Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 52

Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJIÍDAGUR 15. MAÍ 1990 ntmm n C 1990 Urwersal Press Syndicate . Mérersagb c*2> (*U hcvbir veri& i þessij þegar þ-ót -féLLst ofan af þafinu-" v> POLLUX 5M Hvað er þetta. Heimtar þú skilnað strax. Gefðu mér tækifæri, kona! HOGNI HREKKVISI , HLÝTUf? AP VERA SAMEI&INLEGÖR FJÁRHAGUR." SÆTUR SIGUR Til Velvakanda. Það var gaman að fylgjast með Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva að þessu sinni. Loks tókst okkur íslendingum að velja lag sem hafði góðan möguleika í fyrsta sæti, og hefði í raun og veru alveg átt skilið að hafna þar. Við höfum áður átt góð lög í þessa keppni en því miður hafa þau ekki komist í úrslit heldur einhver annarleg sjón- armið ráðið vali laga. Ég tel þó að Gleðibanki Magnúsar hafi átt fullan rétt á sér í keppnina og lag Sverris Stormskers hefði átt skilið betri viðtökur. En allt um það. í þetta sinn gekk valið að óskum og árangurinn lét ekki á sér standa. Flytjendurnir stóou sig iíka meu miKilli prýði og voru landi sínu og þjóð til mikils sóma. Ég tel að þeir hefðu vart getað gert betur og var sviðsfram- koma íslensku keppendanna ein- staklega flott en slíkt skiptir auðvit- að miklu máli í keppni sem þess- ari. Þetta var sætur sigur. Sérstak- lega þegar hugsað er til þess að í fyrra hlutum við Islendingar ekkert stig. Minni umfjöllun var líka fyrir þessa keppni en ávallt áður, það var eins og fólk væri búið að gefa upp vonina um að nokkurntíma næðist viðunandi árangur í þessari keppni og þátttakan yrði landinu einungis til skammar. Én nú getum við litið bjartari augum til fram- tíðarinnar, við eigum vissulega tón- listarfólk á heimsmælikvarða og við eigum að velja þá bestu í þessa keppni. Berum við gæfu til bgSS verður þess ekki langt að bíða að ísland hreppi fyrsta sæti. Jóhanna Góðar veitingar Til Velvakanda. Það er kannski ekkert tiltöku- mál þegar manni er boðið út að borða en þó, — stundum er maður ánægðari og glaðari en oft áður. Það var þannig með mig um dag- inn þegar mér var boðið að eiga kvöldstund á Argentínu steikhúsi við Barónsstíg. Það eina sem ég vissi um stað- inn var að hans tromp væru naut- asteikur og það var alveg nóg til- hlökkunarefni fyrir mig. En viti menn, það var margt annað ssem staðurinn hafði uppá að bjóða, svo sem argentíska kjöt- súpu í forrétt. Nautasteikin var afbragð og eftirrétturinn, koníaks- kaka með rjóma, sömuleiðis. Þarna var fullkominn bar þar sem boðið var uppá margar tegundir af for- drykkjum sem maður skolaði niður við arineld í huggulegheitum. Þá má ekki gleyma argentíska rauðvíninu með steikinni. Þjónust- an var til fyrirmyndar í alla staði. Síðast en ekki síst þá var leikið á fiðlu og harmonikku á meðan borðað var. Að síðustu vil ég óska aðstand- endum staðarins góðs gengis, ég kem örugglega aftur og aftur ef ni9Í-m,'nn p.rr 2r.Hviírr.wI;,3. iranAim lumvuiiini Vg O.'11'vll vuoui svona eins og ég upplifði stemmn- inguna. Ein ánægð Víkveiji skrifar Það er illa komið fyrir Alþýðu- bandalaginu, þegar það hefur ekki um annað málefni að fjalla í kosningabaráttunni en hugleiðingar Víkveija um dagvistunarmál! Tyeir af borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins hafa fjallað um þau sjónar- mið, sem komið hafa fram í þessum dálki um dagvistunarmál og talið þau til marks um, að Víkveiji hafi verið að snupra Davíð Oddsson, borgarstjóra. Þetta er mikill mis- skilningur hjá þeim Guðrúnu Ágústsdóttur og Siguijóni Péturs- syni, sem hafa fjallað um þetta málefni í greinum hér í Morgun- blaðinu og Þjóðviljanum að undanf- örnu. Vissulega er fyrir hendi skoðana- munur um dagvistunarmál en hann byggist ekki á því hvar í flokki menn standa. Sumir eru þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að byggja sem flest dagheimili til þess að sem flestir foreldrar geti komið börnum sínum í vistun allan daginn. Mikil eftirspum eftir dagvistun sýnir, að þeir eru býsna margir, sem eru þessarar skoðunar. Aðrir telja þetta varasamt m.a. á þeirri forsendu, að tengsl barna við foreldra geti rofnað með þeim afleiðingum, sem það getur haft fyrir börnin síðar á lífsleiðinni. Skoðanaágreiningur um þetta fer ekki eftir flokkum. Skoðanir fólks á þessu máli byggjast að töluverðu leyti á aðstöðu þess sjálfs. Nú á tímum leggja ungar konur áherzlu á það í vaxandi mæli að afla sér menntunar til jafns við karla og hasla sér völl í atvinnulífinu með sama hætti og þeir. Þessar ungu konur leggja margar hveijar áherzlu á að geta komið börnum sínum fyrir á dagheimilum allan daginn, þannig að þær geti unnið úti allan daginn. Enn sem komið er fer lítið fyrir hlutverkaskiptum í þessum efnum, þ.e. að karlinn vinni að hluta til heima við og sjái um uppeldi barnanna. Sumar konur leggja hins vegar áherzlu á að vera heima með börnum sínum meðan þau eru ung, en þá vaknar auðvitað sú spurning, hvort þær hafi efni á því. Mörgum reynist erfitt að fram- fleyta sér og sínum nú á tímum nema báðir aðilar vinni úti. Mismunandi skoðanir á þessum málum er að finna í öllum stjórnmálaflokkum. Bæði í Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðubanda- laginu er til fólk, sem telur að fjölga þurfi dagheimilum verulega. í báð- um flokkunum er líka fólk, sem telur að fara beri aðrar leiðir í þess- um efnum. í umræðum um dagvistunarmál á undanförnum árum hefur það hvað eftir annað komið fram, að vandinn nú er ekki fyrst og fremst sá að byggja dagheimilin heldur að reka þau. Það hefur reynzt býsna erfitt að fá hæft fólk til starfa á dagheimilum. Og það hefur litla þýðingu að byggja hvert dagheimil- ið á fætur öðru, ef ekki fæst hæft fólk til að starfa á þeim. Fóstrur segja, að það sé vegna þess, að kaupið sé of lágt og að hægt sé að bæta úr því með því að hækka kaupið. En málið er ekki svona einfalt. Ef laun eru hækkuð hjá fóstrum til þess að fá fleiri úr þeirra hópi til starfa á dagheimilum verður ekki hjá því komizt að hækka laun annarra borgarstarfsmanna. Ef laun allra starfsmanna Reykjavík- urborgar yrðu hækkuð umtalsvert mundi það þegar í stað leiða til launahækkana út um allt þjóðfélag- ið. Grundvöllur fyrir slíkum launa- hækkunum er ekki fyrir hendi nú eins og allir vita, en að lausn þess þarf að vinna. Þetta vandamál er því mun víðtækara en kann að virðast við fyrstu sýn. Þess vegna beindi Víkveiji orðum sínum til stjórn- málamanna almennt á dögunum, en ekki .eins stjórnmálamanns. Hvatningum Víkvérja til stjórn- málamanna um að leysa þetta vandamál er því ekkert síður beint að Siguijóni Péturssyni og Guðrúnu Ágústsdóttur en Sjálfstæðismönn- um. Hér er á ferðinni mál, sem eðli sínum samkvæmt er ekki flokk- spólitískt. Vilji Alþýðubandalagsmenn halda því fram, að þeir séu hæfari til þess að leysa þetta vandamál en Sjálfstæðismenn er sjálfsagt að karina afrek þeirra, þar sem þeir eru í meirihlutaaðstöðu. Þeir stjórna t.d. Kópavogi ásamt Alþýðuflokks- mönnum og eins og sjá má í grein eftir Birnu Friðriksdóttur í Morgun- blaðinu í dag eru afrek þeirra í dagheimilamálum í Kópavogi á liðnu kjörtímabili ekkert til þess að hrósa sér af. Davíð Oddsson, borgarstjóri, setti hins vegar fram fyrir nokkrum misserum eða árum, hug- mynd, ef Víkveiji man rétt, sem er til þess fallin að leysa að nokkru þau vandamál, sem hér koma til sögunnar. Borgarstjóri varpaði því fram að greiða mæðrum, sem vilja taka sér frí frá vinnu nokkur ár til þess að vera heima hjá börnum sínum, laun fyrir það. Með þeirri hugmynd er komið til móts við þær konur, sem vilja gjarn- an velja þann kost en hafa ekki efni á því. Þessi hugmynd borgar- stjóra hefuf ekki fengið þann hljóm- grunn sem skyldi. En hún er vissu- lega þess verð, að henni yrði fylgt frekar eftir. Eins og Víkveiji bent á um dag- inn þurfa valkostir foreldra að vera fleiri. Með því að hrinda hugmynd borgarstjóra í framkvæmd yrði þeim fjölgað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.