Morgunblaðið - 21.06.1990, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR FIMMTUDAGUR
21. JUNI 1990
KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU
„Gott fyrir framgang
knattspymunnar að
Bo
Johansson
landsliðs-
þjálfari
Islands
fánýliðáfram
íí
- segir BoJohansson, landsliðsþjálfari Islands
BO Johansson, landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu, fann til með löndum sínum eftirtapið gegn Kosta
Ríka í gærkvöldi, en gladdist að sama skapi fyrir hönd knattspyrnunnar í heiminum. „Hér í Svíþjóð von-
uðu allir og trúðu að Svíar færu í 16 liða úrslit, en enn einu sinni sannaðist að allt getur gerst í fótbolta.
Það er líka af hinu góða og það ánægjulegasta við úrslitin á HM hingað til er að þjóðir, sem almennt
hafa ekki verið viðurkenndar sem knattspyrnuþjóðir, skjóta öðrum þekktari ref fyrir rass. Það er
gott fyrir f ramgang knattspyrnunar að fá ný lið áfram í 16 liða úrslit og jaf nvel lengra."
Landsliðsþjálfarinn, sem er á
leiðinni til Ítalíu til að fylgjast
þar með keppninni til loka, sagði
að Ítalía og Vestur-Þýskaland
hefðu leikið einna
best til þessa.
„Mörg iið hafa leik-
ið vel, en Ítalía og
Vestur-Þýskaland
hafa leikið einna best og ég vona
að við fáum að sjá þau í úrslita-
leiknum." alvarleg áhrif í Svíþjóð. „Fyrir það
_ . ___fyrsta gerðu Svíar ráð fyrir að
Sviar „spru g komast áfram, en nú missa þeir
Steinþór
Guöbjartsson
skrifar
Varnarleikur á óvart
Svíar hafa undanfarin átta ár
spiiað 3-5-2 leikaðferð, en breyttu
í 4-4-2 í gærkvöldi. „Breytingin
tókst vel og Svíar voru með bolt-
ann á vallarhelmingi mótheijanna
í 60 mínútur, en hitinn var mikill,
þeir voru orðnir þreyttir og tókst
ekki að halda fengnum hlut. Þeir
breyttu aftur í 4-4-2, en aftasta
línan var flöt, eins og hún er gjarn-
an hér í Svíþjóð og þeir áttu í erfið-
leikum vinstra megin í vörninni.
Hins vegar fengu Svíar ótal tæki-
færi til að gera fleiri mörk fyrr í
leiknum, en þeir voru of bráðir í
sókninni og sendingar fyrir markið
komu of seint.“
Bo sagði að að úrslitin hefðu
af 50 til 100 milljónum íslenskra
króna, sem liðin í 16 liða úrslitum
geta gert ráð fyrir að fá. I annan
stað minnkar áhugi á fótboltanum
til muna, sem þýðir aukið tekju-
tap, sem aftur kemur niður á fót-
boltanum í framtíðinni. Því var
þetta hræðilegt áfall fyrir sænska
knattspyrnu, en er þessum „stóru“
víti til varnaðar. Breiddin er sífellt
að aukast og „stærri" knatt-
spyrnuþjóðirnar" verða að fara að
viðurkenna þróunina, sem hefur
átt sér stað í öllum heimsálfum.
Kosta Ríka er með mjög gott lið
og það hefur verið reynt að segja
Svíum það, en aðvaranirnar voru
ekki teknar til greina.“
Bo tók við íslenska landsliðinu
í vetur og gerði strax breytingar
á Ieikaðferð liðsins, lætur það leika
4-4-2 þar sem fríveiji (libero) er
fyrir aftan þijá varnaiTnenn, í
staðinn fyrir 3-5-2 eins og uppstill-
ingin var áður. Hann segist vera
ánægður að sjá hve mörg lið á
HM leiki með fríveija í leikað-
ferðinni 4-4-2, en varnarleikurinn
að öðru leyti hafi oftar en ekki
komið sér á óvart hingað til.
„Það eru ekki mörg lið, sem
veijast framarlega, heldur' bakka
leikmennirnir aftur á eigin vallar-
helming, bíða þar eftir mótheijun-
um, treysta á að ná boltanum og
reyna síðan skyndisóknir. Með
þessu móti fá lið tíma til að byggja
upp sóknarleikinn, sem er óvenju-
legt og kemur á óvart."
Afríkuliðin sterk
Að margra mati hefur Kamerún
komið allra liða mest á óvart. Bo
er ekki sammála. „Þeir, sem fylgj-
ast vel með alþjóða knattspyrnu,
vita að knattspyrnan í Afríku hef-
ur tekið miklum framförum og
landsliðin þar verða æ sterkari.
Flestir eiga erfitt með að viður-
kenna þessa staðreynd og reyna
að horfa framhjá henni, en það
verður ekki lengur gert. Talað er
um fátækt og peningaleysi í
Afríku, en það gleymist að þar eru
líka til peningar, sem knattspyrn-
an hefur notið góðs af og á eftir
að njóta enn frekar.
Kamerún byijaði á tveimur góð-
um sigrum og tryggði sér þar með
sæti í 16 liða úrslitum. Liðið hafði
náð takmarkinu og því voru úrslit-
in gegn Sovétríkjunum ekki óeðli-
leg — það var hvorki spurning um
líf eða dauða hjá Kamerún. En það
verður gaman að fylgjast með lið-
inu í næsta leik.“
„Verðum að bæta tæknina"
Landsliðsþjálfari íslands sagði
greinilegt að almennt færi tækni
leikmanna fram, þeir bestu yrðu
enn betri. „íslendingar verða að
taka mið af þessum framförum.
Við verðum að bæta tæknin^ til
að dragast ekki aftur úr. Kannski
náum við aldrei þeim bestu, en
ekkert hefst án þess að reyna.“
KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Trúðurinn kemur á óvarl
Grínistinn Paul Gascoigne er besti maður enska landsliðsins og tekur lífið alvarlega
aul Gascoigne, leikmaður
Tottenham og enska lands-
liðsins, er þekktastur fyrir
skemmtilegar athugasemdir,
fijálslegt vaxtarlag og kæruleys-
islegt viðmót til knattspyrnu.
Hann hefur verið kallaður trúður-
inn en hefur engu að síður verið
besti maður enska landsliðsins í
heimsmeistarakeppninni og eini
leikmaður liðsins sem leikið hefur
af fullum krafti báða leikina. Fjöl-
miðlar hafa vakið athygli á
breyttu háttalagi hans og betri
leik, sem hefur komið liðinu til
góða í fyrstu leikjunum,
Hann er dáður af áhorfendum
en oftast lítt- eða misskilinn af
breskum blaðamönnum. Hann er
eini leikmaður liðsins sem æfir í
þykkum íþróttagalla og segir það
þægilegra. Þeir sem fylgjast með
liðinu vita þó betur; Gascoigne
þarf að fækka kílóunum enda er
hann þyngsti maður liðsins.
„Hann hefur grennst síðan
hann kom til Italíu og er sá leik-
maður sem hefur leikið af mestum
krafti,“ segir Bobby Robson, þjálf-
ari enska landsliðsins. Hann hrós-
ar honum einnig fyrir prúðmann-
lega framkomu, jafnt innan sem
utan vallar.
Gascoigne lék fyrsta leik sinn
í 1. deild árið 1985 með New-
castle. Hann vakti strax athygli,
kannski of mikla, og var gagn-
rýndur fyrir slæma framkomu á
leikvelli. Síðan hefur hann róast
og breskir fjölmiðlar segja að það
hafi verið gæfuspor er hann skrif-
aði undir samning við Tottenham.
Undanfarna mánuði hefur
minna borið á Gascoigne utan
vallar en meira farið fyrir honum
á leikvelli. Hann hefur að mörgu
leyti tekið við hlutverki stjómanda
enska liðsins og Bobby Robson
segir hann besta mann liðsins í
keppninni. „Ef hann leikur eins
og hann hefur gert ættum við að
fara uppúr riðlinum og nú þegar
eigum við honum mikið að
þakka.“
- Xi
KUBBUR
ER TAKMARKIÐ
HUGSAÐU
KUBBAÐU
ALVÖRU LEIKFANG
FYRIfí ÞÁ SEM GETA HUGSAÐ
6 LITIR = 6 STYRKLEIKAR
Baggio fær
Qallahjól!
Leikmönnum Sameinuðu arabísku furstadæ-
manna var heitið Rolls Royce bifreið, tæ-
kist þeim að skora í heimsmeistarakeppninni.
Tveir þeirra sneru heim með slíka bifreið en
þátttöku liðsins er lokið í keppninni.
ítalir halda þó áfram og einn þeirra fékk
farartæki fyrir mark sem hann skoraði. Ro-
berto Baggio, framheiji ítalska landsliðsins,
hafði á orði fyrir leik liðsins gegn Tékkum að
hann vildi fá svipuð laun fyrir mark, helst reið-
hjól. Baggio skoraði í leiknum og var það eitt
besta mark keppninnar.
Samtök bif- og reiðhjólaeigenda á Ítalíu bár-
ust fregnir af ummælum Baggios, sendu honum
skeyti og lofuðu honum hjóli: „Vegna þess hve
glæsilegt markið var, höfum við ákveðið að
senda þér fjallahjól af fullkomnustu gerð.“
Roberto Baggio fær hjól fyrir mark gegn Tékkum.
Paul Cascoigne hefur leikið mjög vel með
enska landsliðsinu á HM.