Morgunblaðið - 21.06.1990, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
faémR
FOLX
■ DORTMUND hefur keypt
Thomas Franck frá Mannheim
fyrir um tvær milljónir marka.
Franck er aðeins 19 ára og talinn
einn efnilegasti miðjumaður Vest-
ur-Þjóðverja.
■ HSV, sem slapp naumlega við
fall, ætlar ekki að láta það endur-
taka sig næsta keppnistímabil. Ný-
lega keypti liðið Júgóslavann,
Valdimar Natysik, frá Zadrze
fyrir 350 þúsund mörk. Natysik lék
'fneð Auxerre í Frakklandi í vet-
ur. Hann er af þýskum ættu og
telst því ekki útlendingur í vestur-
þýsku deildinni.
■ GENGLERBERLIGI, semAtU
Eðvaldsson lék með í Tyrklandi,
hefur ráðið til sín tékkneska þjálfar-
ann Jarabinsky. Hann ætlar að
koma með tvo tékkneska leikmenn
með sér til Tyrklands; Julius Bil-
ek, sem leikur með Sþarta Prag
og Miroslav Kadlec frá Vitkovice.
■ IVAN Hasek, fyrirliði tékk-
neska landsliðsins, leikur með
Strassborg í Frakklandi eftir HM.
■ FRANSKA liðið Montpellier
hefur lýst áhuga á að kaupa Eike
Tmmel markvörð frá Stuttgart.
Xíklegt er að Þjóðverjarnir séu
tilbúnir að selja hann, því vara-
manninum Trautner er treyst til
að gæta marksins næstu árin.
■ OLEG Blokhin, hinn kunni
knattspyrnumaður frá Sovétríkj-
unum, hefur verið ráðinn þjálfari
hjá Olympikus Pireus í Grikk-
landi.
■ BERND Schuster er á förum
frá Real Madrid — sögur herma
að hann fái um 2,5 milljónir marka
(um 875 milljónir ísl. kr.) fyrir að
"'fara ári áður en samningur hans
rennur út. Að auki fær hann sjálfur
allt kaupverðið í vasann ef hann
semur við annað félag!
FATLAÐIR
Erlingur
og Stefán
þjálfa
jandsliðin
Iþróttasamband fatlaðra hefur
gengið frá ráðningu Erlings Jó-
hannssonar og Stefáns Jóhannsson-
ar sem þjálfara landsliðs fatlaðra í
fijálsum íþróttum og sundi. Hlut-
verk þeirra verður að hafa umsjón
með þjálfun fatlaðra keppnismanna
og leggja fram tillögur til stjórnar
ÍF um æfingabúðir og keppendur á
mót erlendis.
Þetta er í fyrsta sinn sem ÍF
ræður landsliðsþjálfara og eru þeir
aðeins ráðnir til 1. september nk.
Þá verður staðan metin og ákvörð-
un tekin um framhaldið.
Búið er að ákveða hvaða íslend-
ingar taka þátt í heimsleikum fatl-
aðra sem fara fram í Assen í
lloilandi 14.-26. júlí. HaukurGunn-
arsson keppir í frjálsum íþróttum
en í sundi keppa Lilja M. Snorra-
dóttir, Geir Sverrisson, Ólafur
Eiríksson, Sigrún Pétursdóttir,
Kristín R. Hákonardóttir, Halldór
Guðbergsson og Rut Sverrisdóttir.
HANDBOLTI
Víkingsfundur
Aðalfundur handknattleiksdeild-
ar Víkings verður haldinn fimmtu-
4 ílaginn 21. júní. Fundurinn verður
í safnaðarheimili Bústaðarkirkju og
hefst kl. 21.00
Aðalfundur HKRR
Aðalfundur Handknattleiksráðs
Reykjavíkur, HKRR, verður haldinn
fimmtudaginn 28. júní nk. á
Holiday Inn og hefst kl. 20. Auk
-•venjulegra aðalfundarstarfa verður
tekin fyrir á fundinum tillaga um
breytingar á starfsreglum HKRR.
IÞROTTAHATIÐ ISI / ALÞJOÐASUNDMOT ÆGIS
Fjórtán eriendir keppendur
- frá Austur- og Vestur-Þýskalandi, auk 100 íslenskra keppenda
SUNDFÉLAGIÐ Ægir heldur
nú um helgina í annað sinn
alþjóðlegt sundmót, sem að
þessu sjnni er hluti af íþrótta-
hátíð ÍSÍ. Mótið fer fram í
Laugardalslaug og hefst ann-
að kvöld og stendur fram á
sunnudag. Fjórtán erlendir
keppendur taka þátt í mótinu
auk þess sem nærri allt besta
sundfólk íslands verður með.
Erlenda sundfólkið kemur frá
Austur- og Vestur-Þýska-
iandi. Sundfélagið Ægir bauð
sérstakiega tveimur austur-þýsk-
um'sundmönnum ásamt þjálfara.
Þau eru Diana Block, 17 ára sund-
kona og Marcel Háckel, 19 ára
* f
Háckel Block
gamall sundmaður. Diana sér-
hæfir sig í fjórsundi. Hún keppir
í 200 og 400 m fjórsundi, auk 100
og 200 metra bringusunds, sem
eru aukagreinar. Diana á eftir-
tektarverðan tíma í 400 m fjór-
sundi, hefur synt á 4.55,27 mín.
Til samanburðar er íslandsmet
Ragnheiðar í greininni, 5.14,27
mín. Marcel er bringusundsmað-
ur, sem hefur synt 100 og 200 m
bringusund á svipuðum tímum og
íslandsmetin eru og mun hann
keppa í þeim greinum.
Flestir bestu íslendingarnir
Tólf sundmenn, sex stúlkur og
sex drengir, koma frá Vestfaliu-
fylki í Vestur-Þýskalandi. Stúlk-
urnar eru á aldrinum 16-18 ára
og strákarnir allir 19 og 20 ára.
Af þeim tímum, sem sundfólkið
er skráð á til keppninnar, er það
af svipaðri getu og flest besta
sundfólk Islands og í nokkrum
tilfellum heldur betur.
Nærri allt besta sundfólk Is-
lands tekur þátt í mótinu, þ.á.m.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, Magnús
Már Ólafsson, Bryndís Ólafsdóttir
og Helga Sigurðardóttir. Þrír úr
A-afrekshópi SSÍ geta ekki tekið
þátt vegna verkefna erlendis, en
það eru þau Ragnheiður Runólfs-
dóttir, Arnþór Ragnarsson og
Ragnar Guðmundsson.
Þjálfarafundur
Á laugardag býður sundfélagið
Ægir þjálfurum og forráðamönn-
um þeirra félaga sem taka þátt í
mótinu til óformlegs þjálfarafund-
ar með erlendu þjálfurunum.
IÞROTTAHATIÐ ISI
Mikill áhugi fyrir
Kvennahlaupinu
Hlaupið samtímis á sex stöðum á landinu
Mikill áhugi er fyrir Kvennahlaupinu sem fer f ram laugardaginn
30. júní á vegum Íþróttahátíðar ÍSÍ. Nú er Ijóst að það verður
hlaupið á sex stöðum á landinu; Garðabæ, Akureyri, ísafirði,
Grundarfirði, Egilsstöðum og Laugum. Hlaupið er fyrir konur á
öllum aldri og verður ekki keppt um verðlaunasæti. Allir þátttak-
endur fá bol og verðlaunapening.
Lovísa Einarsdóttir, sem á sæti
í framkvæmdastjórn íþróttahá-
tíðar og fylgst hefur með undirbún-
ingi Kvennahlaupsins, segist búast
við mikilli þátttöku í hlaupinu. „Við
erum háð veðri og það skiptir miklu
máli um hvernig þátttakan verður.
Markmiðið með hlaupinu er fyrst
og fremst að fá konur til að hreyfa
sig meira en þær hafa gert hingað
til og tileinki sér hollari lífshætti
sem hægt er fá í gegnum þátttöku
í íþróttum."
Hugmyndin um kvennahlaup
kemur frá Finnlandi þar sem
kvennahlaup hefur verið haldið
síðan 1985. „Það sem fékk Finna
til að halda sérstakt kvennahlaup
var það kynjamisrétti sem hefur
verið í íþróttunum undanfarin ár.
Tíu þúsund þátttakendur voru í
fyrsta hlaupinu þar í landi, en í
fyrra tóku þijátíu þúsund konur
þátt í hlaupinu, Áhugi kvenna á
almenningsíþróttum á Islandi hefur
aukist mikið síðustu ár, en betur
má ef duga skal. Við viljum því
hvetja allar konur til þátttöku í
hlaupinu og sýna þannig samstöðu.
Við leggjum áherslu á að konur
hlaupi, skokki eða jafnvel gangi,
miðað við líkamsástand hvers og
eins,“ sagði Lovísa.
Fjölmennasta hlaupið verður
haldið í Garðabæ laugardaginn 30.
júní og hefst kl. 14.00. Á sama tíma
verður hlaupið á Akureyri, ísafirði,
Grundarfirði, Egilsstöðum og að
Laugum. Lovísa sagði að margar
konur hafí hringt í sig utan að landi
og vildu fá að hlaupa. Það mætti
því búast við að fleiri staðir bætt-
ust í hópinn.
Hlaupaleiðin verður mjög þægi-
leg, engar brekkur. Á undan og
eftir hlaupinu verða gerðar upphit-
unaræfíngar og teygjur. Hægt er
að velja um tvær vegalengdir; 2 km
og 5 km. Þátttakeúdum gefst kost-
ur á að fara ókeypis í sund eftir
hlaupið á hveijum stað.
Hilmar
Björnsson
KR(1)
Steingrfmur
Birgisson
KA (2)
Einar Páll
Tðmasson
Val (1)
LIÐ 6. UMFERÐAR
Morgunblaðsliðið er nú valið í sjötta sinn á keppnistímabilinu. Sext-
án mörk voru gerð í sjöttu umferðinni, og er liðið því sókndjarft að
þessu sinni. Þrír í vörn auk markmanns, fimm á miðjunni og tveir í
framlínu. Svo skemmtilega vill til að framheijarnir tveir eru þeir sömu
og í liði 5. umferðar. Leikirnir sem eru til hliðsjónar á vali liðsins
eru: Fram-Víkingur 0:1, Stjarnan-KA 1:3, Þór-Valur 1:2, KR-FH 3:2
og ÍBV-ÍA 2:1.
HANDKNATTLEIKUR
Landsliðshópur Þorbergs
Morgunblaðið/Sverrir
íslenska landsliðið í handknattleik mætir Norðmönnum, Dönum og Kuwait á alþjóðlegu handknattleiksmóti, sem er liður í Íþróttahátíð ÍSÍ, og fram fer í Hafnar-
fírði dagana 28. júní til 1. júlí. Þetta verða fyrstu opinberu landsleikir Þorbergs Aðalsteinssonar, sem þjálfara. Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Davíð
Sigurðsson, liðsstjóri, Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari, Óskar Ármannsson, Ólafur Gylfason, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Bjarnason, Jakob Sigurðsson,
Gunnar Beinteinsson, Einar Sigurðsson, Páll Guðnason, Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari og Bjarki Sigurðsson. í fremri röð frá vinstri: Magnús Sigurðs-
son, Birgir Sigurðsson, Héðinn Gilsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Hrafn Margeirsson, Konráð Olavson, Bergsveinn Bergsveinsson og Valdimar Grímsson. Fjar-
verandi voru Leifur Dagfinnsson, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson.