Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 36
Skattskrá
lögð fram
í mánað-
arlokin
SKATTSKRÁ í Reykjavík verður
lögð fram í lok mánaðarins, að
líkindum þriðjudaginn 31. júlí. Að
sögn Ingvars Rögnvaldssonar vara-
skattstjóra hefur skattskráin að
jafnaði verið lögð fram á tímabilinu
25.-31. júlí.
Golfsamband íslands:
Reglurum
hámarks-
upphæð
verðlauna
GOLFSAMBAND íslands hefur
gefíð út reglur um hve háa verð-
launaupphæð golfleikarar mega
þiggja í mótum án þess að missa
áhugamannaréttindi sín. Regl-
urnar eru þær sömu og áhuga-
mannanefhd Golfsambands Evr-
ópu setur.
Frímann Gunnlaugsson, for-
maður Golfsambands Islands, seg-
ir að fyrir keppni á 36 holu velli
megi keppendur mest þiggja 40
þúsund kr. í verðlaun, fyrir keppni
á 18-36 holu velli mest 30 þúsund
kr. og á unglingamótum mest.20
þúsund kr. Ferðavinningar eru þó
undanþegnir þessum ákvæðum.
Á golfmótum hefur nokkuð
tíðkast að veita vegleg verðlaun
fyrir að leika holu í höggi og er
þess skemmst að minnast að Jón
A. Baldvinsson, prestur í London,
vann bifreið á golfmóti á Akureyri
nýlega. Frímann sagði að mál Jóns
kæmi ekki til kasta Golfsambands
íslands þar sem Jón væri ekki fé-
lagi í golfklúbbi á íslandi. Kvaðst
hann telja að enska golfsambandið
myndi svipta Jón áhugamanna-
réttindum sínum.
Frímann sagði, að í fyrra hefði
ungur maður fengið bíl fyrir að
leika holú í höggi. Hann skilaði
bílnum til baka til að missa ekki
áhugamannaréttindi sín.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra var einn þeirra, sem lentu í vandræðum vegna vatna-
vaxta á hálendinmsíðastliðna helgi. Vélin í jeppa hans drap á sér þegar hann lagði í Ásgarðsá í
Kerlingarfjöllum, og sat bíllinn fastur í ánni en vatnið rann upp að gluggum. Menn úr Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík, sem voru í skíðaferð, komu ráðherranum til hjálpar og drógu bíl hans úr
ánni, en hún hafði vaxið talsvert.
Mikið í ám á hálendinu
MIKIÐ vatn er nú í ám og lækj-
um á hálendinu vegna hlýinda
og rigninga undanfarna daga.
Eitthvað hefur verið um að
ferðamenn hafi þurft aðstoð
vegna þess að ár hafa verið
ógreiðfærar, en umferð uin
hálendið hefúr þó gengið stór-
slysalaust.
Síðan um helgina hefur rignt
talsvert á fjöllum uppi og- eru
vatnsföll því víða í vexti. Land-
vörðum á hálendinu, sem Morgun-
blaðið hafði tal af, kom saman
um að mikið væri í vötnunum, þó
ekki svo að af bæri. í Landmanna-
laugum lentu nokkrir ferðamenn
í vandræðum um helgina, og í
Þórsmörk er Krossá erfið yfirferð-
ar. Meðal annars urðu tveir ein-
drifsbílar að hverfa frá því að
fara yfir ána. Á Kili eru ár einnig
vatnsmiklar, en Ferðafélagsmenn
á Hveravöllum sögðust ekki hafa
frétt af neinum óhöppum af þeim
sökum.
V estmannaeyj ar:
Eimskip
kaupir
Skipaaf-
greiðsluna
EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefúr
keypt Skipaafgreiðslu Vest-
mannaeyja hf. af Sigurði G. Þór-
arinssyni og Braga Júlíussyni.
og var kaupverðið samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins um
30 milljónir króna. Þórður Sverr-
isson, framkvæmdastjóri flutn-
ingssviðs Eimskips, segist gera
ráð fyrir að Ríkisskip og SIS
skipti áfram við Skipaafgreiðsl-
una. Stærri lyfltari verði keyptur
og þjónusta aukin.
„Skipaumferð er mikil um Vest-
mannaeyjahöfn og þjónusta við
flutningaskip íjárfrek,“ segir Þórð-
ur. „Þar sem mikið er um gáma
þarf kraftmikinn lyftibúnað og ætl-
unin er að festa kaup á stærri lyft-
ara. Við teljum að hagræða megi í
rekstri og þjónustu Skipaafgreiðsl-
unnar, viljum bæta þjónustuna og
auka hana.“
Þórður segir að vikulega komi
skip Eimskipafélagsins þrisvar við
í Vestmannaeyjum, Ríkisskip hafi
tvær viðkomur og skipadeild Sam-
bandsins eina til tvær. Hann vænti
þess að framhald verði á þjónustu
við alla aðilana.
Grandi og Hraðfrystistöðin sameinast:
Árlegur kvóti togara fyrir-
tækisins verður 27.000 tonn
SAMEINING Granda hf. og
Hraðfrystistöðvarinnar í
Reykjavík hefur verið ákveðin
og kemur hún til framkvæmda
þann fyrsta september næstkom-
andi. Fyrirtækið mun að lokinni
sameiningu bera nafn Granda og
ráða yfir mestum bolfiskkvóta
íslenzkra sjávarútvegsfyrir-
tækja, eða um 27.000 tonnum á
næsta ári. Hraðfrystistöðin gerir
nú út tvo togara og Grandi sex,
en einn þeirra hefúr verið leigður
J öftiunargj aldi á
iðnaðarvörur breytt
út án kvóta. Hraðfrystistöðin
rekur frystingu í húsi sínu við
Mýrargötu, en Grandi frystir
bolfisk í tveimur húsum á
Grandagarði og Norðurgarði. Á
fjórða hundrað manns starfa nú
hjá báðum fyrirtækjunum og
segja stjórnendur þeirra að eng-
ar uppsagnir fylgi sameining-
unni.
Sameiningin verður framkvæmd
á þann hátt, að eigendur Hrað-
frystistöðvarinnar fá útgefin hlut-
bréf fyrir hlut sinum, en áætlað er
að hann nemi 16 til 19% af heildar-
hlutafé eftir sameininguna. Eigið
fé Granda vat' um áramót rúmar
800 milljónir króna, en nafnverð
útgefinna hlutabréfa er 647 milljón-
ir króna. Gangverð þeirra á almenn-
um markaði er 1,72 og markaðs-
verð því um 1,1 milljarður. Um
síðustu áramót var eigið fé Hrað-
frystistöðvarinnar um 140 milljónir
króna. Líklega verðut' hlutur hennar
í sameinaða fyrirtækinu um 200
milljónir, en það verður endanlega
ljóst eftir milliuppgjör, sem fram-
kvæmt verður í lok ágúst.
Áætluð velta fyrirtækjanna á
yfirstandandi ári er um þrír millj-
arðar króna. Heildarvelta Granda á
síðasta ári nam rúmlega 1,9 mill-
jöt'ðum, en velta Hraðfrystistöðvar-
innar var um 500 milljónir króna.
Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Granda, stjórnar fyr-
irtækinu áfram eftir sameininguna.
Sjá bls. 21: Engar uppsagnir
vegna sameiningarinnar
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið
að fella 5% jöfnunargjald á inn-
fluttar iðnaðarvörur niður í nú-
verandi mynd á næstu mánuðum,
og var fjármálaráðherra, ut-
anríkisráðherra, iðnaðarráð-
herra og landbúnaðarráðherra
falið að vinna að þeirri breytingu.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði að menn vildu
í þessu sambandi skoða framtíð
jöfnunaraðgerða gagnvart íslensk-
um útflutningsgreinum.
Jöfnunargjaldið hefur þegar skil-
að ríkissjóði 5-600 milljónum króna
á þessu ári, eins og fjárlög gerðu
ráð fyt'ir. Forsvarsmenn aðila
vinnumarkaðarins vildu að jöfnun-
árgjaldið yrði lækkað um helming,
síðari hluta ársins, sem hluti af
aðgerðum í verðlagsmálum. Telja
þeit' að með því að halda gjaidinu
óbreyttu sé ríkissjóður að auka
skattheimtu, umfram áætlanir fját'-
laga, þrátt fyrir að verðlagsráðstaf-
anirnar kosti ríkissjóð 350 milljónir
króna, eins og fjármálaráðuneytið
áætlar.
Sjá fréttir um bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar og viðbrögð
aðila vinnumarkaðarins bls. 4.
Ljósmynd/Jón Stefánsson
Harður árekstur en lítil meiðsl
Harður árekstut' varð við Krókháls um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.
Mazda-bifreið og Lada Samara rákust saman með þeim afleiðingum
að Lada-bifreiðin valt og skemmdist mikið. Ekki urðu þó alvarleg
meiðsl á fólki.
Ríkisstjórnin
samþykkir
fískeldishús
Á ríkisstjórnarfundi í gær var
samþykkt tillaga menntamála-
ráðherra um byggingu fiskeldis-
húss.
Húsið verður notað til rannsókna
á fisksjúkdómum og lífeðlisfræði-
legum þáttum fiskeldis.
Samningsdrögin sem fyrir liggja
gera ráð fyrir samstarfi sjö aðila
um hús þetta og þeir eru: Rann-
sóknaráð ríkisins, Reykjavíkurborg,
Háskóli íslands, Tilraunastöð Há-
skólans í meinafræði að Keldum,
sjávarútvegsráðuneyti, landbúnað-
arráðuneyti og Landssamband fisk-
eldis- og hafbeitarstöðva. Eftir
samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær
verðut' Rannsóknarráði ríkisins falið
að vinna að framgangi málsins, en
framlög vet'ða endanlega ákveðin í
fjárlögum næstu ára.