Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 jr „þá máttréita. árþér-núrta." dobbla þetta svo ég geti tekið mér frí... Með moi^iinkafíinu Er það sanngjarnt að ég sé látinn svelta svo að tvíburarnir fái sitt? Tryggja þarf íslenskum hús- dýrum mannúðlegri meðferð Til Velvakanda. Hafa tekið forystuna í réttinda- málum húsdýra. Eg var bæði undr- andi og glöð þegar ég las þessa fyrirsögn yfir aljtof lítilli grein í Morgunblaðinu. Ég ætla að endur- skrifa þessa grein því hún á sannar- lega erindi til allra sem hugsa eitt- hvað um velferð blessaðra húsdýr- anna okkar. Sænska velferðarríkið hefur teygt anga sína inn í fjárhúsin, fjós- ið og hænsnakofann. Því undan- farna mánuði hafa gengið í gildi lög í Svíþjóð sem tryggja eiga húsdýr- um mannúðlegri meðferð og eru þessi lög hin víðtækustu sem um getur. En hveijum er það að þakka að sænska ríkið tekur svona eindregið málstað húsdýranna okkar. Það eru áhrif frá sænsku skáldkonunni Astrid Lindgren sem er 81 árs göm- ul. Hún hefur vakið þjóðina til vit- undar um ómannúðlega meðferð húsdýra með skrifum sínum í sænsk blöð. En samkvæmt þessum nýju lögum er skylt að reka nautgripi á beit, bannað er að tjóðra svín, og hleypa verður kjúklingum útúr þröngum búrum. En hvað með okkur íslendinga, erum við ekki á góðri leið með að Til Velvakanda. Það hefir reynst bænum okkar happadijúgt að hafa hreinan meiri- hluta í sveitastjóm. Við höfðum áður reynt að semja fram og aftur og þá voru ekki miklar framfarir. Það var svo 1974 að meirihlutinn náðist og í þeirri hreppsnefnd voru Ágúst Bjartmars, Einar Sigfússon, Hörður Kristjánsson og Ellert Krist- insson, sem hefir æ síðan verið í forj'stuliðinu bæði sem oddviti og forseti bæjarstjórnar. Listinn hefir ætíð verið Listi sjálf- stæðismanna og óháðra, þ.e. vel- unnara þessa meirihluta og bæjar- ins. Þessi meirihluti varð til þess að Sturla Böðvarsson kom hingað og hefír verið sveitarstjóri og bæjar- ganga spor afturábak í dýravernd- unarmálum okkar. Em ekki allar þessar nýju búgreinar sem eru að ryðja sér til rúms í landbúnaðarmál- um einmitt það að hafa dýrin í búrum. Eins og t.d. refí og minka. Það er auðvitað nauðsynlegt, en þó mætti hafa búrin þeirra stærri svo þessi aumingja dýr gætu hreyft sig eitthvað meira en raun er á. Og svo era það hænsnin, þessir glaðlyndu fuglar sem alltaf þurfa stjóri síðan. Þessir tveir hafa alla tíð þessi 16 ár starfað saman og nú er 5. kjörtímabilið hafið'og þótti þá við hæfi að fá þá til að skipa 1. og 4. sætið og var það farsæl ráð- stöfun. Þessi góði kosningasigur sem vannst 26. maí er því þakklæti til þeirra fyrir vel unnin störf og sýnir að Hólmarar kunna vel að meta. Auðvitað hafa hér komið við sögu margir aðrir sem eiga sitt þakklæti skilið. Það er rétt að þetta komi fram og eins það að þessi sigur er mikil hvatning til okkar hér í Hólminum undir forystu þessa lista að gera góðan bæ að ennþá betri bæ. Árni Helgason að hlaupa um og róta í jörðinni. Nú era þau höfð í þröngum búram fjarri öllu frelsi til að hreyfa sig eins og þeim er eðlilegt. Ég vonaði að dýraverndunarfé- lögin okkar væra á góðri leið með að koma þessum málum í gott og betra horf en áður var. En því mið- ur hefur sú von orðið sér til skamm- ar þessi síðustu ár, ef þessu heldur áfram að hafa húsdýrin í búrum og svipta þau frelsinu sem öllum dýrum er nauðsynlegt. Þó skal það tekið fram að á sumum sveitabæj- um hafa t.d. hæsnin fullt frelsi eins og áður var. \ Það er gaman að ferðast um íslensku sveitimar og sjá fallegu uppbyggðu bændabýlin sem era i meðfram þjóðvegunum. Þó læðist að manni sá granur að ekki sé allt eins og það ætti að vera á einstaka bæjum, t.d. þegar maður sér heimil- ishestana vera hafða í litlum girð- ingarhólfum sem era orðin æði nög- uð. Ég hélt þó að í sveitinni væri nóg gras og þarfasti þjónninn ætti betra skilið en svona aðbúð. Óskandi væri að dýravinir tækju Astrid Lindgren, sænsku skáldkon- una, sér til fyrirmyndar, og skrifuðu um þetta í blöðunum. Dýrin era mannelsk og það er hryggilegt að sjá þegar þeim líður illa af manna- völdum. Ég ætla að vona að fleiri taki undir þetta með mér, þá væri til- gangi mínum náð. Auðbjörg Happadrjúgt að hafa hreinan meirihluta Víkverji skrifar Víkveija hefur borizt eftirfar- andi bréf: Reykjavík, 18. júní 1990. Til Víkveija. Vegna skrifa Víkveija um flutn- ing á símanúmeri vill Póstur og sími að eftirfarandi komi fram. Það tek- ur venjulega 2-3 daga að fá síma- númer flutt á milli húsa. Flutningur er ekki jafn einfalt mál og margir virðast halda. Lína þarf að vera fyrirliggjandi, gera þarf breytingar í símstöðinni og oft að umtengja í götuskápum, tengihúsum eða hús- kössum. Vorið er alltaf mikill annatími því þá er mikið um að fólk flytji. Á hveijum degi eru tugir númera fluttir á milli húsa. Þótt Póstur og sími vilji þjóna sínum viðskiptavin- um vel er reynt að halda niðri kostn- aði með því að hafa starfsfólk ekki fleira en þarf en skipuleggja vinnu þess vel. Ekki er unnt að hafa starfsmenn á lausu sem bíða eftir útkalli. Því er nauðsynlegt að símnotendur biðji um flutning með a.m.k. 2-3ja daga fyrirvara. Það ætti ekki að koma viðskiptavinum illa enda er sjaldgæft að menn flytji svo skyndilega að þeir þurfí flutning á síma samdægurs. Það er tilhæfulaust með öllu að starfsmenn Pósts og síma búi til biðraðir til þess að geta „sýnt vald sitt“. Þvert á móti leitast Póstur og sími stöðugt við að bæta þjón- ustuna við viðskiptavini sína. Fyrir hönd Pósts og síma Hrefna Ingólfsdóttir, blaða- og upplýsingafulltrúi. xxx Fyrit- nokkram dögum tók Víkverji sér far með Flugleiða- vél til Stokkhólms. Millilent var í Osló, og þegar farþegar höfðu beð- ið þar dijúga stund, tilkynnti flug- maður í hátalarakerfi vélarinnar að vélinni myndi seinka enn frekar vegna þess að setja þyrfti „fjúl“ á hana. Þarna hefur sennilega verið átt við eldsneyti, en það heitir „fu- el“ á ensku. Fyrir nokkrum árum var mikið deilt á flugmenn fyrir að nota enskuskotið mál í samtölum sín á milli. Það er nógu slæmt í sjálfu sér, en þeir ættu að hlífa farþegunum við óþörfum ensku- slettum. xxx Meira um tilkynningalestur í flugvélum. Flugstjórar þyrftu að temja sér að vera skýr- mæltari þegar þeir segja farþegum frá flugleið, flughæð eða veðri. Víkveija fínnst brenna við að flug- menn tali hratt, óskýrt og tafsandi og aukinheldur virðast þeir hafa varirnar of nálægt hljóðnemanum, \ þannig að farþegarnir heyra aðal- lega torkennileg blásturshljóð og andvörp, inn á milli þess sem eitt I og eitt „þijátíu þúsund fet“ eða „norður fyrir Færeyjar" greinist sæmilega skýrt. Þetta hefur það í för með sér að flugfarþeginn biður þess með sjálfum sér að maðurinn hætti þessu tafsi og farþegamir fái frið til að halda áfram að lesa eða sofa. Það skal þó ítrekað að þetta er misjafnt eftir flugmönnum og félögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.