Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 25 Heilsubótarganga íViðey Ibyijun júní brá heilsubótar- klúbbur Seltjamamess sér í bátsferð út í eyjuna grænu, Viðey. Það er sjö mínútna ferð yfir sundið og Hafsteinn Sveinsson er nán- ast þúinn að koma upp eins kon- ar strætisvagnaferðum milli lands og eyjar. Staðarhaldari, sem tekið hafði að sér að vera liðsstjóri í þessari ferð leiddi okkur fyrst til kirkju, steig í stól- inn, sem á engan sér líkan í kirkju á íslandi og rakti sögu mannvistar, búskapar og húsa- gerðar í Viðey og var það hið ágætasta veganesti er við lögð- um upp vestur á eyjuna og létum að baki elsta steinhús á Islandi, Viðeyjarstofu. Þessar heilsubót- argöngur klúbbsins em miðaðar við tveggja tíma nokkuð stífa göngu með ívafi af fróðleik um mannvistir og náttúm þess svæðis, sem farið er um — hreyf- ing bæði fyrir líkama og sál. Viðey og furstadæmið Mónakó, þar sem Grace Kelly og Rainier ríktu eru svo til jafn stór að flat- armáli, þó hefur Mónakó vinn- inginn í einhveijum fermetmm. Af þessu má sjá, að Viðey leyn- ir á sér og að vestureyjan yrði næg yfírferð fyrir okkur. Fugl- alíf er fjölbreytt og kollur hög- guðust ekki á hreiðrum, þótt gengið væri nærri. Þama á eynni er lítið mýrarsund með vatni, þar sem jaðrakanpar v'ar að skola á sér fæturnar. Færra var af kríu núna en fyrir nokkr- um ámm er við fómm þarna um, en það virtist aftur meira af vargfugli, en það breytist von- andi er öskuhaugar verða af- lagðir. T-dÖ Fyrir þúsundum ára var Viðey partur af megineldstöð og fal- legt er stuðlabergið, sem er í hömmm í sjó fram. Falleg nátt- úmsmíð er líka stuðlabergið í hliðsúlum þeim, sem bandaríski listamaðurinn Richard Serra sótti austur í Árnessýslu, lét reisa og gaf okkur í tilefni lista- hátíðar. Það er sem ný sýn og skilningur opnist á landslagið, '• ’.w 1-A þegar maður getur afmarkað þáð milli hliðstólpanna og ósjálfrátt fer maður að láta aðra náttúmsmíð og mannaverk ramma inn hluta af sjóndeildar- hringnum. Tími er kominn á dvölina í Umsjón: KRISTÍN GBSTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Viðey. Lisstjóri og staðarhald- ari, Þórir Stephensen, er kvadd- ur. Með þakklæti fyrir ánægju- lega og upplýsandi samvem- stund sendi ég honum uppskrift- ir eftir formóður hans, frú ass- osserinnu Mörtu Maríu Stephen- sen, en þessar uppskriftir em teknar úr bók hennar „Einfaldt Matreiðslu Vas-Qver, fyrir heldri manna hússfreyjur", en sú bók kom út að Leirárgörðum árið 1800. Margir hafa ætlað mági hennar dr. Magnúsi Stephensen, konferensráði bók þessa, en heldur er ólíklegt að heldri mað- ur þeirra tíma hafi verið öllu því kunnugur, sem kemur fram í bókinni, en nóg um það. Fyrst kemur hér lýsing á glóð- arsteik, eins konar grillmat. Víða í bókinni em mismunandi uppskriftir fyrir undirmenn og fyrirfólk og læt ég hér tvær fiskisúpuuppskriftir fylgja. „Steikur allsháttar, verða best steiktar á jámteini, sem rekinn er í enda steikurinnar, og snúið svo eins og með sveif hægt og seint sífeldlega yfír góðum glæðum; Skal þær á meðan jafnaðarlega ijóða bræddu smjöri og litlu af ediki, og á þær sá vel mudlu smá-sallti; en annars má þær steikja í luktri pönnu eður potti, þannig ádreifðar með smjöri und- ir.“ „Óvönduð Fiska-súpa, handa undirfóiki, er tilreidd af einhveiju nýju físk-tægi, svo sem þorski, ísu, þysklingi, lúðum, sfld og þess- háttar, og er fiskurinn brytjaður í þykk stykki, sem em vel hrein- suð, síðan vandlega uppþvegin í köldu vatni og lögð á hreinan disk. Svo era þau soðin í potti, með eins miklu vatni í, og súpan á að vera, ásamt urta-vendi, sé hann til, og nockra sallti í, svo óhrein- indi fiskjarins freyði upp í vatn- inu, og skal froðuna náqvæmlega aftaka, þegar sýður. Þá er nockuð af seyðinu aftekið og í það hellt og sajnanhrært nockru af sýra, eður, sem eins er gott, ólekju- skyri, samt mjöli, og er svo þetta látið út í súpuna, og vel íhrært; á þessi jafningur að vera svo þyck- ur, að súpan af honum verði mátu- lega jöfn og þyck, eptir því, sem þócknast. Þegar fískurinn er full- soðinn, er súpan líka búin, og er hún holl, dijúg og smeek-góð. Vilji menn saman við hana sjóða nockuð af mjólk, verður hún því ágætari fæða.“ „Vönduð Fiska-súpa handa Fyri-fólki er allt eins tilreidd, nema af jafningurinn er gjörður af súmm ijóma, sem vel er sleg- inn í skál með vendi af birktu hrísi, og þar saman við hrært, svo mikið af hveitimjöli, sem þóckn- ast, lítið eitt af saxaðri Péturselju, sé hún til, og nockuð af þvegnum Kórennum; þetta er loksins hrært sundur, með nockm af súpunni, og látið svo út í hana. Þá má reyna, hvort nógu súrt sé, en sé það ecki, eða sé ijóminn ósúr (sem þó er enn betri ísúr) er látið sam- an við svo mikið af Vínediki, sem vill og Sykri, ef svo þócknast; er þá súpan búin, þegar fiskurinn er nóg soðinn." Síðasti pöntunardagur næsta hluta ríkissamningsins til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er. Innkaupastofnun ríkisins Ú Apple-umboðið Radíóbúðin hf. sma ouglýsingor Wélagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA w i KRISTNIBOÐSFÉLAGA Hvítasunnukirkjan Filadelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. „Lokaorð frá forstöðumanni". Ræðumaöur: Hafliði Kristins- son. Allir hjartanlega velkomnir. Samkoma verður í kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Susie Bachmann. Allir velkomnir. ÚTIVIST FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 S1179fl 19533 Miðvikudagur 18. júlí Kl. 20.00: Dauðadalaheliar - kvöldferð. Ekið um Bláfjallaveg vestari að Dauðadölum og gengið þaðan að Dauðadalahellum í Skúla- túnshrauni. Verð kr. 800,-. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Brottför kl. 20.00 frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Ferðafélag Islands. GRÓFIHHII • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Þrjár stjörnuferðir í þessum ferðum fylgir rútan hópnum allan tímann, en lögð er áhersla á gönguferðir og nátt- úruskoðun. 21/7.-26/7.: Norðurland: Nátt- faravík-Grímsey. Norður Kjöl. Heimsóttir áhugaverðir og sögu- frægir staðir á Norðurlandi, gengið í Náttfaravík, sem er fög- ur eyöibyggð við Skjálfandaflóa. Hápunktur ferðarinnar verður sigling í Grimsey. Svefnpoka- gisting. Fararstjóri Kristinn Kristjánsson. Verð kr. 12.000/13.500. 25/7.-1 /8. Norðausturland: Langanes-Hólmatungur-Vest- urdalur. Farið um fagurt svæði, Ásbyrgi, Hólmatungur, Jökuls- árgljúfur, Dettifoss og Aldeyjar- foss skoðaðir. Norður um Kjöl, suður um Sprengisand. Tjöld og hús. Fararstjóri Þorleifur Guð- mundsson. 4/8.-11 /8. Kynnist töfrum hálendisins: Góður hálendis- hringur: Trölladyngja-Snæfell -Lagarfljótsgljúfur. Norður um Sprengisand i Gæsavötn, til baka um Suðurfirði. Hús og tjöld. Fararstjóri Þorleifur Guðmunds- son. Sjáumst. Útivist. ÚTIVIST GtÓRHK11 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Um næstu helgi 20/7.-22/7. Kjölur - Karlsdráttur Ferjað yfir Hvitárvatn í Karls- drátt sem er einstök gróðurvin undir Langjökli. Fararstjóri: Reynir Sigurðsson. Borgarfjörður Gist að Hreðarvatni. Fagurt svæði, sem býður upp á fjölda skemmtilegra gönguleiða. Fimmvörðuháls - Básar Fögur gönguleið upp með Skógaá, yfir Fimmvörðuháls, milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjalla- jökuls, og niður á Goðaland. Gist í Útivistarskálunum í Básum. Básar í Goðalandi Um hverja helgi. Básar eru sann- kallaður sælureitur í óbyggðum, náttúrufegurð og fjallakyrrð. Skipulagðar gönguferðir við allra hæfi. Sumarleyfi í Básum í óspilltu umhverfi og hreinu lofti, stenst fyllilega samanburð við sólariandaferð - en er til muna ódýrara. Sunnudagur til föstudags á aðeins kr. 4.000/4.500. Sjáumstl Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU3S: 11798 19533 Sumarleyfi í Þórsmörk Dvöl í Skagfjörðsskála borgar sig. Föstud.-sunnud. (10 dagar) kn 10.200,- 7.950,- Föstud.-föstud. (8 dagar) kr 8.600.- 6.850,- Föstud.-mlðvikud. (6 dagar) kr: 7.000.- 5.750.- Miðvikud.-sunnud. (5 dagar) kr: 6.200.- 5.200.- Sunnud.-miðvikud. (4 dagar) kr: 5.400.- 4.650.- Sunnud.-föstud. (6 dagar) kr: 5.400.- 4.650,- (sértilboð). M iðvikud.-föstud. (3 dagar) kr: 4.000.- 3.600,- Venjulegur fjölskylduafsláttur þ.e. 7-15 ára greiða hálft gjald og böm undir 7 ára eru fri. Aukafjölskylduafsláttur Ferða- félagsins: Foreldrar fá frítt fyrir eitt barn sitt á aldrinum 7-15 ára ef fleiri en eitt eru í fylgd þeirra. Helgarferðir í Þörsmörk kr. 5.350 utanfél. og kr 4.750 fyrir fél. Dagsferðir, miðvikudaga og sunnudaga kr. 2000. fyrir full- orðna en kr. 1.000 fyrir 7-15 ára. Geymið auglýsinguna. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÚLDUGÖTU3& 11798 19533 Helgarferðir 20.- 22. júlí: Þórsmörk - Langidalur Gönguferðir um Mörkina við allra hæfi. Sumarleyfisdvöl á til- boðsverði. Kynnið ykkur að- stæður til skemmtilegrar dvalar hjá Ferðafélaginu í Þórsmörk. 2. Skógar - Fimmvörðuháis Gengið á laugardaginn yfir Fimmvörðuháls til Skóga (8 klst.). Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. 3. Landmannalaugar Gönguferðir um nágrenni Lauga. Litríkt fjallasvæði sem ekki á sinn lika. Gist í sæluhúsi F.í. í Laugum. Brottför í ferðirnar er ki. 20.00 föstudag frá Umferðamiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Hvítárnesskáli Okkur vantar sjálfboðaliða til gæslu næstu viku. Feröafélag íslands. frtndi' ff H ÚTIVIST öRÓFINNI I • REYKJAVÍK • SÍAUAÍMSVAR114606 Kvöldganga í kvöld miðvikud. 18. júli kl. 20.00. Kvöldkyrrð í Marardal fyrrum skemmtisvæði Reyk- vikinga. Létt gönguferð fyrir aila fjölskylduna. Brottför frá BSÍ- bensinsölu. Stansaö við Árbæj- arsafn. Verð kr. 800,-. Sjáumst! Útivist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.