Morgunblaðið - 21.06.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990
19
Aðalsteinn Ingólfsson
Tveir dyraverðir Hressó handteknir
LÖGREGLA handtók tvo dyra-
verði veitingahússins Café
Hressó í Reykjavík aðfaranótt
mánudagsins eftir að þeir höfðu
neitað einkennisílæddum lög-
reglumönnum um aðgang að
staðnum um klukkan hálftvö að
nóttu en þá stóð skemmtanahald
enn yfir.
Tveir lögreglumenn á gangi í
Austurstræti veittu athygli að
nokkur mannfjöldi var á veitinga-
húsinu og þaðan barst tónlist um
það bil hálftíma eftir að samkomu-
haldi átti eftir að verða lokið. Þeir
ræddu við dyravörð sem stóð í dyr-
um staðarins og þegar þeir fóru
þess á leit við hann að koma inn á
staðinn fengu þeir þvert nei og
þurftu að beita valdi til að komast
inn. Þar var fyrir yfirdyravörður
staðarins sem einnig vildi meina
lögreglunni aðgang. Lögreglumenn
kölluðu eftir liðsauka, handtóku
dyraverðina tvo og sáu um að
skemmtanahald væri stöðvað.
Dyraverðirnir voru færðir til við-
ræðna á lögreglustöð, þar sem í ljós
kom að þeir bjuggu yfir lítilli þekk-
ingu á þeim reglum sem gilda um
starfa þeirra, að sögn lögreglu. Að
því loknu voru þeir fijálsir ferða
sinna.
Almenna
bókafélagið:
Einfarar í
íslenskri
myndlist
BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka-
félagsins hefur gefið út bókina
„Einfarar í íslenskri myndlist"
eftir Aðalstein Ingólfsson list-
fræðing, en áður hafði bókin
komið út á ensku hjá Iceland
Review.
í bókinni er fjallað um Sölva
Helgason, ísleif Konráðsson, Karl
Einarsson Dunganon, Olöfu Grímeu
Þorláksdóttur, Stefán Jónsson frá
Möðrudal, Eggert Magnússon, Þórð
Valdimarsson, Sigurlaugu Jónas-
dóttur, Kristinn Ástgeirsson, Gunn-
ar Guðmundsson og Guðmund
Ófeigsson.
Bókin hefst á ítarlegum inngangi
eftir Aðalstein um myndlist ís-
lenskra einfara. Þá fylgja æviágrip
og kynning á ellefu einförum og
95 litljósmyndir af verkum þeirra.
Aðalsteinn Ingólfsson skilgreinir
myndlist einfara þannig: „... þeir
voru sjálfmenntaðir og höfðu þróað
með sér ferska, einkanlega og ein-
læga myndsýn, óháða ríkjandi hefð-
um eða tísku í myndlist. Og allir
eru þeir einstakir í list sinni.“
Einfarar í íslenskri myndlist var
prentuð á Ítalíu. Bókin er 96 blaðs-
íður.
Þessa dagana stendur yfir sýning
á verkum einfara í íslenskri mynd-
list í Hafnarborg, listasafni Hafn-
firðnga. í bókinni eru m.a. litmynd-
ir af mörgum þeim verkum er þar
eru.
EC0N0UNE
Lætur fara vel um þig
Ford Econoline var kosinn best hannaði bandaríski
bíllinn af sinni gerð í Bandaríkjunum 1989.
Ef þú kýst Ford Econoline sem sendibifreið getur þú
valið um 3 stærðir en sem fólksflutningabifreið
(Club Wagon) tekur hann 12-15 manns.
VATNSSUGUR
OG TEPPA-
HREINSIVÉLAR
Ford Econoline kemur með:
Hemlalæsivörn (ABS) að aftan, 145 ha bensínvél
6 strokka EFI, 3ja gíra sjálfskiptingu, lituðu gleri,
vökvastýri, hábaksstólum, styrktri fjöðrun, teppi á
framgólfum, öflugri miðstöð, stórum útispeglum,
klæðningu á framhurðum, fallegu mælaborði, AM/FM
stereo-útvarpi m/klukku o.fl. o.fl. Auk þess fáanlegur
með ýmsum viðbótarbúnaði, ss. V8 bensín- eða
diselvél, samlæsingu á hurðum, rafdrifnum rúðum,
veltistýri, hraðafestingu o.fl.
Ford Econoline er góð fjárfesting.
Verð frá 1.676 þús. kr. m/vsk. 1.346 þús. kr. án/vsk.
Komdu og Fó^d^fömdö^muninn!
G/obusi
l Ágniúla 5, s. 681555
HÖtlNÚ AUCLÝSINCASTOfA