Morgunblaðið - 21.06.1990, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
Kveðjuorð:
Helga K. Bjarna-
dóttir, Akranesi
Fædd 2. mars 1931
Dáin 27. maí 1990
Mig langar að minnast elsku
frænku minnar nokkrum orðum og
þakka henni hversu vel hún reynd-
ist mér alltaf. Helga Stína, en svo
var hún alltaf kölluð, hafði átt við
wnheilsu að stríða í nokkur ár.
Kallið kom samt mjög óvænt og
snöggt. Mér finnst mjög óraunveru-
legt að ég eigi ekki framar eftir
að sjá frænku mína, a.m.k. ekki í
þessu lífi. Ég trúi því að hún hafi
það gott þar sem hún er núna. Ég
vil votta öllum aðstandendum sam-
úð mína.
Guð blessi minningu Helgu Stínu.
Rósa Björk
Hún Helga Stína, Helga Kristín
Bjarnadóttir, er dáin. Slíka stað-
reynd er erfitt að sætta sig við,
næstum óbærileg tilhugsun.
Helga Stína var um margt ein-
stök manneskja, sem sífellt var að
fefa öðrum, ekki bara veraldlega
hluti sem hún var óspör á, heldur
jós hún af nægtabrunni sálar
sinnar.
Hún átti svo létt með að laða að
sér fólk, sama á hvaða aldursstigi
það var, og ekki síst börnin sem
hún gat talað svo skemmtilega við.
íslenska gestrisnin var svo sann-
arlega í hávegum höfð. Allir voru
hjartanlega velkomnir og öllum
mætti sama hlýjan, sem frá henni
stafaði. Hún var sífellt veitandinn
og allt þótti svo sjálfsagt, sama
hver átti í hlut.
Þegar fjölskyldan fluttist hér í
húsið fyrir tæpum 19 árum mynd-
uðust strax vináttutengsl á milli
heimilanna og þau tengsl urðu æ
traustari eftir því sem árin liðu. Þær
eru margar ferðirnar sem við höfum
átt yfir götuna til að líta inn hjá
Helgu Stínu og Snorra, og um
margt var spjallað og málin rædd
frá öllum hliðum. Þetta voru ómet-
anlegir tímar.
Ég minnist hennar þegar hún
kom inn úr dyrunum með hýra bros-
ið sitt og settist við eldhúsborðið
Minning:
Júlíana Jónsdóttir
Fædd 26. júlí 1906
Dáin 16. júní 1990
í dag er kvödd hinstu kveðju
Júlíana Jónsdóttir sem andaðist 16.
þessa mánaðar. Júlia, en svo var
hún oftast kölluð, fæddist 26. júlí
1906 að Vörum í Garðinum. For-
eldrar hennar voru þau Jón Árni
Gíslason og Sigríður Magnúsdóttir.
Eiginmaður Júllu var Karl Eiríksson
sem lést fyrir nokkrum árum. Þau
bjuggu á Karlagötu 10.
Þegar Rut, fósturdóttir Júllu,
hringdi í mig og sagði mér frá láti
hennar efaðist ég eitt augnablik því
að ég var búinn að ákveða að heim-
sækja hana 17. júní og jafnframt
að fara í heimsókn með hana til
móður minnar sem dvelur á DAS í
Hafnarfirði, en þær voru miklar
vinkonur. Dauðinn var því svo fjær
í huga mfnum varðandi Júllu.
Ég kynntist Júllu þegar ég sem
ungur drengur dvaldi hjá henni
þegar foreldrar mínir fóru í ferða-
lög. Þá leit ég á Júllu og reyndar
fram á þennan dag sem mína aðra
móður. Það var alltaf góð vinátta
milli mín og Júllu og eitt af því sem
var ómissandi í lífi mínu var að
fara á aðfangadag jóla á hverju ári
og eiga stund með henni áður en
hátíðin gekk í garð. Þessum stund-
um gleymi ég aldrei. Það var gott
að koma á Karlagötuna. Þar leið
manni vel. Þar var friður og ró.
Júlla var blíð og góð kona. Hún
vildi alltaf vera að gefa. Það var
'hennar tjáning.
Það verður erfitt að sætta sig
við að geta ekki lengur farið á
Karlagötuna og notið gestrisni
Júllu, en þetta er gangur lífsins og
kannski áminning til okkar yngra
fólksins að gefa þeim eldri meiri
tíma og spjalla saman.
Ég vil að lokum þakka Júllu fyr-
ir allt sem hún hefur gert fyrir mig
og fjölskyldu mína og flyt kveðju
frá móður minni, sem er sjúklingur
og getur ekki fylgt henni síðasta
spölinn.
Ég sendi Rut og fjölskyldu og
öðrum vandamönnum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Lárus Loftsson
Til greinahöftinda
Minningarorð
Það eru eindregin tilmæli rit-
stjóra Morgunblaðsins til þeirra,
sem rita minningar- og afmælis-
greinar í blaðið, að reynt verði
að forðast enduitekningar eins og
kostur er, þegar tvær eða fleiri
t greinar eru skrifaðar um sama
einstakling. Þá verða aðeins leyfð-
ar stuttar tilvitnanir í áður birt
ljóð inni í textanum. Ef mikill
fjöldi greina berst blaðinu um
sama einstakling mega höfundar
og aðstandendur eiga. von á því
að greinar verði látnar bíða fram
á næsta daga eða næstu daga.
a Að undanförnu hefur það færst
mjög í vöxt, að minningargreinar
berast til birtingar eftir útfarar-
dag og stundum löngu eftir jarð-
arför. Morgunblaðið áskilur sér
rétt til að birta ekki minningar-
greinar sem berast því eftir að
útför hefur farið fram.
Morgunblaðið hefur ekki birt
ný minningarkvæði um látið fólk,
en leyft tilvitnanir í gömul, áður
prentuð kvæðí. Blaðið áskilur sér
rétt til að stytta þessar tilvitnanir
eða fella þær niður, ef þær eru
sífellt endurteknar í blaðinu. Þá
mun Morgunblaðið ekki birta heil
kvæði, áður birt, en stundum
fylgja óskir um það.
Ritstj.
hjá mér. Ævinlega sagði hún eitt-
hvað fyndið sem kom mér í gott
skap.
Hún var þeim eiginleikum gædd
að sjá alltaf skoplegu hliðarnar á
öllum hlutum. Eiginleiki sem gerði
hana svo eftirsótta. Oft var Haukur
í fylgd með henni, þau voru nánast
óaðskiljanleg og dáðu hvort annað.
Það er erfið raun 5 ára snáða
að missa bæði ömmu sína og bestu
vinkonu. Litlu ömmubörnin í
Reykjavík stóðu líka hjarta hennar
nærri og hún bar hag þeirra mjög
fyrir brjósti. Og börnin hennar áttu
alltaf öruggt skjól þar sem hún
var. Nú er söknuður og tregi hjá
Snorra og bömunum, en eftir lifír
minningin um góða konu.
í mörg ár átti hún við erfiðan
sjúkdóm að stríða og þegar hún
fann til tók hún tungutöflurnar
sínar. Þær kallaði hún bensínið sitt
á sinn skoplega hátt. En þegar
liðagigtin fór að hrjá hana síðustu
árin fór heilsunni hrakandi en það
var ekki hennar mottó að kvarta
og reisn sinni hélt hún til síðasta
dags.
Hún fékk að fara á þann hátt
sem hún hafði óskað sér, en alltof
fljótt fannst okkur sem þótti svo
vænt um hana.
Elsku Snorri, böm, barnaböm
og tengdaböm, við vottum ykkur
innilega samúð.
Kveðja frá fjölskyldunni
á Vesturgötu 140.
Sigríður R. Haralds-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 3. desember 1900
Dáin 10. júní 1990
Elsku amma, Sigríður Ragnhild-
ur Haraldsdóttir, er dáin. Það er
komið að leiðarlokum hjá þessari
merku konu, sem hefur lifað tímana
tvenna. Hún fékk hægt andlát að
morgni 10. júní sl. Nú förum við
ekki í heimsókn á Dalbrautina til
ömmu og langömmubörnin fara
ekki í skúffuna og þiggja góðgæti,
eins og þau voru vön.
Amma hafði skilað sínu hlutverki
á þessari jörð og þráði að komast
heim.
Það er svo margt sem hægt er
að skrifa og segja frá, því amma
var orðin 89 ára gömul þegar kall-
ið kom.
Ung giftist hún afa okkar, Stef-
áni Árnasyni Scheving, og bjuggu
þau allan sinn búskap í Firði í Seyð-
isfirði, en húsið þeirra hét Brekka.
Amma hafði nóg að gera eins
og gengur og gerist þegar börnin
voru orðin mörg en þau eignuðust
sjö böm. Hún gekk í alla þá vinnu
sem bauðst, til að færa björg í bú
og aðstoða afa okkar við að afla
til heimilisins. Amma og afi urðu
fyrir þeirri miklu sorg að missa tvo
drengi og eina stúlku. Þau sár greru
aldrei. Amma var ósérhlífin við
vinnu sína, hörkudugleg og sam-
viskusöm. Hún var heiðarleg og
réttlát kona. Alla ævi var hún heilu-
hraust að mestu leyti, en hún fékk
slæmt fótsár sem greri aldrei.
Afi okkar lést 1. nóvember 1963,
eftir ifiikil veikindi í mörg ár.
Eftir það flytur hún til Reykjavík-
ur og réð sig sem ráðskona hjá fjöl-
skyldum í nokkur ár. Hún flytur
síðan til Garðars sonar_ síns og
fjölsk. og bjó þar í 10 ár. Árið 1977
flytur amma í Þjónustuíbúðir aldr-
aðra við Dalbraut 27 í Reykjavík.
Þar var heimili hennar til æviloka.
Amma hafði frá miklu að segja
okkur afkomendum sínum, um fyrri
tíð, búskaparhætti og það sem okk-
ur langaði að fræðast um. Hún var
hafsjór í sambandi við ættfræði, og
stóð aldrei á svari ef spurt var.
Amma hafði mikla ánægju af að
vera með barnabörnum sínum, svo
stækkaði hópurinn er langömmu-
börnin komu. Henni varð oft að
orði: „Ég er rík.“ Þar átti hún ekki
við veraldlegan auð, heldur afkom-
endur sína, því þeir voru henni allt.
Við systkinin nutum þess oft að
amma gætti okkar ef mamma fór
í „siglingu" með pabba. Það var svo
gaman að hafa ömmu. Hún hafði
gaman af öllu glensi og gríni, því
að hún var léttlynd og skapgóð.
Það hefur eflaust hjálpað henni
mikið í gegnum lífið. Ámma var
staðföst og hafði sínar skoðanir svo
það var hægt að leita ráða hjá
henni. Þegar amma kom í heimsókn
til okkar, var föst venja að hún kom
færandi Konga-súkkulaði og Sin-
alco, eða eitthvað annað sem okkur
fannst gott.
Amma var heilsteypt, trúföst og
mikil persóna. Bárum við mikla
virðingu fyrir henni.
Guð blessi minningu hennar.
Jóhanna og fjölskylda
Kveðjuorð:
Valgarður J.
Vilmundarson
Fæddur 11. janúar 1973
Dáinn 19. maí 1990
Okkur langar með fátæklegum
orðum að minnast félaga okkar,
vinar og jafnaldra, Valgarðs Jóns
Vilmundarsonar.
Á björtum vordegi 19. maí virtist
skyndilega dimma, þegar fréttin um
að Valli væri dáinn barst okkur.
Sumt er svo óskiljanlegt og órétt-
látt. Við skiljum ekki hvers vegna
Guð tók til sín efnilegasta íþrótta-
og námsmanninn úr hópnum, sem
hafði nýlokið prófum frá framhalds-
deild Seyðisfjarðarskóla. En við trú-
um því að hann hafi verið valinn
til verðugri starfa í öðru lífi, því
hann gat öðrum fremur valdið
hverju verkefni, sem fyrir hann var
lagt, af samviskusemi, dugnaði og
skynsemi. Undanfarnar vikur höfð-
um við fjórir verið að skipuleggja
ferðalag til Bandaríkjanna og til-
hlökkunin var mikil. En skjótt skip-
ast veður í lofti, við förum í ferð-
ina, en það ferðaiag verður ekki
það sama, því nú erum við bara
þrír. En Valli kemur með okkur í
hugum okkar og þar mun ætíð lifa
minningin um góðan dreng og fé-
laga.
Við vottum foreldrum hans og
systkinum, ömmu og öfum, okkar
dýpstu samúð, megi Guð gefa ykk-
ur kjark og hugrekki í sorginni.
Sameiginlega munum við alltaf eiga
minninguna um hann.
Danni, Eiður, Máni
Hví var þessi beður búinn,
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: kom til mín!
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Sb. 1886. B. Halld.)
Ég frétti það að morgni mánu-
dags 21. maí að Valgarður væri
látinn. Það er sárt að vita til þess
að hann sé horfinn á braut svona
ungur. Ég á margar góðar minning-
ar um hann, því að hann var engum
líkur. Við Valgarður (eða Valli eins
og við kölluðum hann) vorum búin
að vera skólafélagar frá 10 ára aldri
eða frá því ég flutti til Seyðisfjarð-
ar, en ég get ekki sagt að samband
okkar hafi verið náið. En í svona
litlu bæjarfélagi eins og Seyðisfirði
binst maður öllum einhverjum
böndum. Valli var mjög hress strák-
ur og átti til að koma með hin
ýmsu uppátæki og ekki lét hann
það vera að stríða okkur stelpunum.
Fyrstu önnina í framhaldsskóla sát-
um við stundum saman í dönsku-
tíma og vorum að stríða hvort öðru
og ræða hvað við ætluðum að gera
þegar við værum orðin „stór“ því
hann stríddi mér alltaf á því hvað
ég var „stór“. Ég held að öllum
hafi líkað vel við Valla, hann geisl-
aði allur og vildi engum illt. Hann
var mjög duglegur. Við vorum að
vinna ásama stað undanfarin sum-
ur, þ.e.a.s. í beitingu, og er það
ekki það skemmtilegasta starf sem
hægt er að finna, en hann lét það
ekki á sig fá og hló bara og sagði
að hér vantaði sko karlmannshend-
ur, þegar ég var að ergja mig yfir
beitingaflækjunum sem hann kall-
aði „puslur“.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka þann tíma sem ég
fékk að þekkja hann. Að lokum vil
ég biðja góðan Guð að blessa minn-
ingu hans. Öllum ástvinum votta
ég dýpstu samúð.
Sigrún Steinarsdóttir
bekkjarfélagi