Morgunblaðið - 13.07.1990, Page 5

Morgunblaðið - 13.07.1990, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 5 Hvolsvellingar skipu- leggja ævintýraferðir Ferðamálaneftid Hvolsvallar hefur skipulagl „ævintýraferðir" til Hvolsvallar og er fyrirhugað að þær hefjist í haust. Verða ferð- irnar sameiginlegt átak allra sem starfa að ferðamálum á staðnum. Áætlun ferðanna er í grófum dráttum þannig, að komið verður til Hvolsvallar á sunnudagskvöldi og gist á Hótel Hvolsvelli. Fyrsta daginn er farið í Tindfjöll eða á Eyjafjallajökul í fylgd fjallagarpa, og þar farið í vélsleða- eða skíða- ferð. Annan daginn gefst fólki kostur á að velja um golfferð, veiðiferð í Rangá eða útreiðartúr. Þriðja daginn verður farið á Njálu- slóðir í fylgd leiðsögumanns, og síðan ekið inn í Húsadal í Þórs- Opnar sína fyrstu sýn- mörk. Þar verður gist í skálum Austurleiðar og um kvöldið verður haldin veisla. Fjórða og síðasta daginn verður farið í Seljavalla- laug undir Eyjafjöllum og sögu- staðir skoðaðir. Friðrik Sigurðsson hótelstjóri á Hvolsvelli sagði að verði á þessum ferðum yrði stillt mjög í hóf. Hann sagðist þegar hafa orðið var við áhuga víða á ferðunum þótt ekki væri farið að auglýsa. þær enn. Hótel Hvolsvöllur er rekið sem Edduhótel allt árið. Það er með 28 herbergjum, og býður upp á veitingar, gufubað, heitan pott og sólarlampa. Að sögn Friðriks Sig-- urðssonar hefur reksturinn gengið vel að sumrinu en of iíth nýting er yfir vetrarmánuðina. Á Hvol- Þjónustumiðstöðin Hlíðarendi á Hvolsvelli en á innfelldu mynd- inni eru ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri á Hvolsvelli, Friðrik Sigurðsson hótelstjóri og Hrafn- hildur Helgadóttir yfirþjónn í veitingasal Hótels Hvolsvallar. svelli er ný sundlaug og nýleg þjónustumiðstöð, Hlíðarendi, sem rekin er í tengslum við hótelið. Þar er rekinn veitingastaður og lítil matvöruverslun. ingu 92 ára MARÍA M. Ásmundsdóttir hefur opnað sína fyrstu málverkasýn- ingu í Félags- og þjónustumið- stöðinni, Bólstaðarhlíð 43. María er ættuð af Snæfellsnesi, fædd árið 1898 á Krossum í Staðar- sveit, dóttir hjónanna Kristínar Stefánsdóttur og Ásmundar Jóns- sonar. María hefur í frístundum sínum haft áhuga á útsaumi og málun og á hún mikið af saumuðum myndum. Seinni árin hefur gefist meiri tími til að sinna áhugamálum eins og málun á gler og dúka. Hluti af verk- um hennar verður sýndur í Bólstað- arhlíð 43 til 1. ágúst. María M. Ásmundsdóttir Umhverfis- vænn sal- emispappír AÐ MATI Neytendasamta- kanna hafa framleiðendur og innflytjendur ekki staðið sig sem skyldi við að bjóða neyt- endum umhverfisvænar vör- ur. Það er því ánægjulegt að nú er kominn á markað innlendur óbleiktur klósettpappír úr endurunnum pappír. Það er enn ánægjulegra að hér er um ódýrari vöru að ræða en sambærilegan bleiktan kló- settpappír sem ekki er úr endu- runnum pappír. Því geta neytendur slegið tvær flugur í einu höggi, spar- að í innkaupum um leið og þeir taka þátt í að vernda umhverfið. Að lokum skora Neytenda- samtökin á framleiðendur og innflytjendur að bjóða neytend- um í vaxandi mæli umhverfis- vænar vörur, segir í fréttatil- kynningu frá Neytendasam- tökunum. ÍÍIpli«1111* Laugavegl-1.70s.j74 Slmi 695500 |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.