Morgunblaðið - 13.07.1990, Side 23

Morgunblaðið - 13.07.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 23 Þijár sýningar opn- aðar í NýlistasaJninu ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, á morgun klukkan 16. I sölum fyrstu hæðar verður einkasýning franska listamannsins Bauduin, á annarri hæð verður einkasýning Níelsar Hafstein og á þriðju hæð verður safnsýning. Þar verða sýnd verk eftir Ástu Ólafs- Sálin í Njálsbúð SÁLIN hans Jóns míns mun spila í Njálsbúð annað kvöld og byrjar hljómsveitin að spila um miðnæt- urbil. Á efnisskránni eru m.a. tvö ný íslensk lög eftir þá Guðmund Jóns- son og Stefán Hilmarsson, sem heita „Ég er á kafi“ og „Ekki“. Þessi lög eru á safnplötunni „Bandalög 2“. í bland við iín eigin lög mun hljómsveitin leika eldri íslensk rokklög sem nú orðið mega kallast sígild í rokksögu Islands. dóttur, ívar Valgarðsson, Rúnu Á. Þorkelsdóttur og Þór Vigfússon. Sýningin er opin daglega frá klukk- an 14-18. Henni lýkur 29. júlí. Menntamaálaráðuneytið og Borgarstjórn Reykjavíkur reiddu fram fé á þessu ári til að kaupa húsin á Vatnsstíg 3b og gáfu Ný- listasafninu. Undanfarnar vikur hafa félagsmenn unnið að viðgerð- um og nýsmíði og jafnframt lagt drög að frekari breytingum þegar tóm gefst og fjárhagur leyfir. Húsnæði Nýlistasafnsins er 550 fm og skiptist þannig að á fyrstu hæð eru tveir stórir sýningarsalir, smíðahús og fleira. Á annarri hæð er listaverkageymsla, lítill sýning- arsalur, skrifstofa, bókasafn og tækjasalur og á þriðju hæð er stór sýningarsalur þar sem áður var Gallerí Súm. Þegar hafa verið skipulagðar sýningar í salarkynnum safnsins, á verkum íslenskra og eriendra lista- manna, fram á vor 1991. (Fréttatilkynning) Vestmannaeyjar: MorgunbÍáAjd/Sigurgeir Jónasson Tvö verkanna sem prýða gafl hússins.Á innfelldu myndinni er Guðgeir Matthíasson.að vinna að gerð einnar myndarinnar á gafli Tangahússins. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 12. júlí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 92,00 77,00 84,14 106,829 8.988.138 Þorskurst. 96,00 96,00 96,00 0,400 38.400 Smáþorskur 67,00 67,00 67,00 2,951 197.717 Ýsa 104,00 79,00 91,90 2,336 214,682 Karfi 32,50 28,50 29,35 34,910 1.024.671 Ufsi 44,00 33,00 42,07 4,016 168.966 Steinbítur 75,00 75,00 75,00 0,930 69.752 Langa 59,00 54,00 55,96 0,268 15.005 Lúða 210,00 100,00 178,61 0,592 105.877 Koli 59,00 58,00 58,09 1,932 112.264 Smáufsi 33,00 33,00 33,00 0,466 15.378 Samtals 70,36 155,633 10.950.850 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 87,00 77,00 82,10 4,525 371.501 Ýsa 129,00 117,00 124,25 0,802 99.647 Karfi 35,50 25,50 29,92 38,852 1.162 Ufsi 51,00 29,00 46,03 1,677 77.230 Steinbítur 70,00 54,00 61,84 1,095 67.711 Hlýri 54,00 54,00 54,00 0,084 4.536 Langa 48,00 48,00 48,00 0,200 9.600 Lúða 295,00 295,00 295,00 0,210 61.950 Skarkoli 81,00 81,00 81,00 0,299 24.219 Sólkoli 90,00 90,00 90,00 0,070 6.300 Skata 70,00 70,00 70,00 0,040 2.800 Skötuselur 435,00 110,00 428,01 0,186 79.610 Blálanga 57,00 50,00 55,03 0,786 43.254 Koli 66,00 66,00 66,00 0,059 3.894 Grálúða 58,00 58,00 58,00 0,326 18.908 Öfugkjafta 17,00 17,00 17,00 0,240 4.080 Humar 1490,00 780,00 1198,42 0,581 696.316 Blandað 44,00 44,00 44,00 . 0,470 20.680 Langlúra 36,00 34,00 35,69 * 1,937 69.124 Náskata 27,00 10,00 18,63 0,067 1.248 Samtals 53,81 52,506 2.825.233 Selt var úr Sveini Jónssyni 15 tonn af Karfa og 4 tunnur af humar úr Má GK. FAXAMARKAÐUR hf. f Reykjavik Þorskur 100,00 56,00 87,64 22,055 1.932.890 Ýsa 128,00 50,00 92,90 2,034 188.973 Karfi 32,00 30,00 30,95 157,467 4.873.114 Ufsi 48,00 40,00 46,54 27,026 1.257.735 Steinbítur 73,00 60,00 67,65 0,323 21.851 Lúða 315,00 180,00 265,89 0,168 44.670 Skarkoli 79,00 45,00 48,05 0,558 26.810 Grálúða 50,00 50,00 0,00 0,000 Keila 22,00 22,00 22,00 0,081 1.782 Skata 63,00 63,00 63,00 0,022 1.386 Lýsa 31,00 31,00 31,00 0,051 1.581 Langa 64,00 46,00 64,00 0,920 58.880 Gellur 400,00 400,00 400,00 0,015 . 6.000 Blandaður 12,00 12,00 12,00 0,048 576 Undirmál 73,00 12,00 64,10 1,961 125.961 Samtals 40,15 212,729 8.541.937 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA SKIPASÖLUR í Bretlandi 12. júlí. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 154,66 84,6 Ýsa 135,13 18,1 Ufsi 37,37 7,7 Karfi 100,03 6,7 Samtals 119,8 16.841.60 Selt var úr Hugin VE 55. GÁMASÖLUR í Bretlandi 12. júlí. Þorskur 193,94 141,66 Ýsa 177,08 137,41 Ufsi 75,89 42,16 Karfi 109,62 84,32 Samtals GÁMASÖLUR í Vestur-Þýskalandi. Þorskur 248,26 85,36 Ýsa 234,75 115,24 Ufsi 93,90 32,01 Karfi 108,13 51,57 Guðgeir málar myndir á húsgafl Vestmannaeyjum. Alþýðulistmálarinn Guðgeir Matthiasson hefur að undanförnu unnið við að mála þrjár stórar myndir á gafl Tangahússins, við Tangagötu í Eyjum. Guðgeir sækir myndefni sitt i náttúru Eyjanna, höfnina og inn- siglinguna. Guðgeir hefur áður fengist við að myndskreyta hús- veggi í Eyjum þvi fyrir nokkrum árum málaði hann myndir á veggi' mjölhúss Fiskimjölsverksmiðju Ein- ars Sigurðssonar. Veggskreytingar Guðgeirs hafa vakið athygli og lifga skemmtilega upp á umhverfið við höfnina. Guðgeir hefur undanfarið, jafn- framt þvi sem hann hefur unnið að gerð myndanna á gafli Tangahúss- ins, verið með opna myndlistarsýn- ingu á veitingastaðnum Huginn i Eyjum. Myndir hans þar hafa kom- ið verulega á óvart enda segir lista- maðurinn að hann sé alltaf að mót- ast og brjóta sig i list sinni. Grimur Jóhann á von um að komast áfram í áskorendaeinvígin Skák Karl Þorsteins Á laugardaginn fæst úr þvi skorið hvaða ellefú skákmenn á millisvæðamótinu öðlast þátt- töku í áskorendaeinvígunum á næsta ári. Sovésku stórmeistar- arnir Ivantsjúk og Gelfand, og Indverjinn Anand hafa þegar tryggt sér sæti þegar þetta er ritað en tæplega tuttugu skák- nieistarar eygja ennþá von um hin sætin, þeirra á meðal Jóhann Hjartarson. Reiknimeistarar voru þegar fyrir mótið á þeirri skoðun að átta vinningar í umferðunum þrettán nægðu til þess að komast áfram og líklegast halda niður- stöður þeirra. Meðalskákstig and- stæðinga eru höfð til hliðsjónar við stigaútreikning og keppendur sem hafa teflt við stigalága and- stæðinga þurfa e.t.v. 8 'A vinning af þeim sökum. Baráttugleði keppenda á efstu borðunum hefur heldur betur dvínað sem liðið hefur á mótið. Það kunna heimamenn illa að meta og sovétmennirnir í toppsæt- unum hafa sætt ásökunum í blöð- um fyrir snubbóttar jafnteflis- skákir í síðustu umferðum. At- hyglin hefur að undanförnu því fremur beinst að keppendum um miðbik mótsins sem ennþá eyja von að verða á meðal hinna út- völdu. Friðarpípur eru þar hvergi reyktar nema að afloknum harðvítugum vinningstilraunum enda þjónar jafntefli litlum til- gangi. ' Jóhann Hjartarson hefur teflt mjög vel í síðari hluta mótsins. Frægðarsól hans á alþjóðlegum vettvangi hófst einmitt á milli- svæðamótinu í Szirak fyrir þrem- ur árum sem hann vann sællrar minningar. Jóhann eygir ennþá veika von að endurtaka leikinn og komast áfram en til þess þarf hann að sigra andstæðinga sina í tveimur síðustu umferðunum. Margeir Pétursson hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á mótinu. Hann hefur verið fremur lánlaus í viðureignum sínum og líkt og Jóhann verðskuldað fleiri vinninga en aflað hefur. Að því er ekki spurt í leikslok og líklega verða sovésku stórmeistararnir Khalifman, Dolmatov, Dreev og Ehlvest sem bætast í hóp landa sinna í áskorendaeinvígunum. Húbner, Kortsjnoi og Short standa best að vígi úr hópi vest- rænna stórmeistara. Sax og sov- éska stórmeistaranum Gúrevítjs nægir að auki líklega jafntefli í síðustu umferð. Lítum að lokum á skák Jóhanns við breska stórmeistarann Chandler úr 7. umferð. Hvítt M. Chandler Svart: Jóhann Hjartarson Spánskur leikur 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - RfB, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 - 0-0, 9. Ii3 - Bb7, 10. d4 - He8, 11. Rbd2 - BÍ8, 12. Bc2 - Rb8, 13. d5 - c6, 14. dxc6 — Bxc6. (Úr byijuninni hef- ur hvítum ekki áskotnast neitt frumkvæði. Svartur undirbýr í næstu leikjum d5 og öðlast betra tafl.) 15. Rn - Rbd7, 16. Bg5 - h6, 17. Bh4 - Dc7, 18. R3d2 - Db7, 19. Df3 - d5! 20. Rg3 - He6! Jóhann kvað hróksleikinn vera dæmigerðan Karpov-leik að skák- inni aflokinni. Á e6 þjónar hrókur- inn viðamiklu varnarhlutverki og að auki ákjósanlega staðsettur til sóknar ef svo ber undir. 21. exd5 - Rxd5, 22. Hadl - Rf4, 23. Rde4 - Rc5, 24. Bd8 (24. Rxc5, Bxf3, 25. Rxb7 - Rxg2! var síðra. Chandler hafði þegar eytt mestum hluta umhugs- unartímans. Svartur hefur náð frumkvæðinu og í tímahrakinu reynir Chandler að flækja málin, en án árangurs.) 24. - g6, 25. Rxc5 - Bxf3, 26. Rxb7 - Bxb7, 27. Be4 (27. Re4 var að líkindum betri möguleiki. Eftir 27. - f5, 28. Bb3! - Bxe4, 29. g3 er staðan fjarri því að vera ljós. 27. - Bxe4, 28. Rxe4 - 15!, 29. RfB - KÍ7. 30. g3? (Jóhann kvaðst eftir skákina hafa búist við 30. Hd7+ — Bel, 31. Bxel — Hxe5, 32. Hxe5 og hvítur virðist vinna peð. Svartur leikur hins vegar 32. Hae8!! og eftir þvinguð hrókauppskipti stendur svartur til vinnings í ridd- araendataflinu, eins og Jóhann hafði undirbúið. Leikur Chandlers er síðri, svartur vinnur peð og úrvinnslan er einungis tæknilegt atriði.) 30. - Rxh3+, 31. Kg2 - Hd6!, 32. Rd7 - Hxd8, 33. Rxe5+ - KP6, 34. Hxd6 - Bxd6, 35. Rc6 - Hc8, 36. Rd4 - Rg5. Og hvítur gafst upp, 37. f4 er svarað með 37. — Re4 og svartur er einfaldlega manni yfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.