Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JUU 1990
23
MEÐAL ANNARRA ORÐA
í norrænní flölskyldu
eftirNjörðP.
Njíirðvík
Við íslendingar erum hluti af
hinni norrænu þjóðafjölskyldu og
viljum gjaman vera það. En með
því er ekki sagt að okkur líki
allt sem gerist á því heimili. Það
er nú einu sinni svo að sá sem
telst einna minnstur er ekki
ævinlega sáttur við sinn hlut. í
okkar dæmi er ekki svo að skilja
að við getum sagt, að við séum
hafðir útundan í einhvequ
skúmaskoti. En stundum hef ég
á tilfmningunni að á okkur sé
litið eins og einhvers konar sjald-
gæfan safngrip, sem gaman geti
verið að draga fram við sérstök
tækifæri, en síðan sé svo sem
ekki hægt að nota til neins. Því
sé best að stinga honum aftur
inn í glerskáp, þar sem hann að
vísu sést, en er hvorki til gagns
né angurs. Að sumu leyti er þetta
okkar eigin sök, en stafar að
öðru leyti af því að aðrar þjóðir
virðast eiga mjög erfítt með að
skilja ísland og Islendinga.
Samagreinin
Þegar ég átti heima í Svíþjóð
gerði ég mér far um að fylgjast
með því sem sagt var um ísland
í sænskum íjölmiðlum. Með
nokkurri einföldun má segja, að
mér hafí þá fljótlega fundist að
í raun væri alltaf verið að skrifa
sömu blaðagreinina. Þetta er
kannski ekki svo undarlegt þegar
nánar er að gáð. Héðan berst
enginn samfelldur fréttaflutn-
ingur. Það er enginn tjölmiðill á
Norðurlöndum sem fylgist stöð-
ugt með íslenskum málefnum og
skýrir fiá þeim jafnóðum. Því
fínnst þeim blaðamönnum sem
koma til íslands í þetta eina sinn,
að þeir þurfí að byija á byijun-
inni, útskýra einföldustu atriði.
Með enn frekari einföldun má
segja að sú mynd sem norrænir
blaðalesendur fengju af íslandi,
væri af eldfjöllum, hverum, físki,
Halldóri Laxness, handritum og
(á síðari árum) lausung og
dryklquskap. Ég gat ekki betur
séð en ísland væri flokkað með
Seychell-eyjum, Mauritius og
Falklandi sem blaðaefni, _ enda
fínnst Norðurlandabúum Island
vera exótískt, fi-amandi og
furðulegt.
Eftir að ég fluttist heim, tók
ég að mér um skeið að vera
fréttaritari fyrir Dagens Nyheter
í Stokkhólmi og hugðist breyt.a
þessu. Ég ætlaði mér að skrifa
reglulega um íslensk stjómmál
og menningarmál og leitast við
að gefa lesendum hugmynd um
íslenskan veraleika. En ég gafst
fljótlega upp. Mér fannst blaðið
vera búið að gera upp við sig
hvað lesendur vildu lesa um ís-
land og ég nennti ekki að halda
áfram að skrifa sömu greinina
um sama efnið.
Litla greyið
Útlendingar koma oft hingað
með Ijarskalega einfaldar fyrir-
framhugmyndir um ísland, og
oft fínnst mér að við föllum í þá
freistni að kynna okkur með
þeim hætti að þær staðfestist.
Ég á við, að við kynnum okkur
sem fomgrip. Við eigum glæsi-
lega miðaldamenningu og okkur
ber að leggja rækt við menning-
ararf okkar, en við lifum ekki í
arfí. Og arfur hættir að vera
arfur, ef hann er ekki endumýj-
aður. Og umfram allt verðum
við að breyta vanskilningi norr-
ænna frænda okkar. þeim fínnst
við vera skoplítil, einangruð þjóð
á smáeyju úti í reginhafí, og
þeir eiga erfitt með að skilja að
við skulum ekki sjálfir líta á
okkur eins og þeim fínnst við
vera eða eiga að vera.
Kannski erum við eins og
þversögn. Mér fínnst stundum
að lykillinn að skílningi á íslandi
sé, að við höfum aldrei viður-
kennt þær skorður sem okkur
era settar. Við lítum ekki á okk-
ur sem einangraða smáþjóð og
við lítum ekki á land okkar sem
smáeyju úti í endalausu hafí. Við
vitum að á sex klukkustundum
getum við verið í New York,
París, London eða Berlín. Við
vitum að ijarlægðir eru ekki
lengur mældar í kílómetram eða
klukkustundum, heldur pening-
um. Ástæðan fyrir því að við
viðurkennum ekki þær skorður
sem öðram þjóðum fínnst okkur
settar, held ég að sé fólgin í sjálf-
stæði okkar, tungu og menningu.
Að við myndum eigin sérstæða
menningarheild. Og það er eitt
af þvi sem aðrir eiga erfitt með
að skilja. Að svo fámennur hópur
manna skuli nenna að standa
undir eigin menningu, enda sé
miklu hagkvæmara og prakt-
ískara að ganga inn í stærri
menningarheild. En ef við geram
það, þá verðum við einmitt það
sem öðram finnst að við eigum
að vera: útkjálkaþjóð. Meðan við
höldum tungu okkar og menn-
ingu eram við nafli heimsins í
eigin augum. Það þurfum við að
reyna að láta aðra skilja.
Norrænum mönnum fínnst
gaman að hafa okkur nálægt
sér. Þeím finnst garnan að
klappa á kollinn á okkur eins og
litla bróður sem talar þetta
skrítna mál. En þegar við rísum
á fætur og tölum eins og full-
orðnir menn og viljum láta taka
mark á okkur, þá er hætt við
að því sé tekið sem hinu mesta
yfirlæti. Þó verður að undan-
skilja Finna í þessu samhengi.
Mín rejmsla er sú, að þeir séu
sú eina af hinum sjálfstaeðu þjóð-
um á Norðurlöndum, sem sé
ævinlega reiðubúin að líta á okk-
ur sem jafningja. Svíar og Danir
og Norðmenn eiga ákaflega er-
fítt með það í reynd. Góðlátlegan
skilning geta þeir sýnt, en það
er eins og hann beri oft í sér
bland af vorkunnsemi, eins og
þegar við segjum litla greyið.
Saga úr Laxdælu
Ég hef stundum gripið til þess
ráðs að segja ofúrlitla sögu úr
Laxdælu sem mér fínnst lýsa
okkur íslendingum vel. Hún er
um það þegar Þorkell Eyjólfsson,
Qórði maður Guðránar Osvífurs-
dóttur, fór til Noregs að sækja
sér kirkjuvið. Ólafur konungur
sat þá í Þrándheimi og var að
reisa dómkirigu. Bar þá svo til
einn morgun snemma er konung-
ur fór út, að hann sá að maður
var að príla í kirkjubyggingunni
og mældi þar stoðir og bönd.
Undraðist konungur þetta og
gekk nær. Sá hann þá að þar
var kominn Þorkell bóndi. Kon-
ungur spurði hann þá hvort hann
ætlaði sér að reisa sams konar
kirkju á bæ sínum. Þorkell kvað
svo vera. Konungur stakk þá upp
á því að hann hyggi svo sem
tvær álnir af hveiju stórtré. Þor-
kell svaraði að ef k'onungur sæi
eftir að hann fengi að höggva
svo mikinn við, þá ætti hann ein-
hver ráð að útvega sér hann
annars staðar. Þá mælti konung-
ur eitthvað á þá leið, að bóndi
skyldi reisa kirkju sína, því að
hversu stór sem hún yrði, myndi
hún þó aldrei ráma stqrmennsku-
bijálæði hans.
í þessari litlu sögu finnst mér
koma fram skýr einkenni Islend-
ings. Hann lítur á sig sem jafn-
ingja konunga og telur sig geta
gert hið sama og hvert stór-
menni. Hins vegar sleppi ég
framhaldi sögunnar. Þorkell
drakknaði þegar hann flutti
timbrið heim og viðinn rak um
allar Breiðafj arðareyj ar. Þannig
fer nefnilega stundum um stór-
huga fyrirætlanir okkar.
HSfuadur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla Islands.
ERTLjAÐ FARAST
UR HITA?
Við höfum lausnina
Z-sólarfilma
SÓLARFILMAN er rúllutjald, sem gefur möguleika.
SÓLARFILMAN er hönrtuð til að spara orku á
fleiri en einn veg og þar með peninga.
- Hún dregur úr þörf á loftræstingu á heitasta
tíma ársins og lækkar þannig kostnað.
- Hún endurvarpar hita innanhúss um vetrar
tíman og dregur þannig úr hitunarkostnaði.
SÓLARFILMAN er polyesterþynna, blönduð
al umium, sem gefur þá eiginleika að:
- Minnka sólargeislun um 96% og draga úr
sólarhita um 73%.
- Byrgir ekki útsýn og hleypir venjulegri dags-
birtu í gegn.
SÓLARFILMAN er framleidd eftir máli.
brautir &
gluggatjöld hf
Faxafeni 14, símar 82340 og 83070
5
FRABÆRAR
FRA
PHILCO
•PHILCO W 135, Þvottavél
' •Tekur 5 kg
•Vinduhraði: 1300snúningar
•Heitt og/eða kalt vatn
•Verð: 72.604,- Stgr. 68.974.-
•PHILCO WDC 133, þvottavél og þurrkari
•Tekur 5 kg
•Vinduhraði: 1300snúningar
•Heitt og/eða kalt vatn
•Verð: 83.950,- Stgr. 79.750.-
•PHILCO W 1156, þvottavél
•Tekur 6 kg
•Vinduhraði: 1100snúningar
•Heitt og/eða kalt vatn
•Sértega styrkt fyrir mikið álag
•Verð: 74.800.- Stgr. 71.060.-
•PHILCO W 85, þvottavél
•Tekur 5 kg
•Vinduhraði: 800 snúningar
•Heitt og/eða kalt vatn
•Verðið kemur þér á óvart
•Verð: 52.500,- Stgr. 49.875.-
•PHILCO DR 500, þurrkari
•Tekur 5 kg
•3 hitastillingar
•Hægri og vinstri snúningur á tromlu
•Verð: 39.983,- Stgr. 37.984.-
PHILCO
Þægindi sem hægterað treysta
Heimilistæki hf
SÆTÚN! 8 Sí Ml 691515 ■ KRINGLUNNI SiMI 691S 20
'SOMKíXyUJK