Morgunblaðið - 21.06.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
23
hafa hótað að segja skilið við hann.
Virðist flokkurinn í raun heyja bar-
áttu fyrir eigin tilveru.“
í gær og í fyrradag hafa 2.744
fulltrúar kommúnista í rússneska
lýðveldinu setið á fundi í Kreml og
búið sig undir þátttöku í flokksþing-
inu sem hefst 2. júlí. Það var þessi
hópur sem ákvað í gær með 2.316
atkvæðum gegn 171 að breyta
fundi sínum í stofnfund Kommúrii-
staflokks Rússlands. Slíkur flokkur
hefur ekki starfað síðan 1925, þeg-
ar hann var innlimaður í sovéska
flokkinn að skipun Stalíns. Ákvörð-
unin um sérstakan rússneskan
flokk endurspeglar í senn upplausn-
ina og forystuleysið innan sovéska
flokksins, þar sem Gorbatsjov er
enn aðalritari og leiðtogi, og vilja
Rússa til að skapa sér sjálfstæðari
stöðu innan Sovétríkjanna. Með
upplausn í flokknum og afnámi á
alræðisvaldi hans leysist ríkið sjálft
einnig upp.
Flokksleg uppgjöf
í ræðu á fundi rússnesku komm-
únistanna á þriðjudag komst Gorb-
atsjov þannig að orði, að markaður-
inn væri ávöxtur siðmenningar og
hvorki uppfinning kapítalista né
mótsetning við kommúnismann.
Afsökunin sem Gorbatsjov færir
fyrir trú sinni á markaðinn, að hann
sé ekki „mótsetning við kommún-
isrnann" er dæmigerð fyrir þær
rökleysur sem þeir standa frammi
fyrir er ætla að sameina markaðs-
kerfíð, sósíalisma og kommúnisma.
Flokkurinn er ekki einungis Gorb-
atsjov fjötur um fót heldur tregða
hans sjálfs til að standa að nægi-
lega róttækum umbótum; þtjóska
hans gagnvart Eystrasaltsríkjunum
dugar honum ekki til lengdar og
hann hefur ekki notað umboðið sem
hann fékk 14. mars síðastliðinn til
að gera „róttækar“ efnahagsum-
bætur með þeim hætti, að hann
hafi sameinað menn á bak við sig.
Hann sætir bæði gagnrýni umbóta-
sinna og harðlínumanna og honum
dugar ekki lengur að etja þeim
hópum saman; deila og drottna.
Því fer fjarri, að á þingi rúss-
nesku kommúnistanna hafi allir
verið þeirrar skoðunar, að flokkur-
inn ætti að gefa eftir eða breyta
um stefnu. Strax eftir að Gorbatsj-
ov hafði lokið ræðu sinni sté full-
trúi að nafni Ivan Osadchi í ræðu-
stólinn og var herhvöt hans mun
betur tekið en sáttaleið Gor-
batsjovs. Osadchi komst meðal ann-
ars þannig að orði: „Finna má þá
sem vilja binda enda á þetta með
sjálfsmorði... Við styðjum komm-
únistaflokk á lenínskum grunni.“
Albert Makashov hershöfðingja var
einnig vel fagnað, þegar hann sak-
aði Gorbatsjov um að opna landið
fyrir árás og hét því að sætta sig
aldrei við „hugmyndafræðilega
uppgjöf".
Fregnir berast af því að Gorbatsj-
ov eigi undir högg að sækja gagn-
vart hemum vegna þess sem hefur
verið að gerast í fyrrum fylgiríkjum
Sovétríkjanna í Á-Evrópu. Makas-
hov staðfesti þetta í ræðu sinni,
þegar hann réðst á samkomulagið
um brottflutning sovéskra her-
manna frá Tékkóslóvakíu og Pól-
landi. Hann sagði að ekki mætti
gleyma hernum á þessum „erfiðlei-
katímum í Sovétríkjunum — þegar
það er kallaður sigur utanríkisstefn-
unnar að sovéski herinn er rekinn
átakalaust á brott úr þeim löndum
sem feður okkar frelsuðu undan
fasisma.“
Hvergi er því spáð að herinn eigi
eftir að fylla tómarúmið eftic flokk-
inn í Sovétríkjunum. Tengsl 'flokks
og hers hafa hins vegar verið svo
mikil, að niðurlæging flokksins
skaðar herinn ekki síður en þá
Gorbatsjov og Jeltsín.
■ BAGDAD - Um 700 klerkar
frá 70 ríkjum múslíma, sem komu
saman í Bagdad, lýstu yfir því í
gær að „heilagur stríðsmaður“ ír-
aks, Saddam Hussein forseti,
breytti eftir Kóraninum og yilja
Allah með því að framleiða gjöreyð-
ingarvopn. Þeir sökuðu Israela,
Bandaríkjamenn og Breta um að
hafa staðið fyrir lygaherferð í fjöl-
miðlum um vopnaframleiðsju íraka
og hvöttu alla múslíma til að koma
arabaþjóðinni til hjálpar vegna yfír-
vofandi árásar ísraela.
II DHAKA - Meira en hundrað
manns hafa látist af völdum hita-
sóttar, sem berst með flugum, í
Norður-Bangladesh undanfama
daga. Sjúkdómurinn breiddist
skyndilega út eftir að fólk hafði
verið hvatt til að hætta að nota
skordýraeitrið DDT vegna þess að
það getur valdið alvarlegri um-
hverfismengun.
■ SEOUL - Stjórnvöld í Norð-
ur-Kóreu buðust í gær til að taka
upp viðræður að nýju við stjóm
Suður-Kóreu síðar á árinu. Hér
virðist um stefnubreytingu að ræða
þar sem Norður-Kóreumenn hafa
hingað til hafnað tillögum Suður-
Kóreumanna um slíkar viðræður
og brugðust ókvæða við fundi Rohs
Tae-woos, forseta Suður-Kóreu, og
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta
fyrr í mánuðinum.
■ WASHINGTON - Banda-
rísk yfirvöld birtu í gær skýrslu þar
sem sonur George Bush Bandaríkj-
aforseta, Neil, er sakaður um að
hafa misnotað aðstöðu sína sem
yfirmaður sparisjóðs í Denver Col-
orado-ríki. Gjaldþrot sjóðsins árið
1988 kostaði bandaríska skatt-
greiðendur að minnsta kosti milljarð
dala, um 60 milljarða ísl. kr..
itf qq mwn,
hb | mwm»miii
C
Innflytjendum býöst nú nýr, öruggur
og vandaöur kostur í vöruflutningum til landsins.
Skipafélagiö GLÁMA býöur:
■ reglulegar ferðir til og frá GRIMSBY, ROTTERDAM
og ESBJERG
■ fullkominn útbúnað til hvers konar flutninga á
matvælum og öðrum vörum
■ viðkomu á 5 höfnum innanlands: HAFNARFIRÐI,
ÍSAFIRÐI, SKAGASTRÖND, DALVÍK OG
NESKAUPSTAÐ
■ 1830 tonna vel búiö frystiskip - JARL
■ trausta flutninga á hagstæöum kjörum til og frá
landinu
■ ábyrga og persónulega þjónustu hjá fyrirtæki af
Gft-AIVI/V
SKIPAFÉLAO
HAFNARSTRÆTI 5, RVK, S. 629200, TFAX. 623116
Hefjið veiðiferðina
hjá Veiðimanninum
Hafnurstneti 5 ■ Símar 1 67 60 og 1 48 00