
réðust síðan af því hvað heildar-
söluverð paranna var. í þetta
skipti var heildarsöluverðið 355
þúsund dalir og af því var 90%
greitt í verðlaun en 10% rann til
líknarmála.
Bandarískur kaupsýslumaður,
Fred Nickell, sem spilaði einnig
á mótinu með heimsmeistaran-
um Bob Hamman, keypti Aðal-
stein og Jón á 5.400 dali. Af
honum keyptu Jón og Aðalsteinn
40%, til baka, en með í þeim
kaupum var hópur Islenskra
bridsáhugamanna. Þá keyptu
spilararnir kunnu, Steen Möller
og Per Olof Sundelin, 10% hlut.
Að auki keyptu spilarar frá
Norðurlöndunum og Banda-
ríkjunum, sem könnuðust við Jón
og Aðalstein, sig inn í hlut
Bandaríkjamannsins. Fyrir að
vera í öðru sæti fengu Aðalsteinn
og Jón 54.000 dali eða 3,3 millj-
ónir króna. Þessi upphæð skipt-
ist síðan á milli hluthafanna, sem
fengu tífalda þá upphæð sem
þeir lögðu áður fram.
Það vakti athygli að ekkert
þeirra para, sem seldust fyrir
hæstu upphæðimar, lenti I verð-
launasæti.
Aðalsteinn og Jón taka nú
þátt í sveitakeppni á vegum Ca-
vendish-klúbbsins. Með þeim eru
í sveit Andrew Robson frá Bret-
landi, sem í upphafi ársins vann
tvö helstu tvímenningsmót Evr-
ópu með viku millibili, og Kitty
Bethe, núverandi heimsmeistari
kvenna.
Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson.
VEÐUR
Heimild: Veðurslofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
í DAG kl. 12.00:
VEÐURHORFUR í DAG, 15. MAÍ
YFIRLIT í GÆR: Fyrir norðan land og vestan er víðáttu mikið há-
þrýstisvæði, en við suðurströndina er kyrrstætt lægðardrag. Hiti
breytist fremur lítið.
SPÁ: Fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt um mestan hluta
landsins. Skýjað og lítilsháttar súld við austurströndina og á Strönd-
um og þar svalt í veðri en þurrt og skýjað með köflum með 6-10
stiga hita í öðrum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg breytileg eða
austlæg átt, þokuloft eða súld og svalt við norður- og austurströnd-
ina en víða léttskýjað og 6-12 stig í öðrum landshlutum.
xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavík 9 skýjað
Bergen 16 léttskýjað
Helsinki 14 skýjað
Kaupmannahöfn 12 skúr
Narssarssuaq 5 skýjað
Nuuk 0.4 slydduél
Osló 14 skýjað
Stokkhólmur 12 þokumóða
Þórshöfn 7 alskýjað
Algarve 21 iéttskýjað
Amsterdam 13 skýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Berlín 15 skýjað
Chicago 17 þokumóða
Feneyjar 21 heiðskírt
Frankfurt 17 hálfskýjað
Glasgow 18 mistur
Hamborg 11 léttskýjað
Las Palmas vantar
London 18 skýjað
Los Angeles 20 alskýjað
Lúxemborg 15 hálfskýjað
Madrid 23 hálfskýjað
Malaga 21 skýjað
Mailorca 23 léttskýjað
Montreal 10 heiðskírt
New York 19 heiðskírt
Orlando 34 þokumóða
París 21 léttskýjað
Róm 20 þokumóða
Vín 23 skýjað
Washington 24 heiðskfrt
Winnipeg 14 léttskýjað
Oryggisvörður greip
pilt við sjötta innbrotið
ÖRYGGISVÖRÐUR frá Securitas greip innbrotsþjóf við verslun í
Seláshverfi aðfaranótt sunnudags. Pilturinn kvaðst hafa verið að
brjótast inn í verslunina í sjötta sinn. Tveir félagar hans komust
undan á flótta.
Innbrot í verslunina hafa verið
tíð að undanförnu. Þjófarnir hafa
verið snarir í snúningum, gripið
nokkra sígarettupakka og annað
smálegt og hlaupið strax á dyr aft-
ur. Securitas ákvað því að hafa
vakt við búðina. Um klukkan 4
aðfaranótt sunnudagsins sá örygg-
isvörður hvar þrír piitar, á aldrinum
18-19 ára, voru að brjótast inn.
Hann náði að halda einum þeirra
og lenti í ryskingum við hann. Ör-
yggisvörðurinn kom piltinum inn I
verslunina, en félagar hans tveir
reyndu að frelsa hann. Þeir hlupu
hins vegar á brott þegar fleiri ör-
yggisverðir komu á vettvang. Pilt-
urinn sagði við öryggisvörðinn að
hann hefði verið að brjótast inn í
verslunina í sjötta sinn. Lögreglan
kom á staðinn og tók piltinn í sína
vörslu.
Enn hrella geitungar
TVISVAR sinnum var óskað eftir
aðstoð lögreglunnar í Reykjavík
á fostudag yegna geitunga, sem
væru að hrella fólk.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu fyrir nokkrum dögum tók
lögreglan að sér að vísa geitungs-
flugu á dyr í húsi í austurbænum,
en hún hafði gert sig heimakomn-
ari en húsráðendur kærðu sig um.
Á föstudagskvöld fór lögreglan í
íbúð við Austurbrún, þar sem sama
var uppi á teningnum. Fiugan
hlýddi og fór út, en ekki fylgir sög-
unni hvort hún var „góðkunningi"
lögreglunnar frá fyrri tíð. Skömmu
síðar sama kvöld kvörtuðu íbúar
við Efstaland undan geitungsflug-
um, en beiðni um aðstoð lögreglu
var afturköliuð, svo fólkið hefur
líklega sjálft vísað hinum óboðnu
gestum á dyr.
Truflanir á símasam-
bandi við Bretland
NOKKUÐ hefúr verið um truflanir á símasambandi við Bretland að
undanförnu vegna viðgerða á loftneti í Bretlandi, sem notað er fyr-
ir símasamband við ísiand.
Að sögn Kristjáns Bjartmarsson-
ar yfirverkfræðings hjá deild gervi-
tunglafjarskipta hjá Pósti og síma
er búnaðurinn sem venjulega er
notaður tvöfaldur, þannig að ef eitt-
hvað bilar tekur varabúnaður við.
Sá sem er notaður á meðan á við-
gerðinni stendur er aftur á móti
einfaldur og hefur hann verið gjarn
á að bila. Viðgerð á honum hefur
stundum tekið nokkurn tíma, sér-
staklega ef truflanir verða um helg-
ar.
Gert er ráð fyrir að viðgerð á
loftnetinu verði lokið 27. maí n.k.
Tveir deildu fyrsta
vinningi í Lottói
FYRSTI vinningur í Lottóinu féll
í skaut tveimur mönnum og hlaut
hvor vinnningshafi rúmlega 5.7
milljónir krónur.
Vinningsmiðarnir voru seldir á
Reykjavíkursvæðinu. Potturinn var
að þessu sinni þrefaldur og nam
fyrsti vinningur 11.439 þúsund
krónum.
Margir hlutu bónusvinning og
nam hver vinningur 73 þúsund
krónum. Fyrir fjórar tölur réttar
fengust 4.500 krónur.