Morgunblaðið - 21.06.1990, Page 46

Morgunblaðið - 21.06.1990, Page 46
'46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 1 H/1NID5/HIMÐÍ3 sttmGmRi HlTAElNINGAR. Trúlega vill nýi kærastinn þinn kaupa hringinn. Hvar á hann heima? Ég er alsæll, en þú? rn m ' l -V % i 'i Í • X 0, 'i H Á fl ! , : 'íi ; ! o ] Nóg komið af fótbolta Til Velvakanda. Undanfarna daga hafa útsend- ingar frá heimsmeistaramótinu í fótbolta tröllriðið allri dagskrá í Sjónvarpinu. Þessar útsendingar eru vísast góðra gjalda verðar, en af öllu má nú ofgera. Fótbolti er algerlega í fyrirrúmi, allt skal víkja. Fréttir, veður og öll dagskrá flutt til. Suma daga eru meira að segja tveir leikir sýndir á dag. Furðu sætir að forráðamenn sjónvarps hafi samþykkt þess háttar. Það er enginn að finna að því þó fótboltaáhangendur fái eitthvað við sitt hæfi. En hvað segðu menn ef rúmlega 70 útsendingartímar væru frá heimsmeistaramóti í brids, tennis eða öðrum íþróttagreinum? Örugglega yrðu margar óánægju- raddir sem rækju upp ramakvein. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að útsendingum verði fækkað frá því sem ætlunin er í þetta sinnið. En ég þykist tala fyrir munn margra er ég geri kröfu um færri útsendingar frá næsta viðburði úr heimi íþróttanna. Þegar ég greiði afnotagjaldið er ég ekki að greiða svona bruðl og viðleysu, a.m.k. held ég að verið sé að veija peningunum á skynsamlegan hátt. Sveinn Upplýsingastarfi haldið áfram Til Velvakanda. Ég er búin að vera öryrki í 20 ár og man ég hvað okkur öryrkjun- um fannst það þarft verk, þegar upplýsingadeild Tryggingastofnun- arinnar var sett á stofn, enda hefur valist þar mjög gott fólk til starfa. Til Velvakanda. Kærar þakkir til hjóna á leið að Meðalfellsvatni um kvöld fyrir nokkru. Við vorum fullorðin hjón á leið í bæinn frá vatninu, þegar sprakk illa á bíl okkar nýlegum.' Fyrst stjómaði Guðrún Helga- dóttir deildinni af sínum alkunna skörungsskap, en síðan tók Margrét Thoroddsen við. Var mjög gott að leita til hennar og var hún óþreyt- andi við að koma upplýsingum í fjölmiðla. Við þekktum illa á fylgihluti, tjakk og annað, en hjónin komu úr bíl sínum og gerðu allt sem gera þurfti. Kærar þakkir til þeirra. H. og H. Ekki vissi ég hver tók við af Margréti, enda ekki þurft að leita mér upplýsinga nokkuð lengi þar til í vor, en þá var deildarstjórinn erlendis og enginn annar sem gat liðsinnt mér, svo mér var bent á að koma seinna. Svo þegar ég kom aftur var mér tjáð að þessi kona væri hætt og enginn kominn í stað- inn. Hvað veldur? Mér finnst Tryggingastofnunin setja niður, ef þessu upplýsinga- starfí verður ekki haldið áfram og þá með eins hæfu fólki og völ er á. Guðríður Gerðu allt sem gera þurfti Víkveiji skrifar Kunningi Víkveija, sem vinnur hjá tryggingafélagi og af- greiðir þar bifreiðatjón sagði nýlega í samtali við Víkveija, að sá háttur sem nú væri viðhafður á tjóna- skýrslum, þ.e. að láta ökumenn bif- reiða og annarra farartækja útfylla á staðnum svokallað krossapróf og skrifa síðan upp á skýrslu hvor annars, væri öllum til ama. Þessi kunningi sagði, að fyrir- mynd þessa hefðu menn tekið frá Bandaríkjunum, en þar giltu allt önnur lögmál, þar væru allar bif- reiðir jafnt ábyrgðar- sem kaskó- tryggðar og því kæmi ávallt í hlut tryggingafélaga að greiða tjónið. Því væri það mál tryggingafélag- anna að rífast um rétt og órétt í umferðaróhöppum, sem skiptu þol- enduma, þ.e.a.s. ökumennina, mun minna fjárhagslegu máli. Þessi tryggingamaður, sem hefur áratuga reynslu af bifreiðatjónum, kvað mikla óánægju ríkja með nú- verandi skýrslukerfí. Því hefði verið komið á hér af nefnd, sem lítið sem ekkert hefði ráðfært sig við þá sem dagleg afskipti hefðu haft af þess- um málum. Óánægjuna kvað hann ekki hvað sízt á meðal trygginga- manna, sem þyrftu að inna af hendi mun meiri vinnu við að komast til botns í tjónamálum en áður, er óvil- hallur aðili, lögreglan, gaf sitt álit á málavöxtum. Nú fylla menn út eyðublaðið og lýsa málavöxtum og undirrita hvor hjá Öðrum. Síðan, er heim kæmi, fylltu menn út bakhlið skýrslunnar áður en þeir skiluðu blaðinu inn til tryggingafélagsins. En þegar kæmi að því að fylla út bakhliðina, vand- aðist oft málið og menn færu að reyna að klóra í bakkann. Oft væru mál vegna þessa kerfís dæmd þann- ig, að tjóninu væri skipt á fnilli þolendanna, sem í gamla kerfínu hefðu verið hrein og klár og annar væri í 100% rétti. Yfirleitt vantaði hinn óvilhalla aðila, sem helzt ekki vill skipta sér af árekstrum, ef ekk- ert slys verður. Hvert er svo réttlæt- ið í þessu kerfi þegar maðurinn í 100% rétti er dæmdur til þess að bera helming tjónsins? spurði þessi gamalreyndi tryggingamaður. Þetta nýja skýrslukerfí í umferð- aróhöppum er greinilega meingall- að. Það getur átt vel við í Banda- ríkjunum, vegna þess að þar ríkja allt aðrar aðstæður. Hér virðist því vera enn eitt dæmið um lélega stæl- ingu á erlendu kerfi, sem alls ekki hentar í íslenzku þjóðfélagi. Væri nú ekki ráð, að skipta aftur yfir í gamla kerfið og efla um leið lög- regluna. Hún fjársvelt, eins og hún er í dag, getur að sjálfsögðu ekki tekið á sig aukna vinnu, nema til komi aukið fjármagn. XXX Stöðugleiki atvinnulífsins minnk- ar eftirspurn eftir vinnuafli að sumarlagi. Sumarið er ekki lengur meiri framkvæmdatími en veturinn eins og áður var. Sveiflan í atvinnu- lífinu er minni og þetta kemur til með að koma niður á atvinnumögu- leikum skólafólks að ýmsra mati. Þetta kom fram í fréttum nú í vik- unni og sýnir að í framtíðinni virð- ist svo sem skólafólk geti ekki geng- ið að því vísu sem áður að fá ein- hveija sumarvinnu. Þetta eru í raun ískyggileg tíðindi fyrir ungt fólk, sem er í skóla. Þessi löngu sumarleyfí íslenzka skóla- kerfisins hafa beinlínis ýtt undir það, að ungt fólk fari út á vinnu- markaðinn og oft hafa menn talað um það ijálglega, hve góð uppeldis- áhrif það hafí á ungt fólk að kom- ast í kynni við atvinnulífíð. En nú virðist svo sem þetta séríslenzka fyrirbrigði sé að líða undir lok. Engu að síður finnst Víkverja þessi breyting geta verið til góðs. Á árinu 1974, er haldið var upp á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, sté Alþingi Islendinga á stokk og strengdi þess heit að gjalda skuld- ina við landið. Veitt var einum millj- arði króna til landgræðslu og skóg- ræktar. Efndirnar urðu síðan sorg- legar, því að gjöfin til landsins brann upp í óðaverðbólgu næstu ára. Nú gæti Alþingi hins vegar átt tækifæri til þess að efna þetta heit sitt frá 1974. Það er enn í vanskil- um í raun og ekki vantar mann- skapinn til þess að annast gróður- setningu um land allt — skólanem- endur, sem annars mæla götur at- vinnlausir. Væntanlega geta allir verið sammála um að slíkt ástand er hið versta, sem hent getur æsku- menn landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.