Morgunblaðið - 21.06.1990, Page 18
18
. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
Tveir dag-
ar á Gaza
Ferðapistill læknis
eftir Svein Rúnar
Hauksson
Ég komst hingað loks í dag frá
Jerúsalem og Vesturbakkanum. Al-
gert útgöngubann hafði ríkt í 8
daga. Við þær aðstæður getur það
reynst dauðadómur að fara út úr
húsi. Níu ára drengur, sem gafst
upp á inniverunni og stalst út á sval-
ir heima hjá sér, varð fyrir skoti
ísraelsks hermanns.
Aðkoman í Gaza-borg er hroða-
leg, eins og víggirtar fangabúðir.
Þetta hefur orðið sérstaklega áber-
andi eftir að Intifadah hófst, upp-
reisnin gegn hernáminu.
Það fyrsta sem ég sá eftir að ég
var sloppinn inn í gegnum varðstöð-
ina við borgarmörkin, þar sem tugur
hermanna með hríðskotabyssur leit-
aði i bílum sem fóru út og inn úr
borginni, voru enn fleiri hermenn
með sjálfvirk skotvopn. Leigubíllinn
með númer frá Betlehem komst
klakklaust áleiðis. Við vorum komn-
ir um kílómetra inn fyrir mörkin
með tvo herflutningabíla á undan
okkur, er þeir stönsuðu skyndilega
og 10-20 hermenn með alvæpni
stukku úr bílunum, hagræddu í
skyndi á sér hlífðarhjálmunum og
stukku síðan með byssurnar á lofti
á eftir krakkahóp, sem forðaði sér
inn í hliðargötu.
Byssuskot, táragassprengjur og
barsmíðar eru daglegt brauð fyrir
íbúana á þessu fagra landsvæði sem
breytt hefur verið í það sem líkist
allshetjar fangabúðum. Og í raun
er þetta ekkert annað en fangabúðir
þá daga sem útgöngubann ríkir, eins
og Jörgen Rosendal, forstöðumað-
ur Ahli Arab Hospital, benti mér á
í samtali sem ég átti við hann 31.
maí. Að meðaltali hafa það verið um
200 dagar, dálítið mismunandi eftir
stöðum, sem útgöngubann hefur ríkt
í flóttamannabúðunum síðan Inti-
fadah braust út 9. desember 1987.
Rosendal, sem er hér á vegum
danskra kirkjusamtaka, tók við
starfí sínu í janúar 1988. Ahli-
sjúkrahúsið er miiðsvæðis í Gaza-
borg. Það er rekið af Biskupakirkj-
unni í Jerúsalem og stjómarformað-
ur er Samir Kafíty (biskup anglík-
önsku kirkjunnar í Jerúsalem). Þetta
GOTTLOFT
skapar vellíðan
eykur afköst
2ja og 3ja hraöa
meö hliðarsnúningi
loftviftur
meö 5 þrepa hraóastilli
/rOnix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
er eina einkasjúkrahúsið á allri
Gaza-ræmunni, hin eru öll á vegum
ísraelsku hemámsyfírvaldanna og
morandi í hermönnum.
Palentínska fólkið á í raun ekki
nema í þetta eina sjúkrahús að
venda, þar sem það getur talið sig
nokkurn veginn óhult. Fólkið hefur
þess utan ekki efni á að leita til ísra-
elsku stjórnarsjúkrahúsanna. Þar er
því gert að greiða daggjöld að upp-
hæð 10.500 kr. auk lyfjakostnaðar.
Daglaun verkamanns eru um 1.200
kr. og þaðan af minna. Fjöldinn
hefur því engin efni á öðm en að
leita til Ahli-sjúkrahússins. Þar fær
fólkið í flóttamannabúðunum og
fómarlömb valdbeitingar ísraelska
hemámsliðsins ókeypis þjónustu. Til
er ísraelskt tryggingakerfi, en það
kostar meðal fjölskyldu um 72.000
kr. á ári og á því hefur þetta fólk
einfaldlega ekki efni.
Ahli-sjúkrahúsið er engan veginn
í stakk búið til að þjóna þeim 750
þúsundum Palestínumanná sem búa
á þessu þéttbýlasta svæði jarðar, og
þótt ekki væri nema flóttamanna-
búðunum þar sem nærri hálf milljón
manna heldur til.
Það rúmar aðeins 75 sjúklinga
og sem dæmi um álagið má nefna
sunnudaginn svarta, 20. maí sl.
Þá vom 163 menn fluttir slasaðir á
Ahli-sjúkrahúsið á einum sólarhring.
Þetta gerðist í kjölfar morðárásar
hermanns á hóp verkamanna í Ris-
hon La Tzion, en þar féllu 8, allir
frá Gaza, og fleiri særðir. Viðbrögð
syrgjenda á heimaslóðum verka-
mannanna voru kæfð í blóði, fjórir
til viðbótar vom myrtir og yfír þús-
und særðir á Gaza-svæðinu einu á
þessum svarta sunnudegi.
Ástandið í heilbrigðismálum Pal-
estínumanna hefur snarversnað frá
því að Ísraelar hernámu landið
1967. Skýrslur sýna að þá vom 2,4
rúm fyrir hveija 1000 íbúa en eru
nú aðeins 1,2. Þetta segir þó ekki
alla söguna, raunar langt í frá, því
að í skýrslum teljast rúmín vera 900
fyrir 750.000 íbúa, en eins og áður
greinir er í raun, fyrir langflesta,
aðeins um eitt sjúkrahús að ræða
sem ræður yfir 75 rúmum.
UNRWA, stofnun Sameinuðu
þjóðanna fyrir palestínska flótta-
menn, vinnur hér mikið starf við
erfiðar aðstæður. UNRWA er með
skóla og heilsugæslustöðvar í flótta-
mannabúðunum og hefur samning
við Ahli-sjúkrahúsið um að taka á
móti sjúklingum frá þeim. Þetta fólk
er allt án trygginga en fær fría þjón-
ustu.
Intifadah hefur kostað mörg
mannslífin, en þeir sem lifa af,
FLORIPANA
Aðeins 100% hreinan
Floridana safa í
(------------------ )
umbúðum!
Munið orðaleitína!
Greinarhöfundur með dr. Fahti Arafat, forseta Palestínska Rauða hálfmánans, Elísabet hjúkrunarfor-
s^jóra og læknum Palestínska sjúkrahússins í Kairó.
meira og minna særðir, aðallega af
skotsárum af ýmsum gerðum, bein-
brotum og höfuðhöggum og einnig
minni háttar áverkum, allt þetta
fólk fær ókeypis þjónustu. Aðrir
reyna að borga. Konur koma á
sjúkrahúsið og fæða, fyrir það borga
þær um 3.000 kr. ef þær staldra við
minna en 12 klukkustundir. Venju-
lega fara þær heim til fjölskyldunnar
eftir 4 til 5 tíma.
Fólksfjölgunin er ör, 34.000 á
ári, og áéetlað að Palestínumenn í
Gaza verði um milljón árið 2000.
Það er skelfilegt að koma á
sjúkrahúsið og horfast í augu við
afleiðingar þeirrar grimmdar sem
ísraelskir unglingar eru aldir upp
við í hernum. Þeim líður ekki vel,
þó þeir láti eins og þetta sé leikur
einn, og hroki og valdbeiting sé
þeirra stíll.
Ég átti í gær, 30. maí, viðtal við
Cedric Piralla, Svisslending sem er
forstöðumaður Alþjóða Rauða kross-
ins hér. Hann greindi mér frá þeim
erfiðleikum sem Rauði krossinn á
við að stríða í mannúðarstarfi sínu.
Jafnvel Rauði krossinn er ekki óhult-
ur fyrir hernum og öryggissveitun-
um. Enn erfíðari er aðstaða Rauða
hálfmánans, systursamtaka Rauða
krossins. Af þeim fjölda forystu-
manna þessara mannúðarsamtaka
hef ég enn ekki hitt neinn sem hef-
ur ekki setið að minnsta kosti hálft
ár í fangelsi og fangabúðum. Flestir
Hús hafa verið sprengd í Ioft upp. í þessu tilfelli var verið að refsa
fjölskyldu fyrir þátttöku 15 ára drengs í Intifada. Hann er búinn að
vera í fangelsi á fimmta mánuð án réttarhalda. Fjölskyldan hefst
við í tjöldum hjá rústunum.
upphafí Intifadah, í tvö og hálft ár.
Já, þetta er hrikaleg mynd, and-
styggileg upplifun. Á hinn bóginn
er fólkið hér með eindæmum frið-
sælt, hlýlegt og gestrisið. Ég endaði
seinni daginn á heimsókn í flótta-
mannabúðirnar við ströndina og
fékk _að líta þar inn á venjuleg heim-
ili. Ég fór þangað í fylgd Mo-
hammed Kannita sem er formaður
palestínska verkamannasambands-
ins á Gaza-svæðinu. Ég hafði fyrr
um daginn átt viðtal við hann um
lífskjör verkafólks í Gaza sem ein-
kennast fyrst og femst af gífurlegu
atvinnuleysi sem er um 80%, eða
aðeins 2 af hveijum 10 vinnufærra
hafa atvinnu. Þrátt fyrir óskapleg
þrengsli í flóttamannabúðunum, sem
eru lítið annað en samsafn af hreys-
um, engin skolpræsi og algjört að-
stöðuleysi, þá fann ég þarna falleg
heimiii og yndislegt fólk.
Höfundur er læknir.
Tvítugur piltur sem varð fyrir skotum hersins sunnudaginn svarta
20. maí 1990.
hafa verið í Anzar 3, hinum hrylli-
legu fangabúðum í Negev-eyðimörk-
inni. Þó eru fangelsin jafnvel verri
þar sem yfirheyrslur og pyntingar
eiga sér stað í ríkum mæli. Cedric
sagði ástandið undanfarnar vikur
hafa verið mjög erfitt og 1.275
óbreyttir borgarar, einkum börn og
unglingar, hefðu særst dagana
16.-21. (á 5 dögum). Af þessum
særðust langflestir sunnudaginn 20.
maí. Og vikuna áður en ég kom hing-
að, 20.-27. maí, voru 1630 slasaðir.
Samkvæmt upplýsingum Gaza-
stofnunarinnar fyrir lög og rétt
eru dauðsföll af völdum hersins frá
upphafí Intifadah, 9. desember 1987
til 16. maí sl., 312, aðeins á Gaza-
svæðinu. Áverkar af völdum byssu-
skota tæp 7 þúsund manns, af völd-
um gúmmíkúla (sem eru stálkúlur
með gúmmíhulstri) 664, af völdum
táragass 1280 og af völdum bar-
smíða 7370. Alls eru þetta 16.555
slasaðir á Gaza-svæðinu. Hér má svo
bæta því við að auk þeirra sem
skráðir eru, eru mun fleiri sem ekki
þora á sjúkrahús af ótta við herinn.
Þessi ótti er skiljanlegur. Fram kom
í viðtali mínu við forstöðumann Ahli-
sjúkrahússins að herinn hefði mörg-
um sinnum ráðist inn á sjúkrahúsið,
bæði ráðist á lækna og annað starfs-
fólk og jafnvel á rúmliggjandi sjúkl-
inga.
Þá hefðu þeir haft sjúklinga á
brott af sjúkrahúsinu og gerðu iðu-
lega kröfu til vitneskju um hveijir
væru inniliggjandi og oftar en einu
sinni hefði hann verið vakinn upp
að nóttu til og krafinn slíkra upplýs-
inga.
Hús hafa verið eyðilögð, skólum
lokað, útgöngubann að meðaltali um
200 dagar í flóttamannabúðunum.
Moskum lokað, ávaxtatrén sem ein-
att eru lífsafkoma fólksins, verið
eyðilögð með jarðýtum. Eini háskól-
inn í Gaza hefur verið lokaður frá