Morgunblaðið - 13.07.1990, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
Beiðni Stef-
áns um op-
inbera rann-
sókn synjað
Rikissaksóknari hefur synjað
beiðni Stefáns Valgeirssonar al-
þingismanns frá því í nóvember
síðastliðnum um opinbera rann-
sókn á því hvort hann hafi í störf-
um sínum í bankaráði Búnaðar-
bankans og í stjórnum Stoíhlána-
deildar landbúnaðarins, Byggða-
stofnunar og Tryggingasjóðs fisk-
eldisstöðva átt lilut að laga- eða
reglubrotum.
1 svari ríkissaksóknara segir að
kæra eða að minnsta kosti rökstudd-
ur grunur um refsiverða háttsemi sé
skilyrði þess að til opinberrar rann-
sóknar sé stofnað. Það geti aldrei
orðið aðaltilgangur slíkrar rannsókn-
ar að hreinsa eða hvítþvo menn af
gagnrýni eða aðdróttunum sem fram
sé sett í almennri þjóðfélagsumræðu.
Almennar umræður og gagnrýni um
stofnanir ríkisins og stofnanir tengd-
ar því, störf þeirra og stjórnir, hljóti
að falla undir umræður um opinber
mál er njóti óskráðra reglna svokall-
aðs „rýmkaðs málfrelsis".
Skiptaréttur
Reykjavíkur:
390 gjaldþrot
390 AÐILAR, 293 einstaklingar
og 97 félög, voru úrskurðaðir
gjaldþrota í skiptarétti Reykjavík-
ur fyrstu sex mánuði ársins. Auk
þess liggur fyrir nokkur flöldi
beiðna. Allt árið í fyrra voru
kveðnir upp 512 gjaldþrotaúr-
skurðir í borginni.
í hópi þeirra fyrirtækja sem gjald-
þrota hafa orðið undanfarið ber mest
á þjónustufyrirtækjum. Ragnar Hall
borgarfógeti sagði allt benda til að
gjaldþrotaúrskurðum fjölgi talsvert
frá fyrra ári, en aldrei fyrr höfðu
jafnmargir aðilar orðið gjaldþrota í
Reykjavík og þá.
Morgunblaðið/Þorkell
Stuðningsmenn héraðssambandsins Skarphéðins hvetja sína menn með bumbuslætti á landsmóti
UMFÍ í gær.
Landsmót UMFÍ;
Urslit í jurtagreiningu
fengnst með bráðabana
KEPPT var í tugum greina á Landsmóti ungmennafélaga í Mos-
fellsbæ í gær. Vigdís Finnbogadóttir forseti heimsótti landsmótið
á fimmtudagsmorgun. Hún var viðstödd afhjúpun minnisvarða
um mótið og plantaði birkiplöntum í reit við keppnissvæðið. Um
3500 þátttakendur eru á landsmótinu, sem hófst á miðvikudag.
Keppnisgreinar á landsmótinu
eru ekki allar í röð hefðbundinna
íþrótta. Önnur grein á dagskrá í
gær var til að mynda jurtagrein-
ing og í dag verður keppt í pönnu-
kökubakstri. Þátttakendur í jurta-
greiningu voru 27. Þótti keppni
jöfn og spennandi. Þegar upp var
staðið voru efstu menn hnífjafnir
og varð að efna til aukakeppni
milli þeirra tii að fá fram úrslit.
Hátíðardagskráin hófst með því
að Pálmi Gíslason formaður Ung-
mennafélags íslands og Hafsteinn
Pálsson formaður Ungmennasam-
bands Kjalarnesþings tóku á móti
forseta Islands og buðu hana vei-
komna. Fluttar voru ræður, en
að því búnu afhenti Pálmi Magn-
úsi Sigsteinssyni forseta bæjar-
stjórnar Mosfellsbæjar minnis-
varða um 20. landsmót UMFÍ.
Þá ávarpaði forsetinn samkom-
una, en að því búnu gróðursetti
hún birkiplöntur með dyggri að-
stoð fulltrúa UMSK.
Keppni hófst í gær í skák,
frjálsum iþróttum og boltaíþrótt-
um og verður haldið áfram næstu
daga. Mótinu lýkur á sunnudags-
kvöld.
Sjá Iréttir af landsmóti á bls.
38-39
Eyjafjöll:
Leiðin um
Fimmvörðu-
háls opnuð
Holti.
í SÍÐUSTU viku var leiðin yfir
Fimmvörðuháls opnuð, en hún er
aðeins fær jeppabifreiðum. Fjalla-
hestar, sem er félag í ferðaþjón-
ustu bænda, fara um helgar með
ferðafólk á hestum og bílum upp
Fimmvörðuháls og síðan er fólk-
inu fylgl frá Þrívörðuskeri niður
í Þórsmörk. Útlendingar virðast
þekkja þessa leið sem gönguleið á
milli Skóga og Þórsmerkur og er
hún töluvert farin.
Aðspurður sagði Baldvin Sigurðs-
son, formaður Flugbjörgunarsveitar
Austur-Eyfellinga sem sér um Bald-
vinsskála í Landnorðurstungum og
eftirlit með leiðinni, að leiðin hefði
verið opnuð af vegagerðinni í síðustu
viku en þó væri enn víða illfæri fyr-
ir jeppa. Það væru hvörf og bleyta
í veginum. Göngubrúin hjá vaðinu
yfir Skógá væri ónýt í þriðja sinn. I
fyrra hefði hún verið endurbyggð í
annað sinn með þremur sverum stál-
bitum sem allir hefðu ætlað að myndi
duga. Önnur væri reyndin. Brúin
hefði enn gefið sig undan snjóþung-
anum í vetur. Á jöklinum væru stik-
urnar sem vísa leiðina ekki komnar
undan snjó. Þess vegna væri þessi
leið best farin í fylgd með kunnug-
um, t.d. Fjallahestum sem fara um
helgar með ferðafólk yfir Fimm-
vörðuháls.
- Frettantari.
Evrópumót ungra í brids:
ísland í 8. sæti
ÍSLENSKA landsliðlð er í 8. sæti
eftir 13 umferðir af 21 á Evrópu-
móti yngri spilara í brids. Noreg-
ur og ísrael virðast ætla að berj-
ast um sigurinn.
íslendingar eru með 206,5 stig í
8. sæti en Noregur er með 254,5
stig í efsta sæti. Israel er með 248,5
stig og Danir eru með 224,5 stig í
3, sæti. I dag verða þijár umferðir.
Staðarval fyrir álver:
Skemmtiferðarskipið Society Explorer.
Morgunblaðið/Árni Helgason.
Erlent skemmtiferðaskip
heimsækir Stykkishólm
Stykkishólmi.
ÞAÐ er ekki oft sem skemmti-
ferðaskip frá íjarlægum löndum
koma inn í höfnina í Hólminum.
Þetta gerðist þó þriðjudaginn 3.
júlí.
Skipið heitir Society Explor-
er og kemur frá Bandaríkjunum.
Ætlunin var að það kæmi við í
Grænlandi en því var snúið frá
vegna íss. Yfir 70 farþegar voru í
förinni og mun fargjaldið þessa 17
daga sem ferðin stendur yfir vera
frá 360 til 700 þúsund, eftir því
hvar menn eru staðsettir í skip-
inu.
- Arm
Bæjarráð Hafnarfjarðar sam-
þykkti fyrir nokkru að kæra Hrafn-
kel Ásgeirsson, fyrrverandi formann
hafnarstjórnar, til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins vegna vangoldinnar
skuldar hans við hafnarsjóð.
Guðmundi Árna Stefánssyni, bæj-
arstjóra og Jóhanni G. Bergþórssyni,
oddvita sjálfstæðismanna, var falið
að kanna málið nánar og lögðu þeir
fram tillögu á fundi bæjarstjórnar á
þriðjudag um að fallið yrði frá þess-
Viðsemjendur okkar munu
líka líta á byggðasj ónarmið
- segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
IÐNAÐARRÁÐHERRA, Jón Sigurðsson, segir að viðsemjendur ís-
lendinga í álviðræðunum muni líta á byggðasjónarmið, auk kostnað-
ar- og arðsemissjónarmiða, þegar þeir marki sér stefiiu varðandi
staðarval fyrir álver.
Bæjarstjórn Haiharflarðar:
Fallið frá ákæru
BÆJARSTJÓRN HafharQarðar samþykkti samhljóða á þriðjudag að
falla frá ákvörðun bæjarráðs um að kæra fyrrverandi formann hafiiar-
stjórnar vegna skuldar hans við hafnarsjóð. Jafnframt var ákveðið að
senda Lögmannafélagi Islands greinargerð um málið vegna óeðlilegrar
málsmeðferðar.
ari ákvörðun bæjarráðs. Var hún
samþykkt samhljóða, en jafnfram var
ákveðið að senda Lögmannafélagi
íslands greinargerð vegna málsins.
Guðmundur Árni Stefánsson, segir
að þessi tillaga hafi verið afrakstur
athugana hans og Jóhanns G. Berg-
þórssonar og sé málinu nú lokið af
hálfu bæjaryfirvalda. Jóhann segir
að málið sé nú upplýst, og Hrafn-
kell hafi greitt kröfuna og lagt fram
ávísun vegna reiknaðra dráttarvaxta.
Samkvæmt minnisblaði ráðgjaf-
arnefndar iðnaðarráðuneytisins
benda fyrstu vísbendingar til þess,
að stofn- og reksturskostnaður
vegna álvers á Keilisnesi verði
lægri en ef það yrði reist við Reyð-
arfjörð eða Eyjafjörð. Jafnframt
kemur þar fram, að Keilisnes full-
nægi öllum þeim skilyrðum, sem
Atlantsálhópurinn hafi sett varð-
andi staðsetningu álvers.
Jón Sigurðsson segir, að í minn-
isblaði ráðgjafamefndarinnar hafi
aðeins verið greint frá fyrstu
vísbendingum varðandi samanburð
á þeim stöðum, sem til greina komi
fyrir álver og eftir sé að fara yfir
málið í heild. Hann segir, að stefna
ríkisstjórnarinnar sé sú, að við
staðarvalið verði að taka tillit til
jafnvægis í byggð og umhverfís-
þátta, auk arðsemis- og kostnaðar-
sjónarmiða. Ákvörðun um stað-
setningu álversins verði tekin af
íslenskum stjómvöldum og Atlant-
sálhópnum í sameiningu og ljóst
sé að viðsemjendur Islendinga
muni líka Iíta á byggðasjónarmið
þegar þeir marki sér stefnu varð-
andi staðarvalið.
Samkvæmt fyrstu vísbending-
um mun kosta 20 til 40 milljónum
bandaríkjadala meira að staðsetja
álver í Eyjafírði eða Reyðarfirði
en á Keilisnesi. Iðnaðarráðherra
segir að ekki sé enn tímabært að
segja til um hvort stjórnvöld muni
með einhveijum hætti koma til
móts við Atlantsálfyrirtækin vegna
þessa kostnaðarauka. Endanlégar
niðurstöður varðandi kostnaðar-
mun liggi ekki fyrir og auk þess
kunni munurinn á skammtíma-
kostnaði milli staðanna að vera
annar en munurinn til langs tíma.
*
Bæjarstjórn Isaflarðar:
Agreiningur í röð-
um sjálfetæðismanna
HANS Georg Bæringsson, sem skipaði annað sæti á D-lista Sjálfstæðis-
flokksins á Isafirði við síðustu kosningar, hefur lýst því yfir að hann
muni ekki sitja íúndi bæjarstjórnarflokks sjálfstæðismanna fyrr en leyst
hafi verið úr ágreiningi, sem upp kom vegna kjörs formanns skólanefnd-
ar bæjarins.
Við bæjarstjómarkosningarnar í
vor buðu sjálfstæðismenn frarú tvo
lista á ísafirði. Fengu þeir samtals
fimm fulltrúa af níu í bæjarstjóminni
og mynda nú meirihluta þar. Ágrein-
ingur kom upp í röðum flokksmanna
vegna kjörs formanns skólanefndar
bæjarins, en þar var sjálfstæðismað-
urinn Sigrún Halldórsdóttir kjörinn
formaður með atkvæðum tveggja
fulltrúa minnihlutans og sínu eigin,
gegn atkvæðum hinna tveggja full-
trúa sjálfstæðismanna. Hefur Hans
Georg Bæringsson, sem er formaður
Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna 4
bænum, lýst því yfir, að hann muni
ekki sækja fundi þæjarstjórnar-
flokksins fyrr en þessi ágreiningur
sé leystur.
Guðmundur Þórðarson, formaður
Sjálfstæðisfélags ísafjarðar, segir
sjálfstæðismenn harma þennan
ágreining. Sá árangur, að sjálfstæð-
ismenn hafi náð meirihluta í bæjar-
stjóm, sé mikils virði og ekki megi
eyðileggja hann með ágreiningi af
þessu tagi.