Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 22

Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 Abyrgðadeild fískeldislána: Stjórnar- neftid skip- uð til íjög-- urra ára STJÓRNARNEFND Ábyrgða- deildar fískeldislána hefur verið skipuð í samræmi við nýja reglu- gerð frá fjármálaráðherra og á starfsemi deildarinnar að heQ- ast á næstu dögum. Ábyrgða- deildin var stofnuð með lögum á síðasta þingi, sem sérstök deild við Rikisábyrgðasjóð og er hlut- verk deildarinnar að tryggja greiðslu eldislána, sem bankar og aðrar lánastofiianir veita fiskeldisfyrirtækjum. Fjármála- ráðherra undirritaði reglugerð um Ábyrgðadeildina 3. maí síðastliðinn. Stjómamefnd Ábyrgðadeildar fiskeldislána skipa fímm menn, sem fjármálaráðherra skipar til fjögnrra ára, einn samkvæmt tiln- efningu viðskiptaráðherra, einn samkvæmt tilnefningu landbúnað- arráðherra og þijá án tilnefningar. Fjármálaráðherra skipar síðan einn þeirra þriggja formann nefnd- arinnar. í stjómamefndina hafa verið skipaðir Jóhann Antonsson við- skiptafræðingur, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Árni M. Mathiesen, dýralæknir físksjúk- dóma, Sigurgeir Jónsson ráðuneyt- isstjóri, Eiríkur Briem hagfræðing- ur, sem skipaður er samkvæmt til- nefningu viðskiptaráðherra og Gunnlaugur Júlíusson hagfræðing- ur, sem skipaður er samkvæmt til- nefningu landbúnaðarráðherra, segir í fréttatilkynningu. Gestir í skoðunarferð Sjálfstæðisflokksins þakka borgarstjóra sögnina. Morgunblaðið/KGA Borgarstjóri slær á létta strengi í skoðunarferðinni. Metþátttaka í skoðunarferö sjál&tæðismanna um borgina METÞÁTTTAKA var í skoðunarferð sjálfstæðismanna um Reykjavíkurborg. Samtals 13 rútur með um 800 manns óku um ýmsa hluta borgarinnar, undir leiðsögn írambjóðenda flokksins. Um 900 manns mættu í kaffi-samsæti að lokinni skoðunarferð- inni. Meðal leiðsögumanna var Davíð Oddsson borgarstjóri. Rútur lögðu af stað með gesti í skoðunarferðinni frá ýmsum stöðum í borginni. Hringferðin tók einn og hálfan tíma, en ekið var um þá staði borgarinnar, þar sem uppbygging hefur verið hröð. Með- al annars var ekið fram hjá íbúðar- byggingum og þjónustubygging- um aldraðra víðs vegar um bæinn, dagheimilum og verkamannabú- stöðum. Sérstök áhersla var lögð á að skoða ný hverfi sem risið hafa á skömmum tíma, eins Graf- arvog og ný hverfi í Breiðholti og Árbæ. Einnig nýja bygginga- kjarna í gömlum hverfum. Þegar ekið var eftir Ægiss- íðunni og Skúlagötunni, var gerð sérstök grein fyrir átaki því sem núna er yfirstandandi við hreinsun strandlengjunnar. Þegar ekið var fram hjá flugvellinum í Reykjavík, greindi Davíð Oddsson borgar- stjóri frá því að fyrir dyrum stæði hjá Flugleiðum að endurnýja flug- vélakost í innanlandsflugi og myndu nýjar vélar verða mun hljóðlátari en þær gömlu. Hann benti og á að langmestur hluti umferðar um völlinn, kennsluflug- ið myndi í framtíðinni færast yfir á annan flugvöll utan byggðar. Ekið var að Perlunni, útsýnis- húsinu við Öskjuhlíð og hinu nýja ráðhúsi Reykjavíkurborgar við Tjörnina. Útsýnishúsið verður tek- ið í notkun á næsta ári, en ráðhú- sið árið 1992, nánar tiltekið 14. apríl kl. 15.00. Borgarstjóra varð tíðrætt um útivistarsvæði borgarinnar í ferð- inni; benti hann á að þegar sorp- böggunarstöð væri komin í gagn- ið, yrði núverandi öskuhaugum breytt í gölfvöll, en slíkan völl vantaði einmitt í lítilli hæð yfir sjávarmáli. Hann gat þess einnig þegar ekið var fram hjá útivistar- svæðinu í Elliðarárdal, að Reykjavík hefði á síðasta kjörtíma- bili gróðursett yfir eina milljón tijáplantna, þannig að nú væri svo komið að Reykjavíkurborg væri stærsti skógræktandi landsins. Að ferðalokum var gestum boð- ið til kaffisamsætis að Hótel Loft- leiðum. Um 900 manns mættu þar. Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davið Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maöur á framboðslista sjálfstæðisfólks i borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 26. maí næstkom- andi, svarar spurningum i Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosning- anna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 691187 á milli kl.11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyriri borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einníg má senda spurningar í bréfi ti! blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgunblaösins, pósthólf 1555,121 Reykjavik. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Hljóðmúr við Kringlumýrarbraut Heidi Kristiansen, Bólstað- arhlíð 42, spyr: „Ég bý nálægt Kringlumýrar- braut þar sem umferð er afar mikil með tilheyrandi hljóð- og loftmengun. Stendur til að gera hljóðmúr meðfram þeirri götu?“ Svar: Vestanvert við Kringlumýrar- braut liggur hitaveitustokkur með- fram götunni. Hljóðmön með göt- unni tekur meira pláss en svo að hægt væri að komast að hitaveitu- stokknum til viðhalds á honum ef þörf krefði. Af þeirri ástæðu verður því ekki við komið að gera jarð- vegsmön meðfram Kringlumýrar- braut. Austan götunnar hafa verið gróðursettir tijálundur og er fyrir- hugað að gera sams konar tijálundi vestan hennar. Verður fyrsti áfangi þess unninn í sumar. Leiksvæði við Rauðalæk Magnús Guðmundsson, Rauða- læk 61, spyr: „Við Rauðalæk og Kleppsveg er stórt óbyggt svæði, nokkurs konar einskismannsland. Með hliðsjón af ótrúlegri fjölgun barna í þessu hverfí spyr ég hvert íbúar eiga að snúa sér með það erindi að þarna verði gerður leik- völlur. Ef þetta svæði tilheyrir Qölbýlishúsi við Kleppsveg, eins og ég hef heyrt, geta íbúarnir þá leitað til íbúa þar og fengið þá í lið með sér til að hrinda þessu i framkvæmd? Svar: 1988 var lokið við að gera hverfa- skipulag að þessum borgarhluta. Síðan hefur verið unnið að því að ganga frá þeim grænu svæðum í hverfinu þar sem úrbóta er þörf. Ekki er unnt að segja nákvæmlega til um hvenær umrætt svæði verður tekið fyrir, en það mun ekki drag- ast lengi. Óþrifnaður í Öskjuhlíð Brynjólfúr Magnússon spyr: „Ég vil kvarta undan slæmri umgengni og almennum óþrifh- aði í Oskjuhlíð. Ég var þarna á göngu fyrir skömmu og er skemmst frá því að segja að þar var allt vaðandi í hundaskít. Mér skiist að þetta sé orðið eitt helsta hundaútivistarsvæði borgarinn- ar en þó er bannað að hafa hunda þarna. Væri ekki nauðsynlegt að koma upp skiltum þar sem bent er á að bannað sé að hafa hunda á þessum stað? Auk þess flóði draslið út úr öskutunnum sem þarna hefur verið komið fyrir og óþrifnaður í alla staði mikill. Svar: Á næstu dögum fer fram hin árlega vorhreinsun í Öskjuhlíðinni. Vinnuflokkar unglinga starfa síðan við tiltekt og snyrtingu þar í sum- ar. Hundeigendum er kunnugt um hvar þeir mega vera með hunda og að þeim ber að þrífa upp skít eftir þá. Því miður er til fólk sem hunds- ar allar umgengnisreglur og kemur þannig óorði á þá sem ganga snyrti- lega um. Vissulega kemur til álita að setja upp skilti um bann við umferð hunda í Öskjuhiíð, a.m.k. við helstu aðkomustaði að svæðinu. Sundlaug í Árbæ Hallu Jónsdóttir, Hraunbæ 98, spyr: „Gæti borgarstjóri komið hingað í hverfið og kynnt íbúun- um frá fyrirhugaðri sundlaugar- byggingu með líkönum eða teikn- ingum? Þá leikur mér hugur á að vita hve miklum fjármunum hafi verið varið til æskulýðs- og íþróttamála í Árbæ síðastliðin 10 ár? Gæti borgarstjóri upplýst íbúa Árbæjarhverfis um bygg- ingu þjónustuíbúða fyrir aldraða í hverfinu? Ég mælist til þess að borgarstjóri haldi fúnd með íbú- um hverfisins líkt og hann hefúr þegar gert í Grafarvogi." Svar: Ég get því miður ekki lofað að annast það sjálfur en á vegum íþrótta- og tómstundaráðs mun fara fram kynning á teikningum og líkani af fyrirhugaðri sundlaug í Arbæ. Kynningin verður í félag- smiðstöðinni Árseli frá 14.-19. maí n.k. Varðandi fyrirspurn um hve miklum fjármunum hafi verið varið til æskulýðs- og íþróttamála í hverf- inu s.l. 10 ár er ljóst að þar er um að ræða verulega fjármuni. íþrótta- félagið Fylkir hefur m.a. notið stuðnings hvað varðar uppbyggingu íþróttasvæðis félagsins og er það um 20 milljónir kr. á verðlagi dags- ins í dag. Þá eru um 9 ár síðan félagsmiðstöðin Ársel var opnuð og þar fer fram starfsemi á vegum borgarinnar, skátanna og fleiri fé- laga og samtaka. Þar fyrir utan er rekstur á íþróttasvæði félagsins greiddur úr borgarsjóði og húsa- leiga félagsins í íþróttasölum styrkt 100%. Rekstur félagsmiðstöðvar- innar er greiddur af Reykjavíkur- borg og á þessu ári er gert ráð fyrir að hann kosti um 14,1 milljón kr. Þá er á vegum borgarinnar rek- ið tómstundaheimili í Arseli og sum- arstarf fyrir börn og unglingá í hverfinu. Erfitt er að reikna ná- kvæmlega út hve miklum fjármun- um hefur verið varið til æskulýðs- og íþróttamála í Árbæjarhverfi s.l. 10 ár en Ijóst er að þar er um að ræða á annað hundrað milljónir króna. Félag eldri borgara og bygginga- fyrirtækið Gylfi og Gunnar hafa fengið úthlutað lóð að Hraunbæ 105 til byggingar söluíbúða fyrir aldr- aða. Verða byggðar þar u.þ.b. 45 íbúðir en jafnframt er stefnt að byggingu þjónustukjarna á vegum Reykjavíkurborgar, u.þ.b. 500 fer- metrar, sem ætlast er til að gegni hlutverki þjónustusels fyrir stóran hluta Árbæjarhverfis, bæði hvað snertir félagsstarf og heimaþjón- ustu aldraðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.