Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990
Tvær nektarmyndir, 1924.
HEIMUR TIL
ALLRAÁTTA
#
Myndlist
BragiÁsgeirsson
Ég ætla minnst að fara að út-
skýra súrrealisma á fræðilegum
grundvelli, þvi það hefur þegar
verið gert í Lesbók nýverið, en vil
í upphafi líta yfir sviðið er fæddi
af sér þessa listastefnu.
— Fyrri heimstyrjöldin var að
baki en áhrifa hennar, mikilla og
viðtækra, gætti hvarvetna ennþá,
hrollurinn og viðbjóðurinn var
ekki horfín úr mönnum og sist
þeim, sem höfðu tekið þátt í
henni eins og Masson, sem hafði
særst lifshættulega. Batinn var
hægur og hann hóf ekki að mála
aftur fyrr en að löngum tima liðn-
um og þá nálgaðist hann
pentskúfinn hálfhikandi. Grunn-
menntun hafði hann hlotið góða
fyrir stríð, fýrst í teikniskóla og
svo við Fagurlistaskólann í Bruss-
el hja symbolistanum Constant
Montald og loks í Fagurlistaskól-
anum í París hja Paul-Albert
Baudoin (1844-1931) með áherslu
á veggmálverk. Skólun hans var
því mjög hefðbundin, en hann var
næmur og hreifst af verkum Ja-
mes Ensors, belgískum nýstíl
(jugendstíl) og flæmskum symból-
isma og expressjónisma, eða því
sem menn nefndu samheitinu,
nýrri tíma flæmskt-vallónskt mál-
verk. Árin á eftir stríðið einkennd-
ust af miklum óróa í Evrópu enda
hafði álfunni verið skipt á þann
veg að líkast var sem ofurölva
menn hefðu verið þar að verki,
en þeir voru í raun ofurölvi af
hefnd, oflæti og heimsku.
Kannski hefur enginn lýst þess-
um tímum betur í samþjappaðri
setningu en þýski rithöfundurinn
Erich Kastner í skáldsögu sinni
„Fabian" og á þá við Berlín: „í
austri ríkir afbrotið, í miðborginni
svindlið, í norðri neyðin, í vestri
siðleysið og í öllum áttunum býr
glötunin“. Setninguna má vísast
á ýmsan hátt heimfæra á ástand-
ið og neyðina um nær allt megin-
land Evrópu í kjölfar styijaldar-
innar. En Evrópa reis upp úr ösk-
ustó líkt og kolbíturinn og í hönd
fóru dýrlegir og frjósamir tímar
í listum er ríkt mannlíf einkenndi
og voru nefnd Gullnu árin, „Die
Goldene Zwansiger Jahre“ á
þýsku, en „L’Age d’Or“ á
frönsku. Berlín og París voru höf-
uðborgir lista og mannlifs, þar
sem fólk naut nýrra viðhorfa í lífí
og list og fijálsræðis í ástamálum.
Berlín taldist háborg hinna
„heitu“ og þángað þyrptust skáld
og rithöfundar til ástafunda, en í
París þreifst ástin í sinni fjöl-
skrúðugustu mynd eins og fyrri
daginn, en aðeins af mun meiri
ákefð ... Listamenn borgarinnar
voru fluttir úr Montmartre á
hægri bakkanum, (Rive droite)
yfir til Montpamasse á vinstri
bakkann (Rive gauche). Þeir
komu eins og fyrri daginn með
lífið með sér, sem breiddi úr sér
um allt hverfið. Blómaskeið
frægra kaffíhusa Montpamasse
hófst, eins og Le Dome, La Coup-
ole, La Rotonde, Select og Dup-
ont, og þessa staði sótti listafólk-
ið, amerískir rithöfundar eins og
Hemingway og Scott Fitzgerald
svo og forvitnir ferðalangar. Og
suma þessa staði sótti hin nafn-
togaða fyrirsæta Kiki daglega og
um hana þyrptist fólkið þegar hún
sagði sögur eða söng. Svo góð-
hjörtuð var hún, að þegar vinir
hennar áttu ekki lengur fyrir
glasi gekk hún um og afhjúpaði
sín frægu bijóst fyrir nokkra
franka og það brást ekki að henni
tókst að slökkva þorsta vina
sinna. En mestur var þó fögnuður-
inn er þetta töfrandi sköpunar-
verk hallaði sér svo mikið fram,
að við þeim sem voru fyrir framan
hana blöstu bijóstin, en þeim sem
vom fyrir aftan skuturinn, en við
þetta má bæta, að hún gekk aldr-
ei í undirfötum ... Og þá rúlluðu
enn fleiri frankar. — Listamenn
hverfísins bjuggu þar sem hús-
næði var að fá og voru ekki ýkja
vandlátir og þannig settust tveir
stórhuga málarar, þeir Joan Miro
og Andre Masson, að í tveim af
þrem kofum í kálgarði nokkmm
í Rue Blomet 45 árið 1922 og
bjuggu þar næstu árin. Þetta var
fátækra- og blökkumannahverfí
þar sem hvítir sáust minna. Hér
varð til ótalmargt innan súrreal-
isma og sjálfsprottinnar listar,
sem lagði drögin að svo mörgu
er blómstraði fyrst af fullum
krafti áratugum seinna svo sem
ósjálfráðri skrift, Cobra, sérgildri
innsæisstefnu og athafna mál-
verkinu (action painting). Neðar
við Rue Blomet var hótelið Jó-
hanna af Örkinni og þar héldu
svartir verkamenn úr nýlendum
Frakka til á barnum á jarðhæð,
og hvar var spiluð seiðandi dans-
tónlist frá Afríku. Árið 1926 yfír-
gáfu þeir félagar Masson og Miro
kofana en í staðinn komu þrír
aðrir iistamenn. George Desnos
flutti inn í kofa Massons, mynd-
höggvarinn Andre de la Rivere í
vinnustofu Miros en þríðja kofann
yfírtók skáldið Georges Malkine.
Desnos skrifaði fræga grein um
hina töfrandi svörtu, vestur-ind-
ísku tónlist á Rue Blomet og Bal
Negre varð umsvifalaust nýjasta
æðið í París. Glæsikerrur úr auð-
Minnismerki í eyðimörk, 1941.
Sjáífsmynd við kertaljós, 1941.
mannahverfum hinna hvítu
streymdu að á kvöldin og út úr
þeim stigu vel klæddar lostafullar
hofróður er sukku í faðm hins
svarta kynstofns alsælar yfír hinu
nýja frelsi í ástum.
— Þetta var sem sagt um-
hverfi Andre Massons fyrstu árin
sem hann var að móta myndstíl
sinn og má nærri geta að um-
hverfíð hafí haft áhrif á hann,
enda er hann lifandi dæmi þess,
hvernig listamaður sogar til sín
áhrif úr nánasta umhverfí. Það
er mikið lán fyrir okkur íslendinga
að fá þessa sýningu hingað, því
að hún sýnir svo glögglega áhrif
umhverfisins á myndlistarmann
og að menn eigi ekki að leita
langt yfir skammt að myndefni,
nema til eflingar eigin myndmáli,
og því vildi ég bregða upp lítilli
mynd af fyrsta umhverfi Massons
og ástandinu í Evrópu á þeim tím-
um, því að hún skýrir í raun ýmis-
legt í vinnubrögðum hans mun
betur en nokkur fræðileg ritgerð
getur gert.
Stuttu áður en páfí súrrealist-
anna, Andre Breton, birti stefnu-
yfírlýsingu sína eða, 1923-24,
málaði Masson hina táknkenndu
(symbólsku) mynd sína „Fjórar
höfuðskepnur“, sem sýndi til-
hneigingu hans til bókmennta og
listrænu hliðar súrrealismans.
Hann var meðlimur hreyfingar-
innar til ársins 1929. Á leið sinni
til súrrealismans teiknaði hann
myndir undir áhrifum frá kúb-
isma, vann í sjálfráðu línuspili,
seinna urðu svo myndir hans lík-
astar formlausum myndtáknum
án áherslu á hið hreint mynd-
ræna. Myndir hans voru sem
spegill tímanna og þjóðfélagsins
sem hann hrærðist í.
Á árunum 1931-1933 litu ein-
ungis örfá málverk dagsins ljós,
en aftur á móti fjögur hundruð
teikningar með áherslu á línuna
og línuspilið í sinni fjölþættustu
mynd. Og þrátt fyrir hina sjálf-
ráðu tækni studdist hann meðvit-
að við formtákn. Það er af ásettu
ráði að greinarhöfundur notar hér
orðið „sjálfráðu tækni“ í stað
ósjalfráðu, því að teikningin ræður
sér þá sjálf og er afkvæmi hreyf-
inga líkamans og skynrænna við-
bragða. Þessi fyrirbæri eru sjaldn-
ast ósjalfráð, heldur afleiðing og
afkvæmi flókins kerfí líkamans,
en um leið og maður beitir skyn-
semi og vitsmunum er teikningin
ekki lengur sjálfráð. Hins vegar
skilst athöfnin sennilega betur
almennt séð ef menn skilgreina
þetta sem ósjálfráða teikningu eða
tækni.
Á árunum 1934-36 lifði Masson
á Spáni og framar öllu í Andalús-
íu og Tossa de Mar í Katalóníu,
þar sem hann oft og tíðum og svo
til hlutlægt málaði skordýr og
landslag. I sumum myndunum er
hann jafnvel í nálægð við Hierony-
mus Bosch. Andre Breton skil-
greindi verk Massons sem list at-
hafnarinnar og atviksins „Oeuvre
d’art-evenement“, þar sem hann
sýndi fram á mikilvægi
sköpunarferlisins.
Það var þetta sem Jackson
Pollock seinna tók upp í algjör-
leika sínum. Þetta gæti kallast
það að beita öllu taugakerfi sinu
til að þróa list sem væri í beinum
tengslum við innri skynjanir og
fyrirbæri náttúrunnar og væri lík-
ust trúarbrögðum rýmis og flatar.
Höfnum við náttúrunni í kringum
okkur höfnum við lífinu og hið
sama gerist ef við höfnum list-
inni, — þetta tvennt er samofíð
öllum framförum í sögu mann-
kynsins. Hin fyrsta vísbending um
manninn, sem sérstaka vitsmuna-
veru fáum við í gegnum tjáþörf
hans. Maurar og engissprettur,
sem Masson notaði sem mynd-
efni, lifa samkvæmt ákveðnum
reglum náttúrunnar, skipulega og
rökrétt og býkúpa hunangsflug-
unnar er listaverk frá hendi guðs.
Listamaðurinn er að skapa með
náttúrunni, skynja hana, en
hvorki skilgreina né hlutgera.
Árið 1941 eftir stutta dvöl á
Martinque eyjunum heldur Mas-
son til Bandaríkjanna þar sem
hann dvelur til stríðsloka. Þar
hafði hann aðallega áhuga á dul-
hyggju indíána og negra, en upp-
Fijóir brautryðjendur í
listum verða stundum fyrir
því, að falla timabundið í
skugga sporgöngumanna
sinna. Þetta er gömul saga,
en þó alltaf ný, og segja
menn þá gjarnan, „að fæstir
njóti eldanna, er fyrstir
kveiki þá“. Víst er franski
málárinn Andre Masson
þekkt stærð í lranskri nútí-
malist, en hann er hvergi
nærri jafn þekktur utan
landsteinanna og t.d. félag-
ar hans í súrrealistahreyf-
ingunni, svo sem Joan Miro
og Max Ernst, en þeir þrír
teljast til höfúðlirumkvöðla
hennarauknok-
götvaði einnig kínverska málverk-
ið og erfðavenju þess, sem hann
framar öðru rannsakaði á safni
fagurlista í Boston (1941). Þessar
rannsóknir höfðu svo sterk áhrif
á hann að menn nefndu jafnvel
myndir Massons á fimmta ára-
tugnum „austurlenzka tímabilið".
Masson hafði mikil áhrif á fram-
sækna ameríska listamenn meðan
á dvöl hans stóð og átti skilningi
og velgengi að fagna sem lista-
maður.
Árin 1947-1956 dvaldi hann í
Aix en Provence á slóðum Cez-
anne. Undir áhrifum sérstakra
staðbundinna ljósbrigða og í ná-
grenni fjallsins Mount St. Victo-
ire, enduruppgötvaði hann im-
pressjónismann og reyndi nú að
skapa myndheim örvaður áhrifum
frá Turner, Monet, Renoir og kín-
versku ■málverki. Masson mynd-
lýsti fjölda bóka, gerði sjálfstæðar
myndaraðir dulræns eðlis asamt
því að mála frægar leikmyndir.
Þekking hans á veggmyndagerð
kom að góðum notum er Andre
Malraux fól honum að mála loftið
í l’Odeon-Ieikhúsinu í París 1964.
Hann var einnig vel ritfær og
hugmyndárikur á því sviði, samdi
fjölda rita og miðlaði óspart af
fijóum vizkubrunni.
— 'Það er hægt að skipta lífs-
verki Massons niður í ákveðin
afmörkuð tímabil og þannig mál-
aði hann 1922-29 í eins konar
skynsemis-kúbisma. Eftir 1923
meir og meir sjálfrátt í frjálsleg-
um ljóðrænum stíl. Frá 1930-36
þróaði hann öflug, innsæ form
opinna litaheilda við myndefnið
ástarfysn og ruddaskapur. Þar á
eftir fylgdu litasamsetningar og
frá 1947-1953 einkennast verk
hans af ljósrými, splundrun al-
heimsins og málamiðlun and-
stæðna. Þarnæst sneri hann sér
að línuteikningu og stóð það tíma-
bil til ársins 1958 (periode as-
iatique). En eftir 1958 sneri hann
sér að rannsóknum á sérgildum
myndrænum möguleikum og sam-
setningu þeirra. Og til að skýra
list Andre Massons nánar fyrir
söguþjóð, þá tengjast myndir hans
bókmennta- og heimspekilegum
áhrifum og skulu þá nefnd nöfn
eins og Heraklit, Friedrich Niets-
che, Arthur Rimbaud, Lautream-
ont og Marques de Sade. En þó
eru verk hans undir minni áhrifum
frá bókmenntum en annarra súr-
realista sem er álitið stafa af því
til hverra hann sótti fyrirmyndir
sínar í málaralistinni, svo sem
Nicolas Poussin, Eugene Delacro-
ix, Andrea Mantegna, Paolo Uc-
cello, Giovanni Battista Piranesi
og E1 Greco. Þá hallaðist hann
að þeim ákveðna formræna þætti
er kúbisminn og súrrealisminn
renna saman.
— Sýningin á Listasafni Is-
lands gefur góða hugmynd um
listamanninn Andre Masson og
er með meiri háttar listsýningum
sem hingað hafa ratað. Henni er
mjög vel fyrir komið og gott að
nálgast hana. — Ber að þakka
þeim félögum Guðmundi Erró og
Dr. Gilbert Haas fyrir að hafa
stuðlað að því, að þessi sýning
yrði að veruleika, svo og öðrum er
lögðu hönd að.
Fjallsá, 1949.