Morgunblaðið - 21.06.1990, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
Verðum að styðja
fatlaða út í lífið
Vinna auðvitað betri en einvera eða stofiiun
Dr. Lou Brown:
„ÞAU eru hér, hvort heldur þú ert viðbúin eða ekki. Fólk eins
og við hin, með okkur hinum. Og það er kjarni málsins; við vilj-
um betra líf fyrir alla. Við viljum fá þetta fólk út í hringiðuna,
á almenna vinnustaði og í skóla. Við þurfum að loka stofhunum
fyrir fatlaða, þær eru verstar. Sérskólarnir og vernduðu vinnustað-
irnir eiga líka að hverfa. Hugarfarsbreyting er oft lykilorð og
ætíð vaknar spurningin um réttu aðferðirnar." Dr. Lou Brown
er virtur brautryðjandi vestanhafs í kennslu og þjálfiin fatlaðra.
Hann hefúr verið á landinu undanfarna daga og dró boðskap sinn
saman með ofangreindum hætti í viðtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Emilía
Dr. Lou Brown
er einn virtasti
sérfræðingur
Bandaríkjanna
í kennslu og
starfsþjálfún
fatlaðra. Aðal-
skilaboð hans
eru að fatlað
fólk eigi að
koma út af
stofiiunum og
taka þátt í at-
vinnulífinu.
Dr. Lou Brown er prófessor við
Wisconsin-háskóla í Madi
son-fylki í Bandaríkjunum. Hann
lærði sálarfræði, sérhæfði sig í
kennslu og endurhæfingu fatlaðra
og vann um nokkurra ára skeið
á stórri stofnun fyrir þroskahefta.
Hann er nú einn virtasti fræði-
maður á þessu sviði í Banda-
ríkjunum.
Dr. Brown kom hingað til lands
til þess að haida fyrirlestra um
hvernig styðja megi fatlað fólk til
þátttöku á almennum vinnumark-
aði. Þriggja daga námskeiði um
efnið lauk í Kennaraháskóla Is-
lands í gær og dr. Brown heldur
heimleiðis ásamt eiginkonu sinni
í dag. Að komu hans standa End-
urmenntunardeild Kennarahá-
skólans og Endurmenntunarnefnd
Háskólans, með stuðningi félags-
málaráðuneytis, Öryrkjabanda-
lags íslands og Landsamtakanna
Þroskahjálpar.
Ertu í sokkabuxum?
Það var mikið hlegið í þéttset-
inni stofu Kennaraháskólans á
miðvikudagsmorgni. Fyrjrlesar-
inn í sumarbuxum og stutterma-
bol stóð aldrei kyrr lengi, sýndi
skyggnur sem hann hafði sjálfur
tekið af venjulegum börnum og
fötluðum í skólanum, heima og
úti á götu. Hann talaði um hvern-
ig fötluð börn gætu fallið inn í
hóp eðlilegra krakka, skaut
brandara hér og hvar inn í fræðin
og snarhætti skýringum til að
spytja spurninga eins og „hver
ykkar hefur ekki eignast bam?“
eða „ertu í sokkabuxutp?“. í há-
deginu greip blaðamaður Morgun-
blaðsins tækifærið til að spjalla
við hann um kenningar og veru-
leika, fatlað fólk og skattgreið-
endur, úrelt viðhorf og nýjar
lausnir. Dr. Brown hefur orðið hér
á eftir.
Að styðja I stað þess
að læsa inni
Sérstakar stofnanir fyrir mikið
fatlað fólk. Þannig hefur þetta
verið. En hugsunarhátturinn tók
að breytast fyrir allmörgum árum
og nú er réttilega sagt: Við skul-
um ekki læsa þetta fólk inni, held-
ur fá það til að taka þátt í venju-
iegu lífi. Hvernig er það gert?
Ekki er hægt að taka fjölfatlaðá
manneskju og setja hana eins og
hvern annan hlut inn í hvunndag-
inn. Það þarf að gera eitthvað
sérstakt fyrir hana.
Hvernig á að styðja þetta fólk?
Ég tek dæmi um mann með
„Down-syndrome“. Hann er í
skóla og þarf á ófötluðum her-
bergisfélaga að halda. Stjómvöld
gréiða helminginn af leigu her-
bergisfélagans. Þegar sá fatlaði
útskrifast og fer að vinna hefur
hann tilsjónarmann á vinnustað.
Aðferðirnar, stuðningurinn, fara
eftir aðstæðum, eftir því hvar fatl-
aður maður leggur sitt af mörk-
um.
Þarf að styðja fólk í skóla,
vinnu, heima eða á öllum þessum
stöðum? Við vitum að hægt er að
setja fatlað bam í venjulegan
bekk. Það þarf sérstaka þjálfun
og sérkennslu ásamt almennri
kennslu. Þáttur sérkennarans
verður þó æ minni eftir því sem
aðrir kennarar og skólafélagar
geta tekið við. Það má vel kenna
bekkjarfélögum að hjálpa þeim
fatlaða og áfram mætti telja
möguieikana í skólunum.
Stofhanir eru verstar
Næsti áfangastaður er heimilið.
Stuðningur ófatlaðra heima fyrir,
„supported living“, er eðlilegasta
leiðin. Sérstofnanir eru verstar,
heimili eða sambýli fatlaðra næst-
lakasti kosturinn. Helst ættu ekki
að vera fleiri en tveir fatlaðir á
sama heimili og ekki með sömu
fötlun, ella er hætta á bakslagi.
Hér á íslandi var nýlega stofnsett
sambýli einhverfra. Þetta eru að
mínu viti mistök, vegna eðlis þess
vanda sem einhverfir búa við.
Vissulega er betra að búa í
sambýli fatlaðra en að gista stofn-
un. Vissulega er betra að fá
krabbamein heldur en alnæmi.
Spurningin snýst ekki um hvort
er betra, heldur hvað er best.
Stuðningur við fatlaða manneskju
inni á eðlilegu heimili er bestur.
Vinnustaðir fylla í myndina, þar
eru menn farnir að skilja áð fatl-
aðir eru líka fólk og hafa eins og
aðrir rétt á vinnu og erindi í hana.
Starfsþjálfun og umsjónarfólk á
vinnustað gerir jafnvel þátttöku
afar fatlaðra einstaklinga mögu-
lega.
Út í veruleikann
Nú spyrðu mig líklega, hvort
svona kenningar gangi upp þegar
út í veruleikann er komið. Og það
gera þær. Á bak við þetta svar
býr vilji fólks til að veitá fötluðum
hlutdeild í tilverunni, dálítill skiln-
ingur, skipulag og þekking. En
það þarf líka peninga til þess að
hægt sé að svara spurningunni
játandi. Það kostar alltaf eitthvað
að kenna og þjálfa fatlað fólk.
En þar skiptir mestu að það er
ódýrara að styðja þetta fólk til
að vera með í samfélaginu og
stunda sína vinnu, heldur en að
borga fyrir það pláss á stofnun.
Einfaldlega betri Qárfesting
Það er einfaldlega betri fjár-
festing að kenna fötluðum að
leggja sitt af mörkum á vinnustað
heldur en að loka þá inni á stofn-
unum eða meðferðarheimilum.
Stjórnvöld í mínu heimalandi hafa
löngu gert sér grein fyrir þessu
og þróunin hefur verið í samræmi
viðþað.
Árlegur kostnaður við að vista
fatiaðan mann á stofnun er ná-
iægt 50 þúsund dollurum. Fólk
vill frekar borga lægri skatta og
sjá fatlaða gera eitthvert gagn.
Þetta skilja vinnuveitendur mæta
vel. Fijálslyndir landar minir, „lib-
erals“, eru mun erfiðari viðfangs
með alla sína styrki til þess oft
og tíðum að fatlað fólk geti látið
sér leiðast.
Þróunin í mínu heimalandi
síðustu tvo þrjá áratugi hefur orð-
ið sú að stofnunum fyrir fatlaða
fer fækkandi, sum ríki hafa jafn-
vel látið loka þeim öllum. Fyrir
15 árum bjuggu 270 þúsund
manns á slíkum sérstofnunum í
Bandaríkjunum, nú eru talan
komin niður fyrir 87 þúsund.
Verndaðir vinnustaðir voru ná-
lægt 5.000 í landinu öliu. Þeim
er nú lokað einum af öðram og
fatlað fólk tekur stefnuna út í lífið.
Fötluðu fólki Qölgar
Við vitum að þessi þróun kostar
peninga, tekur tíma og krefst
þekkingar. En ætli við höfum
annan kost? Við getum ekki lokað
augunum fyrir því að fatlaðir eru
til þótt það hefði annars minnstan
kostnað í för með sér. Um 1%
nýbura eru að jafnaði fatlaðir.
Ég veit að á íslandi fæðast árlega
tólf mikið sködduð böm og 75 til
viðbótar með einhveija fötlun.
Nú orðið má oft sjá fötlun fyr-
ir fæðingu barnsins. En það er
nú svo í Bandaríkjunum að efn-
aðri mæður gangast undir betra
eftirlit á meðgöngu en þær fátæk-
ari. Fæðingar eru hins vegar
tíðastar í efnaminni stéttum. Og
hér spila býsna mikið inn í for-
dómar og steinaldarviðhorf gagn-
vart fóstureyðingum.
Sífellt fleiri börn fæðast fötluð.
Þessa staðreynd má einkum rekja
til alnæmis og til aukinnar eitur-
lyfy'a- og áfengisneyslu mæðra á
meðgöngutíma. í menningarþjóð-
félagi hlýtur að þurfa að taka á
orsökunum. En ekki er aðeins að
fleiri börn fæðist með fötlun, fleiri
lifa áfram en áður var. Þar koma
vitaskuld til framfarir og nýjung-
ar í læknisfræði.
Allt veldur þetta því að við verð-
um að hleypa fötluðum inn í þá
heild sem við myndum í lífinu,
alveg frá fæðingu þeirra. Við
verðum að búa börn og unglinga
undir það að verða foreldrar og
eiga hugsanlega eftir að lifa með
fötiuðu barni. Við verðum að
mennta kennara, skólafélaga og
þá fötluðu sjálfa. Tilgangurinn er
að þeir taki þátt í tilverunni, það
er öllum í hag.
Svavar Jónatansson kjörinn
aðalræðismaður Ungverja
Morgunblaðið/Þorkell
Sendiherra og aðalræðismaður Ungverja á íslandi ásamt Qölskyldum
sínunm. Frá hægri: Dr. József Hajdú, sendiherra, eiginkona hans,
Edit Hajdú, Svavar Jónatansson, aðalræðismaður, Marta Magnúsdótt-
ir, eiginkona hans og Óskar Svavarsson.
SVAVAR Jónatansson verkfræð-
ingur, stofnandi og lram-
kvæmdastjóri Virkis-Orkint og
ungversk-íslenska fyrirtækisins
Geotherm, hefur verið skipaður
aðalræðismaður Ungverjalands á
íslandi. _ Sendiherra Ungverja-
lands á íslandi, dr. József Hajdú,
sem hefúr aðsetur í Stokkhólmi,
tilkynnti um kjör Svavars við
athöfn í Reykjavík í vikunni.
■ „PRESTAFÉLAG Vestfjarða
beinir þeim eindregnu tilmælum til
heilbrigðisráðherra og landlæknis
að Hl-heiisugæslustöðvar verði
starfræktar með eðlilegum hætti,"
segir í ályktun sem félagið hefur
sent frá sér. í greinargerð segir:
„Ofremdarástand ríkir í heilbrigðis-
málum á Vestfjörðum, enda sitja
t.d. ekki læknar á Þingeyri og Flat-
eyri. Prestafélag Vestfjarða lýsir
fullri ábyrgð á hendur heilbrigðis-
ráðherra og landlækni, og skorar á
þá að leysa úr þessu máli hið bráð-
asta.“
Svavar er fyrsti aðalræðismaður
Ungveijalanda hér á landi og
jafnframt einn fyrsti aðalræðis-
maður sem ný ríkisstjórn lands-
ins skipar.
Svavar Jónatansson sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki vilja
fullyrða hvort skipun aðalræðis-
manns yrði til að auka samskipti
og viðskipti landanna en kvaðst
vonast til að svo yrði enda væru
nægir möguleikar til staðar. Hann
sagði að miklar vonir mætti binda
við möguleika til að selja Ungveij-
um íslenska þekkingu á virkjun og
nýtingu jarðvarma. Skílningur
Ungverskra stjórnvalda á mögu-
leikum í þeim efnum stóraukist þau
2 'A ár sem liðin væru frá því hann
hóf fyrst afskipti af þeim málum
og kynntist fyrst því landi sem hann
er nú aðalræðismaður hér fyrir.
Aukinn áhuga mætti bæði skýra
með þeirri miklu nauðsyn sem væri
á að draga úr mengun í landinu og
því að Sovétmenn seldu nú aðeins
olíu og gas á heimsmarkaðsverði,
sem ásamt því að verið væri að
hætta að niðurgreiða olíu til húshit-
unar, yrði til þess að hækka kynd-
ingarkostnað Ungveija um allt að
150%. Um aukna verslun milli land-
anna sagði hann að svo virtist sem
íslendingar tækju seint við sér
gagnvart þeim möguleikum sem
væru að opnast' í A-Evrópu og
kvaðst telja að á þeim árum sem
það taki ungverskt samfélag að
aðlagast vestur-evrópsku muni gef-
ast ýmis tækifæri til markaðssókn-
ar þar, jafnt á sviði útflutnings-
verslunar og í aukinni ferðamanna-
þjónustu.
Dr. József Hajdú, sendiherra
Ungveija á íslandi, sagðist telja
þessa aðalræðismannsskipun mikil-
væga. Þrátt fyrir að^samskipti
ríkjanna hefðu ávallt verið hnökra-
laus og vaxandi undanfarinn áratug
hefði það sett nokkurt strik í reikn-
inginn að ríkisstjórnir landanna
hefðu ekki sendifulltrúa hvor í landi
annars. Hann sagði aðalræðis-
mannafyrirkomulagið jafnt til að
staðfesta vinsamleg samskipti og
til greiða fyrir auknum samskiptum
og viðskiptum og kvaðst þess full-
viss að í Svavari Jónatanssyni hefðu
Ungveijar valið sér verðugan full-
trúa. Auk möguleika í nýtingu jarð-
hita og kvaðst hann sjá mikla
ónýtta möguleika í viðskiptum land-
anna og kvaðst vænta mikils af
þátttöku íslendinga í alþjóðlegri
vörusýningu í Búdapest í haust.
Islendingar verða heiðursgestir sýn-
ingarinnar í haust og hefur Davíð
Oddssyni borgarstjóra verið boðið
til Ungveijalands af því tilefni.