Morgunblaðið - 13.07.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
29
*
GunnarA. Sigur-
Gíslason - Minning
Eftir einhvern lengsta samfelld-
an sólarkafla í manna minnum hér
á suðvesturhorninu, dró ský fyrir
sólu laugardaginn 7. júlí. Þennan
sama dag lézt Gunnar Sigurgísla-
son bifvélavirkjameistari í Landa-
kotspítalanum eftir stutta en
stranga sjúkdómslpgu, aðeins 56
ára. I hugum vina og fjölskyldu
Gunnars hafði sól brugðið sumri í
tvennum skilningi.
Gunnar Sigurgíslason mætti ör-
lögum sínum af mikilli karl-
mennsku. Fyrir aðeins örfáum vik-
um fékk hann að vita, að hann
væri haldinn ólæknandi sjúkdómi
og ætti stutt eftir ólifað. í samtölum
við vini og kunningja sagðist hann
staðráðinn í að nýta sér tímann vel
og leit björtum augum til sumars-
ins. Því miður reyndist sjúkdómur-
inn kominn á það alvarlegt stig, að
tíminn var útrunninn. Samt æðrað-
ist hann ekki.
Gunnar Sigurgíslason hafði um
langt árabil verið með sjálfstæðan
atvinnurekstur í Skeifunni 5, þar
sem hann rak bifreiðaverkstæði
undir eigin nafni. Sem slíkur hafði
hann getið sér gott orð og átti
traustan og stóran viðskiptamanna-
hóp. Var Sala varnaliðseigna eitt
þeirra fyrirtækja, sem falaðist eftir
þjónustu Gunnars. Er óhætt að full-
yrða, að hann hafi ávallt lagt sig í
framkróka um að leysa erfið við-
fangsefni, þó að fyrirvari væri oft
á tíðum skammur.
Að leiðarlokum þakkar starfsfólk
Sölu varnarliðseigna Gunnari sam-
fylgdina. Víst er, að menn eiga eft-
ir að sakna hins glaðværa og bjart-
sýna samferðamanns, sem til hinstu
stundar leitaði björtu hliðanna í
lífinu.
Fædd 15. janúar 1902
Dáin 9. júlí 1990
Þegar vinum og kunningjum
Helga Helgasonar, trésmíðameist-
ara, barst til eyrna að hann hefði
í hyggju að staðfesta ráð sitt að
nýju, fóru þeir að velta fyrir sér
hversu til myndi takast.
Helgi var þá kominn yfir sjö-
tugt, hafði um langt skeið verið
ekkjumaður og orðinn sérvitur við
hæfi. Kynni því að verða erfitt
fyrir konuefnið að koma á því jafn-
ræði í sambúðinni, sem æskilegt
væri.
En allar slíkar áhyggjur fuku
út í veður og vind, þegar maður
kynntist frúnni, því fljótlega varð
ljóst að henni myndi ganga vel að
halda sínum hlut, enda reyndist
hjónabandið hið mesta heillaspor
og báðum til farsældar og ánægju.
Sigríður hét hún, heitin eftir
móðurömmu sinni. Hún fæddist á
Kirkjubóli, Helgustaðahreppi, S.-
Múlasýslu 15. janúar 1902, og
voru foreldrar hennar Kristján
Benjamínsson, bóndi þar, Ólafs-
sonar, Grindavík og eiginkona
hans, Salgerður Jónsdóttir.
Sigríður ólst upp fyrir austan
og dvaldi þar fyrstu áratugi ævi
sinnar, í upphafi á Kirkjubóli en
síðar á Norðfirði.
Árið 1931 var stofnaður Hjúkr-
unarskóli íslands og stóð hugur
Sigríðar fljótlega til þess að nema
þau fræði, sem þar voru kennd.
Varð það úr að hún fluttist búferl-
um til Reykjavíkur, hóf nám við
skólann, sem þá mun hafa verið
til húsa í Landspítalanum og þaðan
lauk hún burtfararprófi í septem-
ber 1938.
Áður en hún lauk prófinu var
falast eftir henni tit vinnu áfram
Eftirlifandi konu Gunnars, Ásdísi
Hafliðadóttur, og dætmm þeirra
eru sendar dýpstu samúðarkveðjur.
Álfreð Þorsteinsson
Það var einn góðan veðurdag
fyrir nærfellt tveim áratugum, að
barið var að dyrum hjá okkur hjón-
um í nýbyggðu húsi í einu af þeim
hverfum borgarinnar, sem þá voru
í byggingu. Fyrir utan stóðu maður
og kona, bæði nokkuð hávaxin, hið
myndarlegasta par, sem bauð af sér
góðan þokka. Þau kváðust heita
Asdís Hafliðadóttir og Gunnar Áki
Sigurgíslason og spurðu hvort þau
mættu ekki rabba svolítið við okkur
um húsbyggingar. Við vorum ný-
gengin gegnum byggingarstigið og
höfðum ekkert á móti því að segja
frá þeirri reynslu okkar. Þau Ásdís
og Gunnar tylltu sér inn í stofu til
okkar og upp hófust umræður um
byggingamál, einkum nokkra van-
kanta byggingastaðarins og hvern-
ig mætti yfirstíga þá. Það kom í
ljós, að lóðin hið næsta við okkar
var föl og þau Ásdís og Gunnar
höfðu augastað á henni, en vildu
kynna sér nánar frá fyrstu hendi
hvernig væri að byggja á þessum
stað.
Varia hafa þau tekið ákvörðun
um húsbyggingu fyrir okkar orð,
en kannski hafa þau orð samt haft
eitthvað að segja. Svo mikið er víst,
að ekki liðu margar vikur frá þess-
um fyrsta fundi okkar, þar til fram-
kvæmdir hófust á lóðinni við hlið-
ina. Þar var framkvæmdamaðurinn
Gunnar kominn í essinu sínu og nú
skyldi allt ganga með forgangs-
hraða. Hann var þarna á staðnum
vakinn og sofinn milli þess sem
í Landspítalanum og vann hún þar
stuttan tíma að loknu prófi en í
nóvember sama ár hóf hún störf
sem hjúkrunarkona við Kleppsspít-
alann og á þeim vettvangi starfaði
hún það sem eftir var af starfs-
tímanum sem hjúkrunarkona.
Þau Sigríður og Helgi gengu í
hjónaband hinn 28. nóvember 1950
og hófu búskap sinn í snotru rað-
húsi við Viðeyjarsund, en það hús
fylgdi þá starfi því, sem Sigríður
stundaði í sjúkrahúsinu, en nokkru
siðar fluttu þau í hús Helga á
Þórsgötu 20, hér í borg, og þar
bjuggu þau síðan bæði til æviloka.
Hjónaband þeirra stóð tæp
fimmtán ár og þótt Sigríður ynni
talsverðan tíma utan heimilisins,
hugsaði hún jafnframt vel um
bónda sinn meðan hans naut við
enda létu henni heimilisstörf vel.
Helgi vann oft að smíðum utanbæj-
ar og fylgdi Sigríður honum þá
gjarnan á þeim ferðum, ef hún kom
því við. Þau voru bæði samhent
og samrýnzd og höfðu mikla
ánægju af ferðalögum og útivist.
Þótt Sigríður settist að til fram-
búðar hér í Reykjavík, heimsótti
hún á hveiju ári æskustöðvar sínar
og þau hjónin stofnuðu með öðrum
og ráku um nokkurt tímabil síldar-
verkunarstöð á Norðfirði. Talaði
Sigríður um það oft síðar, að það
hefði verið ævintýraríkt tímabil.
Sigríður var ekki allra, eins og
stundum er komist að orði. Best
naut hún sín í fámennum liópi,
hafði þá frá mörgum atburðum að
segja, enda hafði ýmislegt
skemmtilegt drifið á daga hennar.
Þrátt fyrir háan aldur naut
Sigríður góðrar heilsu mestan
hluta ævi sinnar og má segja að
henni hafi nær aldrei orðið mis-
hann vann auðvitað fulla vinnu
annars staðar. Skemmst er frá að
segja að húsið reis á ævintýralegum
hraða, líklega á mettíma, og inn
fiuttu Gunnar og Góa, eins og við
nefnum Ásdísi ævinlega með gælu-
nafni í okkar hópi. Við eignuðumst
þarna góða nágranna og vini, sem
við höfum átt upp frá þvi, og hefur
engan skugga borið á þann vinar-
hug þótt leiðir skildust nokkuð þeg-
ar þau hjónin fluttu úr húsinu góða
fyrir nokkrum árum og tóku sér
bólfestu annars staðar.
Raunar er ekki hægt að segja,
að leiðir hafi skilist, því að undirrit-
aður kom .á bifreiðaverkstæði
Gunnars með nokkuð reglulegu
millibili, til að láta gera við öku-
tæki og fá hinar ýmsu leiðbeiningar
eða bara til að setjast niður í morg-
unkaffitímanum, þiggja kaffisopa
og rabba um daginn og veginn. Það
var í einni slíkri heimsókn á verk-
stæðið fyrir fáum vikum, að Gunn-
ar tjáði mér að hann myndi fara í
læknisskoðun eftir helgina og ég
dægurt. Helgi átti hins vegar und-
ir lokin við vanheilsu að stríða en
Sigríður hjúkraði honum af stakri
alúð og umhyggiu. Hann andaðist
11. október 1965.
Sigríður var mjög samviskusöm
í starfi, stjórnsöm en jafnframt til-
litssöm og hjálpfús. Fóru henni því
hjúkrunarstörfín vel úr hendi enda
naut hún álits samstarfsmanna
sinna og var vel liðin af sjúkling-
um.
Sigríður var i áratugi í Kvæða-
mannaféláginu og fór með því í
árlegar skemmtiferðir þess. Leit
þar mörg snjöll vísan dagsins Ijós.
Á síðasta ári, er Sigríður varð
87 ára, varð hún fyrir því slysi að
lærbrotna illa. Náði hún sér aldrei
eftir það áfall og hrakaði henni
smám saman uns hún andaðist á
heimili sínu hinn 9. þessa mánaðar.
Utför hennar verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag.
Jón Bjarnason
skyldi því ekki koma til viðgerðar
með bíl, sem um var að ræða fyrr
en eftir nokkra daga. Hann var
með glettnisorð á vörum, eins og
vandi hans var, en kvaðst hafa ver-
ið eitthvað slappur undanfarið. Það
væri best að láta athuga þetta. Á
verkstæðinu var hann á fullri ferð
að ljúka viðgerðum á möi’gum bílum
og ekki var að sjá að slegið væri
af. Þegar ég kom svo nokkrum
dögum seinna var Gunnar enn
ókominn, en kunningi hans í næsta
húsi tjáði mér, að við læknisskoðun
hefði komið í ljós illkynja sjúkdóm-
ur. Ásdís hringdi til okkar og stað-
festi þetta.-
Það liðu ekki nema fáeinar vikur
þar til okkur bárust skilaboðin um
að Gunnar væri allur, horfinn burt
á besta aldri. Fregnin kom eins og
þruma, kannski ekki alveg úr
heiðskíru lofti, en algei'lega að óvör-
um, því ekkert okkar gat órað fyrir
því að sjúkdómurinn heijaði svo
hratt. En enginn má sköpum renna
og Gunnar er ekki lengur á meðal
okkar. Við njótum ekki lengur hans
traustu vináttu og hjálpsemi og það
er skarð fyrir skildi. Það er svolítil
huggun harmi gegn, að hann þurfi
ekki að kveljast lengi. Einnig er
hægt að hugga sig við að nú muni
hann vera kominn á fund sonar síns,
Hafliða, sem lést af slysförum fyrir
nokkrum árum og Gunnar saknaði
mjög. Um þetta og annað slíkt velt-
ir maður vöngum fram og aftur
þegar dauðinn ber snöggt að dyr-
um. Og hugurinn hvarflar til þeirra,
sem um sárast eiga að binda, Ásdís-
ar, dætranna tveggja, Nínu Kristín-
ar og Lindu Bjarkar, fjölskyldu
þeirra og annarra nákominna ætt-
menna. Við Svanhildur sendum
þeim öllum innílegar samúðarkveðj-
ur.
Ólafur Gaukur
Látinn er eftir skamma og erfiða
sjúkdómslegu félagi rninn, Gunnar
Fædd 28. apríl 1899
Dáin 7. júlí 1990
Þessi grandvara og hæverska
kona hefir kvatt okkar jarðneska líf.
Mér koma í hug nú er ég sest við
að skrifa nokkur kveðju- og þakkar-
orð, það sem Davíð Stefánsson seg-
ir: Hún fer að engu óð, er öllum
mönnum góð, og vinnur verk sín
hljóð. Þeir sem voru það gæfusamir
að kynnast Sólborgu geta tekið und-
ir þetta. Sólborg var fædd á Slit-
vindastöðum í Staðarsveit 28. apríl
1899. Þegar Kristján Bjartmars odd-
viti okkar missti sína ágætu konu,
Petrínu, systur Sólborgar, frá ung-
um börnum voru Kristján og börnin
svo hamingjusöm að Sólborg kom á
heimilið og fóstraði upp börnin með
honum. Það varð þeim öllutn happ.
Þau giftust síðan Kristján og hún
og áttu saman eina dóttur.
Ég varð svo lánsamur að komá
oft á heimili þeirra hjóna, sérstak-
lega af því að við Kristján vorum
samstíga í nefndum og ráðum og
verð að segja að hlýrri og hógværri
konu var tæpast hægt að kynnast.
Ég hefi áður sagt frá hversu hún
rækti uppeldishlutverkin við eldri
börnin sem þau hafa alltaf metið að
verðleikum og hinu má ekki gleyma,
hversu hún reyndist manni sínum,
en hann var þá í erfiðu hlutverki sem
oddviti Stykkishólms og þurfti að
líta í margar áttir á erfiðum tímuip:
Hann var yfír 20 ár oddviti hér og
undravert hversu honum tókst að
glíma við allan þann vanda sem þá
dundi á. Þá var gott að eiga traust
heimiH og það fann Kristján og mat.
Þá skal því ekki gleymt hversu
æðrulaus þessi ágæta kona var og
í veikindum síðustu ára, hversu yfir-
veguð og þakklát hún var. Ég minn-
ist þess ekki að hafa nokkurn tímann
heyrt þar æðruorð og kom þó oft
að sjúkrabeði hennar. Ekki varð ég
var við að hún gerði víðreist um
Áki Sigurgíslason, ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að eiga sam-
leið um stund og kynnast kraft-
miklum dugnaðarforki. Við höfum
starfað saman þar sem fyrirtæki
okkar lágu hlið við hlið í Skeifunni
á annan áratug.
Margs er að minnast. Gunnar var
myndarmaður, hávaxinn og svip-
bjartur. Hann hóf ungur nám í bif-
vélavirkjun hjá hinu þekkta fyrir-
tæki Fordumboði Kr. Kristjánsson-
ar og starfaði síðan mestan sinn
starfsaldur við bifreiðaviðgerðir,
lengstum í Skeifunni 5. Gunnar var
farsæll í starfi og vinsæll og átti
góðan hóp viðskiptavina sem nutu
þjónustu hans árum saman og er
órækur vitnisburður um þekkingu
hans, hæfni og samviskusemi í
starfi.
Gunnar hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum og var þá
oft tekist á er þau bar á góma við
litla kaffiborðið hjá honum og oft
var glatt á hjalla, því aldrei var
húmorinn langt undan þó tekist
væri á um hin ýmsu mál.
Málefni Bílgreinarinnar voru
honum mjög hugleikin og hafði
hann ákveðnar skoðanir á stöðu
þeirra og hvernig skyldi þróa til
betri vegar í famtíðinni viðskipta-
vinum og þjónustuaðilum til heilla.
Hann var farsæll fjölskyldumað-
ur og var óþreytandi við að bæta
og hlúa að sínum fjölskyldugarði
þrátt fyrir þungbær áföll í lífinu.
Heimili hans og umhverfi bera
ótvíræð merki um umhyggju hans
um sína nánustu.
Að dyrum fjölskyldunnar hefur
nú sláttumaðurinn slyngi knúið enn
einu sinni ótímabært, svó að maður
undrast hvað almættið ætlast til
af sumu fólki og fjölskyldum þess.
Við verðúm að trúa að einhver sé
tilgangurinn.
Ég kveð nú með eftirsjá góðan
dreng og félaga, hans verður sárt
saknað, og ég óska fjölskyldu hans
guðsstyrks í sorgum sínum.
Sigurður Hansson
dagana, síður en svo. Hún undi sér
svo vel hér í Hólminum við alúð og
kærleika barnanna sinna. Þetta var
hennar heimur.
Þeim fækkar nú góðvinum mínum
frá því ég nam fyrst land hér við
Breiðafjörð og þeim heimilum sem
ég á svo margt að þakka. Og að
eiga þessar dýrmætu minningar að
orna sér á efri árum eru gimsteinar
sem enginn getur tekið frá manni.
Eitt af þessum heimilum sem verður
mér jafnan hugstætt er heimili
þeirra Sólborgar og Kristjáns.
Seinustu árin var Sólborg hér í
sjúkrahúsinu. Ég veit að þeim um-
skiptum sem nú hafa orðið hefur
hún fagnað. Hún var viss um hvað
tæki við.
Við hjónin viljum nú þegar vegir
skiljast í bili færa fram okkar hjart-
ans þökk. Guð blessi hana á lífsins
vegum.
Ingibjörg og Árni Helgason
Sigríður Kristjáns-
dóttir - Minning
Sólborg Ingvarsdóttír
Bjartmars - Minning