Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990
„mama“.
Með
morgunkaffinu
Gefstu ekki upp fyrir hin-
um tigna riddara?
Slysatölur lækka ef
ökukennslan er bætt
Lífsspegill
fær mann til
að staldra við
Til Velvakanda.
Ég get ekki orða bundist eftir
að hafa lesið ævisögu Ingólfs Guð-
brandssonar, Lífsspegil. Mér finnst
hún ein besta bók, sem ég hef lesið
og lagði hana frá mér með söknuði
að lestri loknum. Stemmningin og
hughrifin í þessari bók fá mann til
að staldra við og lesa sumt aftur
og aftur. Þetta er óvenjuleg bók,
sem vekur til umhugsunar og leyn-
ir á sér, enda er hún full af tákn-
um, og meðferð máls og stíls er
með því móti, að fæstir ævisögurit-
arar komast með tærnar, þar sem
Ingólfur hefur hælana. Mig langar
að þakka fyrir þessa bók og vildi
eiga þess kost að lesa fleiri frá
hendi höfundar. Mér varð hugsað
til þeirra, sem útdeila bókmennta-
verðlaunum, hvort þessi bók hafi
farið framhjá þeim? Svo að fleiri
gætu notið hennar, datt mér í hug
að hér væri ágæt útvarpssaga til
að lesa á einhverri útvarpsrásinni,
sérstaklega ef Ingólfur læsi sjálfur,
því að ég hef heyrt þægilega rödd
hans í ágætum útvarpsþáttum á
Aðalstöðinni.
Bókmenntanemi
Þakkir til kon-
unnar sem skil-
aði plötunni
Til Velvakanda.
Ég keypti hljómplötu fyrir bróður
minn fimmtudaginn 12. júlí. Ég fór
í síma í skiptistöðinni í Mjódd og
lagði plötuna frá mér við símann.
Svo stökk ég upp í strætó. Þegar
ég var komin heim, áttaði ég mig
á því að ég hafði gleymt plötunni.
Ég fór þá aftur í skiptistöðina en
bjóst ekki við að ég fyndi plötuna
aftur.
Ég spurðist fyrir í sjoppunni og
hjá verðinum, en það kannaðist
enginn við hana. A leiðinni út datt
mér í hug að labba inn á pósthúsið
og spyija um plötuna. Mér til mikill-
ar undrunar var mér afhent platan
þar. Einhver kona hafði komið með
hana inn á pósthúsið.
Nú langar mig til að þakka þess-
ari góðu konu fyrir skilvísina.
15 ára stúlka úr Reykjavík
Til Velvakanda.
Ég vil láta í mér heyra vegna
þess að ég tel að ökukennslu sé
ábótavant hér á landi. Ungt fólk
sem tekur bílpróf á sumrin hefur
enga reynslu í hálku og snjóakstri.
Ungu ökumennirnir koma út í um-
ferðina á björtum sumardögum og
hafa enga hugmynd um hvernig ber
að aka í hálku og snjó og vita ekki
hvernig á að bregðast við í umferð-
inni þegar hálka er. Einnig hafa
ökunemar litla sem enga reynslu
af akstri á malarvegum og vita
ekki hvernig á að keyra á þeim, t.d.
í sambandi við lausamöl. Þess vegna
tel ég nauðsynlegt að komið sé upp
æfingasvæði fyrir ökunema.
Klúbbur 17 (klúbbur ungra öku-
manna) berst fyrir því að komið sé
á fót allsherjar æfíngasvæði fyrir
ökunema. A því svæði yrði meðal
annars hálkubraut, malarbraut og
ökugerði. Sem yrði þá notað til
þess að beygja og bakka fyrir horn.
Eins og ég hef áður minnst á þá
er ökukennslu ábótavant því að á
síðasta ári slösuðust 175 á aldrinum
17-20 ára. Ungt fólk á þessum aldri
er í langmestri hættu í umferðinni.
Ég tel að ef ökukennsla yrði bætt
og tímum fjölgað þá yrðu ekki eins
mörg slys. Og vona ég að svo verði.
En víkjum nú að öðru í sambandi
við ökukennslu. Eftir að bílasímarn-
ir komu til landsins hafa flestir
ökukennarar sem aðrir fengið sér
bílasíma. Bílasímar eru oft mjög
nauðsynlegir og í sjálfu sér alveg
sjálfsagt að hafa þá svo framarlega
sem þeir séu notaðir í hófi og alls
ekki á meðan viðkomandi er að
keyra. Og í sambandi við ökukenn-
ara þá tel ég það siðlaust að þeir
séu að röfla í þá á meðan nemandi
er við stýrið. Sjálf hef ég séð og
heyrt að ökukennari er að keyra
með nemanda sinn og annar öku-
kennari keyrir fram hjá með sinn
nemanda og fyrrnefndi ökukennar-
inn tekur upp tólið og hringir í hinn
ökukennarann og spjalla þeir um
daginn og veginn, nemandi kemur
að gatnamótum og á síðustu stundu
bendir ökukennarinn til hægri eða
vinstri. Þarna er illa komið fram
við þann nemanda sem á í hlut. Því
að nemandinn þarf að borga stórfé
fyrir þessa ökukennslu. Þess vegna
hvet ég ökukennara til að hætta
þessu röfli í símana og mega þeir
taka þetta til sín sem eiga.
Ég ætla svo sannarlega að vona
að Klúbbur 17 komi æfingarsvæð-
inu á fót sem fyrst því ég tel að
slysum í umferðinni myndi fækka
stórlega.
Ungur ökumaður
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
*
Urval kvikmynda er meira í
Reykjavík en nokkurri ann
arri borg með jafnmarga íbúa. Þetta
þorir Víkveiji að fullyrða án þess
að hafa vísindalega rannsókn til að
styðja stóru orðin. Hann þorir einn-
ig að halda því fram að í reykvísku
kvikmyndahúsin berist myndir fyrr
en í jafnfjölmenna borg annars
staðar. Loks vill hann láta þá skoð-
un í ljós, að hér standist tæknibún-
aður kvikmyndahúsa ströngustu
kröfur. Allt þetta vill hann þakka
hinni miklu samkeppni sem er hér
í þessum rekstri. Kysi hann gjarnan
að sami metnaður ríkti hjá þeim
sem þýða og setja íslenskan texta
inn á kvikmyndir og eigendum hús-
anna, er vilja gera þau sem best
úr garði og bjóða sem mest af nýj-
um myndum.
að Rauða október, sem er byggð á
bók eftir Tom Clancy. Er þetta
fyrsta bók hans og síðan hafa ýms-
ar siglt í kjölfarið eins og Rauður
stormur, sem hefur komið út á
íslensku og gerist að verulegu leyti
hér á landi.
Bókin um sovéska kafbátinn
Rauða október vakti verulega at-
hygli, þegar hún kom út og þótti
með ólíkindum, hve mikla þekkingu
Clancy hafði á öllu er snertir kaf-
bátahernað. Yfir þeirri grein hern-
aðar hvílir mikil leynd og hafa flota-
foringjar gjarnan svarað erfiðum
spurningum blaðamanna um kaf-
báta, ferðir þeirra og störf með því
að benda þeim á bók Clancys um
Rauða október.
XXX
arinnar hafi brugðist á meðan hún
var í vinnslu; þíðan í austri geri
hana úrelta og sé litið „fram hjá
kaldastríðsdraugnum" sitji eftir
„stórmynd" af gamla skólanum.
Víkveiji er ekki sammála þessu.
Hann telur einmitt meiri líkur á því
að atburðir eins og lýst er í þessari
kvikmynd kunni að gerast á upp-
lausnartímum í Sovétríkjunum
heldur en þegar allt er njörvað nið-
ur undir alræði kommúnistaflokks-
ins. Hvar er „kaldastríðsdraugur"
í þessari kvikmynd?
Ástæðulaust er fyrir okkur ís-
lendinga sem búum hér á miðri leið
kafbátanna um Norður-Atlantshaf
að láta eins og þeir séu allir að
hverfa eða draga sig í hlé. Margt
bendir því miður til þess að Sovét-
menn ætli að styrkja norðurflota
sinn um leið og dregið er úr vígbún-
aði í Mið-Evrópu.
Kafbátarnir verða mikilvægari
eftir því sem hermönnum og vígtól-
um fækkar á landi.
x
Igrein um myndina Leitin að
Rauða október segir kvik
Meðal þeirra kvikmynda sem myndagagnrýnandi Morgunblaðs-
nú eru sýndar hér er Leitin ins, að mikilvægar forsendur mynd-