Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 49

Morgunblaðið - 21.06.1990, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 49 HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐ llKNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN Morgunblaðiö/KGA Landsliðshópurinn sem lék fyrsta landsleikinn fyrir 34 árum. Frá vinstri eru Helga Emilsdóttir, Sigríður Kjartans- dóttir, Sóley Tómasdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Geirlaug Karlsdóttir, Sigríður Lúthersdóttir, María H. Guðmundsdóttir, Guðlaug Kristinsdóttir og Svana Jörgensdóttir. Á myndina vantar Gerðu Jónsdóttur, Elínu Helga- dóttur og Ingibjörgu Hauksdóttur. Þjálfari liðsins var Stefán Gunnarsson. Fyrsta landsleiksins minnst ÍSLEMSKT kvenfólk hefur lengi haldið upp á 19. júní sem sér- stakan sjálfstæðisdag ítilefni þess að þann dag fengu konur á ísiandi kosningarétt fyrir 75 árum. Handknattleikskonur hafa aðra ástæðu til þess að minnast þessa dags sérstak- iega, því 19 júní 1956 lék fslenska kvennalandsliðið í handknattleik sinn fyrsta landsleik. Fyrsti kvennalandsleikur Islands í handknattleik fór fram á Bis- lett leikvangi í Noregi og þóttu íslensku stúlkurnar sýna góða frammistöðu þrátt fyrir 10:7 tap fyrir gestgjöfunum. Konurnar eru reyndar á þeirri skoðun að aðalá- GOLF LEK-mót hjá GR Viðmiðunarmót til landsliðs öld- unga verður haldið á velli GR í Grafarholti á morgun, föstudag. Mótið er einnig fyrsta stigamót öldunga hjá GR. Ræst verður út frá kl. 14-18 en skráning fer fram í skála. stæðan fyrir tapinu hafi verið sú að leikurinn fór fram á grasi í rign- ingu. Norska liðið var við öllu búið og lék á takkaskóm, en þær íslensku áttu erfitt með að fóta sig á hálu grasinu í sléttbotna skóm. Frá Noregi lá leiðin yfir til Finn- lands þar sem Norðurlandameist- aramót kvenna fór fram. Þar vann íslenska liðið sinn fyrsta sigur, sigr- aði Finna 6:5 og hafnaði í 4. sæti á mótinu. Það liðu síðan ekki nema átta ár þar til íslenska liðið vann Norðurlandameistaratitil. Þá fór keppnin fram hér á íslandi og í íslenska liðinu voru nokkrar sem léku á Bislett 1956. Konurnar sem skipuðu fyrsta íslenska kvennalandsliðið halda enn hópinn 34 árum síðar. Þær hittast árlega — 19. júní, rifja upp gamlar minningar og skoða myndaalbúm og blaðaúrklippur frá þessum tíma. Framan af var ætlunin að hittast á 5 ára fresti, en það þótti of lítið og síðustu 10 árin hafa þær hist árlega. Stefán Gunnarsson, fijálsíþrótta- maðurinn góðkunni, þjálfaði liðið. Hann hafði mikla trú á útihlaupum og eyddi liðið miklum tíma í Vatns- mýrinni vikurnar fyrir ferðina. Leikskipulag íslenska liðsins 1956 var nokkuð frábrugðið því sem nú þekkist, enda hafa handboltareglur hafa breyst á þessum tíma. Þá var t.d. bannað að rekja knöttinn. Leik- maður mátti einungis taka þijú skref með hann, stinga niður einu sinni og taka aftur þijú skref og þurfti því góða samvinnu í hrað- aupphlaupum. HANDKNATTLEIKUR KA til Sikileyjar KA-menn taka þátt í handknattleiksmóti á Sikiley í september. Auk KA taka þátt í mótinu tvö lið frá Ítalíu og tvö sterk júgóslavnesk lið. KA liðið þarf aðeins að sjá um að koma sér á keppnisstað, annan kostn- að sjá ítalimir um. Mótið stendur yfir í sex daga. „Draumadráttur að fá ÍA austur“ Leikmenn Sindra safna skeggi þar til þátttöku þeirra lýkur Sindri frá Höfn í Hornafirði er eina liðið úr 4. deild, sem komst í 16-liða úrslit bikarkeppni KSÍ. Sindri vann 3. deildarlið Ein- heija 1:0 í fyrrakvöld og í dag verð- ur svo dregið um framhaldið - en nú hefja 1. deildarliðin keppni. „Draumadrátturinn er að fá ÍA hingað austur,“ sagði Garðar Jóns- son, þjálfari Sindra við Morgun- blaðið í gær, en hann er einmitt frá Akranesi og var í herbúðum ÍA fyrir nokkrum árum. •Ijeikmenn Sindra hétu því fyrir bikarleikinn gegn Þrótti, Neskaup- stað, fyrir hálfum mánuði að raka sig ekki fyrr en þátttöku þeirra í bikarkeppninni væri lokið og eru því orðnir nokkuð „myndarlegir" eins og Garðar sagði. Skagamenn gerðu slíkt hið sama fyrir nokkrum árum og unnu bikarinn. • KS og Tindastóll eiga eftir að leika um hvort liðið kemst úr Norð- urlandsriðli í 16-liða úrslitin. Dregið var um hvar skyldi leika og kom nafn KS úr hattinum. Því verður leikið á Siglufirði, á þriðjudaginn. ■Liðin sem verða í hattinum í dag, þegar dregið verður eru: Fram, Valur, KR, ÍBV, Víkingur, Stjarn- an, FH, KA, ÍA og Þór úr 1. deild, . Selfoss, ÍR, ÍBK, Breiðablik og KS/Tindastóll úr 2. deild og síðan Sindri úr 4. deild. Ekkert 3. deildar lið komst því í 16-liða úrslit að þessu sinni. Því má bæta við að einn vantaði inn í stöðu F-riðils 4. deild- nefndur Garðar 2 og Þrándur Sig- SIGLINGAR Landsbankamót Siglingafélagið Brokey heldur um í dag og á morgun Landsbankamót í sigl- ingum þar sem siglt er á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Ætlunin er að halda þetta mót árlega næstu fimm árin og er keppt um veglegan farandbik- ar. í dag er lagt af stað frá Reykjavík kl. 16.00, en á morg- un verður lagt upp frá Keflavík kl. 13.00. Verðlaunaafhending er áætluð milli 19.00 og 20.00 á laugardagskvöld við bryggj- una í Reykjavík. Garðar iónsson þjálfari Sindra 4, Hornafirði. Vignisson og er hann nú næst markahæstur í 4. deild með 8 mörk. Rétt staða í riðlinum er þannig: 4. DEILD F NEISTI D. - HÖTTUR ........O: 5 AUSTRI E. - HUGINN .......0:0 SINDRI - VALUR RF.........3:1 Fj.leikja u j T Mörk Stig HÖTTUR 4 3 0 1 23: 3 9 SINDRI 3 -3 0 0 14: 5 9 HUGINN 3 2 1 0 9: 1 7 VALUR RF. 4 2 0 2 18: 8 6 LEIKNIR F. 3 2 0 1 11:7 6 AUSTRIE. 4 1 1 2 5: 5 4 KSH 2 1 0 1 5: 6 3 NEISTID. 4 O 0 4 3: 19 O STJARNAN 3 O 0 3 0: 34 O 1.DEILD M-in vantaði úr einum leikjanna Einkunnagjöf vantaði úr einum leik 6. ferðar í blaðinu i gær, leik Stjömunnar og Kj? Beðist er velvirðingar á þvi og M-in sem vant- aði birt: Steingrímur Birgisson og Þórður Guðjónsson KA. Ragnar Gíslason og Magnús Bergs, Stjöm unni. Haukur Bragason, Bjami Jónsson, Haf- steinn Jakobsson og Ormarr Örlygsson, KA. GOLF HaukurÓskarsson, NK: Fór par 4 holu í einu höggi á Nesvellinum HINN efnilegi kylfingur Haukur Óskarsson, NK, vann það afrek á golfvellinum á Seltjarnarnesi í síðustu viku að fara holu í höggi á 8. braut vallarins, sem er um 250 m löng. að sérstæða við þetta afrek er að holan er par 4 og hefur það ekki áður gerst á Nesvellinum að leikmaður nái þessu afreki á par 4 holu við eðlilegar aðstæður. Við höggið notaði Haukur 5-tré. Aður hefur Jóhann Óli Guð- mundsson, GR, farið holu í höggi á 4. braut vallarins, en þá var verið að byggja upp flötina og brautin því heldur styttri en venjulega og Magnús Ingi Stefánsson, NK, vann svipað afrek en lék þá á unglinga- teigum. ÆSKUHLAUPIÐ Haldið á Miklatúni, sunnudaginn l.júlíkl. 14:00 Aldur Vegalengd Tímasetning 7 ára ÍOOO m. 14:00 8 ára ÍOOO m. 14:20 9 ára ÍOOO m. 14:40 ÍO ára ÍOOO m. 15:00 11 ára ÍOOO m. 15:20 12 ára 1500 m. 15:50 13 ára 1500 m. 16:20 14 ára 1500 m. 17:10 Æskuhlaupið er fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 7-14 ára. Hlaupið er kynskipt og eru stúlkur ræstar á undan í hverjum aldursflokki. Allir fá litprentuð verólaunaskjöl á nafn fyrir Skráningá: Skrifstofu ÍSÍ sími: 91-83377 Skrifstofu FRÍ sími:9 látttöku -685525 Útvarp FM8 ■11 8J ■!)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.