Morgunblaðið - 15.05.1990, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990
55
deildir innan vébanda Sambandsins.
Þar er vísað til dótturfyrirtækja Sam-
bandsins í Bandaríkjunum Iceland
Seafood Coorperation og Iceland
Seafood Limited í Bretlandi, auk
Olíufélagsins, sem voru á síðastliðnu
ári með sölu upp á nærri 19 millj-
arða króna, á móti um 20 milljarða
sölu hinna ýmsu deilda Sambands-
ins. Sérstök eignarhaldsfyrirtæki
Sambandsins séu því nú þegar geysi-
lega stór hluti af rekstri Sambands-
ins.
Meginstefnan með fyrirhuguðum
breytingum er sú að hver deild fyrir
sig verði sjálfstæð, með sjálfstæðan
fjárhag og sjálfstæða stjórn. Stefnt
verði að því að opna fyrir fjármagns-
streymi inn í deildirnar, bæði frá
kaupfélögum, samvinnufyrirtækjum
og fleirum. Nú er rætt um að breyta
.hverri deild Sambandsins í hlutafé-
lag, þannig að sérstök hlutafélög
yrðu um Sjávarafurðadeild, Verzlun-
ardeild, Skipadeild, Búnaðardeild,
Byggingadeild og Jötunn. FVamtíðar-
hlutverk Sambandsins sem slíks er
ekki fullmótað á annan hátt en þann
að rætt er um möguleikann á því
að það verði eignarhaldsfélag, í formi
samvinnufélags í eigu kaupfélag-
anna. Félagslega yrði staða Sam-
bandsins því svipuð og hún er í dag
en valda- og stjórnunarlega engan
veginn hin sama.
Hlutafélög gætu betur
þjónað kaupfélögunum
Sambandsstjóm metur það á þann
hátt, samkvæmt því sem einstakir
stjórnarmenn hafa sagt mér, að þjón-
ustuhlutverki Sambandsins við kaup-
félögin verði í dag betur sinnt, með
því að hver deild verði sjálfstætt fyr-
irtæki, með sjálfstæðri stjórn og fjár-
hagi.
Ljóst sé að hagsmunir hinna ýmsu
deilda fari ekki alltaf saman og hags-
munaárekstrar séu raunar óumflýj-
anlegir, þegar um svo margbreytileg-
an og ólíkan rekstur sé að ræða. Því
sé sjálfstæði hverrar deildar mikil-
vægt, þó svo að einhvers konar sam-
hæfing og samræming verði í hönd-
um Sambandsins.
Það verður að líkindum brátt liðin
tíð að Sambandið heiti Sambandsris-
inn í viðskiptaumræðunni hér á landi.
Nær er mér að halda að umræðan
muni snúast um dvergana sjö, þar
sem móðurdvergurinn, Sambandið,
muni gegna veiga- og valdaminna
hlutverki en nokkurn tíma, allar göt-
ur frá stofnun Sambandsins, þann
20. febrúar árið 1902.
anna yrði eftir hjá Sambandinu. „Það
verður að létta skuldum af Verslun-
ardeild upp á nokkuð stórar upphæð-
ir,“ sagði Guðjón, en hann sagði
enga sundurliðun liggja fyrir á þessu
stigi um það hvernig skuldum yrði
skipti milli hlutafélaganna, né hversu
mikið af skuldunum yrði eftir hjá
Sambandinu.
Ólafur Sverrisson, stjómarfor-
maður Sambandsins sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann væri
ánægður með að stjóm Sambandsins
hefði náð saman um þessa áfangaaf-
greiðslu. „Nú munum við kanna
hvort þessi leið er fær og í það mun
allur okkar tími fara næstu daga,“
sagði Ólafur. „Það er ljóst að stærsti
rekstrarvandinn hjá okkur er í Versl-
unardeildinni og við þurfum með ein-
um eða öðrum hætti að létta ein-
hvetjum 'skuldum af þeirri deild,“
sagði Ólafur, „en sem betur fer á
nú Sambandið allmikið eigið fé enn-
þá, svo það getur miðlað einhveiju
til þeirra sem mest þurfa á því að
halda. En við reiknum ekki með því,
þegar skuldunum verður skipt niður
eftir greinum að nein ein deild þurfí
að taka á sig meiri skuldabagga en
henni ber.“
Ólafur var spurður hvemig stjóm-
in sæi fyrir sér hlutverk Sambands-
ins sem eignarhaldsfélags og for-
stjóra þess, eftir að skipulagsbreyt-
ingamar hefðu átt sér stað: „Það er
náttúrlega í þoku, hvernig það verð-
ur. Það kemur til mála að Samband-
ið verði einskonar regnhlífarfyrirtæki
yfir þessum sex félögum og tengi
þau saman og samhæfi reksturinn.
Yfir slíku fyrirtæki þarf náttúrlega
að vera forstjóri, en hvort að Guðjón
B. Ólafsson telur sér henta það starf,
eða ekki, er ekki enn komið á hreint.
Það er auðvitað ekki tímabært fyrir
hann að taka afstöðu til þess, fyrr
en það liggur fyrir hvort af þessum
bre.vtingum yerðgr, eðasagði
Yassir Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestinu (PLO), og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
á fundi í Túnisborg á laugardag. PLO-leiðtoginn bar belti með skammbyssu á fundinum.
Vöruðu við vaxandi hættu á
styrjöld í Mið-Austurlöndum
— segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um
fundina með Yassir Arafat og Hosni Mubarak
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra átti viðræður við Yass-
ir Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) í Túnisborg
á laugardag, eftir að hafa átt fúnd með Hosni Mubarak Egyptalands-
forseta í Kaíró. Nokkrir helstu aðstoðarmenn Arafats tóku einnig þátt
í viðræðunum í Túnis. Að þeim loknum var boðið til veislu að arabísk-
um sið og m.a. snæddur lambsheili. Forsætisráðherra hélt frá Túnis
til Björgvinjar í Noregi þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegri umhverf-
isráðstefiiu.
í símaviðtali, sem Morgunblaðið
átti við forsætisráðherra í gær, kom
fram að Arafat hefði látið ljós ótta
við að nýtt stríð brytist út í Mið-
Austurlöndum á næstunni ef ísrael-
ar samþykktu ekki viðræður við
PLO. „Arafat rökstuddi þessa skoð-
un sína ekki síst með því að skapast
hefðu verulegar væntingar eftir allar
samþykktirnar um alþjóðlega ráð-
stefnu, væntingar í sambandi við
áhersluna á kosningarétt til handa
Palestínumönnum. Því Iengur sem
drægist að menn sæju þetta gerast
því meiri yrðu vonbrigðin. Mubarak
forseti sagði reyndar að Arafat gæti
helst haldið aftur af ýmsum öfgaöfl-
um í röðum araba, sem Arafat lagði
áherslu á að væru utan PLO.
Bæði Arafat og Mubarak lögðu
áherslu á að í öllum arabaheiminum
væri að skapast töluverð óþolin-
mæði. í írak væri hræðsla; þeir ótt-
uðust að ísraelar hygðu aftur á
skyndiárás á kjamorkuver lands-
manna eins og 1981.“
Steingrímur sagði ljóst að Mubar-
ak og Arafat hefðu báðir orðið fyrir
vonbrigðum með að Shimon Perez
og Verkamannaflokki hans skyldi
ekki takast að mynda nýja stjóm í
ísrael. Þeir hefðu afar miklar
áhyggjur af harðlínumönnum, þ. á
m. Yitzhak Shamir forsætisráð-
herra, ef þeir yrðu að lokum ofan
á. Einnig hefði Arafat sagt að ísrael-
ar ælu með sér drauma um færa
landamæri ísraels út á kostnað ná-
grannaríkjanna. Arafat hefði sýnt
sér pening, sleginn í ísrael af þar-
lendum yfirvöldum, þar sem sýnt
væri kort af stækkuðu Ísraelsríki.
Er Morgunblaðið hafði samband við
ísraelska blaðið Jerúsalem Post
sagðist fréttastjóri blaðsins ekki
kannast við að slíkur peningur hefði
verið sleginn í ísrael.
Arafat lýsti miklu áliti á Norður-
löndunum, að sögn forsætisráð-
herra, þar væm mannréttindi í heiðri
haldin. I því sambandi hefði Arafat
sagt að friðarviðræður ísraela og
Palestínumann gætu að sínu mati
vel farið fram á Islandi og minnst á
leiðtogafund risaveldanna 1986 í
Reykjavík sem upphaf afvopnun-
artímabils. Steingrímur sagðist hafa
svarað að íslendingar myndu kanna
þann möguleika ef deiluaðilar færu
fram á slíkt en sagðist ekki hafa
lagt fram formlegt tilboð um fundar-
stað.
VASKHUGI
Nýja forritið, sem gerir þér kleift
að fylgjast með fjórhagsstöðu fyrir-
tækisins frá degi til dags!
• Sölukerfi
• Viðskiptomannakerfi
0 Birgóakerfi
• Innheimtukerfi
• Rekstrarbókhald
9 Virðisaukaskattsuppgjör
0 Mjög einfalt í notkun
0 Kostar brot af sambærilegum kerfum.
0 Viku skilafrestur, ef það bentar ekki.
H i JS-i
Sendum í póstkröfu
íslensk tæki,
Garðatorgi 5, 210 Garðabæ,
sími 656510
T
HITAKUTAR
ELFA-OSO
30—SO—120—20B—300 lítra.
Ryðtrítt stál - Blöndunarloki.
Áratuga góð reynsla.
Einar Farestveít&Co.hf
BORGARTUM 28, SÍM116986.
4 stoppar vtó dymar Jj
/:/:/:/:/:t:/:f
TILBOÐ TIL
15. JÚNÍ
Myndatökur frá kr. 7.500.-
Ljósmyndastofumar:
Barna og Fjölskylduljósmyndir
Reykjavík
sími: 12644
Mynd Hafnarfirði,
sími: 54207
Ljósmyndastofa Kópavogs,
sími: 43020
ÖHum okkar tökum fylgja tvær
prufustækkanir 20x25 cm.