Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 15 samningurinn kveður á um. Síðan kemur til samdráttar í mannahaldi vegna áðurnefndra fjárfestinga. Við vonum að niðurstaðan verði sú að nokkrum árum liðnum að ísal stand- ist samanburð við álver í Mið-Evr- ópu hvað framleiðni snertir." Að sögn Roths hafa starfsmenn álvers- ins verið reiðubúnir að taka þátt í þeim breytingum á mannahaldi sem samningurinn í vor fól í sér og seg- ir hann að fullyrðing sín frá því í mars um að sumir vinni ekki meira en 2-3 stundir á dag eigi ekki leng- ur við. Roth er spurður nánar út það hvað hann eigi við með samdrætti í mannahaldi. „Þar kemur tvennt til. Við fækkum yfirvinnustundum en yfirvinna hefur veriðAnjög mikil hjá ísal og við fækkum starfsfólki. Fækkun á starfsfólki verður fyrst og fremst þannig að ekki verður ráðið í störf sem losna. Þess má geta að hjá ísal eru 129 starfsmenn sem eru eldri en 61. Þegar þeir láta af störfum þá ætlum við að reyna að komast hjá því að ráða í þeirra störf. Yfírvinnustundum hefur nú þegar fækkað miðað við það sem áður var og við það hefur vinnuslys- um fækkað hjá okkur.“ Það kemur fram í máli Binkerts að stjórn Alusuisse treysti því þegar hún ákveði auknar fjárfestingar í ísal að verkalýðsfélög standi við gerða samninga um fækkun starfs- manna og þar af leiðandi aukna framleiðni. Hann segir þó að sam- skipti við verkalýðsfélög séu alfarið á herðum stjórnenda á hverjum stað. Roth bætir því við að hann vonist til þess að eftir þijú verkföll á skömmum tíma muni nú líða a.m.k. eitt ár án þess að til verkfalla komi hjá ísal! Stækkun kemur ekki til greina Eins og kunnugt er ákvað Alu- suisse í lok síðasta árs að draga sig út úr Atlantalhópnum svokallaða sem unnið hefur að undirbúningi nýs álvers hér á landi. Binkert er spurður hvers vegna Alusuisse hafi tekið þessa afstöðu. „Sú ákvörðun var mjög erfið,“ segir Binkert. „í tvö ár hafði verið unnið að umfangsmikilli hag- kvæmnisathugun. Við'gerðum okk- ur jafnframt grein fyrir óskum ríkis- stjórnar íslands. En við komumst að þeirri niðurstöðu að miðað við álverð og þá verðþróun sem við sáum fyrir væri þetta verkefni ekki fjárhagslega veijandi. Hins vegar lögðum við á það áherslu að þessi afstaða kæmi starfsemi ísals ekkert við. Við ætlum okkur að gera ísal samkeppnisfært við keppinautana á meginlandinu." Roth bætir því við að hér hafi eingöngu ráðið efna- hagsleg viðhorf. „Við reiknuðum út að ef við tækjum þátt í að reisa álver með Atlantalhópnum myndi framleiðslan kosta okkur það mikið að við gætum ekki fengið viðunandi verð fyrir hana. Við þurfum heldur ekki á hrááli að halda því við höfum náð því að framleiða 70% af því hrááli sem við notum. Komist Atlantalhópurinn engu að síður að þeirri niðurstöðu að þetta borgi sig bjóðum við þá velkomna og við erum reiðubúnir að bjóða þeim afnot af þeirri uppbyggingu sem við höfum staðið að hér á landi,“ segir Roth. PÞ Svíar segjast ekki losa kjarn- orkuúrgang í Eystrasalt „ÞAÐ er ekki rétt að Svíar losi sig við geislavirkan úrgang frá kjarnorkuverum í Eystrasalt," sagði Manne Wangborg, sendi- ráðsritari í sænska sendiráðinu, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það eru til alþjóðlegar samþykkt- ir gegn því að geislavirkur úrgangur sé losaður í sjó og Svíar hafa haldið sig við þær.“ Júlíus Sólnes hefur sagt í fjölmiðlum að orðrómur sé á kreiki um að Svíar losi sig við kjarn- orkuúrgang með ólögmætum hætti og þess vegna kunni þeir að hafa slæma samvisku. Deila Bíró-Steinars og Sess hf.: Lögbannskrafan tekin til greina Ekki endanleg mðurstaða, segir Guðm Jonsson BORGARFÓGETI hefur tekið til greina, gegn 3 milljóna króna trygg- ingu, kröfú Bíró-Steinars hf. um að lagt verði lögbann við því að Guðni Jónsson taki þátt í rekstri eða veiti forstöðu fyrirtækinu Sess hf. fram til 1. desember 1992 meðan það fyrirtæki sé í beinni sam- keppni við þann rekstur sem Bíró hf. keypti af Guðna og öðrum fyrri eigendum Stálhúsgagnagerðar Steinars þann 1. desember síðastliðinn. Þá er lagt lögbann við því að Guðni falist eftir, hagnýti eða haldi áfram að hagnýta sér persónulega eða í þágu annarra tit'sama tíma ákveðin erlend viðskiptasambönd, sem innifalin_ hafi verið í sölu á fyrirtækinu. I kaupsamningi aðil- anna skuldbundu fyrri eigendur sig til að falast ekki eftir erlendum við- skiptasamböndum fyrirtæksiins í 3 ár og að veita kaupendum aðstoð við að tryggja fyrirliggjandi við- skiptatengsl og óbreyttan rekstur. Lögbannskrafan var lögð fram þeg- ar Guðni hafði tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Sess hf. og það fyrir- tæki hafði öðlast umboð fyrir tvö þeirra erlendu fyrirtækja sem áður höfðu verið í viðskiptum við Stál- húsgagnagerð Steinars. Borgarfógeti, Valtýr Sigurðsson, hafnaði kröfu um að lögbann yrði einnig lagt við því að Guðni veiti forstöðu eða taki þátt í rekstri ann- arra sambærilegra fyrirtækja. í yfirlýsingu serri Guðni Jónsson hefur sent frá sér segir að ekki sé fengin endanleg niðurstaða í málið. Lögbann sé bráðabirgðaaðgerð sem ekki kreíjist þess að fram sé færð lögfull sönnun. Guðni segist furðu lostinn vegna þeirrar ákvörðunar fógeta að banna sér að taka þátt í rekstri Sess þar sem hann sé starfs- maður en ekki eigandi. Hann segir málið þannig til komið að í höridum nýrra eigenda hafi Steinars hafi glatast tvo umboð til annarra sam- keppnisaðila en Sess og þau umboð sem nú séu á höndum Sess en hafi áður verið hjá Steinari hafi flust á milli að frumkvæði hinna erlendu framleiðenda, sem ekki hafi séð hagsmuni sína tryggða með áfram- haldandi viðskiptum við hina nýju eigendur. Hvaðer Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun i hólkum, plötum og límrúllum frá (A)-mstrong & Ávallt tilá lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 mm ni.ixLdA HF Laugavegi 170-174 Sími 695500 iMáiI ..ER FUIEMI Iflll Yfirbyggingin er teiknuð af hinum ítalska snillingi Giugiario. ..IR SIIICKLEGA llÍlÉTTáÍll BÍUl Öll innri hönnun er verk þýska meistarans Karmann. ..El Tmuu «El lÍINN lilll Hreyfill, gírkassi og drifbúnaður kemur frá hinum rómuðu Porsche verksmiðjum í Þýskalandi. ..ER iltl ifUI Enda kostar hann aðeins frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.