Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JULI 1990 7 Morgunblaðið/Árni Helgason Flug-vélin sem lenti á flugvellinum í Stykkishólmi, eftir að hafa hreppt mótvind og hrakist af leið, á ferð sinni frá Kanada til Reykjavíkur. Feijuflugvél hraktíst af leið Stykkishólmi. EINS hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 180, DH-OHC lenti á Stykk- ishólmsflugvelli laugardagskvöldið 14. júlí sl. eftir að hafa hreppt mótvind og hrakist af leið á ferð sinni frá Kanada til Reykjavíkur. Flugmaðurinn John W. Stewart, var að ferja flugvélina frá Banda- ríkjunum til Finnlands. Þegar hon- um varð ljóst að ferðin tæki lengri tíma enn hann hugði og eldsneyti var af skornum skammti, bað hann um aðstoð. Flugvél Flugmálastjórnar fór þá til móts við vélina og leiðbeindi henni til lendingar. Þór Sigurðsson sem nú gegnir um stundarsakir flugvallarstjórn í Stykkishólmi var alltaf í viðbragðsstöðu og leiðbeindi á flugvöllinn hér. Flugmaðurinn fór til Reykjavíkur með þeim á flugvél Flugmálastjórn- ar að ná í bensín. Áður hafði lögreglunni í Stykkis- hólmi og björgunarsveitinni verið gert viðvart og voru báðir aðilar í viðbragðsstöðu. Að sögn flugmannsins átti vélin eftir eldsneyti sem svaraði til 10 mínútna flugs, þegar lent var. Upphaflega var ætlað að lenda á flugvellinum í Rifi, en vegna veð- urs var það ekki hægt. Eftir að eldsneyti hafði verið út- vegað gat flugmaðurinn haldið áfram för sinni. - Árni Skattaleg meðferð aflakvóta: Svör ríkisskattstj óra í ósamræmi við lög - segir Björgúlfiir Jóhannsson endurskoðandi BJÖRGÚLFUR Jóhannsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun Ak- ureyrar hf. telur að í svari ríkisskattstjóra við fyrirspurnum um skattalega meðferð aflakvóta felist ósamræmi við lög um stjórnun fiskveiða. „Ég er sammála því að það þarf að setja einhveijar reglur um þetta atriði. Hins vegar finnst mér svör ríkisskattstjóra í ósamræmi við kvótalöggjöfina sjálfa. í fyrstu grein þeirrar löggjafar segir að fiskimiðin séu sameign íslensku þjóðarinnar. Ennfremur kemur fram í lögunum að úthlutuð veiði- réttindi samkvæmt lögum þessum mynda ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ég átta mig því ekki á því hvemig skattayfir- völd geta fyrirskipað aðila að eign- færa eitthvað^ sem er sameign þjóðarinnar. Á híinn bóginn er heimild í kvótalögunum fyrir aðila sem hefur fengið úthlutað réttind- um að selja þau. Þá kemur að því vandamáli að ef útgerðaraðili kaupir þessi réttindi hefur þá ríkið heimild til að skerða þau eins og hefur gerst?“ sagði Björgúlfur. Björgúlfur sagðist telja eðlilegt að kaup á slíkum réttindum af- skrifuðust á gildistíma laganna. Hann benti á að þeir aðilar sem kaupa aflakvóta vita ekki hvort kvótalögin gildi lengur en til 1992. Þá gætu verið komnar allt aðrar reglur. „Stefnt er að því í síauknum mæli að koma á auðlindaskatti. Með nýju kvótalögunum og til- Tómas Guðjónsson segir að starf- semi Húsdýragarðsins hafi gengið mjög vel. Áðsóknin hafi verið góð og ekki hafi komið upp nein telj- andi vandamál í sambandi við dýr- in. Jafnframt bendi reynslan til þess að vel hafi tekist til við hönn- un garðsins. Að meðaltali komi um 100 manns í garðinn á hverri klukkustund á virkum dögum og fleiri um helgar. komu Hagræðingarsjóðs er búið að taka 12.000 þorskígildi sem á að selja. Þau eru tekin frá þeim mönnum sem hafa verið að kaupa aflaréttindi að hluta til. Mér finnst ríkisskattstjóri einfalda málið mjög mikið,“ sagði Björgúlfur. Mikið sé um að hópar skoði garðinn og að jafnaði komi 5 til 6 hópar yfir daginn. Tómas segir, að dýrategundum í garðinum hafi íjölgað nokkuð frá opnun hans, einkum hafi bæst við tegundir smádýra. Búast megi við að eftir eitt eða tvö ár verði reynsl- an af starfseininni skoðuð og metið hvort garðurinn verði stækkaður. Húsdýragarðurinn í Laugardal: 40 þúsund gestir frá opnun í maí ALLS hafa 40 þúsund gestir skoðað Húsdýragarðinn í Laugardal frá opnun hans 19. maí í vor, en að sögn Tómasar Guðjónssonar forstöðu- manns garðsins var gert ráð fyrir að aðsóknin yrði milli 40 og 80 þúsund manns á ári. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA k <0 h o Vlv^SUIVl OÐRUM V /VUKUG4RÐUR MARKAÐURVIÐSUND UTSALA UTSALA-UTSALA UTSALA UTSALA -UTSALA- UTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.