Morgunblaðið - 13.07.1990, Side 18

Morgunblaðið - 13.07.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 Ársskýrsla Amnesty International: Stjórnvöld í mörg- um löndum níðast á minnihlutahópum Á ÁRINU 1989 urðu þúsundir manna að þola fangelsanir, pynding- ar og dauða af hendi stjórnvalda sem höfðu það eitt að markmiði að bæla niður réttindabaráttu minnihlutahópa eða þjóðabrota, að því er fram kemur í nýútkominni ársskýrslu mannréttindasamta- kanna Amnesty International. „Fólk sem tilheyrir þjóðemis- minnihlutum er oftlega meðhöndl- að sem annars flokks borgarar,“ segir í fréttatilkynningu frá sam- tökunum, „og stjómvöld skirrast ekki við að svipta það grundvallar- mannréttindum og jafnvel lífmu." Á árinu 1989 lentu minnihluta- hópar víða í útistöðum við stjóm- völd þegar þeir fóru fram á aukið sjálfstæði, gerðu landakröfur eða börðust fyrir varðveislu menningar sinnar. Stjórnvöld reyndu þá oft að knésetja slíka hópa og beittu grófu ofbeldi í nafni þjóðaröryggis, laga og réttar. „Þó að deilur af þessu tagi geti verið eldfimar og andófsfólkið beiti stundum ofbeldi geta stjórnvöld ekki notað það sem afsökun fyrir því að svipta það grundvallar-mannréttindum," seg- ir í ársskýrslunni. Barátta margra andófshópa fór friðsamlega fram, en aðrir gripu til vopna til að vinna kröfum sínum framgang. Viðbrögð stjómvalda í síðara tilvikinu urðu þá oft þau að beita allan minnihlutahópinn harð- ræði með tilheyrandi fangelsunum, pyndingum og aftökum, einnig þá sem ekki höfðu komið nálægt bar- áttunni. í öðrum tilvikum létust stjórnvöld ekki vita af blóðugum Ársskýrsla mannréttindasam- takanna Amnesty International. átökum milii minnihlutahópa. Stjórnvöld börðu niður friðsam- lega kröfugerð um þjóðfrelsi. Kröf- ur um lýðræði í Kína og sjálfstæði í Tíbet leiddu til þess að yfir eitt þúsund manns vom drepnir og margir pyndaðir. Þjóðernisólga í löndum eins og Sovétríkjunum og Júgóslavíu hafði í för með sér að tugir manna létu lífið og fjölmarg- ir voru handteknir og fangelsaðir. Meðal þeirra hundraða Palestínu- manna sem ísraelskir hermenn hafa skotið til bana á herteknu svæðunum voru margir óvopnaðir borgarar sem tóku þátt í mótmæla- aðgerðum. Kúrdar máttu áfram þola harðræði og mannréttindabrot í írak, íran og Tyrklandi. Það tíðkast enn í meira en helm- ingi þeirra 138 landa, sem athug- anir Amnesty Intemational taka til, að fólk sé handtekið og varpað í fangelsi fyrir stjómmálaskoðanir sínar. Í fjölda landa sætti fólk fangavist án þess að ákæra væri borin fram á hendur því eða réttað í máli þess, ellegar þá að það var dæmt eftir sýndarréttarhöld. Her og lögregla í öllum heims- hlutum pyndaði fanga. Fangar voru barðir, hýddir, brenndir og þeim var nauðgað til að knýja fram játn- ingar eða í refsingarskyni. í tugum landa létust fangar af völdum pyndinga og óbærilegs aðbúnaðar í fangelsum. Lögregla og her unnu bæði ljóst og leynt í „dauðasveitum" í yfir 35 löndum og tóku þátt í að ryðja stjórnarandstæðingum úr vegi. í yfir 20 löndum „hvarf“ andófsfólk hreinlega eða var haldið föngnu með leynd eftir að öryggislögregla hafði handtekið það. í yfir 60 löndum voru þúsundir manna dæmdar til dauða fyrir rétti og í yfir 30 löndum var dauðadóm- um fuilnægt. Reuter Nicholas Ridley stígur hér út úr bifreið fyrir utan Béke Radisson hótelið í Búdapest. Augnabliki síðar var hann umkringdur frétta- mönnum sem spurðu hann i þaula um viðtalið í Spectator í gær. SAS hafnar launakröfu flugmanna Kaupmannahöfn. Frá Nils Jargen Bruun, fréllaritara Morgunblaðsins. Verkfallsaðgerðir sænskra flug- manna hjá skandínavíska flugfé- laginu SAS kosta félagið um það bil tíu milljónir dkr. (um 94 millj. ísl. kr.) á dag. Fyrsta verkfallsdag- inn, sem var í gær, bitnuðu að- gerðirnar á um 15.000 farþegum, að sögn forráðamanna félagsins. SAS vísar kröfum flugmannanna um launahækkun algerlega á bug og því er engin lausn í sjónmáli. „Við getum ekki hækkað laun flug- mannanna meira en annarra laun- þegahópa hjá félaginu," segir Mats Mitsell, deildarstjóri hjá SAS. Hann bendir á að launakostnaður SAS vegna flugmanna sé um 30% fyrir ofan meðallag hjá evrópskum flugfélögum og það geti valdið vand- ræðum þegar farþegaflug verði gefið frjálst í Evrópu á tímabilinu milli 1992 til 1995. Breskur ráðherra: Ummæli um Evrópuyfirráð Þýskalands dregin til baka London. Reuter. NICHOLAS Ridiey, iðnaðar- og verslunarráðherra Bretlands, dró í gær til baka ummæli sem eftir honum voru höfð í tímaritinu Spectator, sem út kom í gær. Þar sagði hann Vestur-Þýskaland vera að sælast eftir yfirráðum í Evrópu, að Frakkar væru álíka undirgefnir Þjóðverjum og púðluhundar og að það væri Iíkt og að gefast upp fyrir Adolf Hitler að fela Evrópubandalaginu forræði ýmissa mála. Viðtalið við Ridley birtist undir yfirskriftinni „Að segja það ósegjan- lega um Þjóðveija“. Þar talar hann m.a. um heimsókn Karls Ottos Pöhls, forseta hins vestur-þýska banka Bundesbank, til London í síðustu viku. Þar kynnti Pöhl evrópskt mynt- bandalag sem Ridley segir vera lið Þjóðveija í áætlun um að ná yfirráð- um i Evrópu og hana verði að stöðva. „Þessi yfirtaka Þjóðveija, með Frakka álíka undirgefna og púðlu- hunda, er algjörlega óþolandi." Síðan beindi hann spjótum sínum að Evr- ópubandalaginu. „Þegar ég virði fyr- ir mér stofnanirnar sem við eigum að fela forræði ýmissa mála, verð ég skelfingu lostinn." Þá kallaði hann forstöðumenn þeirra „uppgjafa- stjórnmálamenn með enga ábyrgðar- skyldu". „Ég er í sjálfu sér ekki mótfallinn því að afhenda forræðið, en ekki þessu gengi. Það væri alveg eins hægt að fela það Adolf Hitler, hreinskilnislega sagt.“ Hann sagði að hlutverk Bretlands hefði ætíð ver- ið að stuðla að valdajafnvægi innan Evrópu. „Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir það en nú, þegar Þjóðveij- ar eru svo hrokafullir." Ummæli Ridleys vöktu mikla reiði í Þýskalandi, meðal embættismanna Evrópubandalagsins og í Bretiandi. Þegar Karl Otto Pöhl var beðinn að Flokksþing kommúnista í Sovétríkjunum: Engin vandamál voru leyst - segir Sovétsérfræðingurinn Míkhaíl Voslenskíj ÚRSÖGN Borís Jeltsíns og fylg- ismanna hans úr sovéska komm- únistaflokknum er mikið áfall fyrir Míkhaíl Gorbatsjov leiðtoga Sovétríkjanna. Er þetta mat Míkhaíls Voslenskíjs eins helsta sérfræðings Vesturlanda í mál- efnum Sovétríkjanna. í símavið- tali við Morgunblaðið í gær sagði hann miklar vonir hafa verið bundnar við flokksþingið en harðlínumenn hefðu fengið því áorkað að þar voru engin vanda- mál leyst. „28. flokksþingið var haldið und- ir áhrifum af stofnun Kommúnista- flokks Rússlands," sagði Vos- lenskíj. „Gorbatsjov hafði stuðlað að stofnun slíks flokks til mótvæg- is við Borís Jeltsín leiðtoga rót- tækra umbótasinna sem nýverið hafði komist til forystu í Æðsta ráði Rússlands og þannig orðið for- seti stærsta sambandslýðveldis Sovétríkjanna. Gorbatsjov er miðjumaður í flokknum og með þeirri ákvörðun að tefla Kommúni- staflokki Rússlands gegn Jeltsín tók hann sveig í átt til harðlínu- manna. Gorbatsjov vonaði að harðlínumenn myndu styðja sig gegn Jeltsín. Hins vegar kom á daginn að harðlínumenn studdu ekki frambjóðendur Gorbatsjovs til formennsku í rússneska flokknum. í ljósi þessarar reynslu ákvað Gorbatsjov að beina sjónum hvorki til vinstri né hægri á flokksþinginu heldur stýra miðjukúrs sem fól í sér hreina og klára andstöðu við harðlínumenn. Gorbatsjov fékk því framgengt að frambjóðandi sinn væri kjörinn varaaðalritari. Flokks- þingið hafnaði Jegor Lígatsjov höf- uðandstæðingi Gorbatsjovs. Þessi niðurstaða þýðir líklega að pólitísk- um ferli Lígatsjovs sé lokið. Kosn- ing ívashkós er sigur fyrir Gorb- atsjoy í þeim skilningi að nú er varaaðalritarinn á hans bandi. Neikvætt fyrir Gorbatsjov er í fyrsta lagi að hann kom ekki fram hugmyndum sínum um að embætti aðalritara yrði lagt niður. Gorbatsj- ov vildi að stofnað yrði embætti flokksformanns og því hugðist hann sjálfur gegna. Hann vildi einnig leggja Stjómmálaráðið af og stofna nefnd fulltrúa úr öllum stéttum. Þess í stað var Stjóm- málaráðið útvíkkað og þar sitja nú flokksformenn úr öllum lýðveldum Sovétrílqanna. í öðru lagi eru þau tíðindi að flokkurinn er að bytja að klofna uggvænleg fyrir Gorbatsjov. Nú má telja líklegt að róttækir um- bótasinnar stofni nýjan flokk í ætt við jafnaðarmannaflokka á Vest- urlöndum. í kommúnistaflokknum verða þá einungis eftir miðjumenn og harðlínumenn. Það er erfitt að segja til um afleiðingar þessa fyrir kommúnistaflokkinn. Róttækir umbótasinnar eru fyrst og fremst menntamennimir í flokknum. Flokkurinn kennir sig við verkalýð- inn en verkamenn í námuhéruðum Sovétríkjanna hafa undanfarið sett sig upp á móti flokknum svo mað- ur spyr sig hvað sé eftir,“'sagði Voslenskíj. Nýkjörinn fulltrúi Gorbatsjovs: Lofar að taka tillit til allra sjónarmiða Moskvu. Reuter. U VLADÍMÍR ívashko, sem kjörinn var í næst valdamesta embætti sovéska kommúnistaflokksins á flokksþinginu I Moskvu í íyrradag, lofaði í gær að taka tillit til allra sjónarmiða í flokknum. róttækum umbótasinnum á þinginu í Úkraínu, þar sem hreyfingin Rukh, sem berst fyrir sjálfstæði lýðveldisins, hefur um fjórðung þingmanna og nýtur vaxandi fylg- is. Hann sagði af sér sem forseti lýðveldisins í siðasta mánuði og bar því við að hann nyti ekki nógu mikils stuðnings á meðal úkraín- skra þingmanna. ívashko fékk 3.109 atkvæði í ívashko, fyrrum forseti Úkraínu, sagði á fyrsta blaðamannafundi sínum sem fulltrúi Míkhaíls Gor- batsjovs, aðalritara flokksins, að hann myndi hlusta á skoðanir rót- tækra umbótasinna í flokknum og bætti við að margar af tillögum Borís Jeltsíns, sem sagði sig úr flokknum í gær, væru áhugaverð- ar. Hann viðurkenndi þó að hann hefði ekki átt upp á pallborðið hjá Vladímír ívashko. kjörinu en Lígatsjov aðeins 776. Hann varð forseti Úkraínu í fyrra en þar áður var hann fyrsti ritari flokksins í Dnepropetrovsk í Úkr- aínu. tjá sig um málið á blaðamannafundi sem haldinn var í Austur-Berlín um þýska myntbandalagið sagði hann: „Ég tel þessi ummæli vera mjög óvægin og óviðeigandi fyrir ráðherra lands sem er aðili að Evrópubanda- laginu." Pöhl færðist í fyrstu undan að svara spurningum fréttamanna um málið og bað menn að halda sig við efnið, þ.e. myntbandalagið. Síðan þegar hann var spurður hvort hann væri móðgaður vegna þess sem Rid- ley hafði sagt um tilgang ferðar hans til London í síðustu viku sagði hann: „Ég kæri mig kollóttan. Eg þekki ekki hr. Ridley." Hann sagðist ekki vera reiður. „Hvers vegna ætti ég að vera það?“ spurði hann. Þjóð- veijar voru þó ekki allir jafn yfirveg- aðir og Pöhl. Otto Lambsdorff, leið- togi fijálsra demókrata í Vestur- Þýskalandi (FDP), sagði að Ridley hefði annaðhvort verið drukkinn í viðtalinu eða að hann væri ekki enn búinn að jafna sig á sigri Þjóðveija yfir Englendingum á heimsmeistara- mótinu í knattsþyrnu. Afsagnar Ridleys var krafist af stjórnarandstöðunni í Bretlandi, nokkrum flokksbræðrum hans ,í íhaldsflokknum og ýmsum þing- mönnum Evrópuþingsins. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, lýsti því strax yfir að um- mæli Ridleys túlkuðu ekki stefnu stjórnar hennar og gaf í skyn að hún myndi ekki krefjast afsagnar hans. Skömmu seinna dró Ridley sjálfur ummælin til baka, í tilkynningu sem send var út frá London, en hann er á ferð um Ungvetjaland. „Að íhug- uðu máli sé ég verulega eftir orðum mínum, sem birt eru í tímaritinu Spectator og dreg þau heilshugar til baka.“ Potsdam: Hitler o g Gör- ing ennþá heið- ursborgarar Austur-Berlín. Reuter. ADOLF Hitler og Hermann Gör- ing eru enn á skrá yfir heiðurs- borgara í Potsdam í Austur- Þýskalandi, að því er fram hefúr komið við rannsókn á skjalasafni borgarinnar. Málið er vandræðalegt fyrir borgaryfirvöld og hyggjast þau aft- urkalla titlana hið snarasta. Potsdam, er ekki eina austur- þýska borgin sem ekki hefur enn strikað alla nasista út af heiðurs- borgaralistum sínum. Hafnarborgin Rostock svipti Hitler ekki heiður- stign fyrr en í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.