Morgunblaðið - 13.07.1990, Side 1

Morgunblaðið - 13.07.1990, Side 1
56 SIÐUR B/C 157. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Róttækir umbótasinnar segja skiiið við sovéska kommúnistaflokkinn: Búist við að klofiiingur- inn leiði til fjöldaúrsagna Moskvu. Reuter. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, gengur af flokks- þingi sovéska kommúnista- flokksins eftir að hafa sagt sig úr flokknum. Akvörðun Jeltsíns kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í gær og olli miklu umróti á þinginu. Að ræðu hans lokinni boð- uðu róttækir umbótasinnar úrsögn úr flokknum og stofnun nýs stiórninála- flokks. í FYRSTA skipti síðan árið 1903 hefúr sovéski kommúnistaflokkurinn klofnað. Undir lok flokksþings kommúnista í Moskvu í gær tilkynnti Borís Jeltsín, forseti Rússlands, óvænt úrsögn sína úr flokknum. Skömmu síðar stóð upp talsmaður Lýðræðisvettvangs, samtaka rót- tækra umbótasinna, og tilkynnti að hans menn myndu fara að dæmi Jeltsíns og boðaði stofnun nýs sfjórnmálaflokks. Sérfræðingar í niálefn- um Spvétríkjanna spá því að þessum atburðum fylgi fjöldaúrsagnir úr kommúnistaflokknum og að nýr flokkur róttækra umbótasinna kunni að ógna valdastöðu kommúnistaflokksins. Það var almennt mat manna und- ir lok 28. þings sovéska kommún- istaflokksins að Gorbatsjov mætti vel við una, honum hefði tekist að fá stuðningsmann sinn, Vladímír ívashko, kjörinn varaaðalritara og greiða þar með helsta andstæðingi sínum, Jegor Lígatsjov, sem sóttist eftir embættinu, rothögg. En þegar dró að lokum flokksþingsins kvaddi Borís Jeltsín sér hljóðs og tilkynnti úrsögn sína úr flokknum. Astæðuna sagði hann þá að sem forseti Rússa bæri hann skyldur sem yllu því að Sænskur borgari hengdur í Irak Stokkliólmi. Reuter. SVIAR kölluðu sendiherra sinn í Irak heim í gær í mótmælaskyni við aftöku á sænskum ríkisborg- ara, Jalil Mehdi al-Neamy, í Bag- hdað. Neamy var hengdur í gær en hann var dæmdur til dauða 30. apríl sl. fyrir meintar njósnir fyrir ísra- elsku leyniþjónustuna, Mossad. Hann var handtekinn í ágúst í fyrra er hann var í heimsókn í írak. Neamy er fæddur í írak en gerðist sænskur borgari 1985. Sænska stjórnin hafði á bak við tjöldin gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að fá lífi Neamy þyrmt, að sögn Stens Anderssons, utanrík- isráðherra. Hafði Ingvar Carlsson, forsætisráðherra, m.a. sent sérstakt bænaskjal af þessu tilefni til Sadd- ams Husseins, forseta. hann gæti ekki lotið skipunum frá kommúnistaflokknum einum. Síðan gekk Jeltsín úr salnum og var greini- legt að yfirlýsing hans kom mjög á viðstadda. Fulltrúar hersins hristu höfuðið og hrópuðu: „Hneyksli." Jeltsín sýndi engin svipbrigði þegar hann yfirgaf þingið en Gorbatsjov sem stýrði fundinum sagði: „Þetta er rökrétt framvinda mála.“ Um klukkustundu síðar reis Vladímír Shostakovskíj, leiðtogi Lýðræðisvettvangs, úr sæti og sagði að róttækir umbótasinnar hefðu bundið miklar vonir við að á flokks- þinginu yrðu teknar ákvarðanir um lýðræðislega endurnýjun. Svo hefði ekki orðið og vonir um aðskilnað flokks og ríkis væru brostnar. Því næst sagði hann: „Mér hefur verið falið að tilkynna klofning í flokknum og þann ásetning okkar að stofna sjálfstæðan stjórnmálaflokk." Talið er að Lýðræðisvettvangi til- heyri um 100 fulltrúar af 4.700 á flokksþinginu.-ílins vegar segja rót- tækir umbótasinnar að þeir hafi meirihluta flokksmanna á bak við sig og taka Sovétsérfræðingar undir það. Að mati eins þeirra, Míkhaíls Voslenskíjs, er klofningur flokksins mikið áfall fyrir Gorbatsjov sem reynt hefur með öllum ráðum að halda honum saman. Voslenskíj sagði í símaviðtali við Morgunblaðið í gær að undanfarið hefðu bæði verkamenn og menntamenn snúið baki við flokknum og sú spurning vaknaði hvað eftir stæði. Sjá „Engin vandamál voru leyst“ á bls. 18. Hmikfránn ind- íáni fagnar Á annað þúsund lögreglumanna umkringdu í gær sveit mohawk- indíána, sem greip til vopna í fyrradag við bæinn Oka skammt frá Montreal í Quebec í Kanada til þess að mótmæla byggingu golfvallar á fornum indíánaslóðum. Þegar lögreglumenn hugðust reka indíánana á brott í fyrrakvöld hófu þeir skothríð með þeim afleiðingum að einn lögreglumannanna féll. Hörfaði þá lögreglan og var myndin tekin er indíánar fögnuðu því. Reuter Honecker lagði á ráðin um sprengjutilræði í diskóteki vestur-þýsku leyniþjónustunnar, að arabi sem grunaður væri um aðild að tilræðinu, væri nú í haldi í Austur-Berlín. Mótmæla endur- vinnslu kjarn- orkuúrgangs Knupmnnnahöfn. Frá Nils Jergen Bruun. frcttaritara Morgunblaðsins. Náttúruverndarsamtökin Greenpeace afhentu Enrique Baron Crespo, forseta þings Evrópubandalagsins, í gær 250.000 undirskriftir fólks sem er andvígt endurvinnslu kjarn- orkuúrgangs. Undirskriftunum var safiiað í Evrópubandaiags- löndunum tólf. Að sögn grænfriðunga hefur endurvinnsla kjarnorkuúrgangs i Bretlandi og Frakklandi leitt til geislamengunar í Norðursjó og Norðaustur-Atlantshafi. Samtökin staðhæfa að athuganir þeirra hafi leitt í ljós fyrir nokkrum árum að 80% þeirrar geislavirkni sem mældist í fiski sem landað var í Danmörku liafi stafað frá bresku endundnnslustöðinni í Sellafield. Bonn. Reuter. ERICH Honecker, þáverandi leiðtogi Austur-Þýskalands, lagði til að líbýsk liryðjuverka- sveit yrði látin ein um sprengju- tilræði í La Belle-diskótekinu í Vestur-Berlín í apríl 1986 er hin illræmda öryggislögregla landsins, Stasi, skýrði honum frá áformum um tilræðið, að sögn vestur-þýska blaðsins Die Welt. Að sögn Die Welt sýna skjöl Stasi, að Honecker hafi ekki gert neina tilraun til þess að láta stöðva tilræðið í La Belle-diskótekinu. Öryggislögreglan hafi gefið honum skýrslu 24. mars 1986 um að í líbýska sendiráðinu í Austur- Berlín væri líbýsk hryðjuverka- sveit að undirbúa sprengjutilræðið. Þar hafi komið fram að Stasi hefði haft fulla vitneskju um hvað til stóð. Hafi Honecker svarað með því að gefa Stasi fyrirmæli um að láta Líbýumennina eina um verkn- aðinn. í sprengingunni, sem átti sér stað 4. apríl, biðu bandarískur hermaður og tyrknesk kona bana. Bandarískir hermenn með að- setur í Berlín voru tíðir gestir á diskótekinu. Fljótlega eftir tilræðið fengu bandarísk yfii'völd vísbendingar um aðild Líbýumanna og fyrirskip- aði Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, loftárás á Líbýu í hefndar- skyni. Haft var eftir heimildum innan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.