Morgunblaðið - 21.06.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
Alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi vestra mæta ekki á miðstjómarfundinn:
Skilaboð um að ekki
berí að flýta laiulsíundi
- segir Ragnar Arnalds
Fulltrúar Norðurlands vestra í miðstjórn Alþýðubandalagsins ætla
ekki að sækja miðstjórnarfundinn, sem boðað hefur verið til á Egilsstöð-
um 29. júni. Þetta var ákveðið á fúndi kjördæmisstjórnar flokksins.
Að sögn Ragnars Arnalds, þingmanns Alþýðubandalagsins í kjördæm-
inu, er með þessu verið að senda skilaboð um að ekki beri að taka
ákvörðun um að flýta landsfundi flokksins. Rætt er um að lagt verði til
á miðstjórnarfúndinum að landsfúndur verði haldinn í janúar, þar sem
andstæðingar Ólafs Ragnars Grímssonar, flokksformanns, vilji gera
atlögu að honum.
„í þessari ályktun er engin afstaða
tekin til þess, hvenær eigi að halda
landsfund," sagði Ragnar Arnalds.
„Það er fyrst og fremst lögð á það
áherzla að ótímabært sé að ákveða
tímasetningu landsfundar nú. Það
þurfi að ræða þetta mál í grunnein-
ingum flokksins og undirbúa það
vandlega."
Hann sagði að illdeilur í Alþýðu-
bandalaginu hefðu einkum verið
bundnar við Reykjavíkursvæðið, en
þekktust til dæmis ekki á Norður-
landi vestra. „Við erum mjög ósátt
við hvað stríðandi öfl innan flokksins
beita mikilli hörku í viðskiptum
sínum,“ sagði Ragnar. Hann sagði
kjördæmisstjómarmenn hafa haft á
tilfinningunni að miðstjómarfundur-
inn á Egilsstöðum myndi fara í slag
um landsfundinn. „Þeir vildu með
þessu leggja áherzlu á að öllum
ákvörðunum um tímasetningu lands-
fundar verði frestað um sinn. Við
vomm þeirrar skoðunar að þessi við-
brögð myndu minnka mjög líkurnar
á því að taka slíkar ákvarðanir,"
sagði Ragnar.
— Vonizt þið til að fá fleiri kjör-
dæmisstjórnir í lið með ykkur?
„Ég er sannfærður um að það
verða engaf ákvarðanir teknar um
landsfund í bráð, og þessi samþykkt
mun hjálpa til þess,“ sagði Ragnar.
Hann sagðist vilja bæta því við að
það væri sízt meiri málefnaágrein-
ingur í Alþýðubandalaginu en öðmm
flokkum. „Alþýðubandalagsmenn
eiga tvímælalaust samleið innbyrðis,
og ekki með öðmm flokkum. Núna
skiptir mestu máli að menn séu ein-
huga um að standa saman í næstu
kosningum,“ sagði hann.
Aðalfundur Alþýðubandalags
Vestur-Skaftafellssýslu hefur einnig
sent frá sér ályktun, þar sem and-
mælt er hugmyndum um að flýta
landsfundi. Fundarmenn telja að slíkt
muni aðeins auka á flokkadrættina
innan Alþýðubandalagsins.
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00
HeimlkJ: Veöurttofa ístands
(Bysgt é veðofspá W. 16.151 gaer)
VEÐURHORFUR í DAG, 21. JÚNÍ
YFIRLIT í GÆR: Norður af Jan Mayen er hæðarhryggur en 1.000
mb. lægð skammt norður af írlandi þokast norðvestur. Um 400
km suður af Vestmannaeyjum er 995 mb. lægð á hægri hreyfingu
vestur og síðar suðvestur.
SPÁ: Austan- og norðaustanátt, víðast kaidi en ef til vill stinningst-
inningskaidi á stöku stað. Dálítil súld á Austurlandi og á annesjum
norðanlands, en smáskúrir við suðurströndina. í öðrum landshlutum
verður yfirleitt þurrt. Á Vestur- og Suðvesturlandi verður víða létt-
skýjað, þó Ifklega síðdegisskúrir á stöku stað. Hiti 8-16 stig, hlýj-
ast suðvestanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðan- og norðaustan-
átt. Dálítíl rigning eða súld og fremur svalt norðaniands og aust-
an. Mun hlýrra sunnanlands og vestan, bjart veður að mestu en ef
til vili síðdegisskúrir.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjaö
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* # *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
\J Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
» , ’ Súld
OO Mistur
_J- Skafrenningur
[7 Þrumuveður
*ÍBFT
m
> 1/FfíllR V ina ItM UCtM
kl, 12:00 # gær að ísl, tíma
hltf veóur
Akureyri 11 skýjað
Reykjavik 15 skýjað
Bergen UrvUinU! 15 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 rígning
Narssarssuaq vantar
Nuuk vantar
Ostó 21 hélfskýjað
Stokkhólmur 18 skýjað
Þórshöfn 11 þokaígrennd
Algarve vantar
Amsterdam vantar
Barcelona 24 mistur
Berlln 26 hálfskýjað
Chloago 17 þokumóöa
Feneyjar 26 heiðskírt
Frankfurt rigning
Qlasgow 15 skiírásíð. klsL
Hamborg llii' rigning
LaePalmas 24 léttskýjað
London 20 skýjeð
LosAngetes 16 þokumóða
Lúxemborg 16 rign.ósfð.klst.
Madrid 26 hálfskýjað
Mataga 30 skýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Montreal vantar
NewYork vanter
Orlando vantar
París 18 skýjað
Róm 28 heiðskírt
Vín 26 •éttskýjað
Washington 20 mistur
Winnipeg 15 skúr
1
Kristnesið við bryggju á Neskaupstað. Morgunbiaðið/Ágúst Biöndai
Á fískibáti fi"á Fær-
ej/jum á fermingarmót
Þetta er árstími fermingarmótanna á Neskaupstað. Ekki færri
en fimm slík mót hafa verið haldin undanfarið.
Fæst fermingarbamanna eru
búsett hér heima eða lauslega
áætlað um þriðjungur þeirra. Hin
em dreifð um landið og hluti býr
erlendis. Fólk er mismunandi
áhugasamt um að sækja slík mót
þótt ávallt sé það mikill meiri-
hluti sem mætir.
Nú á dögunum var haldið mót
bama sem fermdust 1955. Einn
þátttakenda, Konráð Auðunsson
sem býr í Færeyjum, var greini-
lega ákveðinn í því að mæta, því
hann kom siglandi á báti sfnum,
Kristnesi, sem er 20 lesta fiskibát-
ur. Konráð var um 33 klst. á leið-
inni. Segja má því að sumir leggi
meira á sig en aðrir til að láta
sig ekki vanta í hópinn. _
- Ágúst Konráð Auðunsson
Suður-Afríkusamtökin:
Opinberrar rannsóknar
krafist á innfhitningi
Suður-Afríkusamtökin hafa sent ríkissaksóknara bréf þar sein
óskað er eftir opinberri rannsókn á innflutningi á niðursoðnum ávöxt-
um frá Suður-Aríku. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá gildistöku
laga um bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku og Namibiu fást
þessar vörur enn í verslunum í Reykjavík.
í bréfi Suður-Afríkusamtakanna
til ríkissaksóknara segir að með
lögum nr. 67, frá 20. maí 1988 um
bann gegn viðskiptum við Suður-
Afríku og Namibíu, sé óheimilt að
flytja vörur frá þessum löndum til
landsins. Lögin hafi þegar tekið
gildi en í bráðabirgðaákvæði þeirra
segði að þeim yrði ekki beitt gegn
innflutningi eða útflutningi sem
ætti sér stað fyrir 1. janúar 1989
enda hefði verið samið um slík við-
skipti fyrir gildistöku laganna. Bent
er á að þrátt fyrir að tvö ár séu
liðin frá gildistöku þessara laga
megi enn sjá ávaxtadósir merktar
Suður-Afríku í hillum verslana.
Þá segir í bréfinu að dós af Gold
Reef perum frá Suður-Afríku hafi
verið keypt í Blómavali í Reykjavík
12. maí. Sama dag hafi blandaðir
ávextir frá Suður-Afríku verið
keyptir í Miklagarði og blandaðir
ávextir og perur í Kaupstað í Mjódd.
Þessu til staðfestingar fylgja bréf-
inu staðgreiðslunótur frá ofnatöld-
um v^rslunum. Að lokum segir að
þar sem svo langur tími sé liðinn
frá því að innflutningsbannið frá
Suður-Aríku tók gildi þyki samtök-
unum ástæða til að óska eftir opin-
berri rannsókn á.tilvikum þessum.
Undir bréfið skrifa fyrir hönd
Suður-Afríkusamtakanna, Sunna
Snæland.formaður samtakanna og
Gylfi Páll Hersir.
Alþýðusamband Islands er aðili
að Suður-Afríkusamtökunum og
ætlar lögfræðingur þess, Lára V.
Júlíusdóttir, að fylgjast með fram-
gangi málsins.
Laxá í Þingeyjasýslu:
Einn 23 punda á mánudag
og annar 24 punda í gær
DALVÍKINGAR hafa mokað upp stórlöxum úr því svæði Laxár
í Þingeyjarsýslu sem tilheyrir Hrauni í Aðaldal. 24 punda leg-
inn hængur veiddist í gærmorgun og annar 23 punda á mánu-
dag, að sögn Hólmgríms Kjartanssonar á Hrauni og hafa þá 8
Sskar veiðst á svæðinu, 5 þeirra 12-16 punda. Stangveiðiklúbbur-
inn Elfúr á Dalvík hefúr svæðið á leigu.
Báðir stórlaxarnir veiddust við „Þetta voru mjög fallegir fiskar,“
Hraunstíflu og tók sá minni, sem sagði Hólmgrímur. Hann sagði
var 102 sentimetra langur, svart- veiðina fara mun betur af stað en
an tóbý hjá Rúnari Þorleifssyni í fyrra og taldi að um þetta leyti
en hinn stærri, sem var 100 senti- hefði þá aðeins verið kominn einn
metra langur, rækjuflugu nr. 14 fiskur að landi.
hjá Hjálmari Randverssyni.