Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
38
DagbjörtH. Jóhanns-
dóttir - Minningarorð
Fædd 9. júlí 1911
Dáin 12. júní 1990
Mig langar að minnast hennar
ömmu minnar sem alltaf var mér
svo góð.
Nú þegar ég hugsa til baka lang-
ar mig að þakka henni allar þær
samverustundir sem ég átti með
henni og afa.
Alltaf var hún til staðar ef eitt-
hvað var að hjá mér, tilbúin að
hugga og gefa af sjálfri sér.
' Oft sat hún með mér og spilaði
ólsen, spjailaði við mig um heima
og geima eða bakaði pönnukökur
þótt hún væri nýkomin heim úr
vinnunni uppgefin eftir langan
vinnudag í Bæjarútgerðinni í Hafn-
arfirði. Ekki voru þær ófáar bingó-
ferðimar sem við fórum saman og
skemmtum okkur konunglega.
Elsku afi minn ég veit að þú
saknar hennar, guð styrki þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Dagbjört
Þann 12. júní lést Halldóra Dag-
björt Jóhannsdóttir, föðursystir
okkar, rétttæplega 79 ára að aldri.
Halldóra fæddist í Reykjavík á
afmæli Dagfínns móðurafa síns 9.
júlí 1911, elst barna hjónanna Jó-
hanns Guðmundssonar skipstjóra
(f. 1879) og Sigríðar Dagfmnsdótt-
ur konu hans (f. 1891).
Halldóra var á þriðja ári þegar
foreldrar hennar fluttu til Hafnar-
fjarðar. Fyrst bjó fjölskyldan í Lauf-
ási við Suðurgötu en síðan í Gerði
þar sem systkinin fimm alast upp,
en þau voru auk Halldóru: Kristjana
Louise (f. 1912), Sigurður (f. 1914),
Guðmundur (f. 1916) og Gunnhild-
ur (f. 1929), en hún er ein eftirlif-
andi systkina sinna.
Halldóra giftist Þorbirni Eyjólfs-
syni, fyrrverandi verkstjóra (f.
1909) og lifir hann konu sína. Þau
eignuðust eina dóttur, Jóhönnu
Sigríði (f. 1934). Maður hennar er
Guðmundur Kr. Guðmundsson
verkstjóri (f. 1931). Þeirra börn
urðu fimm: Þorbjörn (f. 1954),
Lúther (f. 1956), Vilborg (f. 1957),
Dagbjört (f. 1959) og Lovísa (f.
1962). Öll hafa þau komist til
manns nema Lúther, en hann lést
barn að aldri. Bamabarnabörnin
eru mörg og hafa verið langömmu
og langafa til mikillar gleði og
ánægju. ,
Þegar við systurnar vorum að
vaxa úr grasi bjó Dóra og Þorbjörn
í glæsilegu hvítu húsi við Austur-
götu 29. Þama var samankominn
stór hluti föðurfjölskyldu okkar, því
þar bjuggu einnig Didda dóttir
þeirra með manni sínum og bömum
og í kjallaranum bjó Jóna, ekkja
Guðmundar bróður Dóru, með
þremur börnum.
Það var hátíð á hveiju hausti
þegar Dóra frænka bauð í slátur.
I síðdeginu var lagt í ferðalag frá
Brávallagötunni alla leið suður í
Hafnarfjörð, þar sem Dóra beið
okkar með ijúkandi slátur. Skip-
stjóradætrunum leið eins og kon-
ungsdætrum þegar þær voru leyst-
ar út með stórum pokum af kleinum
frá Dóru.
Þegar minnst er þessara sælu-
stunda úr Hafnarfirðinum er ekki
hægt að minnast Dóm án þess að
minnast beggja þeirra hjóna. Fátt
fólk er eins hrifið og áhugasamt
um börnin. Þorbjöm er góður sögu-
maður og fullur fróðleiks frá sjáv-
arsíðu Suðurnesja fyrr og nú. Allt
sitt líf hafa þau unnið harðri hendi
og þar hefur samheldnin og örlætið
setið í fyrirrúmi. Þess höfum við
systurnar og synir okkar notið ekki
síður en bamaböm þeirra og barna-
bamabörn.
Eftir að faðir okkar lést fyrir
átján árum höfum við fundið sterk-
lega fyrir tryggð Dóru föðursystur
okkar. Þessi tryggð hefur verið
okkur ómetanleg og styrkt tengsl
okkar við föðurættina og sögu
hennar. Nú hefur Dóra fengið
hvfldina eftir erfið og þrálát veik-
indi. í huga okkar situr eftir mynd
af heimili Dóru og Þorbjamar,
hraunið fyrir utan gluggann, ilmur
úr eldhúsinu og börn alls staðar
nálæg.
Við vottum Þorbirni samúð okk-
ar, einnig Diddu, Guðmundi og
börnunum sem kveðja nú ættmóður
sína. Blessuð sé minning hefinar.
Erla, Systa og Sigga
í gær var lögð til hinstu hvílu
tengdamóðir mín, Dagbjört Hall-
dóra Jóhannsdóttir. Úför hennar fór
fram í kyrrþey að ósk hennar.
Dagbjört Halldóra eða Dóra eins
og hún var alltaf kölluð af öllum
er þekktu hana náið, var dóttir hjón-
anna Sigríðar Dagfinnsdóttur og
Jóhanns Guðmundssonar skipstjóra
er látin eru fyrir mörgum árum.
Hún var 5 ára gömul er hún flutt-
ist til Hafnarfjarðar með fjölskyldu
sinni. Systkinin voru fimm, var hún
elst þeirra, en þau eru nú öll látin,
nema yngsta systirin Gunnhildur,
en mikill kærleikur var á milli þeirra
systra. Hún fór mjög snemma að
vinna og vann lengst af við físk-
vinnslu, en í nokkur ár sá hún um
veitingar í Sjálfstæðishúsinu í
Hafnarfirði. Hún var ákaflega dug-
leg og hlífði sér aldrei til nokkurra
verka á meðan hún gat. 12. nóvem-
ber 1932 giftist hún Þorbimi
Eyjólfssyni verkstjóra. Bjuggu þau
allan sinn búskap í Hafnarfirði. Þau
eignuðust eina dóttur, Jóhönnu
Sigríði, sem undirritaður er kvænt-
ur. Barnabörnin urðu fímm, en eitt
þeirra er látið, og langömmubömin
em ellefu. Mikill kærleikur var á
milli hennar og barnabarnanna,
fannst þeim alla tíð mjög gott að
koma til ömmu og afa, það var al-
veg sama hvað var að, alltaf gátu
amma og afí leyst úr öllu. í mörg
ár bjó ég og fjölskylda mín í sama
húsi og þau, aldrei bar skugga þar
á, alltaf var hún tilbúin að rétta
hjálparhönd og gleðja aðra, því það
var hennar lífshugsun að gefa af
sér. Hún starfaði í mörg ár mikið
fyrir kvennadeild Slysavamafélags-
ins Hraunprýði í Hafnarfirði og
einnig var hún í Vorboðanum, Sjálf-
stæðiskvennafélaginu í Hafnarfirði,
á meðan heilsan entist.
Undanfarin ár hefur hún átt við
mikil veikindi að stríða og heilsa
hennar hefur verið afskaplega tæp
síðastliðin fjögur ár. Síðan í október
hafa þau hjónin dvalist á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli og lést hún þar.
Vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka starfsfólkinu á Skjóli fyrir
sérlega góða umönnun.
Þorbjöm minn, ég veit að sökn-
uðurinn er mikill, því þið vomð
ákaflega samrýnd, en þú átt minn-
ingar um einstaklega góða konu,
bið ég guð að styrkja þig í þinni
sorg. Hafí elsku Dóra mín þökk
fyrir allt. Hvíli hún í friði.
Guðmundur
Ég ætla að skrifa héma nokkrar
línur um ömmu mína, Dagbjörtu
Halldóm Jóhannsdóttur, hjúkmnar-
heimilinu Skjóli, áður til heimilis á
Arnarhrauni 13, Hafnarfirði, sem
lést 12. júní sl.
Hún var dóttir hjónanna Sigríðar
Dagfínnsdóttur og Jóhanns Guð-
mundssonar úr Hafnarfírði. Hall-
dóra var elst af sínum systkinum
sem em nú öll látin nema yngsta
systirin, Gunnhildur.
Amma giftist afa mínum Þorbimi
Eyjólfssyni ættuðum úr Hafnarfirði
12. nóvember 1932, hann var verk-
stjóri hjá Einari Þorgilssyni í 46
ár, síðan hjá Eimskipafélagi íslands
alveg þangað til að hann hætti að
vinna.
Amma og afi áttu eina dóttur,
Jóhönnu Sigríði Þorbjörnsdóttur
sem býr í Reykjavík og hún er gift
Guðmundi Kr. Guðmundssyni verk-
stjóra hjá SÍS.
Þau áttu fímm böm og fjögur á
lífí, þau eru Þorbjöm, kvæntur
Önnu Lindu, búsett í Keflavík, eiga
þau tvö börn, Vilborg, gift Lofti
Jónassyni Kjóastöðum II, Bisk.,
eiga þau þijú börn, Dagbjört, gift
Ómari Sigurbergssyni, búsett í
Reykjavík, eiga þau þijú börn, Lov-
ísa, búsett í Reykjavík, á hún tvær
dætur.
Amma byijaði snemma að vinna,
hún vann lengst af við fiskverkun,
hérna á yngri ámm var hún alltaf
í síld fyrir norðan. Hún sá um veit-
ingar í Sjálfstæðishúsinu í Hafnar-
firði frá 1945-1952.
Hún var okkur systkinunum al-
veg ofsalega góð, þegar við hringd-
um í þau ömmu og afa ef það var
eitthvað að þá voru þau fljót að
koma til okkar, hún gat alltaf tekið
sér frí til að passa okkur hérna
áður fyrr, þá var alltaf notalegt að
koma heim úr skólanum því amma
var alltaf með einhveijar kræsingar
handa okkur.
Við fórum oft með ömmu og afa
út úr bænum austur fýrir fjall og
í beijamó á haustin, hún amma
mín þurfti alltaf að tína ber á haust-
in og búa til saft handa honum afa
og bamabömunum sínum. Hún var
ofsalega dugleg kona, hún var allt-
af lasin en kvartaði aldrei um sín
veikindi, hún sagði oft við mig nú
síðustu árin að þetta væri bara leti
í sér, svo hló hún nú bara að þessu
öllu.
Þau voru mjög samhent hjón, og
máttu aldrei vita um að það væri
erfítt hjá neinum í íjölskyldunni,
þá voru þau alltaf komin til að bjóða
hjálp.
Ég vil þakka ömmu minni þá ást
sem hún gaf mér og börnum
mínum, og þá hjálp sem hún hefur
gefíð mér um dagana. Það er erfitt
að trúa því að hún amma sé farin
frá okkur.
Elsku afí minn, ég veit að þú átt
um sárt áð binda núna, en ég vil
biðja algóðan guð að styrkja þig í
sorg þinni.
Lúlla
Minning:
Guðmundur Benedikts-
son frá Erpstöðum
Fæddur 3. maí 1907
Dáinn 13. júní 1990
Ekki var hann sonur minn hár í
loftinu, er hann kynntist mildri
hendi Guðmundar Benediktssonar,
þess manns er við kveðjum í dag.
Þær voru ófáar gönguferðimar,
sem þeir fóru saman og mátti þá
vart á milli sjá hvor var hamingju-
samari. Mun þetta hafa verið mikil
lífsfylling fyrir þá báða. Þar eð leið- ‘
ir okkar foreldranna skildu var
Guðmundur því alltaf sem kær afí
á heimilinu. Alltaf var hægt að leita
til þessa ljúfa og bamgóða manns.
Guðmundur fæddist á Erpsstöðum
í Dölum, fluttist snemma til
Reykjavíkur af heilsufarsástæðum,
þar eð hann þoldi ekki að starfa
við heyskap. Fljótlega hóf hann
störf bjá Eimskip, fyrst við uppskip-
un, sfðar sem skrifari, það er hann
bar ábyrgð á vinnutíma þeirra
manna, sem störfuðu við skipaaf-
greiðslu. Mér er tjáð að honum
hafi farið þessi störf vel úr hendi,
því að hann var óvenju töluglöggur
maður og starfí sínu mjög trúr. Við
þetta starfaði hann fram yfír sjö-
tugt. Frístundir sínar notaði hann
gjama til lestrar góðra bóka, ekki
síst þeirra er fjölluðu um byggðir
og náttúm landsins. Guðmundur
hafði alla tíð mikla ánægju af ferð-
um í sveitina, því að landbúnaðar-
störf áttu alla tíð sterk ítök í hon-
um. Þetta kom mjög vel í ljós í
heimsóknum á sveitaheimili, er
hann átti kost á, ásamt mér og
syni mínum. Guðmundur eignaðist
sjö systur, þar af em tvær látnar,
hinar em allar búsettar hérna í
Reykjavík, einnig átti hann fóstur-
systur og fósturbróður, sem nú er
háaldraður.
Nú er sætið hans Guðmundar
autt. Nú spyr hann ekki framar um
vinnuna, skólann eða annað, sem
snertir daglegt líf. í lok maí tóku
sig upp veikindi, sem Guðmundur
hafði átt við að stríða í mörg ár.
Var hann þá fluttur á Landspítal-
ann, þaðan sem hann átti ekki aft-
urkvæmt. Þar áttum við kost á að
fylgjast með líðan hans daglega.
Vil ég nota tækifærið og þakka
starfsfólki hjartadeildar frábæra
umönnun, einnig Tryggva Ás-
mundssyni lækni, sem hafði annast
hann á Vífilsstöðum og einnig utan
spítalans, og Guðmundur bar mikið
lof á.
Við þökkum Guðmundi hinar fjöl-
mörgu góðu samvemstundir og ást-
vinum hans sendum við samúðar-
kveðjur.
Blessuð veri minning hans.
Elín og Kristinn
Nú er komið að kveðjustundinni.
Fjölskylduvinur okkar, Guðmundur
Benediktsson, eða Mundi eins og
við kölluðum hann alltaf, er nú lát-
inn. Og þegar ég nú sest niður og
rita þessi fátæklegu orð streyma
minningamar fram í hugann.
Leiðir okkar Munda lágu saman
frá því ég var smábarn í Eski-
hlíðinni, þar sem hann leigði hjá
foreldrum mínum. Minningamar
sem ég á frá Eskihlíðarárunum, en
þaðan fluttist ég fímm ára gömul,
em flestar, ef ekki nær allar, tengd-
ar Munda. Hann var mér svo sér-
staklega góður og hafði gaman af
heimsóknum mínum upp í risher-
bergið, þó lág væri ég í loftinu.
Enda fékk ég alltaf góðar móttökur
og oft gott í munninn. Oft tók hann
mig með sér í göngutúra og við
skoðuðum nágrennið, m.a. kindurn-
ar hennar Imbu gömlu í Eskihlíð-
inni, en í þá daga voru Hlíðarnar
hálfgert úthverfí.
Eftir að fjölskyldan fluttist í vest-
urbæinn hélst þó vináttan og sam-
bandið óslitið fram á þennan dag.
Hann kom oft í heimsókn á sunnu-
dögum þegar ég var krakki, og eins
hittumst við á stórhátíðum og í af-
mælum, annaðhvort á Hagameln-
um, á Látraströndinni hjá Trausta
bróður mínum eða í Hafnarfirði,
eftir að ég stofnaði þar mitt heim-
ili. Mér hefur alla tíð fundist svo
eðlilegt að Mundi væri sem einn
af fjölskyldunni. Og eftir að ég gifti
mig og eignaðist sjálf fjölskyldu
héldust vináttuböndin, þó að oft
yrði lengra á milli þess að við hitt-
umst hin síðari ár.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast honum
Munda og þakklát fyrir það, hvað
hann var mér og minni fjölskyldu
alla tíð góður.
Ég votta aðstandendum hans
innilega samúð.
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast hugpn sú.
Þó ævin sem eldinn þijóti,
Guðs eilífð blasir oss móti.
(Jóhannes úr Kötlum)
Stefanía
í dag verður til moldar borinn
vinur minn Guðmundur Benedikts-
son. Hann andaðist á hjartadeild
Landspítalans 13. þ.m. eftir stutta
en stranga sjúkdómslegu. Hann var
fæddur að Kirkjuskógi í Miðdölum,
Dalasýslu, 3. maí 1907, þriðja barn
þeirra hjóna Guðrúnar Guðmunds-
dóttur og Benedikts Snorrasonar
er þar bjuggu.
Arið 1914 fluttist Guðmundur
með fjölskyldu sinni að Erpstöðum
í sömu sveit, en þar hafði áður
búið afí hans Snorri Þorláksson og
kona hans Hólmfríður Baldvinsdótt-
ir. Erpstaðaheimilið var til fyrir-
myndar um alla heimilishætti og
gestrisni, svo orð fór af. Þar var
löngum gestkvæmt, því þangað áttu
margir erindi. Meðal annars var þar
bókasafn sveitarinnar um árabil. Á
þessu menningarheimili ólst Guð-
mundur upp ásamt 7 systrum og
tveimur fóstursystkinum. Eins og
að líkum lætur fyrir tíma vélvæð-
ingarinnar var nóg að starfa á stóru
heimili og hann mun ekki hafa ver-
ið gamall er hann fór að leggja lið
við bústörfin. Það kom fljótt í ljós
er hann fékk aldur og þroska hversu
verklaginn og fylginn sér hann var
við öll störf.
Hugur hans stóð einnig til að
afla sér meiri menntunar og fróð-
leiks. Veturinn 1926 til 1927 fór
hann til náms á Hvítárbakkaskóla
í Borgarfirði. Oft minntist hann
þess tíma og hve það hefði orðið
sér notadijúgt á lífsleiðinni. Eftir
Hvítárbakkadvölina mun áhugi
Guðmundar á íþróttum hafa vaxið.
Hann og nokkrir ungir menn úr
Miðdölum fengu leikfímikennara til
að kenna sér leikfími, og um líkt
leyti var stofnað Ungmennafélagið
Æskan og var hann einn af stofn-
endum þess. Á stefnuskrá félagsins
var, auk íþrótta og skemmtana-
halds, aðstoð við heimili sem þurftu
hjálpar við. vegna veikinda. Til
dæmis var algengt að koma saman
á sunnudegi um sláttinn og hjálpa
til við heyskapinn. Var æði oft sem
þess þurfti með. Ef tími vannst frá
‘brauðstritinu á sunnudögum á
sumrin var stundum farið í útreiða-
túra og man ég eftir Guðmundi á
góðum fáki á þeim stundum.
Árið 1947 fluttist Guðmundur til