Morgunblaðið - 21.06.1990, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
Viðræður EFTA og EB hafiiar:
Tenging fríverslunar
við aðgang að miðum
gegn hagsmunum EFTA
FORMAÐUR viðræðunefhdar EFTA, Svíinn Ulf Dinkelspiel, lagði á það
áherslu, á fyrsta fundi viðræðna EFTA við Evrópubandalagið um sam-
eiginlegt evrópskt efnahagssvæði, EES, í Brussel í gær, að EFTA krefð-
ist fríverslunar með físk og að tenging á aðgangi að markaði við að-
gang að fiskimiðum væri andstætt þjóðarhagsmunum EFTA-ríkjanna.
Hannes Hafstein, aðalsamninga-
maður íslands hjá EFTA, sagði við
Morgunbiaðið að á fundinum í gær
hefðu fulltrúar EB einnig grein fyrir
áherslum bandalagsins í viðræðun-
um. Samningsumboð framkvæmda-
stjómar EB hefur verið víða túlkað
sem mjög óaðgengilegt fyrir EFTA-
ríkin, og að þar sé hurðum skellt í
lás hvað varðar undanþágukröfur
EFTA. Hannes sagði að þetta væru
þau sjónarmið sem Evrópubandalag-
ið setti fram í upphafi viðræðnanna.
»Ég geri ráð fyrir því að hvorki
Atviimumál skólafólks:
RHdsstofimn-
ir fa fyrirmæli
áföstudaginn
RÍKISSTJÓRNIN tekur í dag
fyrir tillögur samstarfshóps
ráðuneyta um aðgerðir ríkisins
til að bæta úr atvinnuleysi skóla-
fólks. Efni tillagnanna fékkst
ekki uppgefið í gærkvöldi, þar
sem þær voru þá ekki fullunnar,
að sögn Grétars J. Guðmundsson-
ar, aðstoðarmanns félagsmála-
ráðherra.
Víða út um land, þar sem tregt
er um vinnu fyrir skólafólk, hafa
bæjarfélög farið út í sérstakar að-
gerðir, á borð við þær sem borgar-
stjórnin í Reykjavík hefur ákveðið.
Mismunandi er hvort ástandið er
verra hjá unglingum á grunnskóla-
aldri eða framhaldsskólanemum.
Þar sem nemendum á aldrinum
13-15 ára hefur gengið illa að fá
vinnu hefur til dæmis verið gripið
til þess að fjölga í vinnuskólum, en
stytta vinnutímann. Mörgum ung-
mennum er komið í vinnu við um-
hverfisvernd og fegrun, og sums
staðar leita bæjarfélög samstarfs
við félagasamtök, um að þau ráði
unglinga í ýmis verkefni, en bærinn
taki þátt í launakostnaði.
Forsvarsmenn í bæjarfélögum,
sem Morgunblaðið ræddi við í gær,
Iétu í Ijós vonbrigði með þátt ríkis-
ins í því að leysa vanda skólafólks.
Sumir voru óánægðir með að ekk-
ert hefði heyrzt frá ríkisstofnunum
úti á landi, þrátt fyrir fregnir um
tilmæli ríkisstjórnarinnar til þeirra
að ráða aukafólk. Um þetta segir
Grétar Guðmundsson að í raun hafi
ríkisstofnanir ekki fengið nein til-
mæli um að ráða aukafólk en spurst
hafi verið fyrir um möguleika.
Sjá lrétt á miðopnu.
þeirra samningsumboð, né allir þætt-
ir í upphaflegri EFTA stöðu vérði
niðurstaða samninganna," sagði
Hannes.
Á fyrsta fundi viðræðnanna í gær
var ákveðið að hafa sama form á
viðræðum bandalaganna um EES og
var á undirbúningsviðræðunum á
síðasta ári. Yfirsamninganefndin
verður skipuð þeim sömu og voru í
stjómamefnd undirbúningsviðræðn-
anna. Auk hennar fjalla 5 samninga-
hópar um helstu svið samninganna,
og sjötti hópurinn á að samræma
niðurstöður hinna. Fyrstu fundirnir
í hópunum verða í júlí og aðalsamn-
inganefndin kemur aftur saman 24.
júlí til að fara yfir fyrstu niðurstöður
og ákveða framhald á viðræðum eft-
ir sumarleyfi í ágúst.
Af íslands hálfu taka væntanlega
þátt í viðræðunum, auk Hannesar,
Bjöm Friðfinnson ráðuneytisstjóri,
Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytis-
stjóri, Sólrún Jensdóttir skrifstofu-
stjóri og Lilja Ólafsdóttir deildar-
stjóri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Flugvélin stórskemmd í mýrinni skammt utan vegar á Öxnadalsheiði.
• •
Oxnadalsheiði:
Rak flugvélarvæng í flallshlíð
Þrír menn í vélinni sluppu ómeiddir
ÞRÍR ungir menn sluppu ómeiddir er tveggja hreyfla flugvél
skall til jarðar skammt frá Sesseljubúð á Öxnadalsheiði í gær.
Félagamir þrír voru á leið frá
Reykjavík til Akureyrar og er
þeir flugu yfir Öxnadalsheiðina
var komin talsverð þoka þannig
að vélinni var snúið við, en enn
var bjart vestan til í heiðinni. Er
vélinni var snúið vildi það til að
annar vængur hennar rakst í jörð-
ina og skall hún því til jarðar. Þar
sem vélin kom niður er mýrlendi.
Vélin er mikið skemmd, en hún
er af gerðinni PA-23 og ber ein-
kennisstafina TF-REF. Um er að
ræða fímm manna vél, en þrír
voru í henni. Félagamir þrír komu
á puttanum til Akureyrar síðdegis
í gær og héldu suður til Reykjavík-
ur með áætlunarflugi um kvöld-
matarleytið.
Til greina kemur að Sambandið yfirtaki Miklagarð:
KRON hefur nú safiiað 10
milljónum af 100 í hlutafé
STJÓRN Miklagarðs hf. komst
ekki að neinni niðurstöðu um
framtíðarrekstrarfyrirkomulag
Miklagarðs á Iöngum fundi í
gær. Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst, var fundi frestað um
nokkra daga, en ekki var gefið
svar við ósk KRON-fiilltrúanna
um að þeir fengju enn mánaðar
frest til þess að afla hlutafjárins
sem á skortir, eða liðlega 90
milljóna króna af þeim 102 millj-
ónum sem fyrirhugað er að safna.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins verður haldinn annar
fundur í stjórn Miklagarðs innan
fárra daga.
Þegar verslunarrekstur Mikla-
garðs og KRON var sameinaður
þann 1. mars sl. í fyrirtækinu Mikli-
garður hf. og bráðabirgðastjórn
fyrirtækisins kjörin, var ákveðið að
Samband íslenskra samvinnufélaga
legði til liðlega 102 milljónir króna
í hlutafé í hið nýja fyrirtæki, Mikla-
garð hf., eða allt að helming og að
KRON (Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis) hefði milligöngu um
hlutafjárútboð um aðra eins upp-
hæð, og jafnvel 150 milljónir króna.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að nú komi til greina að Sam-
bandið beiti sér fyrir yfirtöku á
rekstri Miklagarðs, þar sem tilraun-
ir KRON til þess að safna hlutafjár-
loforðum frá lífeyrissjóðum verka-
lýðshreyfingarinnar hafi ekki geng-
ið sem skyldi og innan við 10 millj-
ónir safnast í hlutafjárloforðum
lífeyrissjóðanna.
Sambandsmenn rifja upp að fyrst
hafi verið ákveðið að hlutafjársöfn-
un lyki í lok mars. Þá hafi verið
gefinn frestur til loka aprílmánaðar
og annar frestur gefinn til maíloka.
Loks hafi frestur verið gefínn til
að afla tiltekins hlutafjár til miðs
júnímánaðar, en enn bendi ekkert
til þess _að þessi hlutafjársöfnun
takist. Ákveðnir Sambandsmenn
segja því sem svo, að sé staðan sú,
að Sambandið leggi fram 102 millj-
ónir króna en aðrir innan við 10
milljónir króna, hljóti að koma að
þvi að Sambandið yfirtaki rekstur-
inn. Því telja þeir að beinast liggi
við að framhaldsaðalfundur Mikla-
garðs hf. verði haldinn hið fyrsta
og þessu máli verði lokið með kjöri
nýrrar stjórnar fyrirtækisins.
Verðbréfaþing Islands:
Olís hf. sækir um
að skrá hlutabréf
OLIS hf. varð fyrsta fyrirtækið til að sækja um skráningu hluta-
bréfa sinna á Verðbréfaþingi Islands í gær. Reglur um skráningu
hlutabréfa á Verðbréfaþingi tóku gildi fyrir rúmum tveimur árum
en hlutafélög hafa til þessa ekki sóst eftir skráningu heldur látið
nægja að skrá hlutabréf sín hjá verðbréfafyrirtækjum. Olís býður
frá og með deginum í dag hlutabréf til kaups með almennu hlutafjár-
útboði að fjárhæð 50 milljónir.
Beðið eftir Bob Dylan
Morgunblaðið/Þorkell
Löng biðröð myndaðist við Laugardalshöllina í gær, áður en miðasalan á hljómleika Bobs Dylans hófst
klukkan 16. Þeir fremstu í röðinni hófu biðina um klukkan 8. Sú langa bið reyndist þó vera óþörf, því
um klukkan 21 í gærkvöldi var biðröðin horfín en þriðjungur miðanna enn óseldur, samkvæmt upplýsing-
um-frá.miðasölunni.......... .................................................................
Aðaleigandi Olís, Óli Kr. Sigurðs-
son, stjórnarformaður, á um 63%
hlutafjár í fyrirtækinu á móti
bandaríska olíufélaginu Texaco sem
keypti 30% hlut fyrir skömmu. Óli
hefur ákveðið að minnka eignarhlut
sinn og stefnir að því að verða í
minnihluta í Olís.
Hlutaíjárútboðið sem hófst í gær
er fyrsta skrefið í viðameiri hluta-
fjáraukningu en ákveðið hefur verið
að auka hlutafé Olís um tæpar 160
milljónir. Sölugengi bréfanna verð-
ur 1,6 í upphafi. Verðbréfafyrirtæki
Landsbankans, Landsbréf hf., ann-
ast hlutafjárútboðið og verður við-
skiptavaki bréfanna.
Sjá nánar viðskiptablað, 1B.
Keflavík:
Óbreytt niðurstaða
í endurtalningu
Yfirkjörstjórn í Keflavík end-
urtaldi í gær atkvæðin firá síðustu
b;ejarstjórnarkosningum vegna
kæru fulltrúa Alþýðubandalags-
ins um vafaatkvæði, en bæjar-
fógeti hafði skipað þriggja
manna nefnd í málinu og úr-
skurðaði hún að endurtalning
skyldi fara firam. Niðurstaða yfir-
kjörstjórnar var sú að fyrri taln-
"uíg síæði, éndá bar* tðlunt sanjítfi "'
að sögn Sveins Sæmundssonar
formanns yfirkjörstjórnar.
Fulltrúar allra flokka voru við-
staddir endurtalninguna og gerði
enginn athugasemd nema fulltrúar
Alþýðubandalagsins sem hyggjast
kæra til fógeta niðurstöðu kjör-
nefndar varðandi 122 atkvæði. Þau
atkvæði hafði kjörstjórn úrskurðað
gjld L fyrri talningu og staðfesti
niðurstöftnna-f'éTTdurtalningu.