Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 2

Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 Líkan af sýningarskála íslands á heimssýningunni í Sevilla 1992. Útflutningsráð hefiir farið sér hægt við undirbúning að undanflirnu þar sem hugsanlegt er að ríkisstjórnin falli frá ákvörðun sinni um þátttöku. Heimssýningin Expo 1992 í Sevilla: Ovíst um þátttöku Is- lendinga í sýningunni Spurning hvað kostar að vera ekki með, segir María E. Ingvadóttir UNDIRBÚNINGUR fyrir heimssýninguna á Spáni, Expo 1992, er nú vel á veg kominn hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þar kynna um 105 þjóðir land, menningu og helstu útflutningsvörur. Allar Evrópuþjóðir nema Albanía hafa ákveðið að taka þátt. Ríkisstjórn- in ákvað að þiggja boð um þátttöku og var Útflutningsráði falinn undirbúningur. Tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts var valin í samkeppni um sýningarskála sem reisa þarf í Sevilla og Útflutn- ingsráð hefiir aflað allra nauðsynlegra gagna. Ráðið hefúr þó ekki farið út í undirbúning af þeim krafti sem tímans vegna er þörf á, vegna óvissu um hvort stjómvöld standi við ákvörðun sína um þátttöku í heimssýningunni. ísland þáði boð Spánarkonungs um að taka þátt í heimssýningunni í Sevilla þegar hann var staddur hérlendis síðasta sumar. Utanríkis- ráðuneytið fól síðan Útflutningsr- áði undirbúning málsins. Litlum hluta þeirra 50 milljóna sem út- hlutað var til verkefnisins, hefur þegar verið ráðstafað. Heildar- kostnaður vegna þátttöku í heims- sýningunni er áætlaður 250 millj- ónir króna á árunum 1989-1992. María E. Ingvadóttir fjármála- stjóri Útflutningsráðs var í gær spurð hvort hætt hefði verið við þátttöku íslands í heimssýning- unni. Hún sagði að slík ákvörðun hefði ekki verið tekin, en málið virtist vefjast fyrir ráðamönnum, enda um mikla Qármuni að ræða. „Þótt þátttaka í sýningunni sé kostnaðarsöm, hlýtur að þurfa að spyija hvað það kosti að vera ekki með.“ Aðrar þjóðir leggja mikið fé í heimssýninguna, sem haldin verð- ur á sameiningarári Evrópu. Auk landanna 105 sem kynna atvinnu- vegi og útflutning á Spáni eftir tvö ár taka ýmis stórfyrirtæki þátt. Yfirleitt greiða stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um 80% kostnað- ar við þátttöku en atvinnuvegirnir upp undir 20%. Utanríkisráðherra sagði í ræðu á aðalfundi Útflutningsráðs í vor að mikilvægt væri fyrir íslendinga að taka þátt í heimssýningunni. Ekki síst vegna þess að Spánveijar væru sú þjóð sem helst ynni á móti hagsmunum íslendinga í við- ræðum EFTA og EB og sækti hart fiskveiðiheimildir gegn opnum markaði. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það skoðun ýmissa aðila sem starfa að útflutnings- og ferðamálum að það sýni skiln- ingsleysi ef þetta tækifæri til kynn- ingar yrði látið ónotað. Nauðsyn- legt sé að svara í þessu sambandi spurningum um hvort vilji sé fyrir að gera Island að ferðamannalandi eða ekki, og hvort vilji sé til að koma íslenskum vörum á framfæri eða ekki. Efnt var til samkeppni þriggja arkitekta um íslenskan kynningar- skála á heimssýningunni og varð lausn Guðmundar Jónssonar fyrir valinu. Hugmyndin er að húsið sé í sjálfu sér sýning, í stað mikils búnaðar í því. Gert er ráð fyrir að gengið sé um stafn víkingaskips að húsinu, sem myndar eins konar þríhyming og gæti minnt á eld- fjall. Glerlistaverk á framhlið húss- ins geymir yfirlit um sögu lands og þjóðar. Húsið á að vera tveggja hæða og reist úr áli, sem minnir á stóriðju hér, og þar verða inni nokkurs konar minnisvarðar um íslenska orkugjafa. í húsinu er gert ráð fyrir veitingahúsi með íslenskan mat, eins og saltfisk og lax, og lítilli verslun með minja- gripi. Stykkishóimur: Björg óskar eftir gjaldþrotaskiptum FORRÁÐAMENN kavíarverksmiðjunnar Bjargar hf. í Stykkis- hólmi hafa óskað eftir því við embætti sýslumanns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Jón Steingrímsson, stjómarfor- maður Bjargar hf., segir að fyrir- tækið hafí átt við erfíðleika að stríða í langan tíma. Ástæðan sé meðal annars sú, að sala grá- sleppuhrogna og kavíars hafi gengið illa; framboð hafi aukist og verð lækkað. Herðubreiðarlindir; Sumarið er komið SUMARIÐ er komið í Herðu- breiðarlindir. Að sögn Kára Kristjánssonar landvarðar í Herðubreiðarlindum og Öskju hefur gróður tekið vel við sér og allt orðið fagur- grænt, eins og það best get- ur orðið. Snjór er farinn að mestu, aðeins má sjá í hvítt í giljum Herðubreiðar. Ferðamenn eru farnir að koma og eru óvenju snemma á ferð. Kári sagði að mikið væri af heiðargæs í Herðubreiðarlind- um, síst minna en síðastliðið sumar. Gæsimar eru núna að koma upp ungum og fara af hreiðrum. Fært er orðið upp í Öskju. Sjómenn í Stykkishólmi eiga um 4 milljónir króna inni hjá fyrirtæk- inu og nú í vikunni sóttu þeir þang- að tunnur með hrognum, sem þeir höfðu ekki fengið greitt fyrir. Á fímmtudag lögðu forráðamenn fyrirtækisins fram beiðni um greiðslustöðvun en áður en afstaða til þess hafði verið tekin hjá emb- ætti sýslumannsins í Stykkishólmi óskuðu þeir eftir gjaldþrotaskipt- um. Búist er við, að afstaða verði tekin til þeirrar beiðni í dag. Björg hf. er eina fyrirtækið í Stykkishólmi sem unnið hefur kav- íar. Þar hafa að jafnaði starfað um 15 manns meðan á vertíð stendur og segir Jón Steingríms- son að auðvitað hljóti gjaldþrot fyrirtækisins að vera áfall fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi. Sjómaður rófu- beinsbrotnaði SKIPVERJI á Arney KE 50 rófú- beinsbrotnaði í slysi sem varð þegar hann stökk 1,5 metra, milli millidekks og lestar. I stökkinu rakst maðurinn í krók með þess- um afleiðingum. Slysið varð um klukkan tvö í fyrrinótt og kom Arney með mann- inn til hafnar í Siglufirði um klukk- an níu í gærmorgun. Hann var lagð- ur inn á sjúkrahús bæjarins. Um 16 þúsund manns sóttu Listahátíðina Enn eftir 500 miðar á Bob Dylan UM 16 þúsund manns sóttu leiksýningar og tónleika á Listahátíð í Reykjavík. Tala hátíðargesta fer í 19 þúsund ef allir miðar seljast á tónleika Bob Dylan í Laugardalshöll í næstu viku. Um kvöldmatar- leytið í gær voru 500 miðar óseldir á tónleikana. Listahátíð stóð yfír tvær fyrstu vikumar í júní. Endanlegur fy'öldi þeirra sem sækja hátíðina er ekki ljós, þar sem margar myndlistar- sýninganna standa enn og Dylan verður hátíðarauki næsta miðviku- dag. Inga Björk Sólnes, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, segir að ljárhagsleg útkoma hátíðarinnar skýrist ekki fyrr en seinna í sumar þar sem reikningar séu enn að ber- ast og krítarkortagreiðslur eigi eft- ir að skila sér. Miðasala á tónleika Bob Dylan og félaga hófst í Laugardalshöll í fyrradag og enn voru eftir 500 miðar í gærkvöldi. Þá var ákveðið að halda miðasölu áfram í Höllinni í dag, milli klukkan 16 og 22. Stúkusæti á tónleikana eru númer- uð, en selt í önnur eftir svæðum. Inga Björk segist frekar hafa búist við að miðarnir færu á tveim dög- um, slíkur hafi hamagangurinn ver- ið fyrirfram. Viðgerð hafin á rafetrengn- um til Vest- mannaeyja Vestmannaeyjum. VIÐGERÐ á rafstrengnum til Eyja, sem flakið af Sjöstjörnunni sem sökk í vetur setti í sundur, er nú hafin. Danskt kapalskip er komið til viðgerðarinnar og er áætlað að viðgerðin kosti 40 til 45 milljónir króna. Það kom í ljós þegar undirbún- ingur viðgerðarinnar hófst fyrir skömmu, að flak Sjöstjömunnar var farið af strengnum, þar sem það lá þegar bilunin fannst í vetur. Flak bátsins fannst síðan um 150 metra norðvestur frá þeim stað sem það lá í vetur og hefur því færst úr stað með straumum á hafsbotni. Grímur Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisendurskoðun kanni ítarlega flárhagsstöðu byggingarsj óðanna ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins heftir ritað Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs Alþingis bréf þar sem hann fer þess á leit að forsetar Alþingis hlutist til um að Ríkisend- urskoðun geri ítarlega könnun á fjárhagslegri stöðu og skuldbind- ingum byggingarsjóðs ríkisins og byggingarsjóðs verkamanna og skili þar um svo fljótt sem verða má skýrslu eða greinargerð. Þorsteinn vitnar í bréfí sínu til bréfs Húsnæðisstofnunar ríkisins til ríkisstjómar og þingflokka og sagt var frá hér í Morgunblaðinu í gær, þar sem greint var frá „fjárhagslegu hruni stofnunar- innar og almenna húsnæðislána- kerfísins frá 1986“, eins og segir í bréfí Þorsteins. Hann skírskotar til „þeirrar alvarlegu aðvömnar sem felst í nefndu bréfi", og fer þess á leit að Ríkisendurskoðun verði falið að rannsaka stöðu byggingarsjóð- anna. Þorsteinn óskar þess, að sér- stök grein verði gerð fyrir sex atriðum. í fýrsta lagi hvenær bygging- arsjóðimir verði að hætta starf- semi, ef komast eigi hjá frekari eiginfjárrýrnun eða gjaldþroti. I öðm lagi hvenær sjóðimir yrðu endanlega gjaldþrota ef haldið yrði áfram svipuðum útlán- um og verið hefur, vextir yrðu óbreyttir og áformað ríkisframlag á þessu ári yrði óbreytt að raun- gildi. I þriðja lagi hvert árlegt fram- lag ríkissjóðs þyrfti að vera til að unnt verði að standa við núver- andi skuldbindingar sjóðanna. í fjórða lagi hvernig framlag ríkissjóðs hafi breyst að raungildi frá 1986 og hvert hafi verið sam- ræmi ríkisframlaganna og skuld- bindinga byggingarsjóðanna. í fimmta lagi hvernig um 400 milljóna króna rekstrarkostnaður Húsnæðisstofnunar sundurgrein- ist, hvort raungildi rekstrarkostn- aðarins hafí breyst á undanföm- um ámm og hvort unnt sé með skipulagsbreytingum í kjölfar stjómsýsluendurskoðunar að draga úr kostnaði við rekstur. Loks í sjötta lagi er óskað sér- stakrar greinargerðar um hvert sé hlutfall útlána á félagslegum grundvelli, miðað við almenn hús- næðislán, og hver þróunin hafí verið í þeim efnum undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.