Morgunblaðið - 21.06.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990
11
Íþróttafrímerki:
íþróttafélag fatlaðra gef-
ur út fyrstadagsumslag
NÝTT íþróttafrímerki kemur út
28. júní nk. og er mynd á því af
bogaskyttu í hjólastól. Verðgildi
er 21 króna. íþróttafélag fatlaðra
í Reykjavík ætlar að gefa út
fyrstadagsumslag með þessu
frímerki til styrktar starfsemi
sinni.
Fyrstadagsumslög eru vanalega
seld með frímerki, stimpluð með
útgáfudagsstimpli. Þar sem útgáfu-
dagurinn er fimmtudagur hefur
íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
komist að samkomulagi við póst-
stjómina um það að þeir sem vilja
senda slíkt umslag með innihaldi
seinna en 28. júní geta skilað um-
slögunum til Sigurþórs Ellertssonar
í Póststofunni, Ármúla 25, til mánu-
dags 2. júlí. Stimpluðu fyrstadags-
umslögin verða borin út til kaup-
enda 27. og 28. júní. Umslögin bjóð-
ast einnig án stimpils, en með
frímerkinu límdu á. Upplýsingar um
fyrstadagsumslögin gefur Elisabeth
Vilhjálmsson, Reykjahlíð 12 í
Reykjavík.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
TRYGGÐU GÆÐIN
-TAKTÁ KODAK...
i
EGGERT
feldskeri
Efst á Skólavörðustígnum,
sími 11121.