Morgunblaðið - 21.06.1990, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.06.1990, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 *32 Smjörvi í framleiðslu. Ostur settur í bitapakkningar. Ostakökugerð i veisluþjónustunni. NEYTENDAMÁL Islenskur ostur er veislukostur SENNILEGA eru fáar þjóðir sem neyta meiri mjólkur og mjólkurafurða en íslendingar, nema ef vera kynni þjóðflokkur einn í Kenýa, herskár í meira lagi, sem aðallega hefur lifað á mjólk. Menn hafa velt því fyrir sér, hvort mataræðið hafi þar áhrif á hegðunarmynstrið. Hvað okkur íslendinga viðkemur þá teljum við okkur vera hið mesta friðsemdarfólk, þó stutt sé í baráttueðlið þegar upp kemur verðugt málefni. Við leitum þá orku í okkar íslensku mjólkurvörum sem við erum nyög stolt af. Ostar og aðrar íslenskar mjólkurvörur hafa farið batnandi á undanförnum árum og eru þær yfirleitt mjög góðar - reyndar til fyrirmyndar annarri íslenskri matvælaframleiðslu, að sögn margra mætra sérfræðinga. Smurostur setur í öskjur. Ostar á borðum til forna í „íslenskum þjóðháttum" segir að ostagerð hafi verið almenn í landinu til forna en horfið að miklu leyti nema á Austurlandi, þar sem hún hélst fram á 19. öld. Ástæður fyrir því að ostagerð lagðist niður í öðrum landshlutum getur hafa verið harðræði og lítil mjólk umfram brýnustu nauðsynj- ar. Það sem styrkir þá skoðun er að notaður var beinasttjúgur til matar. Hann var búinn á þann hátt að fiskbein, sviðabein ogjafn- vel sauða- og nautgripabein voru látin liggja í mjólkursýru þar til þau voru orðin meyr. Þetta var síðan soðið og hljóp allt saman, var þétt og þykkt og þótti kjarn- góð fæða. Stijúgur þessi var hinn besti kalkgjafi og eru sagnir af því að í Kína hafi bein verið með- höndluð á svipaðan hátt og þeirra neytt sem kalkgjafa. Skyr, sem reyndar er mjúkur ostur, hefur þó verið hér á borðum um aldir og var hleypirinn unninn úr kálfs- maga. Fjölbreytni í ostagerð Ostagerð hefur farið vaxandi hér á landi á síðustu áratugum og hefur fjölbreytni aukist og um leið áhugi neytenda. Má segja að ostur sé nú á dögum á borðum flestra landsmanna. Við brugðum okkur í heimsókn í Osta og smjör- söluna við Bitruháls m.a til að kynna ókkur nýjar vinnsluaðferðir á mjólkurvörum. Við ræddum fyrst við Óskar Gunnarsson for- stjóra og báðum hann að Iýsa starfsemi fyrirtækisins. „Osta og smjörsalan var stofn- uð 19. febrúar árið 1958,“ sagðiÓskar.„Höfuðmarkmið hennar var og er að dreifa mjólk- urafurðum mjólkurbúanna, bæði hér á Reykjavíkursvæðinu og eins út um landsbyggðina. Stofnfélög- in voru Mjólkursamsalan í Reykjavík og Samband íslenskra samvinnufélaga. Breyting var gerð á starfseminni árið 1978, fyrirtækið endurskipulagt, og í framhaldi af því var farið í bygg- ingu á húsinu hér við Bitruháls. Mjólkursamlögin, sem eru 16 í dag, urðu þá beinir eignaraðilar. Sambandið, sem átti 50% eigna- raðild, lækkaði eignarhlut sinn niður í 25%. Sambandið leitaði eftir að ganga úr félaginu og í fyrra innleystu mjólkursamlögin síðan hlut Sambandsins." Ostum dreift lrá Osta o g smjörsölunni Óskar sagði að engin fram- leiðsla á mjólkurvörum færi fram í Osta og smjörsölunni nema á smurosti. Tekið væri við osti og framleiðslu frá mjólkurbúunum og sett beint í sölu. Pakkað hefði verið smjöri frá litlu mjólkurbúun- um sem ekki hefðu haft aðstöðu til þess sjálf. Um 1970 hefði ver- ið farið að bitapakka ost, og væri meirihluti af ostinum, sem seldur er hér á neytendamarkaði, pakk- aður og frágenginn hjá Osta og smjörsölunni. Áður var osturinn skorinn niður í verslunum og oft við misjafnar aðstæður og væri þetta mikil framför. Öryggi plastumbúða Hvað öryggi plastumbúða við- kemur, sagði Óskar að Osta og smjörsalan fylgdi stöðlum sem viðurkenndir væru á Norðurlönd- um og fengju þeir allar umbúðir þaðan. Þetta væru samskonar umbúðir og þar væru notaðar. Hann sagði að hér á landi virtist það alfarið vera á valdi framleið- enda hvaða umbúðir væru notaðar fyrir matvæli. Lítið hefði borið á opinberu eftirliti. Það gæti verið bagalegt, sérstaklega þegar fram kæmu tilkynningar erlendis um breyttar reglur eða löggjöf sem snerta öryggisþætti. Það þyrfti að vera tryggt að allar slíkar til- kynningar næðu til íslenskra framleiðenda. Aukefni í ostum En hvað um aukefni í ostum? í osta er settur saltpétur til að koma í veg fyrir myndun hættu- legra gerla. Óskar sagði að hér væri fylgt sömu reglum um pró- sentuinnihald og Danir, Svíar og Norðmenn nota og hefði mjög verið dregið úr notkun efnisins á undanförnum árum. Efni þetta á að brotna niður, að talið er, á tveimur til þremur mánuðum. Ostur fer yfirleitt ekki á markað fyrr en hann er orðin 2-6 mánaða gamall og á þá efnið að vera horf- ið. Mjög ungur bragðmildur ostur fer á markað um 60 daga gamall og má segja að hann sé þarna við mörkin. Óskar gat þess að Fæðu og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefði rannsakað innflutta osta til Bandaríkjanna og hefði íslenski osturinn reynst vera með minna af saltpétri en í ostum frá Sviss. Gæðamálin mikilvæg Gæðamálin eru mjög mikilvæg. Óskar sagði að þau mál hefðu forgang, mjólkurbúin hefðu eigin rannsóknarstofur sem fylgdust með mjólkinni og framleiðslunni, síðan eru sendir eftirlitsmenn til að fylgjast með gæðum ostanna og til að flokka þá. Þegar ostarn- ir koma til pökkunar í Osta og smjörsölunni eru á ný teknar pruf- ur. Á þann hátt væri reynt að tryggja að á markað fari aðeins fyrsta flokks vara. Snyörvinn Óskar bauð okkur að skoða fyrirtækið. Matvælafræðingur fyrirtækisins, dr. Þorsteinn Karls- son, fylgdi okkur um framleiðslu- deildina. í Osta og smjörsölunni er smjörvinn settur í umbúðir. Þorsteinn sagði að smjörvinn kæmi í stórum töflum, sojaolíu væri bætt í tjómann áður en strokkað er og er það gert á Akur- eyri, en smjörvanum er pakkað í Osta og smjörsölunni. I kjölfar umræðunnar um umhverfisvernd hefði verið skipt um harðplastið sem er í smjörvaöskjunum; frá og með 1. júni væri aðeins notað plast sem brotnað niður í náttúrunni. Smurosturinn í annarri deild var smurost- gerðin. Ostur sem ekki fer í 1. flokk er hitaður í 90 gráður og honum sprautað í gegnum trekt í sérhannaðar umbúðir, manns- höndin kemur hvergi þar nærri. Þorsteinn sagði að engin aukefni væru sett í smurostinn, aðeins bræðslusalt og bragðefni eins og rækjur, sveppir og fl. Osti er svo bitapakkað í ann- arri deild. Þar sker sérstök vél ostatöflur í bita eða stykki sem síðan renna á færibandi að um- búðarvél sem pakkar bitunum inn undir eftirliti starfsfólks. Karl sagði að við værum of snemma á ferðinni, eftir mánuð eða svo verð- ur starfið sjálfvirkt eða alfarið í höndum „vélmennis“. Vöruþróunardeild Vöruþróunardeild er einnig hluti af Osta og smjörsölunni. Þeirri deild veitir Dómhildur Sig- fúsdóttir hússtjórnarkennari for- stöðu. Hún sagði að þar væri unnið að ýmsum nýjungum sem síðan væru kynntar m.a. í verslun- um til að kanna viðbrögð neyt- enda. Þessar nýjungar eru sendar út í mjólkurbúin til framleiðslu. Þannig er forsteiktur camembert framleiddur á Selfossi og innbak- aður brie í Búðardal. Þessa rétti sagði hún vera mjög vinsæla hjá neytendum. í vöruþróunardeild er einnig unnið að gerð bæklinga m.a. með uppskriftum og hefðu fískuppskriftirnar reynst vinsæl- astar. Óskar Gunnarsson forstjóri Osta og snyörsöl- unnar. Gæðamálin eru mjög mikilvæg. Veisluþjónustan Veisluþjónusta er starfandi inn- an Osta og smjörsölunnar. Þar eru m.a útbúnir ostabakkar fyrir samkvæmi, einnig eru útbúnar ostakökur eftir pöntun fyrir veit- ingahús. Einkaaðilar geta einnig pantað ostakökur, boðið er upp á 8 tegundir og er hægt að fá þær í tveim stærðum, en panta verður með dags fyrirvara. Okkur Krist- jáni, ljósmyndara Morgunblaðs- ins, sem tók myndirnar af starf- semi Osta og smjörsölunnar, var boðið að bragða á nokkrum góm- sætum ostakökum og runnu þær í munni. Farið var létt með hita- einingar þann daginn. En við sannfærðumst um að íslenskur ostur er í raun ágætur - veislu- kostur. M. Þorv. Dómhildur Sigíúsdóttir forstöðukona þróunardeildar. Vöruþróun er nyög mikilvæg fyrir nyólkursamlögin úti á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.