Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 Leiguflug Sverris Þóroddssonar: Sairniingaviðræður Lands banka og starfsmanna Flugmálastjóri leigir Flugtaki skýlið LÖGFRÆÐINGUR Landsbankans mun, að sögn Sverris Hermanns- sonar bankastjóra, setjast að samningaborði með starfsmönnum Leiguflugs Sverris Þóroddssonar, sem gert hafa tilboð í fyrirtækið. Bankinn á veð í flugvélum Leiguflugsins eins og sagt var frá í Morg- unblaðinu á laugardaginn. Flugmálastjóri hefur leigt Flugtaki flug- skýli nr. 1 á Reykjavíkurflugvelli. Flugtak hafði áður 2/5 hluta skýl- isins til umráða og Leiguflug Sverris Þóroddssonar 3/5 hluta þess. Leigufluginu hefur ekki verið sagt upp húsnæðinu, en samningurinn við Flugtak gildir frá 1. þessa mánaðar að sögn Halldórs Kristjáns- sonar í samgönguráðuneytinu. Sjálfsbjargarþing í nýrri félagsaðstöðu 25. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, hófst í gær en það er haldið í nýrri félagsaðstöðu sambandsins að Hátúni 12. Veigamestu málefni þingsins verða húsnæðismál og framkvæmd og endurskoðun laga um málefni fatlaðra. Á myndinni sést Jóhann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar setja þingið. VEÐUR Starfsmenn Leiguflugs Sverris Þóroddssonar og Flugtak-Höldur hafa síðustu mánuði boðið í Leigu- flugið á víxl. Fyrir helgina lýstu Flugtaksmenn sig reiðubúna að greiða 220 þúsund dollara eða 13,2 milljónir króna fyrir vélar þess, en á mánudag buðu starfsmenn Sverr- is 221 þúsund dollara. Bankastjórar Landsbankans fjölluðu um málið þann dag og hefur Benedikt Guð- bjartssyni lögfræðingi verið falið VEÐURHORFUR I DAG, 22. JUNI YFIRLIT í GÆR: Hæð er yfir Greenlandi en lægð yfir Islandi. Hití breytist lítið. SPÁ: Norðaustanátt, víðast kaldi. Við norður- og austurströndina verður þokuioft eða súld og dálítif rigning norðaustaniands þegar liður á daginn. Sunnantands og vestan verður bjart veður að mestu og iíklega eínig sums staðar vestantil á Norðurlandi, þó gæti orðið vart við síðdegisskúri suðvestanlands. Lítið eitt kaidara. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGAR0A6 OG SUNNUDAG: Norðaustanátt og frem- ur svalt, súld eða rígning á Norður- og Austuriandi, en þurrt og víða léttskýjað syðra. x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur pf Þrumuveður h«í veður Akureyrt 14 iéttskýjað Reykjavfk________11 tirkomai'grennd Bergert Helsinki Nuuk Ostó Stoklcftálmtir Þórshöfn 16 skúr 19 skýjaö 18 rignlng vantar 4 Þokafgrennd 21 10 mmíi Feneyjar Frankfurt Qtasgow Hamborg Las Palmas London Uixemborg Martrtd Montreaf NewYork Orlando Il|f Parfs Róm Vfn Washlngton Wfnntpeg vantar 19 téttskýjað 24 skýjafl 20 skýjafl 18 féttskýjað 26 þokumóöa 20 hálfskýjað 16 skýjað 18 balfskýjað 23 sknað 13 rignlng 18 þokumóða 17 hálfskýjað vantar 31 sk#»ð 27 skýjað vantar 21 skúráslð.klst. 27 tóttskýjað vantar 26 skýjað 16 rigning 24 mlstur 16 skýjað að ræða við starfsmennina. Þeir stofnuðu fyrir nokkru hlutafélag um rekstur Leiguflugsins. Starfsmenn Sverris Þóroddsson- ar sömdu við hann í vor um kaup á Leigufluginu. Samningurinn var þó bundinn þeim fyrirvára að Landsbankinn samþykkti flugvéla- kaupin. Lögmaður Sverris óskaði aðstoðar bankans við sölu vélanna. Benedikt Guðbjartsson kveðst gera ráð fyrir að starfsmönnum Bóksala stúdenta: Kærður fyr- ir fjárdrátt FYRRUM starfsmaður Bóksölu stúdenta hefúr verið kærður til Rannsóknarlögreglu rikisins grunaður um Qárdrátt sem talinn er nema um górum milljónum króna. Maðurinn hefúr, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins, endurgreitt fyrirtækinu um 3 miHjónir króna. Maðurinn hafði um árabil starfað hjá Bóksölu stúdenta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hann talinn hafa dregið sér féð með ýmsu móti. Óvíst mun hve lengi íjárdrátturinn hefur staðið. Leiguflugsins verði í dag gert við- vart um samþykki bankans. Hann segir að áður þurfi að gera út um hluta af skuldum Sverris Þórodds- sonar við Landsbankann. Þær nemi um 25 milljónum og gjaldþrot blasi við. Fundur hafi verið boðaður með lögmanni Sverris klukkan 14 í dag. í tilboði starfsmanna Sverris er gert ráð fyrir 30% útborgun fyrir vélamar og eftirstöðvum á láni sem Landsbankinn útvegi. ísleifur Ott- esen segir hugsanlegt að endur- skoða þá ijárhæð, 6,5 milljónir króna, sem greiða átti Sverri Þór- oddssyni fyrir Leiguflugið. „Þarna er mið tekið af viðskiptavild, en ljóst er að Sverrir hefur mun minna að bjóða ef aðstaða í flugskýli fylgir ekki rekstrinum," segir ísleifur. Halldór Kristjánsson, skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu, segir að flugmálastjóri hafi leigt Flugtaki allt flugskýli nr. 1 á Reykjavíkur- flugvelli. Hann segir samning um þetta hafa verið staðfestan í ráðu- neytinu. Um framkvæmd málsins, uppsögn eða riftun húsaleigusamn- ingsins við Sverri Þóroddsson, vísar Halldór alfarið á flugmálastjóra. Pétur Einarsson vill hins vegar ekki tjá sig um málið. Isieifur Ottesen, framkvæmda- stjóri Leiguflugs hf. sem starfs- menn Sverris stofnuðu, segir að leigusamningi hafi ekki verið sagt upp. „Ég hef ekki trú á að málinu sé lokið með þessum hætti,“ segir hann. „Húsaleiga hefur verið greidd fyrir aðstöðuna í flugskýlinu. Flug- málastjóri lofaði starfsmönnum Sverris Þóroddssonar því, þann 16. maí, að ef samningar tækjust við Landsbankann héldum við aðstöðu í skýlinu. Á fundinum var einnig lögmaður okkar starfsmannanna, Hjalti Steinþórsson." Mikligarður hf.: Óvíst að KRON takist að útvega tilskilið hlutafé KRON ræðir nú við ýmis fyrirtæki og verkalýðsfélög um kaup á hlutabréfúm við hlutafjáraukninguna í Miklagarði hf. en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefúr enn engin niðurstaða fengist í þeim viðræðum. Ríkisútvarpið greindi frá því í' hádegisfréttum í gær að ýmsir heildsalar, kaupmenn, innflytjend- ur og iðnrekendur myndu hugsan- lega vilja leggja fram hlutafé í fyrirtækið og eignast þannig allt að þriðjungi í því. Útvarpið sagði að þessir aðilar vildu þannig stuðla að þvi að fleiri aðilar en Hagkaup stunduðu stórmarkaðsrekstur á Reykjavíkursvæðinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá iðnrekendum og kaupmönnum í gær, hefur KRON leitað eftir hlutafjárframlögum frá þessum aðilum, jafnframt því sem leitað hefur verið til verkalýðsfé- laganna, lífeyrissjóða þeirra og starfsfólks Miklagarðs og KRON. Ekki munu þessar viðræður komn- ar á það stig að hægt sé að segja til um það hvort þær skili sér í því að tilskilið hlutafé safnist, til jafns við 102,1 milljón króna hlutafjár- loforðs Sambandsins. Reyndar töldu viðmælendur Morgunblaðs- ins úr röðum iðnrekenda og kaup- manna ólíklegt að af þessu yrði. Bílvelta í Skagafirði Sauðárkróki. BÍLVELTA varð við bæinn Mel- stað í Óslandshlíð í Skagafirði í gær. Daihatsu-bíll á norðurleið lenti í lausamöl þegar hann mætti öðrum bíl og fór út af veginum. Tvær kon- ur voru í bílnum. Ókumaðurinn slapp ómeiddur en farþeginn slasaðist og var fluttur í sjúkrahúsið á Sauðár- króki. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli konunnar eru. Bíllinn er rnjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. - BB. Stal sama báti aftur TVEIR ölvaðir menn stálu báti, Evu RE, í Reykjavíkurhöfn í fyrrakvöld og héldu áleiðis til Akraness. Vél bátsins stöðvaðist skammt norður af Akurey og skutu mennirnir þá upp neyðar- blysi. Báturinn Bliki fór mönnunum til bjargar og dró bátinn til hafnar. Þar kom í ljós að mennimir höfðu stolið bátnum og að annar þeirra, 38 ára gamall, hafði þann 10. þessa mánaðar átt þátt í að stela sama báti og sigla honum á haf út þar sem hann lenti í nauðum. Mennimir voru látnir gista fangageymslur og voru yfirheyrðir í gærmorgun. Þá kvaðst hinn mann- anna hafa talið að félagi sinn hefði umráðarétt yfir bátnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.