Morgunblaðið - 13.07.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.07.1990, Qupperneq 20
20 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 fMwgtmlNbifeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Eistneskur ráðherra í skyndiheimsókn Endel Lippmaa, ráðherra í ríkisstjóm Eistlands, kom hingað í skyndiheimsókn á þriðjudag. Innan eistnesku ríkisstjórnarinnar fer hann með samskiptin við Sovétríkin og erindi hans var einmitt að lýsa áhyggjum yfir nýjustu ákvörð- unum valdamanna í Moskvu um málefni Eistlands og leita eftir stuðningi hjá íslenskum stjórn- völdum og stjórnmálaflokkum við sjálfstæðisbaráttu Eistlend- inga. Fyrir skömmu samþykkti þing Litháens að teknar skyldu upp viðræður við ráðamenn í Moskvu um framkvæmd sjálf- stæðisyfirlýsingarinnar sem Litháar gáfu hinn 11. mars síðastliðinn. Af hálfu Litháa er ekki ætlunin að ræða hvort þeir hljóti sjálfstæði heldur hve- nær og hvernig. Þeir gáfu Moskvuvaldinu 100 daga til að ræða málið; álitamál er hvort sá frestur sé tekinn að liða eða hvort upphaf hans miðast við hvenær formlegar viðræður Lit- háa og fulltrúa Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétforseta hefjast. Eftir að ákvörðun var tekin um viðræðurnar afléttu Sovétmenn viðskiptabanninu á Litháa. Eistlendingar hafa ekki gengið eins langt í sjálfstæðis- yfírlýsingum og Litháar, þótt þeir stefni hiklaust að sama marki. Undanfarnar vikur og mánuði hafa Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Lit- háen, verið að samræma stefnu sína í sjálfstæðisbaráttunni, efnahagsmálum og utanríkis- málum. Leiðtogar þeirra ræddu til dæmis fyrir skömmu, hvort þeir ættu að leita formlega til Norðurlandaráðs og fara fram á stuðning við baráttu sína. Frá þeim áformum hefur verið fallið og þess í stað er rætt við stjóm- málamenn í einstökum aðildar- löndum ráðsins. Það er skyn- samleg afstaða, þar sem for- sætisnefnd Norðurlandaráðs hefur ekki umboð til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í ut- anríkismálum. Hún sækir allt sitt vald til þings Norðurlanda- ráðs, þar sem menn hafa verið tregir til umræðna um utanrík- ismál. Endel Lippmaa flutti því mið- ur engan gleðiboðskap um sam- skipti Eistlendinga við Moskvu- valdið. Þvert á móti virðast sov- éskir ráðamenn vilja ná meiri tökum á Eistlandi í stað þess að lina þau. í byijun júlí var gefin út tilskipun í Moskvu. Lippmaa segir að samkvæmt henni verði öllum efnahag Eist- lands stjórnað frá Moskvu. Hann segir, að kæmist hún til framkvæmda „yrði allt undir stjópn yfirvalda í Moskvu, þar með talin öll fyrirtæki, samtök og stofnanir. Þetta er áætlun um mikla miðstýringu, sem gerir fyrst ráð fyrir efnahags- legri yfirtöku og síðan valda- töku með því að flytja farand- verkamenn í stórum stíl inn i landið. Þá er hægt að segja við Eistlendinga að þeir séu í minnihluta.“ Telur Lippmaa þessar ráðagerðir stangast á við fögur fyrirheit og yfirlýsing- ar Gorbatsjovs. Verið sé að gera Eistland að einskonar ný- lendu. Þetta eru ógnvænleg tíðindi og benda til þess að friðmæli Gorbatsjovs og félaga hans i garð Eystrasaltsríkjanna hafi ekki byggst á vilja þeirra til að fá betra tóm til að ræða um leiðir þjóðanna til sjálfstæðis heldur til að herða á þeim efna- hagstökin. Viðskiptabannið á Litháa og skorturinn sem það leiddi til ásamt með skammar- legu áhugaleysi vestrænna ráðamanna og tregðu til að sýna stuðning sinn við sjálf- stæði Litháa í verki ollu því að Litháar sömdu um 100 daga frestinn. Þeir litu þannig á að fresturinn yrði notaður til ann- ars en að herða að þeim og nágrönnum þeirra með þeim hætti sem Endel Lippmaa lýsir. Þegar sjálfstæðismál Litháa voru mest til umræðu fyrir fá- einum mánuðum hvatti Morg- unblaðið íslensk stjórnvöld ein- dregið til þess að veita þeim allan stuðning, meðal annars með því að viðurkenna hina nýju ríkisstjóm Litháens og sjálfstæði þess. Því miður brást ríkisstjórnin ekki við með þeim hætti. Nú stendur hún frammi fyrir ósk um aðstoð frá Eist- lendingum sem kynnt hefur verið fyrir forsætisráðherra og utanríkisráðherra af eistnesk- um ráðherra. Ríkisstjórnin á að lýsa fullum stuðningi við sjálf- stæðisbaráttu Eistlendinga og styðja þá eftir fremsta megni. Hún á ekki að láta neinn bilbug á sér finna, þar sem sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna er á dag- skrá. Fullur stuðningur við þessar þjóðir er í samræmi við sögu'lega reynslu okkar sjálfra. Álver verði reist. á landsbyggðinni eftir Halldór Blöndal Það styttist óðum tíminn, þangað til ákveðið verður, hvar nýtt álver skuli rísa, — ef samningar um það ;akast á annað borð í þessari lotu. Við höfum fylgst með því, að í ríkis- stjórn og ekki síður í þingflokkum ríkisstjórnarinnar, er mikill áherslu- munur í þessu máli, — ef ekki drjúg- ur ágreiningur. Iðnaðarráðherra hef- ur slegið úr og í ekki fengist til að gefa svör við því, hvað hann vilji leggja til grundvallar nákvæmlega, þegar metið er, hvar þjóðhagslega sé hagkvæmast, að nýtt álver rísi. Ég man ekki hversu marga staði hann hefur nefnt í því sambandi. Nú er talað um Eyjafjörð, Reyðar- fjörð eða Reykjanes. Iðnaðarráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir, að samningar um álver eru háðir samþykki meirihluta Alþingis. Honum hlýtur að vera kunnugt, að síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksiris samþykkti, að það skyldi rísa á landsbyggðinni, sem er skýrgeint svo, að eigi við önnur héruð landsins en höfuðborg- arsvæðið. Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir, að hann vilji sjá nýtt álver rísa á landsbyggðinni. Álver við Keilisnes er innan marka höfuðborgarsvæðis- ins. Það liggur fyrir, að stuðningur þingflokks Alþýðubandalagsins við nýtt áiver er bundinn því, að það rísi utan höfuðborgarsvæðisins. For- sætisráðherra hefur látið orð falla í svipaða átt_ en líka gagnstæða, er giér sagt. Ég hygg að flestir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu þeirrar skoðunar, að nýtt álver skuli rísa á landsbyggðinni. í ljósi þessara staðreynda eru vinnubrögð iðnaðarráðherra í álmál- inu í senn ámælisverð og skaðleg. Hann hefur ekki vald á því innan Halldór Blöndal „Ég vil ekki trúa því, að álverið rísi á höfiið- borgarsvæðinu, af því að það ylli byggðarösk- un, sem við höfum ekki ráð á. Að öllu saman- iögðu erþjóðhagslega hagkvæmast í bráð og lengd að álverið rísi við EyjaQörð. Þar vil ég sjá það standa.“ ríkisstjórnarinnar, eins og hann hef- ur rekið það. Komi til atkvæða- greiðslu á Alþingi um byggingu ál- vers á Keilisnesi, stendur hann höll- um fæti. Bygging og rekstur 200 til 400 þús. tonna álvers er svo tröllaukið verkefni borið saman við annað sem er að gerast í atvinnulífi hér á landi, að óhjákvæmilegt er að meta áhrif slíkrar framkvæmdar á þjóðlífið í heild, áður en álverinu er valinn stað- ur. Það er út í hött að setja saman kostnaðaráætlun fyrir álver á sömu forsendum og fyrir vöruskemmu eða verslunarhús og leggja til grundvall- ar við staðarval. Inn í dæmið verður að taka þau jákvæðu áhrif, sem bygging álvers á landsbyggðinni hefur á atvinnuumhverfi sitt í víðtækustu merkingu þess orðs. í blaðafregnum er talað um, að það kosti 1,2-2,4 milljörðum meira að reisa álver við Eyjafjörð eða Reyðar- fjörð en á höfuðborgarsvæðinu. Mér er ekki kunnugt, hvað liggur á bak við þessar tölur, enda forsendur mismunandi, eftir því hvaða staðir eru bornir saman. Slík reikningsleg niðurstaða verður heldur ekki metin, nema hún sé sett í byggðalegt sam- hengi. Atvinnulíf á landsbyggðinni stendur höllum fæti. Fyrir því eru margar ástæður. Mestu munar, að sjávarafli hefur dregist veruíega saman, um leið og óunninn fiskur eða hálfunninn er í ríkari mæli en áður fluttur úr landi. Hátt verð á fiskmörkuðum veldur mismunun og óvissu. Það eru þess vegna margir farnir að hugsa sér til hreyfings, sem fram að þessu hafa verið rótfastir í sinum heimabyggðum. Þeir sjá ein- faldlega ekki fram á, að þeir hafi að neinni atvinnu að hverfa, þegar frá líður. Og þá er betra að flytja strax, segja þeir. Aðrir hafa við orð, að þeir ætli að bíða og sjá, hvað setur, — hvar álverið muni rísa. Ég vil ekki trúa því, að álverið rísi á höfuðborgarsvæðinu, af því að það ylli byggðaröskun, sem við höfum ekki ráð á. Að öllu saman- lögðu er þjóðhagslega hagkvæmast í bráð og lengd að álverið rísi við Eyjafjörð. Þar vil ég sjá það standa. Iíöfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Sólin skein á Skjólsfólk á Þingvöllum, og staðurinn skart- Uppábúnar og glaðar í bragði eru dömurnar í uppiiafí Á stéttinni við Hótel Valhöll. Þar vantar enn nokkuð á aði sínu fegursta. Þingvallaferðar. að aðgangur fyrir lijólastóla sé auðveldur, en allt bjarg- aðist það með góðri aðstoð. Vistmenn á Skjóli skunda á Þingvöll; FIMMTÍU vistmenn á umönnun- ar- og hjúkrunarheimili aldr- aðra, Skjóli, tóku sig til í gær og drifú sig á Þingvöll í fylgd álika margra starfsmanna heim- ilisins. Vistmenn voru á aldrin- um 71-99 ára og höfðu margir ekki komið til Þingvalla í mörg herrans ár, höfðu reyndar sum- ir orð á að þeir hefðu ekki trúað að þeir ættu það efíir. Þeyst var austur á Iangferðabíl og nokkrum bílum fyrir fatlaða, þar sem stór hluti hópsins var í hjólastólum. í rútunni sá Jón Böð- varsson um leiðsögn. Gamla fólkið fékk gott veður og góðar móttökur hjá sr. Heimi Steinssyni, presti og þjóðgarðsverði á Þingvöllum, og starfsfólki á Hótel Valhöll, þar sem drukkið var kaffí og lagið tekið undir stjórn Ólafs Beinteinssonar. Líklega hefðu margir úr hópn- um ekki treyst sér til að fara á helgasta stað Þingvaila, Lögberg, hefði nýsmíðuð trébraut ekki verið til staðar. Nú gekk það eins og í sögu fyrir hjólastólafólkið að rúlla á Lögberg með góðri aðstoð starfs- fólksins, og þeir sem voru gang- andi, þurftu ekki að hafa áhyggjur af að detta í þýfinu. Á Lögbergi rakti sr. Heimir sögu staðarins. Á Skjóli eru alls um 100 vist- menn, þannig að um helmingur þeirra lagði upp í þessa ferð. Þetta er fyrsta langferðin af þessu tagi, sem fólkið á Skjóli fer, en heimilið hefur starfað í þijú ár. Ferðin tók hátt í sex tíma, og bæði vistmenn og starfsfólk skemmtu sér hið bezta. Þessar stöllur virðast skemmta sér hið bezta á Hótel Valhöll. Hjólastólafólk rúllaði án hindrunar á Lögberg Á nýju göngubrautinni á Lögbergi gekk ferðalagið eins og í sögu, þótt margir væru í hjólastólum og aðrir kannski slakir til gangs. Kvenhyllin virðist ekki fara dvínandi með aldrinum hjá sumum. Hef verið hér í þeirn tilgangi að bæta við íslandssöguna - segir Thomas McGovem sem hefur verið neitað um leyfi til fomleifarannsókna hér „ÞAÐ kemur mér mjög á óvart að ég skuli ekki hafa fengið leyfi til að grafa upp húsdýrabein á Ströndum í sumar,“ sagði Thomas McGo- vern fornleifafræðingur í samtali við Morgunbiaðið. Hann sagðist skila þeim íslensku beinum, sem hann hefði flutt til rannsóknar í Bandaríkjun- um. „Ég hef ekki verið hér á Islandi undanfarin ár í þeim tilgangi að rýra íslandssöguna heldur til að bæta við hana,“ sagði McGovern. Þjóðminjaráð hefur neitað McGovern um leyfi til að grafa upp bein á Ströndum, þar sem hann uppfyllir ekki þau skilyrði nefndar- innar að þeir, sem fáist við íslen- skar fornminjar, verði að kunna góð skil á íslenskri menningarsögu. Umsókn McGoverns var hins vegar samþykkt í fornleifanefnd. Stjórn Félags íslenskra fræða hefur mótmælt_ þessari ákvörðun þjóðminjaráðs. í ályktun stjórnar- innar um málið segir meðal annars að McGovern hafí á undanförnum árum rannsakað ruslahauga í kringum fomar mannabyggðir á Grænlandi, Bretlandseyjum og an- nesjum hérlendis til þess meðal annars að fá vitneskju um matar- æði, húsdýrahald og lífskjör fólks á liðnum öldum. Guðmundur Ólafsson, deildar- stjóri fornleifadeiidar Þjóðminja- safns íslands, á sæti í fornleifa- nefnd og samþykkti þar, ásamt þjóðminjaverði og borgarminja- verði, umsókn McGoverns um leyfi til að grafa upp bein á Ströndum. Guðmundur sagði að McGovern hefði stundað rannsóknir hérlendis undanfarin ár og átt mjög gott sam- starf við íslenska fornleifafræðinga. „Beinarannsóknir McGoverns eru mjög merkilegar og þar sem þetta átti að verða síðasta árið, sem hann stundaði rannsóknir hér, fínnst mér það auðvitað mjög alvar- legt að skera eigi á þær fyrirvara- laust. Það mun hafa mjög slæm áhrif á þær rannsóknir Islendinga, sem hafa verið að afhenda McGov- ern bein til rannsóknar." Guðmundur sagði að stjórnendur rannsókna á Stóru-Borg, Bessa- stöðum og í Viðey hefðu allir sent McGovern bein til rannsóknar og sennilega hefði engum rannsóknar- hópi verið settar jafnstrangar regl- ur, áður en fornleifanefndin tók til starfa, og rannsóknarhópi McGov- erns en í þessum hópi væru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Bretar, Danir og íslenskir fornleifa- fræðingar, náttúrufræðingar og jarðfræðingar. „McGovern hefur stundað hér rannsóknir frá árinu 1987 en þá rannsakaði hann fornleifar á Sval- barða í Þistilfirði. Þaðan tók hann hluti til rannsóknar í Bandaríkjun- um, til dæmis bein, járnmoia, gjall, snældusnúða, brot úr kömbum og nálum. Hann hefur hins vegar skráð þessa hluti mjög nákvæmlega. Frá rannsókninni á Stóru-Borg, sem staðið hefur yfir síðastliðin tólf sumur, hefur McGovern einnig fengið öll bein til rannsóknar en þau eru hátt í hálfa milljón talsins. Það er því alveg fáránleg krafa að Þjóðminjasafnið hafi átt að skrá öll íslensk bein, sem McGovern hef- ur fengið til rannsóknar erlendis, þar sem þau eru trúlega um milljón talsins. Það hefði tekið marga menn nokkur ár að skrásetja öll þessi bein. Þjóðminjavörður hefur veitt honum leyfi til að fara með þessa muni úr landi og McGovern hefur undirritað skilmála varðandi þá. Einnig höfum við fengið skýrslur frá McGovern um þessar rannsókn- ir hans hér árlega og þeim fyigja teikningar og dagbókarfærslur." Guðmundur sagði að McGovern hefði fengið beinasöfn til rannsókn- ar víðar að úr heiminum og hann væri mjög eftirsóttur og virtur sér- fræðingur. Það væri því mikill ávinningur fyrir okkur að hafa fengið hann tii að rannsaka íslensk bein og til þessa verkefnis hefðu fengist erlendir styrkir. Hann sagði að bandaríski fornleifafræðingurinn Kevin Smith, sem hefði, ásamt ís- lendingi, verið að rannsaka eyðibýli á Hálsi í Hálsasveit í Borgarfirði, myndi ekki koma hingað í sumar vegna þessa máls. Hann hefði hins vegar undirritað skilmála um skila- skyldu á gögnum þegar rannsókn hans lyki. Guðmundur sagði að óákveðið væri hvert framhaldið á þessu máli yrði en hann áliti að sú ákvörðun fornleifanefndar að veita McGovern leyfi til fornleifarannsókna á Ströndum eigi að standa. Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjár- fræðingur sagði að hann væri að taka saman efni um fornan búskap og hefði fylgst með rannsóknum McGoverns hérlendis. „Beinarann- sóknir McGoverns eru tvímælalaust mjög merkilegar. Þær hafa til dæm- is breytt hugmyndum manna um búskap hér á landnámsöld," sagði Stefán Aðalsteinsson. Slökkviliðið á vettvangi í gærkvöldi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eldur í Breiðagerðisskóla ELDUR kom í gærkvöldi upp í Breiðagerðisskóla í Reykjavík, þar sem kennslusundlaug Ríkisstjóniiii gerir sitt -segir Steingrímur Hermannsson STEINGRIMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að ríkis- stjórnin muni leggja sitt að inörk- um til að halda framfærsluvísi- tölunni sem næst rauðu striki kjarasamninganna í september. „Það eru ekki stórir hlutir sem við teljum að þurfi að gera, en það er verið að vinna hlutina betur,“ sagði Steingrímur. Málið var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær og er búist við endanlegri niðurstöðu í næstu viku. Steingrímur sagði einnig að ef aðilar kjarasamninganna meintu eitt- hvað með sínum spám í febrúar, þá hlytu þeir að verða að leggja sitt fram í þessu máli. skólans er til húsa. Logaði í loft- ræstirörum í fölsku lofti inni í húsinu. Eldurinn var ekki mik- ill, en þeim mun meiri reyk lagði af honum. Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að að Breiðagerðisskóla skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Sex reykkafarar voru sendir inn í hús- ið og féll einn þeirra í sundlaug- ina, sem var tóm, og marðist á öxl. Fljótlega tókst að slökkva eld- inn og eru skemmdir ekki miklar. Ekki er vitað um eldsupptök en bæði Rannsóknarlögreglan og Rafmagnseftirlitið vinna að rann- sókn. Ráðgjafarnefiid iðnaðarráðuneytisins: Alver í Straumsvík ylli flúormengun í hluta Hafiiarflarðar - „Fullharkalegar ályktanir,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson RÁÐGJAFARNEFND iðnaðarráðuneytisins segir í minnisblaði varðandi staðsetningu álvers, að ef nýtt álver Atlantsálhópsins yrði staðsett í Straumsvík gæti það valdið flúormengun á Hvaleyrarholti og í norður- bænum í Hafharfirði. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafhar- firði, telur að með því séu dregnar fhllharkalegar ályktanir af athugun- um og hætta á flúormengun þyrfti ekki að vera viðvarandi. í minnisblaði ráðgjafarnefndar- innar kemur meðal annars fram, að búast mætti við mengunaráhrifum í Hafnarfirði, ef reist yrði nýtt 200 þúsund árstonna álver til viðbótar við álver ÍSAL, sem framleiðir 90 þúsund tonn á ári. Niðurstöður spár um dreifingu fiúors frá þessum tveimur álverum séu þær, að styrkur flúors í lofti á Hvaleyrarholti og hluta norðurbæjarins í Hafnarfírði yrði fyrir ofan 0,6 mígrógrömm í rúmmetra, sem eru þau inörk sem miðað er við. Bæði álverin kynnu að tvöfalda framleiðslu sína og ljóst væri að 600 þúsund tonna fram- leiðsla á ári væri meira en svæðið virtist geta staðið undir. í minnis- biaðinu er tekið fram, að við þessa útreikninga sé ekki tekið tillit til annars iðnaðar á svæðinu. Guðmundur Árni Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, segist hafa séð þær athuganir, sem fram hafí farið á vegum NILU. Þær séu ekki full- unnar og fullharkalegar ályktanir hafi verið dregnar af þeim varðandi mengun frá áliðju í Straumsvík. Hann segist ekki sjá af niðurstöðum athugana, að viðvarandi hætta þyrfti að stafa af tveimur álverum á svæð- inu. í minnisblaði ráðgjafarnefndar iðnaðarráðuneytisins er það jafn- framt talið staðsetningu nýs álvers í Straumsvík til fyrirstöðu, að ÍSAL hafí fengið fyrirheit um stækkun álvers síns og álver Atlantsálhópsins gæti komið í veg fyrir þær fyrirætl- anir. Guðmundur Árni mótmælir þessu og segir ijóst að slík stækkun gæti átt sér stað þótt nýtt álver yrði staðsett þar. „Ég tel efnislegar ástæður fyrir því að útiloka staðsetn- ingu nýs álvers í Straumsvík létt- vægar og hef ekki séð nægilegan rökstuðning fyrir því,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.