Morgunblaðið - 22.06.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990
17
Andrea Jóhannesdóttir
AFKOMENDUR Erlendar Gunn-
arssonar og Andreu Jóhannes-
dóttur á Sturlureykjum í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði halda ætt-
armót í Logalandi næstkomandi
laugardag. Erlendur er þekktast-
ur fyrir brautryðjendastörf við
beislun hvera. Hann virkjaði
hver við bæ sinn árið 1908 og
tókst að hagnýta jarðhitann m.a.
til að hita upp bæinn árið 1911.
Var hann fyrsti Islendingurinn
til að gera það og ekki er heldur
vitað til að það hafi verið gert í
öðrum löndum fyrir þann tíma.
Erlendur var af borgfirskum ætt-
um. Hann fæddist 1853 en lést af
slysförum vorið 1919, 67 ára að
aldri. Andrea er af Akranesi, fædd
1855 og látin 1911. Þau giftu sig
1884 og reistu bú á Sturlureykjum
tveimur árum seinna.' Tíu börn
þeirra, fimm synir og fimm dætur,
komust til aldurs. Afkomendur
þeirra eru nú á þriðja hundrað tals-
ins. í Borgfirskum æviskrám segir
m.a. um Erlend: „Annálaður dugn-
aðarmaður, verkhygginn, verklag-
inn í hveiju starfi svo af bar, enda
smiður á tré og málma, þó af sjálfs-
Erlendur Gunnarsson
námi.“ Hann byggði upp á Sturlu-
reykjum og eignaðist jörðina.
í ritgerð Guðmundar Hannesson-
ar prófessors í Iðnsögu íslands seg-
ir að íslendingar hafi sótt til út-
landa flestar nýjungar og framfarir
í húsagerð. Nokkrar undantekning-
ar séu þó á þessu og er aðferð
Erlendar á Sturlureykjum við að
hagnýta jarðhita til upphitunar
húsa nefnd sérstaklega og sagt að
þar hafi íslendingar verið á undan
öllum öðrum.
Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-
Kroppi segir í riti sínu Úr byggðum
Borgaríjarðar að Erlendur hafi ver-
ið fyrsti maðurinn „sem sýndi það
í verki að takast mátti að færa sér
í nyt þann yl og þá orku, sem hver-
inn var búinn að hampa þar framan
við bæinn öld eftir öld. Engum hug-
kvæmdist fyrr að glíma við þá
óternju."
Hverinn var spölkorn neðan við
bæinn og þau vandkvæði voru á
að hann lá 6 metrum neðar en
bærinn svo hveravatn gat ekki
runnið til bæjarins. í ritgerð Guð-
mundar Hannessonar segir að Er-
lendur hafi eftir vandlega umhugs-
un haft trú á að hægt væri að veita
sjóðheitri vatnsgufunni heim á bæ.
Mætustu menn sem Erlendur leitaði
til töldu útilokað að það væri hægt.
En Erlendur steypti yfir gjósandi
suðuauga hversins og lagði pípu
heim til bæjar. Með því að prófa
sig smám saman áfram og endur-
bæta kerfið náði hann að láta hreina
gufu streyma eftir pípunum heim á
bæinn og nota við suðu á mat og
upphitun. Enga fyrirmynd hafði
hann til að lesa síg eftir og varð
því að bjargast við sitt eigið hyggju-
vit við þetta verk. Var það því að
vonum, að það tæki bæði tíma og
fyrirhöfn að komu þessu í fram-
kvæmd.
Kristleifur segir frá því að eftir
1920 hafi fleiri hverir í Reykholts-
dal og nágrenni verið virkjaðir með
aðferð Erlendar. Hagnýting jarðhit-
ast jókst síðan hröðum skrefum, til
dæmis má nefna að okkur hluti
Reykjavíkur var hitaður upp með
hverahita 1930 og 1939 var byijað
á mikilli hitaveitu fyrir allan bæinn.
Síðustu árin hafa verið unnin stór-
virki á þessu sviði, hitaveitur ann-
arra stórra sveitarfélaga, Kröflu-
virkjun, Hitaveita Suðurnesja og
Nesjavallavirkjun. Brautryðjandi
alls þessa var Erlendur á Sturlu-
reykjum.
Fjórir prest-
ar vígðir
til þjónustu
HERRA Ólafur Skúlason biskup
vígir Qóra guðfræðikandidata til
prestsþjónustu í Dómkirkjunni
sunnudaginn 24. júní nk.
Guðfræðikandídatarnir eru
Guðný Hallgrímsdóttir, sem vígist
til þjónustu við fatlaða og er það
nýr þjónustuþáttur hjá kirkjunni.
Hjörtur Hjartarson vígist til Ása-
prestakalls í Skaftafellsprófasts-
dæmi. Sigríður Guðmarsdóttir
vígist til Staðarprestakalls í Súg-
andáfirði. Sigurður Kristinn Sig-
urðsson vígist til Setbergspresta-
kalls i Snæfells- og Dalaprófasts-
dæ_mi.
í vígslumessunni predikar bisk-
upinn. Séra Jakob Ágúst Hjálmars-
son dómkirkjuprestur þjónar fyrir
altari. Dómkórinn og kór Víðistaða-
kirkju syngja undir stjórn Marteins
Hunger organista.
Vígsluvottar verða séra Ingiberg
J. Hannesson, prófastur á Hvoli,
séra Karl Matthíasson á Ísafirði,
séra Sighvatur Emilsson, fyrrum
prestur á Ásum, og séra Sigurður
H. Guðmundsson í Hafnarfirði. Auk
þeirra annast Arnþór Helgason,
formaður Öryrkjabandalagsins,
ritningarlestur.
Dómkórinn heldur Jónsmessutónleika í Dómkirkjunni á laugardags-
kvöld.
Ættarmót brautryðjanda
í hagnýtingu hverahitans
Jónsmessutónleik ar Dómkórsins
DÓMKÓRINN í Reykjavík heldur
Jónsmessutónleika í Dómkirkj-
unni laugardaginn 23. júní kl.
22.00.
Á efnisskrá eru bæði kirkjuleg og
veraldleg kórlög, m.a. „Faðir vor“
eftir Jónas Tómasson, „Gjör dyrnar
breiðar" eftir J. Brahms, þjóðlög út-
sett af Mendelssohn og madrígalar.
Stjórnandi Dómkórsins er Mar-
teinn H. Friðriksson. Aðgangur er
ókeypis.
MM 30. júní m.m.
Kvennahlaupið.
Haldið í Garðabæ, laugardaginn 30. júní kl. 14:00
Hlaupið er fyrir aiiar konur, stúlkur, ömmur og mömmur.
Markmiðið er að konur á öilum aidri sýni samstöðu í hollri íþróttaiðkun og útiveru.
Þú getur hlaupið, skokkað eða gengið vegalengdina.
Enginn sigurvegari. Allir þátttakendur fá boli til að
hlaupa í og verðlaunapeninga.
Upphitun á undan hlaupinu. Teygjur, skemmtiatriði og
hressing við íþróttamiðstöðina í Garðabæ að hlaupi loknu.
Útivera, samstaða og skemmtun
á ógleymanlegum degi.
Hægt er að velja um þátttöku
í tveimur vegalengdum: 2 km. og 5 km.
Þátttökugjald er kr. 250.
Tilkynningar um þátttöku berist til íþróttasambands íslands í síma: 91-83377.
Einnig er hægt að skrá sig í íþróttamiðstöð Í.S.Í. Laugardal.
/ /
A Iþróttahátíð verður einnig:
27.880
... FRIR
BÍLALFIúUBÍLL
í HEILA VIKU