Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 19
18 ' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 JHttrgtnifrliifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónssoii. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Þjóðveijar treysta sig í sessi 60 ara afinæli Sól- heima í Grímsnesi Minning um frú Sesselju Sigmundsdóttur, Sólheimum egar Vestur-Þýskaland gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu (NATO) 1955 ruku Sovétmenn til og stofnuðu Varsjárbandalagið með fylgi- ríkjum sínum. Nú þegar Var- sjárbandalagið er í upplausn vegna frelsisvindanna sem farið hafa um Austur-Evrópu sam- þykkir leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhaíl Gorbatsjov, á fundi með Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, að sameinað Þýskaland sem er að fæðast þessa mánuði og vikur verði í Atlantshafsbandalaginu. Þeir sem hafa fylgst með umræðum um utanríkis- og ör- yggismál vita, að sá ótti hefur sótt að mörgum, að sameining Þýskalands jafngilti því að landið yrði hlutlaust í hjarta Evrópu; Sovétmenn myndu aldrei fallast á annað. Þessi rök- semd hefur verið notuð gegn tilraunum til að sameina landið. Hún fýkur nú út í veður og vind eins og svo margt annað á þess- um miklu breytingartímum. Mikhaíl Gorbatsjov hefur hvað eftir annað sýnt, að hann er raunsæismaður, sem tekur ákvarðanir með hliðsjón af stöðu mála hveiju sinni. Hann hefur nú fallið frá öllum óað- gengilegum skilyrðum gegn sameiningu Þýskalands og þeirri eindregnu kröfu, að landið verði áfram aðili að Atlants- hafsbandalaginu. Á það hefur verið bent, að með aðild Þýskalands að NÁTO tryggi Vesturveldin öryggis- hagsmuni sína og þess vegna sé síður en svo ósanngjarnt að komið sé til móts við Sovétmenn á einn eða annan veg. Gorbatsj- ov setti ýmis skilyrði fyrir sam- þykki sínu. Sovéski herinn verð- ur til dæmis ekki fluttur á svip- stundu á brott úr stöðvum sínum í A-Þýskalandi. Her sam- einaðs Þýskalands verður fá- mennari en herafli V-Þýska- lands núna, það er 370.000 menn í stað 450.000 manna nú; ef austur-þýski herinn er tekinn með ráða þýsku ríkin nú yfir 600.000 manna herliði. Herafli undir stjórn NATO verður ekki á a-þýsku landi. V-Þjóðveij.ar heita því að eignast ekki kjarn- orkuvopn. Fyrir V-Þjóðveija eða banda- menn þeirra er ekki erfitt að fallast á þessi skilyrði. Þau inn- sigla í raun sigur þeirra og ekki síður hitt, að Sovétmenn viður- kenna, án þess að það sé sér- staklega tekið fram, að banda- rískur herafli verði áfram í Vestur-Þýskalandi með þeim vopnabúnaði sem hann hefur yfir að ráða. Þeim hefði ekki verið trúað sem spáðu því eftir að Berlínar- múrinn hrundi fyrir fáeinum mánuðum, að viðræður við Sov- étmenn um framtíð sameinaðs Þýskalands myndu bera þennan árangur á jafn skömmum tíma. Hraðinn er svo mikill undir ör- uggri forystu Helmuts Kohls kanslara að varla gefst tóm til að átta sig á sögulegu gildi ein- stakra atburða. Viðurkenning Sovétmanna á aðild sameinaðs Þýskalands að NATO er pólitískur stórviðburður, sem leiðir til þess að nú verður end- anlega samið við Þjóðveija um lyktir síðari heimsstyijaldarinn- ar. Sovéskir ráðamenn hafa hingað til rökstutt flestar ákvarðanir sínar um vígbúnað og öryggismál í Evrópu með því að vísa til óttans við Þýskaland; allt verði að gera til að hindra að Þjóðveijar gætu öðlast sinn fyrri styrk. Sovétmenn sem hefðu missttugi milljóna manna í yföðurlandsstríðinu mikla“ við Þyskaland nasismans myndu ekki taka neina áhættu gagn- vart Þýskalandi nú á tímum. Gorbatsjov hefur gengið á hólm við þessa stefnu með samkomu- laginu sem hann gerði við Kohl á mánudag. Hann vill að Sov- étríkin og Þyskaland búi saman hlið vjð hlið í Evrópu. Kohl ætl- ar að nota ríkidæmi Þjóðveija til að leggja Gorbatsjov lið í endurreisn sovésks efnahagslífs sem er því miður ekki enn hafín. Undanfarna daga höfum við orðið vitni að þvi að breskur ráðherra hraktist úr ríkisstjóm vegna ummæla sinna um Þýskaland og Evrópubandalag- ið. Sá atburður minnir okkur á, að margvíslegir erfiðleikar fylgja aðlögun að nýjum að- stæðum í Evrópu og ekki eru allir á eitt sáttir. Miklu átaka- þingi er nýlokið í sovéska kommúnistaflokknum, þar sem Gorbatsjov var sigurvegari en flokkurinn klofnaði. Sovéski leiðtoginn tekur vafalaust áhættu heima fyrir með sam- komulaginu við Kohl en hvergi hefur Gorbatsjov notið meiri vinsælda en í Vestur-Þyska- landi; hann hefur ekki brugðist aðdáendum sínum þar á úrslita- stundu. eftirRósu B. Blöndals Sesselja Sigmundsdóttir var ung stúlka milli tvítugs og þrítugs, þeg- ar ég sá hana fyrst í Reykjavík sumarið 1935. Vorum við gestir í einu húsi þar. Mér þótti hún bæði fríð og glæsileg, vel vaxin, fijáls og djarfmannleg. Hún var nýkomin fra'námi í Þýskalandi. Þegar hún var farin frétti ég, að hún hefði lært meðhöndlun á vangefnum börnum og hefði stofnað hæli fyrir slík börn. Sumir menn segja um stúlku sem þykir ófríð, ef hún fer að vinna að hugsjónastarfi, að hún vilji bæta sér upp, að hún sé ekki talin keppi- kefli. Ekki skorti Sesselju atgervi og mætti þó líklega segja, að hún væri best í raun. Svo reyndist hún mörgum munaðarlausum börnum. Sesselja var af þeirri gerð greindar og atgjörvis, sem ekki duldist í mannfjölda á meðan lífsþróttur, æska og hugsjón ljómuðu um dökka brá og bjartan svip. Hún lét ástar- söngva vorsins fram hjá sér fara. Hún hafði markað sér braut. Hún fór ein frá þjóðvegi um krókótta leið og mýrarvegleysu, heim að Hverakoti í Grímsnesi. Stundum bar hún þangað barn á bakinu, fatlað barn, frá bílveginum langa leið, ell- egar mat fyrir börnin sin, sem hún hafði tekið að sér. Hún hafði ákveð- ið að veita ást sína og umhyggju börnum sem óafvitandi höfðu valdið vonbrigðum og sársauka. Sum þeirra höfðu þess vegna mætt ást- leysi, en önnur ofurást. Flestum foreldrum var um megn að veita fötluðu barni heppilega meðhöndlun til þroska. Sesselja áleit að til þess þyrfti sérstaka þekkingu og þeirrar þekkingar hafði hún aflað sér. Fað- ir Sesselju, Sigmundur Sveinsson, var heitur trúmaður og hugsjóna- maður. Hann var mikill ferðamaður á unga aldri og þrekmenni. í „Þætt- ir úr lífi mínu“, segir Sigmundur um konu sína: Höfuðdyggðir hennar eru sannleiksást og skyldurækni í því sem henni er trúað fyrir, ósann- indi eða fláttskap þolir hún ekki.“ Um bata eftir veikindi konu hans segir hann: „En við vissum hvaðan eftirAra Trausta Guðmundsson Það er auðvelt að telja saman 30 til 40 skála á hálendi íslands. Þeir eru einn helsti burðarásinn í ferðalögum fólks um fjöil og fírn- indi. Þess kyns dægradvöl er að verða mjög mikilvægur þáttur í al- mennri velferð fólks og ákaflega góð leið til að veita ævintýraþrá og forvitni um náttúruna útrás. Skálarnir eru í eigu margra að- ila; margir tilheyra Ferðafélagi ís- lands eða deildum þess, en aðrir, stakir skálar félögum eða búand- fólki til sveita sem þarf á þeim að halda í leitum. Einn fyrsti eiginlegi skálinn handa ferðafólki, fyrst og fremst, var byggður í Hvítárnesi við Kjalveg um 1930. Ferðafélag íslands gekkst fyrir þessu þarfa framtaki. Skálarnir urðu brátt fleiri og þeir voru byggðir æ hærra til fjalla; einmitt þar sem þeirra var mikil þörf vegna illviðra eða langra aðkomuleiða sem hvetja til lang- dvala á staðnum. Meira að segja jöklamir fengu sín hús: Á Snæfells- jökli reis skáli FI og Jöklarannsókn- arfélag íslands hefur sett niður hús hjálpin kom. Hann vantar aldrei vegi.“ Batinn var augljóst krafta- verk. íslenska þjóðfélagið hafði mikla þörf fyrir líknarstarf Sesselju. Það sannaðist fljótt, að margur og mik- ill vandi var þar leystur. Enda var starf hennar algjört brautryðjanda- starf. Svo vel vildi til, að presta- stefna íslands hafði þá alveg nýlega beitt sér fyrir að safna fé og leggja fé til einhverra slíkra líknarstarfa, eins og unga stúlkan var að hefja og beijast fyrir. Þarna mættust því tvö öfl. Sesselja reyndi að fá jörð á Álfta- nesi, en það tókst ekki. Séra Guð- mundur Einarsson prófastur á Mos- felli í Grímsnesi hafði þessi mál með höndum fyrir kirkjuna. Hann kom Sesselju til hjálpar. Hann hafði verið prestur í Ámeríku og hefur sennilega þekkt slík störf þar. Hann skildi þá þörf, sem þessi unga stúlka fékk köllun til að svara. Hann var mikill samúðarmaður og eins og kona hans, frú Anna Þor- kelsdótir frá Reynivöllum í Kjós. Séra Guðmundur var auk þess mik- ill framkvæmdamaður. Hann keypti Hverakot í Grímsnesi fyrir þessa starfsemi. Það var ómetanlegt að fá þar ódýra upphitun og svo gróð- urhúsamöguleika, þar sem unga stúlkan lagði sérlega mikið upp úr því að hafa sem mest af jurtafæði. Auk þess vildi hún að öll ræktun færi fram með náttúrulegum, en ekki tilbúnum áburði. Þá skildu fáir menn það sjónarmið. Útlendur áburður var þá að ryðja sér til rúms. Hverakot liggur í brekkukvos, tvær hæðir mynda horn og sléttan inni er á móti sól. Hverirnir eru miklir og hvítir mekkir stíga þar upp. En það þurfti áræði og þol- gæði, þrautseigju og kjark fyrir unga stúlku, sem átti sjálf engin efni til að leggja fram, þótt hún fengi styrk frá samtökum presta til að hefja starfið. Allt varð að byggja upp frá grunni, bæði hús og garða og leiða heita vatnið inn. Og ekki var einu sinni bílvegur þangað heim. Einbeitni hugsjóna- mannsins vann sigur. Eitt hús var fyrst byggt, hveravatn leitt inn til upphitunar og þvotta. Mikil ræktun bæði á Vatnajökli og Langjökli, allt síðan 1956. Fjallamenn Nokkur hluti ferðafólks freistast alltaf til þess að fara um íslenska jökla og klífa ís og berg til fjalla. Um 30 áhugamenn um þá íþrótt stofnuðu með sér félag árið 1939, eftir að hafa starfað saman í nokk- ur ár á undan með nokkuð óform- legri hætti. Það hét Fjallamenn og varð að deild í Ferðafélagi Islands. Þetta var stórhuga fólk og sótti fast til hálendisins þótt bílar væru til lítils í þá daga og hesta þyrfti til mest alls flutnings manna og farangurs. Fjallamenn störfuðu af krafti í 10-15 ár og urðu félagar flestir um 100. Námskeiðin í fjallamennsku urðu 7, stundum með ágætum er- lendum kennurum. Fjallamenn fóru margar ferðir um jöklana og lítt kannaðar slóðir og ýmsir félagar urðu fyrstir til að klífa þekkta tinda. Fjallamenn byggðu tvo skála og stefndu að byggingu fleiri. Fyrst reis skáli á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, árið 1940 en hinn var byggður við Tindfjöll 1945. Þótt það hægðist á garðávöxtum og blómum strax hafin, einnig hóf Sesselja búskap. Ilún aflaði því sjálf mestrar fæðu fyrir hælið. Sesselja hafði mikinn styrk af föður sínum og bræðrum í byijun þessa mikla uppbyggingar- starfs. Faðir hennar útvegaði efni til húsagerðar og stóð í öllum útrétt- ingum. Kristinn, bróðir hennar, flutti efnið austur að Bijánsstöðum, þá náði bílvegurinn ekki lengra. Símon og Þórarinn, bræður hennar, sóttu þangað efnið. Þórarinn sagði að þeir hefðu ekki getað haft tvo vagnhesta, vegna þess hve mikið var um ílagskeldur á leiðinni. Á þessum dögum var ekki allt látið fyrir bijósti brenna. Símon hjálpaði til við búskapinn. Á einni tíð var við búið ungur maður, Hannes Hannesson, síðar bóndi á Kringlu. Afburðamaður að öllum drengskap, dugnaði og hjálp- semi. Einnig var þar meðal bestu starfsmanna af íslensku fólki Þór- katla Hólmgeirsdóttir, síðar hús- freyja á Kringlu í Grímsnesi. Hélst ætíð mikil vinátta þeirra Sesselju. En flest starfsfólk var þýskt, frá sama skóla og Sesselja kom frá og var sérstakt hugsjónafólk í hjálp- semi við hina minnstu bræður. Oll lögðu þau mikla áherslu á jurta- fæði, sem eigi væri ræktað með kemískum áburði. Sesselja fór ekki varhluta af fordómum á þeim manni, sem er brautryðjandinn. Mér hafa komið í hug í því sambandi þau orð sem Magnús Jónsson próf- essor sagði eitt sinn í kveðjuræðu sinni við guðfræðikandidata. „Gjör- ið allt sem þið getið fyrir málefnið — vandið ykkur í öllu starfi, en minnist þess um leið, að fram hjá rógberanum kemst enginn maður.“ Áreiðanlega hlaut Sesselja þá reynslu. Sigmundur, faðir hennar, drepur lauslega á það í ævisögu- broti sínu. Einhvern tímann var það kært fyrir Knúti lækni Kristins- syni, að börnin á Sólheimum fengju lélegt fæði, mest grænmeti. Þá sagði Knútur, að hvergi væri heilsu- far betra á ijölmennu heimiii, en á Sólheimum. Sesselja gaf Hverakoti nýtt nafn og nefndi heimilið Sól- heima. Því hugsun hennar var, að hún ætlaði að leiða börnin út í sól- „Þetta framtak verður vonandi til þess að Fimmvörðuháls telst aftur miðpunktur ferða um tvo af Suðurjöklun- um og áningarstaður þeirra sem ganga háls- inn.“ smám saman um í starfi Fjalla- manna, héldu þeir samtökum sínum virkum fram undir 1970. Þeir buðu t.d. Edmund Hillary hingað eftir sigur þeirra Tenzings á Everest- fjalli og þeir héldu Tindfjallaskála við (hann stendur enn og nýtist vel.) Fimmvörðuhálsskálinn var erf- iðari í viðhaldi en hinn og varð íslensku veðurfari að bráð. Um hann snýst það sem hér fer á eftir. Vin í veðravíti Fimmvörðuháls er um 1.040 metra hár yfír sjó. Þar yfír lá al- Rósa B. Blöndals „Islenska þjóðfélagið hafði mikla þörf fyrir líknarstarf Sesselju. Það sannaðist fljótt, að margur og mikill vandi var þar leystur. Enda var starf hennar algjört brautryðjandastarf.“ skinið. Hún ákvað, að þau skyldu njóta sólskins og útiveru. Eitt sinn kom ég í heimsókn á Elliheimilið Grund. Þar í litlu þakherbergi lá í rúminu fimmtugur maður, sem enn var barn eins og mörg Sólheima- börn. Hann var alltaf að biðja alla sem komu um að bera sig út í sól- skinið. Hann langaði svo mikið að sjá sólina, grasið og blómin. Það er átakanlegt að geta ekki orðið við þeirri bæn. Mér kom hann alltaf í hug, þegar ég sá Sólheimabörnin ganga úti með leiðsögumanni. Ollum börnum á Sólheimum var kennt að lesa, þeim sem gátu lært, einnig margt annað að vinna. Öll heilsuðu þau sérlega fallega og kvöddu vel. Þau fengu þar uppeldi frá barnæsku. Heilbrigð börn sem ólust þar upp voru sérlega fijálsleg og hjálpleg. Ég sá það, þegar þau voru á Mosfelli í spurningum. Sess- elja sagði að gott viðmót væri fötl- uðum börnum mjög nauðsynlegt, kuldi lokaði sál þeirra og hefti þorska. Þannig mun því vera varið líka um heilbrigð börn. Öllum til athugunar, sem eiga börn, sem hafa fengið eðlilegt tungutak og eðlilegar vöggugjafir, þessar dýru gjafir, sem enginn getur keypt. Þá ætla ég að taka það fram að það var merkilegt að heyra, hve vel Sólheimabörnum, sem mörg eiga kunn leið úr Skógum undir Eyja- íjöllum yfir í Goðaland, sem er inn af Þórsmörk. Meðan jöklar voru minni en þeir urðu á 17.-19. öld var þar greið leið en síðar settust fannir og smájökull á hálsinn og var þá væntanlega minna um mannaferðir þarna yfir en áður, enda áttu menn þá varla erindi í Goðaland nema með fé. Fjallamenn fengu augastað á Fimmvörðuhálsi vegna þess að hann liggur svo vel við til ferða á Eyjafjallajökul (1.666 m) og Mýrdalsjökul (1.490 m). Svo er gönguleiðin milli Þórsmerkur og Skóga sérdeilis skemmtileg og út- sýni merkilegt á þeirri slóð. Eitt fyrsta meginverkefni félagsins var að koma upp skála efst á hálsinum. Guðmundur Einarsson, listamað- ur, frá Miðdal og aðaldriffjöður Fjallamanna, hannaði 10-12 manna skála í þjóðlegum stíl, með burstum, steinhlöðnum veggjum til hálfs og glæsilegum vindskeiðum. Karl T. Sæmundsson, er lengi kenndi húsa- smíðar o.fl. við Iðnskólann í Reykjavík, útfærði vandaða smíða- teikningu af húsinu. Og svo voru viðir og klæðning sniðin til í Reykjavík og allt saman, ásamt jámklæðningu á þak, flutt á hestum Nýr Qallaskáli á Fimmvörðuhálsi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 19 * Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Frá radarstöðinni á Straumnesfjalli. Þar er ætlunin að snyrta til en allar líkur eru á að það sem eftir er af húsiunum verði látið standa. Mengun könnuð frá stríðsminjum FULLTRÚAR frá umhverfísmálaráðuneyti og varnamáladeild ut- anríkisráðuneytisins könnuðu fyrir skömmu ástand stríðsminja sem settar voru upp á Vestfjörðum og Langanesi í siðari heimsstyrjöld- inni. Var ástæða þess kvörtun sem hafði borist frá fiskeldissföð á Langanesi en eigendur hennar óttuðust að mengun frá minjunum kynni að spilla fískeldinu. Til stendur að fara að ratsjárstöðvunum, * kanna hvort mengun sé á svæðinu og að snyrta þar til. nokkuð erfitt með mál, var kennt að bera fram íslensku, vort eigið tungumál, sem margt vel gefið fólk lætur sér sæma að tala óskýrt og illa. Sólheimabörnum var kennt að bera svo vel fram, að heyrðist um stóran sal, er þau voru látin leika og fara með texta í leikriti eða á skrautsýningu. Einnig voru þau æfð í að bera skýrt fram í söng. Ég minnist þess, að ég heyrði í útvarpi, frá öðru hæli fyrir fötluð börn, það var á föstudaginn langa, og börnin sungu „Allir krakkar, allir krakkar eru í skessuleik". Þar mun það hafa verið talið hæfa þroska þeirra. Mér varð hugsað til þess þá, þegar Sesselja bauð okkur hjónum á föstudaginn langa að Sólheimum og þar var helgidags- dagskrá. Börnin sungu allan sálm- inn „Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré.“ (D.St.) Þau kunnu sálminn, svo vel höfðu þau lært, þau báru orðin vel fram. Þau voru á ýmsum aldri. eg skal segja ykkur það, sem ef til vill haldið að börn skilji ekki vers eða fagran sálm, Guðs andi og andi skáldsins gefa skilning með vængjum ljóðs- ins. Guðs orð er börnum auðskilið, ef þau eru leidd að því. Guðs orð og sálmar skiljast því betur, sem málið er fegurra. Allir sem leiðbeina börnum, ættu að minnast orða frels- arans: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að sh'kra er Guðs ríki.“ Frú Sesselja mundi þau og virti þau orð. Sjá mátti á fermingardög- um Sólheimabarna sannleiksgildi þeirra orða. Þegar Sesselja kom með stóra hópinn sinn að Mosfelli til fermingar, þá ljómaði gleðin á hverri brá. Þau voru færð í hvítu kyrtlana og þegar þau gengu inn að altarinu voru þau glöð, eins og Guðsríki stigi niður til þeirra. Sess- elja kom þá alltaf með litskær blóm, til þess að prýða altarið. Svo færði hún mér annan stóran blómvönd, svona var hún í öllu stórbrotin. Sesselja hélt ríkulega fermingar- veislu fyrir fermingarbörnin sín, aðstandendur þeirra og heimilið. Og gleði barnanna var mikil. Ef þú hefur hitt gamait fólk, sem eitt sinn var jafnvel afar greint og minnugt, en hefur nú miklu gleymt, þá kann því að vera líkt varið með þessi börn, að tækið er ekki full- komið. En einhvern tímann, þegar líkamsijötrarnir bresta, þá kann að koma í ljós hver maðurinn var, sem naut sín ekki vegna bilunar í mót- tökutæki, eða tæki hugsunarinnar. Bróðir Sesselju sagði mér, að margir kaupmenn og ýmis fyrirtæki hefðu styrkt Sólheimastarfsemina frá byijun. Og eins að séra Guð- mundur Einarsson hefði verið Sess- elju hin styrka stoð. Sjálf nefndi hún frú Önnu, konu hans, í því sambandi. Ég minnist þess að ég heyrði einn ágætan mann, sem færði frú Sesselju fjárupphæð fyrir hælið frá samtökum, segja bros- andi, að hún hefði ekki verið mikil fjármálamanneskja, hennar fyrsta verk hefði verið að kaupa jólaskó fyrir öll börnin. Það má nærri geta, hve mikil gleðin hefur verið og dá- lítið fótastapp, þegar þau settu öll í einu upp nýja skó á aðfangadag. Þessi saga um skóna minnti mig á Guðmund biskup góða, er hann haðfi fengið nokkurra daga uppi- hald með útigöngufólk sitt og ógladdist eftir dálítinn tíma. Þá spurði bóndi, hví hann væri hrygg- ur. „Hugsar þú ekki,“ sagði Guð- mundur biskup, „að fólk mitt þurfi skæðaskinn.“ Þá skildi bóndi. Hann hafði haldið eftir skinnum af 26 kindum. Skjólstæðingar Guðmund- ar góða þurftu líka að fá skó. Sess- elja talaði aldrei um, að hún gæti látið fólk sitt njóta sömu mögu- leika, eins og þeir sem heilir eru. Allt slíkt tal er sýndarmennska. En hún kenndi garðyrkju og blómarækt þeim, sem það gátu lært, tónlist var þar einnig kennd. Hún leitaði þeirra hæfíleika sem hægt var að rækta. Margir af hennar fólki höfðu yndi af hljómlist. Til var þar tungumála- gáfa og óvenjuleg reikningsgáfa. Ég heyrði þetta unga Sólheimafólk stundum, segja óvenju málfagrar setningar. Tvö börn heilbrigð fékk frú Sesselja gefin. Fríðu, sem var handgengin heimilinu og hjálpleg síðar. Og Elvar, sem var orðinn aðstoðarmaður hjá móður sinni á Sólheimum, en dó skyndilega af hjartabilun, þá um tvítugt. Með- fæddur galli, sagði læknirinn. Það var mikil sorg fyrir móður hans að missa hann. Elvar var sérlega efni- legur og elskulegur drengur. Bæði voru þau Fríða og hann falleg og vel gefin böm. Nú eru liðin sextíu ár síðan unga stúlkan, Sesselja Sigmundsdóttir, stofnaði Sólheima. Margt hefur síðan breyst. Nú eru þar ekki leng- ur tekin ung börn og alin upp. Eitt er víst, að Sesselja og Þjóðveijarnir með íslenskum kennurum náðu fram ótrúlega góðúm þroska hjá mörgum börnum sem komu þangað ung. Um hveija hátíð voru þau lát- in taka þátt í helgileik í sambandi við hátíðina. Þau lærðu hátíðar- sálma og lög við þá, þau lærðu mikið, hver eftir sinni getu. Spyijið að gömlu götunum. Sess- elja leiddi börnin út í ljósið, vorsöng- inn og sólskinið inn á Guðsríkis braut. Höfundur cr rithöfundur. Um er að ræða ratsjárstöðvar á Straumnesfjalli við Aðalvík og á Heiðarfjalli á Langanesi, sem Bret- ar settu upp í síðari heimsstytjöld- inni. Er stöðin á Heiðarfjalli að mestu horfin en sú á Straumnes- fy'alli stendur að hluta til. Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar skipherra hjá Landhelgisgæslunni, Var hún ein af fyrstu ratsjárstöðvunum sem Bretar settu upp utan heimalands síns en það var árið 1941. Sagði hann að nokkuð ljóst væri að það Ráðherrarnir munu eiga viðræð- ur um landbúnaðarmálefni og sam- skipti EFTA- og Efnahagsbanda- lagslanda á því sviði, auk þess sem fjallað verður um önnur mál sem varða samskipti landanna. Ráð- herrann og fylgdarlið hans munu sem eftir stæði af stöðinni yrði ekki rifíð. Vegna kvartana fískeldismanna var skipuð nefnd til að kanna hugs- anlega mengun frá stöðinni á Heið- arfjalli. Jónas Elíasson prófessor fór af hálfu umhverfisráðuneytis og sagði hann að engin mengun hefði fundist en kanna ætti það betur auk þess sem nauðsynlegt væri að snyrta til í kringum stríðsminjarn- ^ ar. Ekki væri ákveðið hvenær það yrði gert. auk þess heimsækja landbúnaðar- stofnanir og bændabýli til að kynn- ast atvinnuveginum og aðstæðum hans hér á landi, segir í fréttatil- kynningu frá landbúnaðarráðuneyt- inu. Þýskur ráðherra í heimsókn Landbúnaðarráðherra Vestur-Þýskalands, hr. Ignaz Kiechle, kem- ur í heimsókn til íslands í dag, í boði Steingríms J. Sigfússonar, landbúnaðarráðherra, sem þáði boð hins þýska starfsbróður á síðast- liðnu ári. I fylgd með ráðherranum er eiginkona hans og embættis- menn í ráðuneyti hans, en heimsókninni lýkur 20. júlí. Skáli Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi. Myndin er tekin 1947. upp undir jökulrönd á Fimmvörðu- hálsi árið 1940. Skálinn reis hratt og réttsmíðað- ur á skömmum tíma og varð ekki aðeins miðstöð virkni Fjallamanna vor- og sumarlangt, heldur og kær- kominn áningaretaður allra sem sóttu í Suðuijöklana. Hann var vin í því veðravíti sem þarna er þegar hvassviðri og úrkoma eru í essinu sínu. En veggir skálans voru ekki járnvarðir. Á fáeinum áratugum gengu vatnsveður, skafbyljir og sandfok svo nærri húsinu að það varð smám saman óhæft til íveru. Tilraun Fjallamanna til þess að finna nýjum skála stað 1967/8 varð ekki til neins. Flugbjörgunarsveit- armenn undir Eyjafjöllum reistu svo annan skála nokkru sunnar og neð- ar og kom hann að sumu Ieyti í stað þess gamla. Nú er sá nýrri farinn að láta á sjá. Af hugmynd verður hús Ýmsir ferðalangar á Fimmvörðu- hálsi syrgðu Fjallamannaskálann og aðrir hefðu fegnir vitað af góðu húsi þarna efst milli jökla, til margs konar brúks. Að því kom fyrir ör- fáum árum að ieiðir nokkurra áhugamanna um skálabyggingu á Fimmvörðuhálsi lágu saman við ólík tækifæri. Það var svo Karl T. Sæ- mundsson, síungur framkvæmda- maðurinn, sem hafði forgöngu um að áhugamennirnir hittust nokkrum sinnum í vetur og bræddu með sér hvernig mætti byggja nýtt hús á hálsinum. Meðal annars rituðu þeir bréf til nokkurra félaga og samtaka sem eiga skála eða kýnnu að hafa áhuga á þeim. Þar á meðal voru Ferðafélagið, Útivist og íslenzki alpaklúbburinn. Það kom þá upp úr dúrnum að þeir Útivistarmenn höfðu haft hugmyndir um að reisa nýjan skála á F’immvörðuhálsi og voru komnir nálægt því að heljast handa. Félagið á skála í Básum sunnan Krossár í Þóremörk og þar er því næsta ból í norðri frá Fimm- vörðuhálsi og þangað koma menn niður sem ganga leiðina frá Skóg- um yfír í Mörkina. Til að gera langt mál stutt, þá þótti öllum hlutaðeigandi skynsam- legast að Útivist tæki byggingar- málin í sínar hendur. Karl gerði nýja teikningu af dálítið stærri skála og átti þar m.a. samvinnu við Egil Guðmundsson, arkitekt (Ein- arssonar frá Miðdal). Skálinn er í sama stíl og sá gamli en verður að sjálfsögðu vatns- og veðurvarinn eftir bestu aðferðum. Húsviðir allir verða sniðnir hér syðra og fluttir uppeftir í ágúst nk. og verður skálanum valinn staður við þann gamla. Hálföld Þetta framtak.verður vonandi til þess að Fimmvörðuháls telst aftur miðpunktur ferða um tvo af Suður- jöklunum og áningarstaður þeirra sem ganga hálsinn. Nú er algengt að menn lengi hinn vinsæla „Lauga- veg“ milli Landmannalauga og Þóremerkur með því að bæta við leiðinni úr Mörkinni yfír að Skóg- um. Margur þættist góður að eyða í hana tveimur dögum í stað eins og geta þá gist í Fimmvörðuháls-A, skála. Ekki má gleyma hestaferðum yfír Skógaheiði og skíðagöngu yfír endilangan Eyjafjallajökul, eða þá göngu úr Mörkinni upp á hálsinn og til baka samdægure. Svo þykir auðvitað tilhlýðilegt að minnast Fjallamanna með þess- ari byggingu. Þetta voru hressilegir karlar og konur sem kölluðu íslensku háfjöllin „leikvang fram- tíðarinnar" fyrir hálfri öld og nenntu að reisa skála á reginfjöll- um, ásamt öðrum forvígismönnum hálendisferða í landinu. Vilji einhver leggja skálabygg- ingunni lið er honum bent á að hafa samband við skrifstofu Úti- vistar í Reykjavík'. Höfundur erjarðeðlisfrseðingur ogáhugamaður um fjallanwnnsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.