Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
7
Tveir dyraverðir
Hressó handteknir
Erling KE 45 kemur til hafnar með Búrfell KE 140 á síðunni.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Dregið til haftiar með
trollið í skrúftmni
Paraiso de Alcudia
Skagaströnd.
BÚRFELL KE 140 var dregið til skáru síðan trollið úr skrúfunni en stýrinu við óhappið.
hafnar á Skagaströnd nú nýverið engar skemmdir urðu á henni né
þar sem skipið hafði fengið
rækjutrollið í skrúfuna.
Erling KE 45 dró Búrfellið til
hafnar en Búrfellið hafði verið á
veiðum á Húnaflóadjúpi þegar ann-
ar vængurinn á rækjutrollinu fór i
skrúfuna. Ferðin af miðunum tók
um fimm og hálfa klukkustund í
góðu veðri. Kafarar á Skagaströnd
Þröstur vann
alþjóðlegt
skákmót
ÞRÖSTUR Þórhallsson varð í
efsta sæti á alþjóðlegu skákmóti
í Danmörku í byrjun júní. Hann-
es Hlífar Stefánsson varð í 7-8.
sæti á sama móti.
- ÓB.
Tveir lögreglumenn á gangi í
Austurstræti veittu athygli að
nokkur mannijöldi var á veitinga-
húsinu og þaðan barst tónlist um
það bil hálftíma eftir að samkomu-
haldi átti eftir að verðalokið. Þeir
ræddu við dyravörð sem stóð í dyr-
um staðarins og þegar þeir fóru
þess á leit við hann að koma inn á
staðinn fengu þeir þvert nei og
þurftu að beita valdi til að komast
inn. Þar var fyrir yfirdyravörður
staðarins sem einnig vildi meina
lögreglunni aðgang. Lögreglumenn
kölluðu eftir liðsauka, handtóku
dyraverðina tvo og sáu um að
skemmtanahald væri stöðvað.
Dyraverðirnir voru færðir til við-
ræðna á lögreglustöð, þar sem í ljós
kom að þeir bjuggu yfir lítilli þekk-
ingu á þeim reglum sem gilda um
starfa þeirra, að sögn lögreglu. Að
því loknu voru þeir fijálsir ferða
sinna.
Aðfaranótt laugardagsins höfðu
eftirlitsmenn talið fjölda gesta út
úr Café Hressó og reyndust þeir
þá vera 38% fleiri en heimilt var.
Vegna þess hefur lögreglustjóri
þegar ákveðið að áfengissala sé
óheimil á veitingastaðnum á morg-
un, föstudag.
LÖGREGLA handtók tvo dyraverði veitingahússins Café Hressó í
Reykjavík aðfaranótt mánudagsins eftir að þeir höfðu neitað einkenn-
isklæddum lögreglumönnum um aðgang að staðnum um klukkan
hálftvö að nóttu en þá stóð skemmtanahald enn yfir. Yfirheyrslum
yfir mönnunum er ekki lokið en malið verður sent saksóknara innan
tíðar. Vegna þessa atviks hefúr lögreglusljóri ákveðið áð skírskota
til heimildar í reglugerð og áskilja samþykki sitt á því hveijir verði
ráðnir til að gæta dyra staðarins.
Þröstur fékk ö'A vinning af .9
mögulegum ásamt Björn Brinck-
Claussen frá Danmörku og
Pavlovic frá Júgóslavíu. Hannes
fékk 5 vinninga.
Varp gengur vel:
Sumsstaðar
seinkaði fúgl-
um á hreiður
vegna veðurs
„Varp hefúr almennt
gengið mjög vel í vor. Tíðin
hefúr verið einmuna góð og
ekki hafa orðið nein áföll,"
sagði Arnór Garðarsson,
fúglafiræðingur í samtali við
Morgunblaðið í vikunni.
Arnór sagðist aðallega hafa
fylgst með varpi við Mývatn
en það hafi gengið vel það sem
af er sumri. Hann benti á að
alltaf væri einhver munur á
varpi eftir tegundum og veður-
fari á landinu.
Hjá Valdimari Gíslasyni á
Mýrum í Dýrafirði fengust þær
fréttir að þar hefði varp ekki
hafist fyrr en um miðjan maí
og er það hálfum mánuði
seinna en í meðalári. „Það var
hörkuvetur hér fram til 1.
maí,“ sagði Valdimar „Og
snjóa leysti ekki fyrr en um
miðjan mánuðinn. Fuglinn ein-
faldlega komst ekki að fyrr en
þá. Síðan hefur verið alveg
Öndvegis tíð.“
I Vestmannaeyjum sagði
Oskar J. Sigurðsson í Stór-
höfða að varp hefði gengið
vel. „Ég hef ekki orðið var við
að það sé seinna á ferðinni en
venja er,“ sagði Oskar. „Ef
eitthvað er þá er það fyrr“.
Tryggóu þér glæsilegan
nýjan gistístaó
á Mallorka á frábæru
Zt. 36.700,
2 í íbúð kr. 54.300,-
Við höfum nú fengið viðbótargistingu á Mallorka þann 3. júlí og bjóðum þennan
glæsilega, nýja gististað, sem er staðsettur á ströndinni og með frábærri aðstöðu
fyrir gesti. Aðeins er um 10 íbúðir að ræða í þessa brottför.
Allar upplýsingar
hjá söluskrifstofu
Veraldar
í Austurstræti
og umboðsmönnum.
AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK , SÍMI: (91) 622 011 & 62 22 00
*Verð m.v. hjón með 2 börn
2-5 ára 2 vikur 3. júlí.