Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Hryðjuverk í skjóli
sósíalismans
Síðustu daga og vikur hef-
ur hver hryðjuverkamað-
urinn á fætur öðrum verið
handtekinn í A-Þýzkalandi.
Samtals hafa að undanförnu
verið handteknir átta hryðju-
verkamenn, sem hafa staðið
fyrir ýmsum óhugnanlegum
morðum á þekktum athafna-
mönnum í Vestur-Þýzkalandi.
Það er nú komið í ljós, að
þessir hryðjuverkamenn, sem
hafa verið athafnasamir í
V-Þýzkalandi a.m.k. tvo
síðustu áratugi, hafa starfað
í skjóli sósíalismans í A-
Þýzkalandi.
Engan þarf að undra, að
vestur-þýzk yfirvöld hafi átt
í erfiðleikum með að hand-
taka hryðjuverkamennina þar
í landi, úr því að þeir hafa
átt öruggt hæli í Austur-
Þýzkalandi. Þegar umsvif
Rauðu herdeildanna voru sem
mest í Vestur-Þýzkalandi, á
Ítalíu og víðar, voru uppi
kenningar um, að starfsemi
þeirra væri þáttur í víðtæku
samsæri, sem kommúnista-
stjórnir í Austur-Evrópu og
ákveðnar ríkisstjórnir í araba-
löndum ættu aðild að. Margir
áttu erfitt með að trúa því
að þetta gæti verið rétt. Nú
er komið í ljós, að þessar
kenningar hafa átt við rök
að styðjast a.m.k. að ein-
hverju leyti.
Úr því hryðjuverkamenn-
irnir hafa átt öruggt hæli í
Austur-Þýzkalandi vakna
auðvitað spurningar um,
hvort þeir hafi ef til vill notið
þjálfunar þar og hvort vopna-
búnaður þeirra sé þaðan kom-
inn. Hafi svo verið hljóta
menn að líta á hryðjuverka-
mennina, sem útsenda skæru-
liða kommúnistastjórna fyrir
austan járntjald.
Ríki sósíalismans í
Austur-Evrópu hafa ýmislegt
á samvizkunni. A dögum sós-
íalismans í—þessum löndum
var fólk kúgað á margan hátt,
sett í fangelsi og vinnubúðir
fyrir skoðanir sínar og í sum-
um tilvikum varð alþýða
manna fyrir árásum vopnaðra
sveita og skriðdreka. En á
þessum árum höfðu menn
tæpast hugmyndaflug til þess
að láta sér detta í hug í al-
vöru, að ríkisstjórnir þessara
landa sendu hryðjuverka-
menn til Vestur-Evrópu til
þess að myrða þekkta stjórn-
málamenn, athafnamenn og
aðra áhrifamenn eða að þær
mundu leggja blessun sína
yfir starfsemi þeirra með því
að veita þeim öruggt skjól.
Nú er það komið í ljós.
Þetta er einhver svartasti
bletturinn á ríkjum sósíalism-
ans í Austur-Evrópu. Því
verður tæpast trúað, að sá
sósíalisti sé til, sem er reiðu-
búinn til að mæla stjórnarfar-
inu í þessum ríkjum bót, eftir
að þessar upplýsingar liggja
fyrir. Athafnir sósíalista-
stjórna í Austur-Evrópu hafa
bersýnilega verið svívirðilegri
en jafnvel hörðustu andstæð-
ingar gátu látið sér detta í
hug. Og sennilega á ýmislegt
eftir að koma fram í dagsljós-
ið, sem fólki kemur á óvart.
Ríkiog
Reykjavík-
urborg
eykjavíkurborg hefur
lagt fram fjármuni á
þessu sumri til þess að skapa
sumarvinnu fyrir 3.000 skóla-
nemendur. Borgin hefur
tvívegis tekið ákvörðun um
að leggja fram aukna fjár-
muni í þessu skyni og hefur
nánast hreinsað upp biðlista
hjá Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar.
Ríicisstjórnin hefur enn
engar raunverulegar ráðstaf-
anir gert til þess að leggja
sitt af mörkum í þessu skyni.
Ráðherrar ræða málið og
skipa nefndir, sem koma sam-
an til fundar til þess að ræða
vandamálið en ekkert gerist.
Sá munur, sem er á stjórnar-
háttum hjá ríki og Reykjavík-
urborg hefur komið glögglega
í ljós í þessu máli. En ríkis-
stjórnin getur ekki verið
þekkt fyrir að draga ákvarð-
anir öllu lengur. Fátt er verra
en að skólafólk gangi at-
vinnulaust á sumrin og verði
hugsanlega að hrökklast frá
námi vegna þess, að það hef-
ur ekki haft tækifæri til að
afla sér tekna yfir sumarið.
Morgunblaðið/KGA.
Arna Antonsdóttir varaformaður, og Marta Hjálmarsdóttir formaður Meinatæknafélags íslands
með Páli Halldórssyni formanni BHMR og Birgi Birni Sigurjónssyni hagfræðingi BHMR.
Meinatæknar ganga í BHMR
Meinatæknafélag íslands
hefur fengið aðild að Banda-
lagi háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna frá næstu ára-
mótum að telja. Fram að þeim
tíma mun félagið eiga fulltrúa
með málfrelsi og tillögurrétt
á fundum launamálaráðs
BHMR.
Meinatæknafélag ísland var
áður í Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja en sótti nýlega um
aðild að BHMR. í félaginu, sem
verður 24. aðildarfélag BHMR,
eru um 250 félagsmenn starf-
andi hjá ríki, sveitarfélögum og
sjálfseignarstofnunum. Félagið
hefur starfað sem stéttarfélag
frá 1988 og gerði fyrsta kjara-
samning sinn 1989.
Fyrsti fimdur nýkjörinnar borgarstj órnar:
Hlutkesti ræður valdahlut-
föllum í nefhdum og ráðum
„Það var okkar ósk að verklags-
reglum yrði fylgt og auglýst foival
til að velja úr aðila sem við teldum
að hefðu bolmagn til að leysa verk-
efnið,“ sagði hann. Hermann sagði
að samkvæmt hafnarlögum væru
framkvæmdir við hafnir á ábyrgð
eigenda þeirra, viðkomandi sveitar-
félaga, og að frumkvæði þeirra. í
þessu tilfelli greiði Akurnesingar
Sandvíkurheiði:
Lægsta tilboð
53% af áætlun
LÆGSTA tilboð í lagningu 2,5 km
kafla á Norðausturvegi á Sandvík-
urheiði var 52,9% af kostnaðará-
ætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið
er frá Jóni Gunnþórssyni verk-
taka og fleirum, 9,9 milljónir, en
kostnaðaráætlun var 18,7 milljón-
ir. Átta aðrir verktakar buðu.
Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða bauð 11,5 milljónir í 4 km á
Þorlákshafnarvegi, frá Núpum að
Bakka. Ertilboð fyrirtækisins 70,6%
af kostnaðaráætlun. Sex aðrir buðu,
allir undir áætlun.
Hlaðbær Colas hf. bauð best í
malbikun Reykjanesbrautar í sumar,
tæpar 30 milljónir sem er 79,1% af
kostnaðaráætlun. Vinnuvélar Jó-
hanns Bjarnasonar buðu 9,6 milljón-
ir í Landveg um Laugaland og Mar-
teinstungu, um 2 km veg. Kostnað-
arátælun var 12,4 milljónir.
Klukkan 9 fyrir hádegi verður
safnast saman í Templarahöllinni
við Eiríksgötu 5. Kröfuganga fer
þaðan klukkan hálf tólf að loknu
ávarpi göngustjóra, Gísla Sigur-
þórssonar frá Hinu íslenska kenn-
arafélagi. Gengið verður um Eiríks-
götu, Njarðargötu, Skólavörðustíg,
45% kostnaðarins. „Við eigum að
hins vegar að sjá um að fram-
kvæmdir séu tæknilega vel útfærð-
ar og sinna fjárhagslegum hags-
munum ríkissjóðs en lögin gefa
okkur ekki það vald að setja hnef-
ann í borðið. Við höfðum komið
óskum okkar á framfæri og stóðum
fram á mánudag í þeirri trú að
framkvæmt yrði forval en Akurnes-
ingar völdu hinn kostinn.“
Hafnamálstjóri sagði að lögum
samkvæmt væru útboð, samningar
og efniskaup í sameiginlegum hafn-
arbótum ríkis og sveitarfélags háð
samþykki stofnunarinnar og for-
senda þess að verk teldist stykr-
hæft úr ríkissjóði en hins vegar
taki hafnarstjórn sveitarfélags end-
anlega ákvörðun um val tilboðs að
fenginni umsögn stofnunarinnar en
ákveði hafnarstjórn hins vegar að
taka hærra tilboði úr flokki hæfra
tilboða en því sem Hafnamálasofn-
un mæli með skuli sveitarfélagið
standa straum af þeim kostnaðar-
auka sem af hljótist.
Um framhald þessa máls sagðist
hafnarstjóri ekki reikna með nein-
um. sérstökum aðgerðum eða inn-
gripi af opinberri háflu en sagði
óhjákvæmilegt að viðurkenna að
vinnubrögðin hefðu ekki verið með
þeim hætti sem æskilegt hefði verið
og ekki til fyrirmyndar. Hins vegar
vildi hann gjarnan í ljósi þessar
reynslu endurskoða vinnureglur um
þetta efni.
Bankastræti og endað á Lækjar-
torgi, þar sem verður haldinn úti-
fundur í hádeginu. Ávörp flytja
Broddi Broddason, Félagi frétta-
manna, Júlíus K. Björnsson, Sál-
fræðingafélagi íslands, Elna K.
Jónsdóttir, Hinu_ íslenska kennara-
félagi, Oskar ísfeld Sigurðsson,
FYRSTI fundur nýkjörinnar
borgarstjórnar Reykjavíkur
verður í kvöld, en þar verður
kosið í nefiidir og ráð borgar-
innar. Við kosningar í fimm
Félagi íslenskra náttúrufræðinga,
og Páll Halldórsson, formaður
BHMR. Fundarstjóri verður Wincie
Jóhannsdóttir.
Að loknum útifundinum munu
formenn aðildarfélaga BHMR af-
henda forsætisráðherra og starf-
andi fjármálaráðherra mótmæla-
yfirlýsingu frá stjórnum félaganna
og síðan verður fundur í Templara-
höllinni um aðgerðir dagsins og
framhald þeirra.
manna nefiidir eiga sjálfstæðis-
menn þrjá fulltrúa vísa en
minnihlutaflokkarnir einn.
Hlutkesti mun síðan ráða því
hvort Qórði sjálfstæðismaðurinn
eða annar fulltrúi minnihlutans
fær sæti í ncfndinni.
Minnihlutaflokkarnir í borgar-
stjórn, Alþýðubandalag, Fram-
sóknarflokkur, Kvennalisti og Nýr
vettvangur, hafa náð samkomu-
lagi um skiptingu nefndarsæta.
Samkvæmt því fær Nýr vettvang-
ur níu örugg nefndarsæti en hinir
flokkarnir sjö hver. Þau sæti, sem
hlutkesti verður um, munu skipt-
ast á svipaðan hátt, nema hvað
hlutur Nýs vettvangs verður örlítið
meiri.
Samkvæmt samkomulaginu
munu minnihlutaflokkarnir skipta
setu í borgarráði jafnt á milli sín,
þannig að hver þeirra fær þar ör-
uggt sæti í eitt ár á kjörtímabil-
inu. Fulltrúi Alþýðubandalags
mun sitja þar fyrsta árið, þá full-
trúi Framsóknarflokks, síðan full-
trúi Nýs dlvettvangs og að lokum
fulltrúi maKvennalista.
Fyrsta árið verður valið milli
íjórða borgarráðsmanns sjálfstæð-
ismanna og fulltrúa Nýs vettvangs
með hlutkesti, annað árið milli
sjálfstæðismannsins og fulltrúa
Kvennalista, þriðja árið tekur full-
trúi Alþýðubandalags þátt í hlut-
kestinu og fulltrúi Framsóknar-
flokksins fjórða árið. Kosið er í
borgarráð árlega, þannig að hlut-
kesti mun fara fram á hverju ári.
Á fundi borgarstjórnar í kvöld'
verður einnig gengið til kosninga
um forseta borgarstjórnar til eins
árs og um borgarstjóra til fjögurra
ára.
Utífundur og kröfuganga BHMR í dag
BANDAL AG háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna stendur fyrir kröfu-
göngu og útifúndi í dag til að mótmæla frestun á framkvæmd ákvæða
síðasta kjarasamnings þeirra, sem ríkisstjórnin hefúr ákveðið. Að.-
gerðirnar hefjast klukkan 9 og lýkur klukkan 16.
Hafhamálaslj órí um hafnarbætur á Akranesi:
Morgunblaðið/Einar Falur
Séð yfir pallinn við
gönguíeiðina á Lögberg
en á innfelldu myndinni
sjást Jónas Gíslason yfir-
smiður, Guðmundur Ól-
afsson fornleifafræðing-
ur og Heimir Steinsson
þjóðgarðsvörður bera
saman bækur sínar á
göngubrautinni á Lög-
bergi.
Göngubraut á Lögbergi
verður vígð á sunnudag
NÆSTKOMANDI sunnudag verður vígð 135 metra löng göngubraut
úr timbri á Lögbergi, sem að sögn Heimis Steinssonar, þjóðgarðsvarð-
ar, hefúr verið smíðuð í því skyni að hlífa gróðri og minjum á staðn-
um og auðvelda fólki að komast um á Lögbergi. Göngubrautin er
fyrsti hluti af deiliskipulagi Þingvalla, sem landslagsarkitektarnir
Reynir Vilhjálmsson og Einar E. Sæmundsen hafa gert, og er áætlað-
ur kostnaður við smíði hennar 2,5 - 3 milljónir króna.
Göngubrautin verður formlega
tekin í notkun á sunnudaginn kl.
13, en þá mun Ólafur G. Einarsson
alþingismaður, formaður Þingvalla-
nefndar, lýsa hana opnaða. Sérstak-
ir gestir við þá athöfn verða félagar
úr Sjálfsbjörg, sem reyna munu
nýju brautina, en hún gerir fötluð-
um kleift að komast með auðveldu
móti á Lögberg í fyrsta sinn.
Heimir sagði að gróður á Lög-
bergi hefði verið traðkaður illa nið-
ur, enda færu þar um hundruð þús-
unda manna á ári hveiju. Þegar
gestahópar hefðu verið á ferð í rign-
ingu hefði svæðið allt verið í svaði,
og menn jafnvel hnotið og meitt sig
í for og gijóti.
„Að standa hér við slíkar aðstæð-
ur, og lýsa því jafnframt yfir að
þetta sé mesti sögustaður á íslandi
og helgistaður allra landsmanna,
hefur því oft og einatt virkað held-
ur afkáralega á gesti. Hér er því
svo sannarlega verið að greiða fyr-
ir gestum. Ég hef kallað þetta til-
raun til að leysa þann vanda sem
verið hefur, en það var engan vegin
einsýnt hvað gera skyldi. Allir voru
þó sammála um að eitthvað þyrfti
að gera í þessu máli vegna gróðurs-
ins, og þetta timburvirki er þess
eðlis að ef mönnum sýnist svo, þá
er auðveldara að taka það ofan en
mannvirki úr öðru efni. Með þess-
ari braut verður einnig miklu auð-
veldara að ganga um á Lögbergi
heldur en áður var, og vonandi
komast menn nú hér um í hjólastól-
um, sem ekki hefur verið hægt
áður,“ sagði hann.
Heimir sagði að uppsetning
göngubrautarinnar hefði verið unn-
in í nánasta samráði við Guðmund
Ólafsson fomleifafræðing, for-
stöðumann fomleifadeildar Þjóð-
minjasafnsins, og Mjöll Snæsdóttur
samverkamann hans, og gagngert
hefði verið unnið að verkinu með
það í huga að gæta fyllstu aðgátar
varðandi fornminjar á staðnum.
Átta manna brúarvinnuflokkur frá
Vegagerð ríkisins vann að uppsetn-
ingu göngubrautarinnar undir
stjórn Jónasar Gíslasonar yfirsmiðs.
Óskuðum eftir forvali
en framkvæmdir eru á
ábyrgð sveitarfélags
HERMANN Guðjónsson hafiiamálastjóri segir að samkvæmt verk-
lagsreglum stofnaua samgönguráðuneytisins hefði átt að beita forv-
ali verktaka í lokuðu útboði vegna hafiiarbóta á Akranesi en hins
vegar sé ljóst samkvæmt orðalagi reglnanna að þær eigi aðeins við
um Hafnamálastofnun þegar verk séu alfarið kostuð úr ríkissjóði.
Atvinnuleysi námsmanna á landsbyggðinni:
Bæjaryfírvöld grípa til aðgerða
Bæjaryfirvöld í ýmsum bæjum, þar sem tregt hefiir verið um vinnu
í vor, hafa gripið til sérstakra aðgerða til að skapa skólafólki at-
vinnu yfir sumarið. Morgunblaðið ræddi í gær við nokkra forsvars-
menn í bæjarfélögum úti á landi, þar sem menn eru hættir að bíða
eftir aðgerðum af hálfú ríkisvaldsins og reyna að Ieysa vandann á
kostnað bæjarsjóðs.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi sagði atvinnuástand
skólafólks álíka slæmt og verið
hefði í fyrra. Reynt væri að ráða í
vinnuskóla alla unglinga undir 16
ára aldri, en á milli 40 og 50 af
nemendum yfir 16 ára aldri vantaði
vinnu, og ekki væri útlit fyrir að
það lagaðist nema með sérstökum
aðgerðum. Bærinn auglýsir í dag í
Skagablaðinu að hann muni styrkja
félagasamtök, sem standa í sérstök-
um verkefnum, meðal annars
íþróttahreyfinguna, gegn því að þau
taki unglinga í vinnu. „Það gerum
við án þess að hafa fengið nokkur
svör frá ríkinu. Það er greinilegt
að menn ætla að velta þessu, eins
og mörgu öðru, yfir á sveitarfélög-
in,“ sagði Gísli. Hann sagði að
vissulega brynni vandi skólafólksins
mest á sveitarfélögunum, en menn
teldu óeðlilegt að sveitarsjóðimir
tækju alla byrðina á sig. Þeir væru
víða illa staddir og hefðu þegar
teygt sig nokkuð langt í því að.
veita unglingum vinnu.
„Við stóðum meðal annarra að
því að skora á félagsmálaráðuneyt-
ið að standa fyrir sérstöku átaki í
atvinnumálum skólafólks eins og
gert var í fyrra, og við myndum
vera fúsir að taka þátt í því,“ sagði
Gísli. „Síðan heyrðum við eins og
aðrir að ríkisstjómin hefði beint því
til ríkisstofnana að þær tækju til
sín fleiri námsmenn. Við könnumst
hins vegar ekki við að forsvarsmenn
ráðuneyta hafi haft samband við
ríkisstofnanir á Akranesi eða víða
annars staðar, þannig að við höfum
ekki séð hvað út úr því á að koma.
Við gerum okkur engar vonir um
að það hafi nokkurn skapaðan hlut
upp á sig.“
Aukafjárveiting á Akureyri
Valgarður Baldvinsson, bæjarrit-
ari á Akureyri, sagði að þar væri
ástandið verst hjá unglingum 13 til
16 ára, en þeir sem eldri væru virt-
ust betur geta bjargað sér um
vinnu. Mun fleiri unglingar á aldrin-
um 13-15 ára hefðu sótt um vinnu-
skólann en undanfarin ár. Til þess
að unnt reyndist að ráða alla hefði
bæjarstjórn veitt 10 milljónir króna
til vinnuskólans aukalega, og einnig
hefði vinnudagur elzta árgangsins
verið skorinn niður, þannig að allir
unglingarnir fengju nú aðeins hálfs
dags vinnu. Reynt hefði verið að
koma 16 ára unglingum í vinnu hjá
ýmsum bæjarstofnunum. Þá hafa
Akureyringar gripið til þess ráðs
að leita samstarfs við félagasamtök
um að þau ráði unglinga í vinnu
og bærinn taki þátt í launagreiðsl-
um. Valgarður sagði að menn hefðu
orðið fyrir vonbrigðum með að
heyra ekkert frá ríkisstjórninni um
aðgerðir til að ráða bót á vanda
skólafólksins.
Sérátak upp á 17 milljónir
Þorvaldur Jóhannsson, bæjar-
stjóri á Seyðisfirði, sagði að búið
væri að útvega um 35 námsmönn-
um, eldri en 16 ára, vinnu hjá bæn-
um, en það væri hluti af stærra
átaki, sem bærinn stæði nú fyrir
vegna mjög bágs atvinnuástands
almennt á staðnum. Auk þess væru
yngri skólakrakkar teknir í ungl-
ingavinnu. „Skólanemendur hafa
alltaf gengið að vinnu sinni vísri
hjá fiskvinnslunni, sem hér hefur
verið til staðar,“ sagði Þorvaldur.
„Nú hefur hér engin fiskvinnsla
verið í tæpt ár.“
Hann sagði að alls hefði bærinn
tekið í vinnu 115 manns, bæði þá
sem verið hefðu á almennri atvinnu-
leysisskrá, og svo skólafólk, en
þessi hópur væri líklega um fjórð-
ungur vinnuafls í bænum. í þetta
verkefni eyddi bærinn 1,3 milljón-
um króna á viku. Vonast væri til
að hægt yrði að halda því úti í tólf
vikur alls. Kostnaður bæjarins af
þessu átaki yrði því líklega um 17
milljónir króna.
Verst ástand hjá
yngri hópnum
Hjörtur Hjartarson, félagsmála-
stjóri á Siglufirði, sagði að atvinnu-
ástand væri sæmilegt hjá skólafólki
eldra en 16 ára og ekki þyrfti að
fara út í sérstakt átak vegna þess
hóps, eins og gert var í fyrra. Verra
væri ástandið hins vegar hjá yngri
krökkum, á aldrinum 13-16 ára.
„Fyrirtækin hér hafa ekki tekið í
sama mæli á móti þessum krökkum
og undanfarin ár. Þetta breyttist í
fyrra, og nú er ástandið svipað,"
sagði Hjörtur. Hann sagði að reynt
væri að ráða bót á þessum vanda
með því að taka sem flesta skóla-
krakka á þessum aldri í unglinga-
vinnuna, en stytta vinnutímann á
móti. Unglingarnir fá ekki vinnu
nema í átta vikur. „Það er alveg
ljóst að það eru ekki sömu uppgrip
hjá þessum krökkum og var, þar
er gífurlegur munur á,“ sagði Hjört-
ur. „Þetta er eitthvað, sem er kom-
ið til að vera.“
Hjörtur sagði að bæjaryfirvöld á
Siglufirði hefðu verið að hlusta eft-
ir því hvort ríkisstjórnin myndi
hlaupa undir bagga vegna atvinnu-
leysis skólafólks. „Mér skildist að
það væri ekkert þar að hafa, enda
er það í Reykjavík og á Suð-vestur-
horninu, sem þetta lendir allt. Þeg-
ar aukafjárveitingunni var skipt í
fyrra skilst mér að lítið sem ekkert
hafi farið út á land,“ sagði hann.
Námsmenn í gróðurvernd
Guðmundur Níelsson, bæjarritari
á Húsavík, sagði að 21 skólanemi
hefði verið á atvinnuleysisskrá þar
í bæ í síðustu viku. „Þá var ákveð-
ið að taka þetta fólk í vinnu í sérs-
takt gróðurverndarverkefni, til að
byrja með í þrjár vikur til mánuð.
Núna er verið að vinna í því að
hafa samband við þetta fólk, þann-
ig að eftir það á ekki að verða neinn
atvinnulaus skólaunglingur á skrá,“
sagði Guðmundur. Hann sagði að
ekki væri ljóst hvað tæki við þegar
þessu verkefni á vegum bæjarins
lyki. Menn hefðu ákveðið að bíða
og sjá til.