Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JUU 1990 Morgunblaðið/Einar Falur Gert við slitlagá Þjórsárbrú UNNIÐ var að viðgerð á slitlagi á brúnni yfir Þjórsá á mánudaginn. Meðan á verkinu stóð var bílum hleypt fram hjá einum í einu, þannig ekki urðu teljandi tafir á umferð þótt þröngt sé á brúnni. í haust munu fara fram endurbætur á brúnni með það fyrir augum að styrkja hana. Þjórsá var fyrst brúuð 1895 en 1949 var brúin sem nú er á ánni smíðuð. Norsk-íslenski síldarstofhinn: Norðmenn vilja undir- búning að viðræðum um skiptiugu stofiisins Rætt um samráð um nýtíngu á hvalastofiiunum NORÐMENN hafa í fyrsta sinn um margra ára skeið lýst áhuga sínum á því að hefja undirbúning að samningaviðræðum milli Noregs og íslands um skiptingu norsk-íslenska síldarstofhsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra og norski sjávarútvegsráðherrann, Svein Munkejord, efridu til í gær til að greina frá viðræðum sínum, en Munkejord er í opinberri heimsókn á Islandi. Halldór sagði að meiri bjartsýni gætti nú en áður um að norsk-ís- lenski síldarstofninn gengi á ný út á Atlantshafið og að rannsókn- ir bentu til þess að stofninn væri í örum vexti. Ráðherramir voru sammála um að stefnt skyldi að því að þjóðimar tækju upp aukna samvinnu um rannsóknir á þessu sviði og um nauðsyn þess að hefja Aðalfundur Arnarflugs: Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir van- efhdir og ranga flugmálastefiiu Á AÐALFUNDI Arnarflugs sem haldinn var í gær kom fram hörð gagnrýni á stjórnvöld fyrir að hafa ekki gengið frá niðurfellingu 150 milljóna króna af skuld Amarflugs við ríkissjóð sem ákveðin var á síðasta ári og að hafa ekki dregið söluhagnað af þjóðarþotunni svo- kölluðu frá skuld fyrirtækisins eins og samið hafi verið um. Var þetta sagt standa Qárhagslegri endurskipulagningu Amarflugs fyrir þrifúm. I ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár er eigið fé sagt neikvætt um 680 milljónir króna en í ræðu Harðar Einarssonar fráfarandi stjómarformanns Arnarflugs kom fram að sú tala væri ofmetin um 300 milljónir króna og myndi lækka ef stjómvöld stæðu við það sem lofað hefði verið. í ræðu hans kom einnig fram að lánardrottnar fé- lagsins væm reiðubúnir til að fall- ast á niðurfellingu eða skuldbreyt- Þjóðminjaráð vill aug- lýsa stöðu Guðmundar - > Fráleit tillaga, segir Guðmundur Olafs- son, deildarstjóri í Þjóðminjasafhinu ÞJÓÐMINJARÁÐ dregur í efa að rétt hafi verið staðið að ráðningu í stöður deildarstjóra við Þjóðminjasafhið samkvæmt þjóðmiiyalögum sem sett voru um áramótin og leggur til að staða Guðmundar Ólafsson- ar, deildarstjóra fomleifadeildar Þjóðminjasafrisins, verði auglýst laus til umsóknar. 1 samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur Ólafsson tillöguna fráleita þar sem hann hafi verið skipaður með ráðherra- bréfi og lögin séu ekki afturvirk. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, segist hafa lýst yíír trausti á Guðmund. Fund þjóðminjaráðs sátu Gunn- deildarstjóra í stað þess að reyna að laugur Haraldsson, formaður, Svein- bjöm Rafnsson, sem formaður fom- leifanefndar, Inga Lára Baldvins- dóttir, skipuð af Háskóla íslands og Magnús Þorkelsson í forfðllum Margrétar Hvannberg, sem er full- trúi Bandalags kennarafélaga. Krist- inn Magnússon, fulltrúi deildarstjóra Þjóðminjasafnsins boðaði forföll og Þór Magnússon þjóðminjavörður einnig en hann er framkvæmdastjóri ráðsins og situr fundi þess án at- kvæðisréttar. „Guðmundur er skipaður með ráð- herrabréfi eins og aðrir deildarstjórar Þjóðminjasafnsins og ég hef lýst trausti á hann,“ sagði Þór Magnús- son þjóðminjavörður. Hann komst ekki á umræddan fund þjóðminjaráðs og sagðist ekki hafa verið kunnugt um ályktun hans fyrr en hún var gerð opinber. Guðmundur Ólafsson tók í sama streng og Þór, sagðist skipaður með ráðherrabréfi og ráðning hans því fyllilega lögleg. „Áiyktunin stenst ekki lög, ég tei Þjóðminjalögin ekki vera afturvirk heldur taka gildi með næsta manni sem ráðinn er i deildar- stjórastöðu. Því er ályktun þjóðminj- aráðs fráleit, þar er verið að vega að starfsheiðri mínum og annarra bæta veg þjóðminjavörslu í landinu.“ Ekki náðist í fulltrúa í þjóðminjar- áði í gærkvöldi. ingu lána upp á um 400 milljónir króna. Samkomuiag við ríkissjóð og þessi niðurfelling skulda er for- senda þess að af kaupum Svavars Egilssonar á 200 milljóna króna hlutafé í Arnarflugi verði. Taldi Hörður að ef þetta gengi allt eftir myndi fjárhagsstaða félagsins kom- ast í viðunandi horf. Eins og fram hefur komið varð 173 milljóna króna tap af rekstri félagsins á síðasta ári og sagði Kristinn Sigtryggson framkvæmda- stjóri þess að það mætti að nokkru rekja til þess að þröng staða fyrir- tækisins væri því kostnaðarsöm. Sagði hann nær ómögulegt að reka flugfélag við þær aðstæður sem ríktu í fyrra. Rekstrartekjur fyrir- tækisins á síðasta ári voru um 950 milljónir króna. Fram kom hjá Kristni áð ekki hefði árað betur fyrstu mánuði þessa árs og Ijóst væri að verulegt tap hefði áfram verið á rekstrinum. Kristinn og Hörður gagnrýndu báðir stjómvöld fyrir úthlutun flug- leyfa og sagði Hörður að stóran hiuta þeirra erfíðleika sem félagið ætti við mætti rekj a til þeirra starfs- skilyrða sem því væru búin. Aðal- fundurinn samþykkti samhijóða ályktun þar sem skorað var á sam- göngumálaráðherra að beita sér þegar fyrir mótun fiugmálastefnu þar sem jafnrétti og frjálsræði verði ríkjandi sjónarmið. I samþykktinni var bent á að Amarflug hefði í mörg ár borið skarðan hlut frá borði við úthlutun flugleyfa. Fjórir menn sóttust ekki eftir endurkjöri í stjóm Amarflugs, þeir Hörður Einarsson, Axel Gíslason, Lýður Á. Friðjónsson og Óttar Yngvason. í stað þeirra voru kjöm- ir þeir Geir Gunnarsson, Halldór Sigurðsson, Jón Magnússon og Magnús Bjarnason en áfram sitja í stjórn þeir Gísli J. Friðjónsson, Guðlaugur Bergmann, Gunnar Bernhard, Jóhann G. Bergþórsson og Siguijón Helgason. undirbúning að samningaviðræð- um um skiptingu síldarstofnsins. „Norðmenn hafa ekki talið það tímabært til þessa að hefja slíkar viðræður þar sem síldarstofninn hefur ekki gengið út á alþjóðlegt hafsvæði en norskir fiskifræðingar era bjartsýnir um að stofninn sé í það öram vexti að rétt sé að he§a slíkan undirbúning,“ - sagði Halldór. Meðal þess sem rætt var á fundi ráðherranna var aukið samstarf þjóðanna á sviði fiskiræktar. Hall- dór sagði að í Sjávarútvegsráðu- neytinu væri undirbúningi aðgerð- ardagskrá í fískirækt. Sagði hann Norðmenn komna mun lengra en íslendinga í ræktun matfisks og áhugi væri fyrir því að nýta þá þekkingu sem Norðmenn hafa öðlast á þessu sviði. Þá ræddu ráðherramir um gagnkvæmar veiðar í landhelgi landanna. Komu þeir sér saman um að ræða frekar þessi mál og þá sérstakiega um hugsanleg skipti á veiðiréttindum milli þjóð- anna. Ekki er afráðið hvenær þær viðræður heíjast. Einnig bar nýaf- staðinn fund Alþjóða hvalveiði- ráðsins á góma og lýstu ráðherr- amir yfir óánægju sinni með nið- urstöður hans. Vora þeir sammála um að hafa samvinnu og samráð um nýtingu á hvalastofnunum. Rannsókn flugslyss- ins í Asbyrgi ólokið MAÐURINN, sem lézt í flug- slysinu í Ásbyrgi á mánudag, hét Jörundur Sigurbjörnsson, til heimilis að Furulundi 13 f á Akureyri. Hann var 38 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Líðan félaga hans, sem slasað- ist alvarlega í slysinu, er eftir atvikum. Rannsókn á slysinu er ólokið. Svo virðist sem vélin hafi fiogið lægra en.eðlilegt þykir, þegar hún rakst á rafstreng og hrapaði til jarðar. Rafstrengurinn til þjón- ustumiðstöðvarinnar við tjald- svæðið í Ásbyrgi liggur ofan af una 100 metra háum klettavegg, en flugregiur kveða á um að yfir byggð eða útisamkomum megi ekki fljúga lægra en í 300 metra hæð. Líður vel og ætlum afifcur upp á jökul - segir annar Bretanna sem villtust á Fimmvörðuhálsi „OKKUR líður vel og ætluin aftur upp á jökuL Nú sýnum við bara sérstaka gát,“ segir Stuart Dawson, sem villtist í þoku á Fimmvörðuhálsi um helgina ásamt stöllu sinni, Alison Chitty. Þau eru jarðfrædinemar og dveija hér mánaðarlangt við rannsóknir með þrettán öðrum Bretum. Björgunarsveitir leituðu jarðfræði- nemanna tveggja á mánudagskvöld og sáu fyrst til þeirra við Fjallgil. Chitty og Dawson voru á leið niður af jöklinum þegar þau villtust seinni part sunnudagsins. Þau settu svefiipokana sína ofan í varmapoka, skriðu niður í þá og biðu þess í 27 tíma að þokunni létti. Dawson, Chittv og ellefu aðrir háskólanemar frá Bretlandi komu til íslands fyrir hálfum mánuði. Með í ferðinni eru læknir og tæknimaður. Hópurinn heldur til í tjaldbúðum á Skógafjalli en Dawson og Chitty hafa einnig tjaldaðstöðu uppi á jöklinum. Þar vinna þau að rannsóknum, en tveir leiðangursmenn aðrir gera athuganir sem nýtast þeim til lokaprófs í jarðfræði. Veður var of vont um helgina til vfsindaiðkana á jöklinum. Daw- son segir að þau Chitty hafi ákveðið að halda niður til tjald- búðanna strax og iétti til, en þangað er yfirleitt um tveggja tíma ganga. Þau Iögðu af stað síðdegis á sunnudag en þokan varð svo svört að sögn Dawsons að ekkert þýddi að halda áfram göngunni. „Þá lögðumst við fyrir í pokunum og biðum í 27 klukkutíma eftir að veðrið skánaði. Við kíktum út á hálftíma fresti og vissum alltaf að okkar yrði leitað. Við vorum allan tímann sannfærð um að við fyndumst." Einn leiðangursmanna, Philip Gadie, segir að aðstaða uppi á jöklinum sé fullnægjandi og vitjað sé um þau Chitty og Dawson dag- lega. „Við fórum fyrst í tjaldið uppfrá á sunnudeginum og þaðan í skýli björgunarsveitanna. Þokan var mjög þykk um kvöidið og við sáum að fleiri þyrfti til að leita. Fjórir ieitarhópargengu um svæð- ið á mánudaginn og mættu eigin- lega Stuart og Alison upp úr klukkan níu um kvöldið." Vaiur Haraldsson í svæðis- stjóm flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu segir að jarðfræðinemamir tveir hafí verið blautir og þreyttir þegar félagar úr björgunarsveit- um sáu þá. „Leitarmenn voru staddir við Fjaligil vestan við Skógaíjall þegar þeir sáu Bretana hinum megin við gilið. Þau voru býsna fljót að jafna sig og gistu á Edduhótelinu að Skógum um. nóttina." Chitty og Dawson segjast afar þakklát björgunarfólki. Þau hugð- ust halda aftur á jökulinn í gær og Dawson segir að nú muni þau fara mjög varlega. „En við erum í hundrað prósent lagi,“ segir hann, „fengum ekki einu sinni kvef.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.