Morgunblaðið - 21.06.1990, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
Flokkurinn fjölur fyrir
leiðtoga Sovétríkjanna
TVEIR helstu forystumenn Sovétríkjanna, þeir Míkhaíl Gorbatsjov,
forseti Sovétríkjanna og aðalritari kommúnistaflokksins, og Boris
Jeltsín, forseti lýðveldisins Rússlands og fyrrum aðalritari kommúnista-
flokksins í Moskvu og forystumaður hans í borginni Sverdlovsk, eru
báðir að velta því fyrir sér að segja skilið við kommúnistaflokkinn til
að tryggja pólitíska stöðu sína. Með skýrari hætti er varla unnt að
lýsa yfír því, að flokkur þeirra Leníns, Stalíns, Khrústsjovs og Brez-
hnevs sé að hryiya í ríkinu, þar sem hann hefúr veitt broddunum
alræðisvöld.
Iskeyti frá Reufer-fréttastof-
unni í gærmorgun sagði, að
Gorbatsj ov hefði skýrt frá því, að
hann kynni að hverfa frá störfum
sem foiystumaður kommúnista-
flokksins innan fárra daga. Þá var
frá því sagt í Prövdu í gær, að Jelts-
ín kynni að segja sig úr kommúni-
staflokknum í því skyni að styrkja
stöðu sína. Hann teldi sig vera full-
trúa allra Rússa sem forseti rúss-
neska lýðveldisins og gæti ekki
sinnt skyldum er því fylgdi með
flokksböndin á sér.
Frá því að Gorbatsjov komst til
valda fyrir rúmum fímm árum fyrir
tilstilli valdaklíkunnar í flokknum,
þar sem áhrif Júrí Andropovs, fyrr-
um yfirmanns öryggislögreglunnar
KGB, voru enn mikil, hefur bylting-
in í Sovétríkjunum komið að ofan.
Forystumenn flokksins hafa beitt
sér fyrir breytingum. Nýjasta skeið-
ið í þessari byitingu er að renna
upp: afneitun flokksbrodda á
flokknum. Fráhvarfið frá flokknum
er tilraun til að bjarga eigin skinni
eftir að misheppnaðar efnahagsráð-
stafanir hafa espað fólkið upp á
móti stjórnvöldum. Ætlunin er að
nota flokkinn og þá sem í honum
starfa sem blóraböggul. Vilji Gorb-
atsjov hnykkja enn frekar á því,
að aðrir en hann beri ábyrgð á efna-
hagsöngþveitinu er líklegt, að Nik-
olaj Ryzhkov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, verði látinn víkja úr
embætti.
Þegar litið er á baráttu þeirra
Gorbatsjovs og Jeltsíns í þessu
ljósi, stendur Jeltsín enn einu sinni
betur að vígi en Gorbatsjov. Eins
og áður sagði var Gorbatsjov hafinn
til æðstu metorða af valdastéttinni
í flokknum; hann hefur aldrei feng-
ið neitt umboð í almennum, fijálsum
kosningum. Hið sama verður ekki
sagt um Jeltsín. Hann hefur orðið
að beijast fyrir pólitísku lífi sínu í
átökum við Gorbatsjov og flokksvél-
ina. Tvisvar sinnum hefur Jeltsín
sigrað í kosningum eins og þær
hafa orðið lýðræðislegastar innan
Sovétríkjanna; í Moskvu og
Sverdlovsk og í bæði skiptin hlaut
hann yfir 90% atkvæða.
Flókið kerfí
Ein afleiðing þeirra breytinga
sem eru að verða í Sovétríkjunum
Þannig sér teiknari Economist hlutverkaskipan þeirra Gorbatsjovs
og Jeltsins í sovéska sirkusnum um þessar mundir.
er, að það verður æ erfiðara að
átta sig á þeim valdastofnunum eða
þingum, sem minnst er á í fréttum.
Jeltsín á til dæmis bæði sæti á sov-
éskri og rússneskri fulltrúasam-
kundu; það er rússneska löggjafar-
samkundan sem valdi hann sem
forseta sinn og þar með í raun for-
seta rússneska lýðveldisins. Jeltsín
skortir hins vegar það fram-
kvæmdavald sem Gorbatsjov hefur
sem forseti Sovétríkjanna. Til for-
setaembættis með framkvæmda-
vald var Gorbatsjov kjörinn af sov-
éska fulltrúaþinginu (ekki löggjaf-
arsamkundunni eða Æðsta ráðinu)
hinn 14. mars síðastliðinn. Forseti
Æðsta ráðs Sovétríkjanna (þings
alls landsins) er Anatolí Lukjanov,
en því embætti gegndi Gorbatsjov
um skeið, eftir að Andrei Gromyko
var ýtt úr því.
Hinn 2. júlí hefst í Moskvu þing
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna,
en þau eru haldin á fímm ára
fresti. Um þingið og væntingar sem
við það hafa verið bundnar segir
Robin Lodge, blaðamaður á The
Daily Telegraph í London: „Þingið
átti að verða hátíð til heiðurs pere-
strojku og Gorbatsjov sjálfum,
merkur áfangi í áætlun hans um
að draga Sovétríkin inn í heim nú-
tímans og um að breyta flokknum
úr stöðnuðu skrifræði í ólgandi fljót
stjórnmálahugmynda. Við blasir
hins vegar, að þingið verður óhijá-
legur vettvangur fyrir innbyrðis
baráttu og biturt uppgjör; sem verð-
ur fyrir luktum dyrum. A þessu ári
hafa 130.000 einstaklingar þegar
skilað flokksskírteinum sínum og
áhrifamiklir umbótahópar, þar með
ýmsir bestu hugsuðir flokksins,
Austur-Þýskaland:
Honecker segist ekkert hafa
vitað um hryðiuverkamennina
Audiir.Rorlín Hns
Austur-Berlín. dpa.
ERICH Honecker, fyrrum leiðtogi austur-þýskra kommúnista, segist
enga hugmynd hafa haft um, að hryðjuverkamenn úr Rauðu herdeild-
unum vestur-þýsku hafi sest að í Austur-Þýskalandi. Kemur þetta fram
í yfirlýsingu, sem hann lét frá sér fara i gær.
„Ég frétti fyrst um þetta þegar
austur-þýsku fjölmiðlamir sögðu frá
handtökunum," segir Honecker í
yfirlýsingunni og bætir við, að hann
hafi alltaf „fordæmt hryðjuverk“
mjög harðlega. Núverandi innanrík-
isráðherra Austur-Þýskalands, Pét-
er-Michael Diestel, gaf hins vegar í
skyn þegar hann skýrði frá handtök-
unum, að Honecker og Erich Mi-
Ítalía:
Austurlenskir þjófar
dáleiða fórnarlömbin
Tórínó. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins.
UNDANFARIÐ hafa dularfúllir þjófnaðir verið framdir í ýmsum
borgum á Norður-Ítalíu. Þjófarnir eru líklega tveir, karl og kona
frá Austurlöndum, sem ganga inn í banka og verslanir og dáleiða
fórnarlömb sín sem afhenda umyrðalaust alla peninga sem þau
hafa tiltæka.
Verslunareigendur í borginni
Novara á Norður-Ítalíu hafa nú
farið fram á lögregluvemd vegna
hinna austurlensku þjófa. „Ég var
að afgreiða manninn, sem hafði
beðið mig um að skipta erlendri
mynt,“ segir 25 ára gömul banka-
starfsmær í banka í Tórínó í við-
tali við dagblaðið La Stampa.
„Hann sagðist vilja WX-röðina og
ég ætlaði að láta hann hafa alla
peningana sem ég hafði í kassan-
um. Allt í einu fannst mér eins
og eitthvað væri athugavert. Ég
varð rugluð en gerði mér ekki
grein fyrir hvað var að gerast í
kringum mig. Einhverra hluta
vegna fór ég til bankastjórans sem
kom með mér fram í afgreiðslusal
og þá fór fólkið.“
Samkvæmt vitnisburði fómar-
lambanna er þetta maður um þrí-
tugt og gullfalleg stúlka um 25
ára. Þau virðast skipta um gervi
reglulega, hárkollur og gervi-
skegg, en aðferðin er alltaf sú
sama. Maðurinn horfir í augun á
fórnarlömbunum og biður um
WX-röðina. Eftir það er hugur
fórnarlambanna á hans valdi.
Ekki er útilokað að um sé að
ræða skipuleg glæpasamtök sem
nota þessa óvenjulegu aðferð, en
mestar líkur em taldar á því að
um sé að ræða aðeins þessar tvær
manneskjur. Málið hefur vakið
óhug víðs vegar á Norður-Ítalíu
og vonast menn til að lögreglunni
takist að hafa uppi á þjófunum
sem fyrst.
elke, fyrrum yfirmaður austur-þýsku
leyniþjónustunnar, hefðu séð um að
aðstoða vestur-þýsku hryðjuverka-
mennina og koma þeim fyrir í Aust-
ur-Þýskalandi.
í Austur-Þýskalandi eru nú í
haldi átta manns, sem grunaðir eru
um hryðjuverk, en það hefur valdið
hneykslan og reiði í Bonn, að austur-
þýskir dómarar vilja ekki framselja
fólkið til Vestur-Þýskalands. Segja
þeir, að stjómarskráin austur-þýska
banni framsal austur-þýskra borg-
ara til „erlends ríkis“.
Austur-þýska innanríkisráðuneyt-
ið og ríkissaksóknarinn hafa þó tek-
ið fram, að ekki beri að líta á Vestur-
Þýskaland sem erlent ríki vegna
fyrirhugaðrar sameiningar þýsku
ríkjanna og fyrir þingi liggur frum-
varp, sem á að greiða úr
framsalsmálunum.
Bandaríkin:
Refsiaðgeröir gegn S-Afríku
1.068 erlend fyrirlæki höfðu fjárfest í Suður-Afríku 1984. 90%
þeirra voru bandarísk, bresk eða vestur-þýsk. Á árunum 1984-85
seldu mörg þeirra eignir sínar vegna kynþáttaaðskilnaöarins, eins
og hér er tíundaö.
aaiSeldu O Seldu Aðrar efnahagstegar
ekki refsiaögerðir
Bandarísk (406 fyrirtæki)
44%
(179)
Bresk (364 fyrlrtæki)
V-þýsk (192 fyrlrtæki)
KRTN
Ályktanir SP:
Víðskiptabann, bann við sölu á
vopnum og olíu til S-Afríku og fl.
■ Aðgeröir Breska
samveldisins: 49 fyrrum ný-
lendur Breta settu skoröur við
lánveitingum, fjárfestingum og
flugsamgöngum til S-Afríku
■ Noröurlönd: Settunær
algjört bann viö viðskiptum og
fjárfestingum
■ Evrópubandalagið:
Hættu ínnflutningi á járni, stáli
og gullmynt frá S-Afríku
■ Bandaríkin: Bönnuðu frek-
ari fjárfestingar að mestu, lán til
stjórnarinnar, útflutning á
tölvum og olíu, beint flug,
innflutnlng á málmum og land-
búnaöarafurðum
Nelson Mandela vel fagnað
við komuna til New York
New York. Reuter.
SUÐUR-afríska blökkumannaleiðtoganum Nelson Mandela var vel
fagnað þegar hann kom til New York-borgar í gær en næstu 12
dagana ætlar hann að fara vítt og breitt um Bandaríkin. Lýsti hann
yfír við komuna, að farið væri að hilla undir endalok aðskilnaðarstefn-
unnar og yfirráða hvítra manna í Suður-Afríku.
Mörg hundruð manns fögnuðu
Mandela og Winnie, konu hans, við
komuna til Kennedy-flugvallar, þar
á meðal David Dinkins borgarstjóri
og aðrir frammámenn. Sagði Mand-
ela í stuttri ræðu, að nú væri loks
farið að sjást fyrir endann á yfirráð-
um hvítra manna í Suður-Afríku
og kvaðst hann mundu leggja
áherslu á það við bandaríska ráða-
menn, að refsiaðgerðum gegn Suð-
ur-Afríkustjórn yrði ekki hætt. Ekki
er þó talið líklegt, að hann hafi
erindi sem erfiði í þeim efnum og
jafnvel sennilegra, að Bandaríkja-
stjóm muni slaka nokkuð á klónni
gagnvart stjórninni í Pretoríu.
Gífurleg öryggisgæsla var við
komu þeirra hjónanna til New York
og Mandela virtist mjög þreytuleg-
ur. Er talið hugsanlegt, að ferðaá-
ætluninni verði nokkuð breytt af
þeim sökum en söngvarinn kunni,
Harry Belafonte, gekkst fyrir því,
að Mandela var boðið til Bandaríkj-
anna.