Morgunblaðið - 18.07.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.07.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JULI 1990 Reuter Ungversk kona situr hrygg yfir syni sínum, sem slasaðisí þegar Hyatt-hótelið í Baguio hrundi í jarð- skjálftanum sem reið yfir Filippseyjar á mánudag. Jarðskjálftinn á Filippseyjum: Rúmlega 300 manns hafa lífið og 600 Baguio. Reutcr. JARÐSKJÁLFTINN, sem reið yfir norðurhluta Filippseyja á mánudag og var 7,7 stig á Richters-kvarða, hefur kostað yfir 300 mannslíf og meira en 600 manns hafa slasast. Enn er fólk lokað inni í byggingum sem hrundu í borgunum Baguio og Cabanatuan og minnka líkurnar sífellt á að það finnist á Hfi. Kúba: Andófsmenn setjastaðí sendiráði Itala Havana. Reuter. FJÓRIR ungir Kúbverjar klifr- uðu í gær upp á þak bústaðar ítalska sendiherrans í Havana á Kúbu og báðu um pólitískt hæli. Lögregla umkringdi þeg- ar bústaðinn; sendiherrann var erlendis og fátt manna á staðn- um. Á mánudagskvöld gáfúst 12 Kúbveijar, sem sest höfðu að í sendiráði Tékkóslóvakíu, upp skilyrðislaust en þeir höfðu krafist ferðafrelsis. Kúbversk stjórnvöld hétu mönn- unum tólf því að þeir slyppu við refsingu ef þeir gæfust upp. Nokkrir þeirra höfðu hótað að sprengja sendiráðið í loft upp yrði ekki gengið að kröfum þeirra. Þrír Kúbverjar halda til í spænska sendiráðinu og enn halda fimm manns fyrsta sendiráðsritara tékkneska sendiráðsins í gíslingu í bústað hans. Ekki er ljóst hvort gripið verður til aðgerða gegn þeim. Stjórnvöld kommúnista sögðu andófsmennina vera „síbrotamenn“ og „flækinga." ■ KÖLN. Verkamönnum, sem viðhalda þaki St. Péturskirkjunnar í Köln, létti mjög þegar þeir fengu loksins salernisaðstöðu á vinnustað sínum fyrir skemmstu. Blaðið Bild kallaði náðhúsið „dýrasta klósett Þýskalands" en því er komið fyrir undir þaki kirkjunnar, er með upp- hituðu gólfi og heitu rennandi vatni og kostaði rúmar níu milljónir ISK. Fyrir utan salernið fá verkamenn- imir á þakinu og hinum 160 metra háu turnum kirkjunnar einnig mat- sal undir þakinu. Erwin Woyke verkstjóri, sem unnið hefur í 37 ár að viðhaldi kirkjunnar sagði að hingað til hefðu hann og vinnufé- lagar hans eytt mörgum dögum samtals á ári hverju í að komast á salerni niðri í skrúðhúsinu eða á vinnusvæðinu. ■ BONN. Bandarískir hermenn í Vestur-Þýskalandi mega nú ganga með eymalokka, en aðeins þegar þeir eru ekki á vakt. Banda- ríski flugherinn hefur, að sögn hins óopinbera málgagns ameríska hers- ins, Stars and Stripes, breytt regl- um sem settar vom 1985 og bönn- uðu karlmönnum í hemum að ganga með eyrnalokka í frítíma sínum. Hermönnum er enn bannað að ganga með eymalokka þegar þeir em klæddir einkennisbúning- um, þrátt fyrir að konur í þjónustu flughersins megi ganga með skart- gripi hvort sem þær eru á vakt eða ekki. ■ FLÓRENS. Hundruð ítala á leið í sumarfrí óku framhjá grát- andi sex ára gamalli stúlku Va- nessu, sem var að leita hjálpar fyr- ir deyjandi föður sinn. Faðir stúlk- unnar, Marco Moretti, fékk hjartaáfall á sunnudag, þar sem hann sat undir stýri á leið á strönd- ina í Toscana-héraði. Honurn tókst að stýra bílnum út í kant. Lögreglu- menn sögðu að þótt Vanessa hefði hvað eftir annað fokið um koll í vindhviðum frá hraðfara bílum hefði hún gengið tvo kfiómetra að vegatollstöð eftir hjálp. Tollheimtu- menn sendu sjúkrabíl að bíl föður hennar, sem fannst látinn við stýrið. ■ SOFÍU. Sovésk hjón hafa í fyrsta skipti í sögu Sovétríkjanna beðist hælis sem pólitískir flótta- menn í Búlgaríu, en Búlgarir eru einir traustustu bandamenn Sovét- manna. Frá þessu var skýrt í búlg- arska flokksblaðinu Douna á mánu- dag. German Djulaev og Julia Tan- ashtuk frá Krasnodar við Svarta hafið vom í hópferð um Búlgaríu. Þau reyndu fyrst að korrlast inn í sendiráð Grikklands en var mein- aður aðgangur vegna þess að þau höfðu ekki tilskilin skjöl meðferðis. Hjónin sögðust vonast til að eins árs barn þeirra kæmi á eftir þeim frá Sovétríkjunum ef þeim yrði veitt pólitískt hæli í Búlgaríu. A.m.k. 95 manns létust í Bagu- io, einum vinsælasta ferðamanna- stað Filippseyja, sem er u.þ.b. 200 km fyrir norðan Manila, þegar 4 hótel, háskólabygging og fata- verksmiðja hrundu. 30 starfsmenn létust einnig í gullnámu fyrir sunn- an borgina. Snarpir eftirskjálftar hafa fundist og hefur fólk haldið sig utandyra í Baguio af hræðslu við afleiðingar þeirra. Stórar sprungur mynduðust í flugbrautir við Baguio og hafa engar flugvél- ar getað lent þar. Flytja þarf því hjálpargögn með þyrlum til borg- arinnar. Vatnsskortur var í gær orðinn tilfinnanlegur og átti að reyna að opna vatnsbíium leið til borgarinnar en vegir lokuðust víða í skjálftanum. í Cabantuan krömdust 39 börn til bana þegar skólabygging hmndi. Rúmlega 100 nemendum hefur verið bjargað úr rústum menntaskóla í borginni sem hrundi en 50 til 100 nemendur em enn grafnir undir þeim. Sumum hefur tekist að koma bréfmiðum með nöfnum sínum út til björgunar- manna, aðstandendum til mikillar gleði. Bandarískar björgunarsveitir komu með þefhunda og björgunar- tæki til Filippseyja í gær, Japanir sendu tæknibúnað og einnig bauðst hjálp frá mörgum öðrum löndum. Hjálparstarf er erfitt vegna hættu á frekara hruni þeg- ar hreyft er við rústunum og skort- ur á tjökkum og tækjum til að lyfta steypubrotum og málmbút- um hefur einnig hamlað því mjög. Víetnam: Ódýrt vimiii- afl til Sovét- ríkjanna Bangkok. Reuter. VÍETNAMAR hafa gert nýjan samning við Sovétmenn, nánustu bandamenn sína, um útflutning á ódýru vinnuafli, að sögn opin- beru fréttastofunnar í Víetnam. Fréttastofan segir einnig að Víet- namar og Sovétmenn hafi undirrit- að uppkast að samningi um að lífskjör víetnámskra verkamanna í Sovétríkjunum verði bætt á næstu fimm árum. „Sovésk yfirvöld skýrðu nýlega víetnömsku samninganefndinni frá því að engar breytingar yrðu á næstu fimm árum á þörfinni fyrir víetnamska starfsmenn í léttum iðnaði, vefnaðarverksmiðjum og byggingarfyrirtækjum I suður- og norðurhluta landsins," segir frétta- stofan. Ráðamenn í löndunum tveimur hafa reynt að koma nýrri skipan á. tengsl ríkjanna eftir að stjórnin í Hanoi hafnaði þeim stjórnmálaum- bótum sem orðið hafa í Sovétríkjun- um og Austur-Evrópu. Hún hefur einnig sagt að viðskipti ríkjanna verði í framtíðinni aðeins byggð á hagnaðarsjónarmiðum. Meira en 80.000 Víetnamar starfa í Sovétríkjunum. ■ CANBERRA. Slátra þarf millj- ónum ástralsks fjár vegna minnk- andi eftirspurnar eftir ull, tapaðra kjötmarkaðra og þurrka, að sögn bænda og yfirvalda í landinu. Áætl- að er að slátra þurfi nokkrum millj- ónum dýra til að minnka fjölda fjár, sem opinberlega er áætlaður vera 170 milljónir og óopinberlega 190 milljónir. Bændur segja að slátra þurfi tíundu hverri sauðkind, en talsmenn kjötframleiðenda segja það vera ýkjur. „Það eru ekki til 19 milljón byssukúlur í Ástralíu," segja þeir. Verið er að grafa gryfj- ur til að urða milljón skrokka í fylk- inu Vestur-Ástralíu, þar sem miklir þurrkar hafa valdið því að gras- spretta er ekki næg fyrir allt sauð- fé fylkisins, sem talið er vera 39 milljónir. Viðbrögð Ástrala við þess- um erfiðleikum eru þau að þeir ætla nú að einbeita sér að því að markaðssetja kjöt af yngri lömbum en hingað til hefur verið gert. Ridley-málið og Þjóðveijar: Kohl kanslan satt- fús í garð Breta Bonn. Reuter. VESTUR-ÞÝSKI kanslarinn, Helmut Kohl, segir að ummæli breska ráðherrans Nicholas Ridleys sem úthúðaði Þjóðverj- um og Kohl í blaðaviðtali, muni ekki skaða samskipti þjóðanna. Kohl segist aldrei hafa trúað því að Ridley túlkaði álit bresku stjórnarinnar eða þjóðarinnar. Á blaðamannafúndi minntist kanslarinn brosandi á eigin klaufaskap er hann fyrir fjórum árum líkti Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga við nasistafor- ingjann Josef Göbbels. „Við litum alls ekki á þetta [ummæli Ridleys] sem alvarlega móðgun. Mér finnst að maðurinn hafí hlotið næga refsingu með því að missa embættið," sagði Kohl. Hann sagðist ekki gera lítið úr ótta nágrannaþjóða við samein- ingu Þýskalands, þær hefðu þjáðst undir oki nasista. „Ég skil fullkomlega nágranna okkar, ekki síst Breta. Þeir settu land sitt að veði í baráttunni gegn Hitler, tóku meiri áhættu en nokkur önnur Teikning breska blaðsins Daily Express sýnir stórreykingamann- inn NichoIasRidley, sem er snjall frístundamálari, Ijúka við mynd af Kohl kanslara í Hitlersgervi, með Francois Mitterrand Frakk- landsforseta í ól. Mitterrand lýsir ást sinni á Kohl. Á skyrtu kansl- arans hefúr slagorði nasista: „Ein þjóð! Eitt ríkij Einn foringi!“, verið breytt í: „Eitt ríki! Ein pylsa! Eitt D-mark!“ í texta við teikn- inguna hvetur Thatcher forsætisráðherra Ridley til að halda sig framvegis við landslagsmyndir. Reuter Nicholas Ridley bíður þess að ræða við fréttamenn. vestræn þjóð.“ Kanslarinn sagði sameiningu Þýskalands aðeins verða mögulega, þrátt fyrir bitra reynslu styijaldaráranna, vegna þess að allir nágrannar Þjóðveija hefðu samþykkt hana „þótt sumir þeirra hafi ekki sýnt mikla hrifn- ingu.“ V-þýska vikuritið Der Spiegel birti í vikunni nær óstytta fundar- gerð frá viðræðum Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, og Douglas Hurds utanrík- isráðherra við nokkra sérfræðinga þar sem tíundaðar eru lyndisein- kunnir Þjóðveija og þeim gefnar einkunnir, oftast harla slæmar. Auk ráðherranna voru þarna m.a. sagnfræðingurinn Hugh Trevor- Roper, er nú ber titilinn Dacre lávarður, blaðamaðurinn Timothy Garton Ash og Norman Stone, allir frá Bretlandi. Einnig voru Bandaríkjamennirnir Gordon Cra- ig og Fritz Stem á fundinum sem var haldinn 24. mars sl. á sveita- setri embættis breska forsætis- ráðherrans, Chequers.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.