Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 56
nrgpmfMiilt SYKURLAUSTW^f/ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Keflavík: Ellefii ára ára dreng- ur hrapaði til bana BANASLYS varð í Keflavík um hálfáttaleytið í gærkvöldi, er 11 ára drengur hrapaði í berginu við Helguvík. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið vildi til, en að sögn lögreglu er talið að drengurinn hafi verið ásamt tveimur félögum sínum við klettabrúnina eða að klifra í berginu skammt norðan við höfnina í Helguvík. ‘ "iW)t'engurinn féll niður í stórgrýtta íjöru undir berginu og er fallið tal- ið hafa verið fimm til sex metrar. Grundarkjör: Skjalabruni til rannsókn- ar hjá RLR Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú til athugunar skjöl, merkt versluninni Grundarkjöri, sem reynt var að brenna í malar- gryfjum í Þingvallasveit um helg- ina. Einnig er verið að rannsaka viðskipti verslunarinnar með varning, sem seljandi varningsins hefúr kært og telur að hafi verið seldur frá Grundarkjöri, en selj- andinn hefur ekki fengið vörurn- ar greiddar. Arnar Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins seg- ir að RLR hafi til rannsóknar skjöl sem bjargað var af báli um helgina. Vegfarandi varð þess var að menn voru á ferð í malargryijum. Skömmu 'SW tók hann eftir reyk og fór til að kanna hvað væri á seyði. Þá sér hann að eldur logar í haugi og þeg- ar hann aðgætir nánar hvað þar er, sér hann pappíra merkta Grundar- kjöri. Honum tókst að ná einhverjum hluta gagnanna af bálinu og kom þeim til RLR, sem nú rannsakar hvers eðlis þcssi gögn eru. Arnar kvaðst ekki geta tjáð sig nánar um rannsóknina. Hann segir RLR einnig hafa til rannsóknar kæru um að Grundar- kjör hafi komið vörubirgðum undan, með því að selja þær. Kærandinn er sá sem seldi Grundarkjöri vörurn- ar og hann hefur ekki fengið þær greiddar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Veðurblíða íHrísey Einmuna veðurblíða hefur verið í Hrísey síðustu daga. Eyjarskeggjar eru komnir í sumarskap jafnvel þótt enn sé mikill snjór en veturinn var einhver sá snjóþyngsti sem menn muna. Börnin fjögur sem fremst sitja og borða ísinn eru systkin, frá vinstri Sandra, Eygló, Guðmundur og Mardís. Fyrir aftan sitja móðir þeirra, Harpa Hreinsdóttir, og fjölskylduvinurinn Sigmund. Fjölskyldan er nýflutt til Hríseyjar. Faðirinn, Karl Guðmundsson, er vélstjóri á nýju ferjunni Sæfara. Stóragerðismálið: Játar líka að hafa ver- ið á morð- staðnum 28 ÁRA maður, Guðmundur Helgi Svavarsson, hefúr nú játað við yfirheyrslur að hafa þann 25. apríl verið á morðstaðnum, bensínstöðinni við Stóragerði, ásamt 34 ára félaga sínum, Snorra Snorrasyni. Framburði þeirra um atburðarás ber hins vegar ekki saman. Snorri játaði fyrir nokkrum dög- um að hafa verið á bensínstöðinni þegar starfsmaður Olíufélagsins hf. var myrtur og sagði Guðmund Helga hafa verið með sér. Guð- mundur neitaði því, þar til við yfir- heyrslur um helgina. Þórir Odds- son, vararannsóknarlögreglustjóri, sagði að framburður þeirra stang- aðist á og atburðarás væri því óljós. Rannsóknarlögreglan fer vænt- anlega fram á að mönnunum tveimur verði gert að sæta geð- rannsókn. Tvær vinkonur mann- anna, 20 og 24 ára, eru í gæslu- varðhaldi, en ekki er talið ólíklegt að þeim verði sleppt úr haldi fljót- lega. Steingrímur J. Sigfítsson samgönguráðherra: Framtíð Arnarflugs ræðst á næstu tveimur dögum FRAMTÍÐ Arnarflugs ræðst á næstu tveimur dögum, að sögn Steingríms Sigfússonar samgönguráðherra. Ráðherra óskaði eftir því í gær við forsvarsmenn félagsins að þeir gerðu grein fyrir stöðu fyrir- tækisins í dag, eftir að ljóst var að vél sem félagið hafði tekið á leigu kom ekki til landsins. Að sögn Kristins Sigtryggssonar, framkvæmda- stjóra Arnarflugs, verður seinkun á flugi félagsins til Amsterdam í dag, en samið var við Flugleiðir um að flytja farþegana kl. 17. Upphaf- leg áætlun var klukkan 8. Kristinn sagðist ekki hafa kynnt sér hvað olli vandræðum þeim sem farþegar lentu í á leið frá Amsterd- am til Kaupmannahafnar um helg- ina. Þá neitaði hollenska flugfélagið KLM að taka gilda miða útgefna af Arnarflugi og krafðist staðgreiðslu af farþegum. Kristinn sagði að hann vissi ekki betur en að samningar við KLM stæðu, „þetta á ekki að geta gerst ef farmiðar eru í lagi.“ Þá sagðist hann hafa gert ráðherra grein fyrir stöðu félagsins í gær og að öllu óbreyttu ættu allar áætlanir að standa frá og með fimmtudegi þegar ný leiguvél er væntanleg til íandsins. „Við viljum fá upplýsingar um hvernig þeir hyggjast leysa sín mál,“ sagði Steingrímur. „Það eru tak- mörk fyrir hversu lengi er hægt að una við þennan rekstrarvanda fé- lagsins og að nánast sé verið að bjarga rekstrinum frá einum degi til annars. Slíkt getur auðvitað ekki gengið.“ Ráðuneytið hefur áður við svipaðar aðstæður óskað eftir því við félagið að það gerði grein fyrir hvernig það ætlaði að leysa flutn- ingamál sín. Þá var sagt að vandinn T Hlutabréfasjóðurinn hf.: Heimild veitt til 1 millj- arðs hlutafjáraiikmngar x Á AÐALFUNDI Hlutabréfasjóðsins hf. sem haldinn var í gær var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé um allt að einn milljarð með áskrift nýrra hluta. Gert er ráð fyrir að þessi heimild til stjórnar dreifist á næstu ár auk þess sem henni er ætlað að tryggja að allir sem þess óska geti keypt hlutabréf í sjóðnum. Hluthafar voru alls 1.116 í árslok og hafði þeim fjölgað úr 402 frá árinu áður. Að minnsta kosti 45% af ráð- Sá hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins stöfunarfé Hlutabréfasjóðsins sem ekki er notaður til fjárfest- I hf. er notað til hlutabréfakaupa. ingar í hlutabréfum er notaður til fjárfestingar í skuldabréfum atvinnufyrirtækja.Á síðastliðnu ári var selt hlutafé í Hlutabréfa- sjóðnum, að nafnverði 75,5 millj- ónir króna fyrir samtals 125,3 milljónir króna. Sjóðurinn er víða meðal stærstu hluthafa þeirra félaga sem hann á hlut í, t.d. Tollvörugeymslunni, Flugleiðum, Skagstrendingi, Hampiðjunni og Skeljungi. Nam hlutafjáreignin samtals þann 1. apríl sl. tæplega 100 milljónum króna að mark- aðsverðmæti. Fram kom á aðal- fundinum að hlutafjáreign sjóðs- ins hefur aukist um 11,8 milljón- ir síðan þá vegna gengisbreyt- inga á hlutabréfamarkaði en jafnframt hefur verið fjárfest í hlutabréfum fyrir 14,5 milljónir. yrði leystur með aðstoð Flugleiða og erlendri leiguvél tímabundið í einn mánuð en áður en hún færi átti fé- lagið að fá vél í varanlega leigu. „Nú hefur eitthvað brugðist og farþegar hafa aftur orðið fyrir óþægindum, þannig að við hljótum að gera þá kröfu til Arnarflugs að félagið leysi þau mál og geri okkur jafnframt grein fyrir hvernig það verður gert,“ sagði Steingrímur. „Það hljóta að vera takmörk fyrir hvað hægt er að umbera miklar vanefndir. Þeir verða að sinna þeirri flutningaþörf sem er á þessari sérleið, sem þeir hafa.“ Ráðherra sagði, að ekki væri hægt að tala um vanefndir af hálfu Arnarflugs ef annað félag annaðist flutningana fyrir félagið og sæi jafn- framt til þess að farþegar yrðu ekki fyrir óþægindum. „Því miður hefur það ekki lukkast," sagði Steingrím- ur. „Það má því segja að næstu tveir dagar ráði úrslitum. Við höfðum treyst á að það stæðist, sem þeir sögðu um vélina sem átti að koma í gærkvöldi og að þeir flyttu farþega með henni í morgun. Því miður varð það vonlaust. Nú fullyrða þeir að hún komi á miðvikudag og nái næstu áætlun sem er á fimmtudag. Það sjá það allir að ferðamannatíminn er að hefjast og þá verður ekki und- an því vikist að koma þessu í lag. Ég veit að það mikið annríki er fram- undan hjá Flugleiðum að féiagið getur líklega ekki bætt miklu á sig.“ Flugleiðir hafa sagt upp sam- komulagi við Arnarflug með mánað- ar fyrirvara um að taka við farseðl- um frá félaginu. Er þetta gert vegna vanskila Arnarflugs, að sögn Sigurð- - ar Helgasonar forstjóra Flugleiða..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.