Morgunblaðið - 13.07.1990, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
*
>
Margar gerðir
Sýnd á Seltjarnarnesi v/Bygggarða.
Sýningarhús okkar tilsölu og afhendingarílok
júlí Fullbúið hús á mjög góðu verði. Allarupplýs-
ingar í símum 91-612400 og 96-26449.
Söluaðilar:
Lundi hf„, BYNOR,
Bygggörðum 7, Seltj. Akureyri.
Sími 612400. Sími 96-26449.
Opið sunnudaginn 15. júlí
frá kl. 14.00-17.00
Kristinn Árnason gíterleikari.
Kristinn Árnason gítar-
leikari á sumartónleikum
KRISTINN Árnason gítarleikari kemur fram á sumartónleikum í
þremur kirkjum á Norðurlandi um helgina.
Fyrstu tónleikar hans verða í
Húsavíkurkirkju í kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 20.30 og annað kvöld,
laugardagkvöldið 14. júlí, verða
tónleikar í Reykjahlíðarkirkju kl.
20.30. Á sunnudag kl. 17 verða
síðan tónleikar í Akureyrarkirkju.
Á efnisskránni eru verk eftir
Scarlatti, Aguado, Martin, Grana-
dos og Barrios.
Kristinn Árnason er fæddur í
Reykjavík árið 1963, hann nam
gítarleik hjá Gunnari H. Jónssyni
og Joseph Fung í Tónskóla Sigur-
sveins og lauk þaðan burtfararprófi
1983. Þá var hann við nám í Bret-
landi og lauk BM-prófi í New York
árið 1987. Síðan hefur hann stund-
að einkanám á Spáni og tekið þátt
í námskeiðum. Hann hefur haldið
tónleika í New York, þrívegis í
Reykjavík^ og nýlega spilaði hann í
Napolí á Ítaiíu.
Unnið að tilfærslu
lóðarinnar á Dysnesi:
Engin ástæða
til svartsýni
- segir Sigurður P.
Sigmundsson
VERIÐ er að kanna jarðveg á
lóðinni við Dysnes í Eyjafirði í
þeim tilgangi að færa áður fyrir-
hugaða lóð undir álver, þannig
að ekki komi til eins umfangsmik-
il jarðvegsskipti og á þeirri lóð
sem áður var hugsuð fyrir slika
starfsemi. Sigurður P. Sigmunds-
son framkvæmdastjóri Iðnþróun-
arfélags Eyjafjarðar segir ekkert
tilefni fyrir Eyfirðinga að vera
svartsýna á möguleika á að álver
rísi þar.
Sigurður segir að samanburðarat-
hugunum á stöðunum þremur sem
til greina koma sé alls ekki lokið í
Ijós kom fyrir skömmu að jarðvegs-
skipti á lóðinni við Dysnes yrðu mun
dýrari en á öðrum stöðum, en Sig-
urður segir að nú sé verið að kanna
jarðveg á öðrum stað sem gæti leitt
til minni jarðvegsskipta á lóðinni.
„Við teljum mjög villandi að ein-
blína á stofnkostnaðinn, það hefur
komið fram í máli Atlantsálsmanna
að þeir telja rekstrarkostnaðinn
skipta mun meira máli og það er
okkar tilfinning að hann kunni að
verða lægri í Eyjafirði en á Keilis-
nesi,“ sagði Sigurður.
„Við höfum fengið mikii viðbrögð
við frétt Morgunblaðsins um það sem
kemur fram í minnisblaði ráðgjafar-
nefndar iðnaðarráðuneytisins um
staðarval vegna álvers Atlantsáls-
hópsins. Menn hafa fyllst svartsýni
og telja að haldið sé uppi áróðri á
móti okkur. Ég tel enga ástæðu til
svartsýni á meðan endanlegar sam-
anburðartölur liggja ekki fyrir, en
þeirra er að vænta um miðjan næsta
mánuð. Ef við hugsum þetta líkt og
keppni í hlaupi, þá er sá sem leiðir
í miðju hlaupi ekki endiiega sigur-
vegarinn þegar í markið er komið.“
Skútustaðahreppur:
Minnihlutafiill-
trúar gengn út
afhreppsfiindi
Mývatnssveit.
SIGURÐUR Rúnar Ragnarsson
var ráðinn sveitarstjóri í Skútu-
staðahreppi í Mývatnssveit á fundi
sveitarsfjórnar í fyrradag. Fyrir
fúndinum lágu sex umsóknir um
stöðu sveitarsfjóra, en Sigurður
Rúnar hafði ekki sótt um stöðuna.
Fulltrúar minnihlutans töldu
vinnubrögð meirihlutans óeðlileg
og gengu af fundi eftir að hafa
bókað að þau teldu að gróflega
hefði verið brotið á réttindum
sínum sem hreppsnefiidarmenn. I
sveitarsljórn sitja þrír fúlltrúar
F-lista, einn frá H-Iista og einn frá
K-lista.
Sigurður Rúnar, sem er oddviti,
lýsti sig vanhæfan til að taka þátt
í kosningu sveitarstjóra og vék af
fundi. Hörður Sigurbjarnarson vara-
oddviti tók sæti Sigurðar Rúnars á
fundinum og kynnt hann þær um-
sóknir sem fyrir lágu um stöðu sveit-
arstjóra. Á fundinum var lögð fram
tillaga frá F-lista þess efnis að Sig-
urður Rúnar Ragnarsson yrði ráðinn
sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Tillögunni fylgdi greinargerð þar
sem segir að Sigurður Rúnar sé fús
til að taka að sér stöðu sveitar-
stjóra. Bregðast verði skjótt við
ýmsum vandamálum sem fyrir sveit-
arstjórn liggja en þar nægi að nefna
háskalega slæman Ijárhag sveitar-
sjóðs. Þrátt fyrir að sveitarstjórn
hafi borist allmargar umsóknir um
stöðu sveitarstjóra, þá sé Sigurður
Rúnar best til þess fallinn að fylgja
eftir ákvörðunum sveitarstjórnar.
Ólöf Hallgrímsdóttir, fulltrúi
K-lista, taldi vinnubrögð meirihlut-
ans óeðlileg. Kári Þorgrímsson, full-
trúi H-lista, lýsti þeirri skoðun sinni
að tillaga F-listans hún fæli í sér
pólitíska kosningu sveitarstjóra.
Kári lagði fram tillögu um að leitað
yrði samninga við Pétur Þór Jónas-
son um ráðningu í starf sveitarstjóra
Skútustaðahrepps. Auk þess lagði
hann til að afgreiðslu á tillögu F-list-
ans yrði frestað til næsta fundar.
Tillögur Kára voru felldar með þrem-
ur atkvæðum meirihlutans.
Krislján
Glæsile^
sumarhus
til sölu
Morgunblaðið/Einar Falur
Undanfarið hefur verið unnið að endurbyggingu Krossanesverksmiðjunnar, en á hluthafafúndi í dag
verður tekin ákvörðun um hvort þeirri vinnu verður haldið áfram.
Framtíð Krossanesverk-
smiðjunnar ræðst í dag
blaðsins má búast við hörðum við-
brögðum verði síðari kosturinn
fyrir valinu einkum þegar litið er
til bágs atvinnuástands á Akur-
eyri.
Verði afráðið að hætta starf-
semi loðnuverksmiðjunnar og
gengið að fyrirliggjandi tilboði
Síldarverksmiðja ríkisins um kaup
á vélum og tækjum skuldbindur
bærinn sig um leið þannig að ekki
verði rekin loðnubræðsla í bænum
næstu árin.
Einn viðmælenda blaðsins sagði
í gær að slíkar skuldbindingar
væru með öllu óþolandi, „Bærinn
yrði nánast í handjárnum og þetta
myndi marka djúp spor í atvinnu-
sögu bæjarins, sem allra síst má
við því að missa frá sér störf.“
Hluthafafundurinn hefst kl. 14
í dag, en upphaflega átti að halda
hann í gær, fimmtudag. Þá var
fundi frestað vegna þess að ýmis
gögn vantaði sem nauðsynleg
þóttu áður en endanleg ákvörðun
um framtíð verksmiðjunnar yrði
tekin.
ÁKVÖRÐUN um framtíð
Krossanesverksmiðjunnar verð-
ur tekin á hluthafafundi sem
haldinn verður í dag. Verk-
smiðjan varð eldi að bráð að
morgni gamlársdags, en ákveð-
ið var að byggja hana upp að
nýju. Komið hefúr í ljós að
kostnaður við uppbygginguna
er mun meiri en áætlað hafði
verið eða um 70-75 milljónir
króna.
Að undanförnu hefur verið rætt
um innan stjórnar verksmiðjunnar
hvort halda eigi fyrri áætlunum
um uppbyggingu eða hvort væn-
legra sé að hætta alfarið við að
byggja verksmiðjuna upp, en um
það eru skiptar skoðanir.
Samkvæmt heimildum Morgun-
Sumarsýning
í Myndlista-
skólanum
Sumarsýning verður
opnuð í Myndlistarskólan-
um á Akureyri á morgun,
laugardaginn 14. júlí, kl.
14.00.
Sumarsýningin er samsýn-
ing fjögurra listamanna,
þeirra Kristins G. Jóhanns-
sonar, Guðmundar Ármanns
Siguijónssonar, Jóns Laxdals
Halldórssonar og Helga Vil-
bergs. Sýningin er fjölbreytt
því fjói’menningarnir beita
ólíkum aðferðum í listsköpun
sinni. Kristinn sýnir olíumál-
verk, Guðmundur dúkristur,
Jón klippimyndir og Helgi
vatnslitamyndir. Oll verkin
eru ný.
Sýningin verður opin dag-
lega á milli kl. 14 og 17 til
mánudagsins 6. ágúst næst-
komandi.