Morgunblaðið - 22.06.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990
29
félk f
fréttum
ROTARY
Umdæmisþing haldið á Suðurnesjum
Jón Mag-nússon kenndur við
Skuld fékk 300 þúsund króna
verðlaun úr starfsgreinasjóði
Rótarý-manna fyrir átak í skóg-
rækt. Jón sagði við þetta tæki-
færi að í sinum huga hefði hann
ekki gert mikið — nær væri að
segja að aðrir hefðu gert minna.
Umdæmisþing_ Rótarý-hreyfing-
arinnar á íslandi, það 44. í
röðinni, var nýlega haldið í Keflavík
og var það í fyrsta sinn sem Rót-
arý-menn halda umdæmisþing á
Suðurnesjum. Þingið stóð í 3 daga
og sátu það um 130 fulltrúar Rót-
arý-félaga víðs vegar af landinu auk
þess sem tveir fulltrúar úr alþjóða-
framkvæmdastjórninni voru gestir
á þjnginu.
Ómar Steindórsson úr Keflavík,
sem nú lét af starfi umdæmisstjóra
hreyfingarinnar, sagði að þinghald-
ið hefði tekist ákaflega vel og það
hefði komið flestum gestanna á
óvart hversu góð aðstaða væri orð-
in í Keflavík til að taka á móti stór-
um hópi sem þessum. Ómar sagði
að nú væru félagar í íslensku Rót-
arý-hreyfingunni orðnir 1.087 og
skipt væri um aila forystumenn einu
sinni á ári og væri umdæmisþingið
til þess gert að þjálfa og leiðbeina
nýjum forystumönnum. Umdæmis-
stjóri næsta ár verður Eiríkur H.
Sigurðsson úr Rótarý-félagi Mos-
fellssveitar.
Ómar sagði að Rótarý-hreyfingin
væri starfsgreinaklúbbur og væri
aðeins einn úr hverri starfsgrein
félagi í hveijum klúbbi. Fundir
væru oftast haldnir einu sinni í viku
allt árið og markmiðið væri að vinna
að góðum málefnum og láta gott
af sér leiða. Hann sagði að Rótarý-
Elsa Waage söngkona.
NEWYORK
Sungið á há-
tíðarfimdi
Félagsskapurinn American
Scandinavian Society í
New York hélt árlegt hóf sitt
í tilefni menningarverðlauna
sinna í Waldorf Astoria-hótel-
inu á dögunum. Eftir að Edda
Magnússon, formaður félags-
ins, hafði lokið við að afhenda
verðlaun ársins söng Elsa Wa-
age, verðlaunahafinn frá því í
fyrra, fyrir gesti með undirleik
Johns Waiters. Flutti Elsa
íslensk og norsk lög við góðar
undirtektir áheyrenda, einnig
söng hún á frönsku aríu úr
Carmen eftir Bizet og á ensku
lag eftir Colin Porter. Alls söng
hún þannig fjögur lög á ijórum
tungumálum. I frásögn sem
Morgunblaðinu hefur borist frá
Viido Polikarpus, rithöfundi í
New York, sem sat hófið og
hlustaði á söngin, sýndi Elsa
Waage mikið öryggi og að hún
hefur mikið raddsvið og ræður
yfir góðri tækni.
23. |iim
Skráning í síma 39640 og fyrir keppni milii kl. 12 og
13 við hús Stangaveiðif élags Reykjavíkur
ÖRNINN
menn um allan heimliefðu á síðasta
ári einbeitt sér að því að útrýma
lömunarveiki og hefðu í því skyni
safnað um 230 milljónum Banda-
ríkjadala. Markmiðið væri að bólu-
setja öll börn í þriðja heiminum
fyrir árslok 2005.
Ómar sagði að æskulýðsmál
væru einn af málaflokkum sem
Rótarý léti mikið til sín taka um
þessar mundir. Nú væri verið að
koma á nemendaskiptum milli landa
og einnig yrðu veittir styrkir til
náms. Tveim námsmönnum hefði
verið veittur styrkur til dvalar er-
lendis, annar færi til náms í stjórn-
málafræðum til Belgíu, en hinn til
framhaldsnáms í textílhönnun í
Ástralíu.
Þá veittu Rótarý-menn verðlaun
úr svokölluðum starfsgreinasjóði og
hlaut Jón Magnússon úr Hafnar-
firði, oftast kenndur við bæinn
Skuld, verðlaunin í ár fyrir einstakl-
ingsframtak í skógrækt. Jón, sem
er orðinn 88 ára, hefur unnið frá-
bær störf í þágu skógræktar undan-
farin.45 ár á landspildu í Kaldár-
seli þar sem hann hefur ræktað upp
dálaglegan vísi að skógi. Ómar
sagði að mikill áhugi væri fyrir
skógrækt hjá Rótarý-mönnum og
væri félagið í Keflavík að fá heim-
ild til að gróðursetja tré við svoköll-
uð Rósaselsvötn á Miðnesheiði.
BB
FJALLAHJOL 1990
JÚNÍ
KEPPNIN
Að loknu umdæmisþingi í Keflavík. Á myndinni er Ómar Steindórsson, fráfarandi umdæmissijóri, ásamt
eiginkonu sinni, Guðlaugu Jóhannsdóttur, dr. Ulrich Meister ásamt eiginkonu sinni, Yvonne, og lengst
til hægri eru hjónin Gisela Rabe-Stephann og Jón Arnþórsson frá Akureyri, fyrrum umdæmissljóri.
Þessi mynd átti að birtast með frétt um Rótarýhreyfinguna, sem var í þættinum „Fólki í fréttum" í blaðinu
í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum, en þá var birt inynd af fiilltrúum á umdæmisþing-
inu við Keflavíkurkirkju. ________________________________________________________________
Þátttökugjald kr. 500,- fyrir 16 ára og
eldri og kr. 250,- fyrir 15 ára og yngri.
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN
ÞRÖTTttEinflR
VIÐ HOLTAVEG - SlMI 39640
Fjallahjólakeppni verður haldin í Elliðaárdalnum
laugardaginn 23. júní og hefst kl. 14.00. -
Mæting kl. 12.00. Keppt verður í fjallaspretti í
þremur f lokkum: 10-12 ára, 13-15 ára og 16
ára og eldri.
MUDDY FOX9
Glæsileg verðlaun
Keppt verður um Muddy Fox bikarínn
og glæsilegt Muddy Fox fjallahjól.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Ómar Steindórsson fráfarandi umdæmisstjóri og Eiríkur H. Sigurðs-
son sem taka mun við því starfi 1. júlí.
Dags. 22.6. 1990
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
NR. 143
4507 4300
4507 4500
4507 4500
4548 9000
4548 9000
0003 4784
0008 4274
0015 7880
0023 8743
0028 6346
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VISA ÍSLAND