Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JULI 1990 21 Engar uppsagnir vegna sameiningar Granda o g Hraðfiystistöðvarinnar EIGENDUR Granda hf og Hrað- frystistöðvarinnar hafa um nokk- urt skeið rætt möguleikana á sam- einingu þeirra, en i raun hafi hún verið ákveðin í viðræðum á síðast- liðnum 11 dögum. Markmið sam- einingarinnar er að sögn þeirra fyrst og ft'emst sú að auka ha- græðingu og nýtingu tækja og húsnæðis til að gera fyrirtækið betur í stakk búið til að mæta aukinni samkeppni. Þar rísi með- al annars hæst sameining Ervópu- bandalagsins í eitt markaðssvæði, en samþykkt kvótafirumvarpsins í vor gefi einnig tækifæri til stefiiu- mörkunar lengra fram í tímann en verið hafi. Framkvæmd sam- einingarinnar er ekki endanlega ljós, en líklega verða seldar fast- eignir og lausaQármunir svo sem ýmis tæki og búnaður til vinnsl- unnar. Brynjólfur Bjarnason, núverandi framkvæmdastjóri Granda hf, verð- ur áfram við stjqrnvölinn eftir sam- eininguna og mun fyrirtækið bera sama nafn: „Við erum að þessu til að geta betur staðið af okkur sam- keppni, ekki bara heima fyrir held- ur einnig gagnvart erlendum stór- fyrirtækjum. Með sameiningu Evr- ópubandalagsins í eitt markaðs- svæði, verður samkeppnisstaða okkar erfiðari en ella. Svarið við því er sameining fyrirtækja í stærri og öflugri kjarna en verið hefur, en slík sameining þarf ekki alls staðar að vera skynsamleg, þó hún sé það í þessu sambandi og vafa- laust fleirum. Vannýtt afkastageta eykur kostnaðinn við framleiðsluna og þann kostnað er erfitt að flytja utan. Meðal annars þess vegna er- um við að sameina þessi fyrirtæki, til að auka nýtingu tækja og fasta- fjármuna" segir Brynjólfur Bjarna- son. Ágúst Einarsson, aðaleigandi Hraðfrystistöðvarinnar og fyrrum framkvæmdastjóri hennar, gegnir nú prófessorsembætti við Háskóla Islands. Hann segir, að nú samein- ist tvö sterk fyrirtæki til stærri átaka en verið hafi og verði þannig betur í stakk búin til að takast á við ný og aukin verkefni. Hagræð- ing í stærri einingum en áður, sé rökrétt svar við núverandi aðstæð- um og þeim, sem framundan séu. Sameining og skipulagning af þessu tagi sé nú auðveldari en áður eftir samþykkt kvótafrumvarpsins í vor, en vegna þess sé nú hægt að horfa lengra fram í tímann. Eins og áður sagði reka fyrirtæk- in tvö nú þtjú frystihús og eiga 8 togara. Hraðfrystistöðin á togarana Viðey og Engey, en þeir hafa báðir landað afla sínum á innlendum og runa ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur, rekur nú tvö frystihús og á 6 togara. Snorri Sturluson er frystitogari, Hjörleifur hefur verið í leigu án kvóta, en á ísfiskveiðum Morgunblaðið/Þorkell. Grandi hf. á nú þrjú frystihús. Lengst til hægri á myndinni, merkt 1, er hús Hraðfrystistöðvarinnar, þá kemur hús nr. 2, sem er hús það, sem BÚR lagði til Granda og fjærst er hús nr. 3, sem ísbjörninn Iagði til Granda á sínum tíma. Auk þess á Grandi 75% í Faxamjöli, hús nr. 4 og handan götunnar er frysti- geymsla fyrirtækisins. Einnig leigir Grandi skemmu Reykjavíkurhafnar, sem merkt er nr. 5 á myndinni. A myndinni eru þrjú skip Granda, framan við skemmuna liggja Ottó N Þorláksson og Asgeir og hægra megin við þá er Ásbjörn. Ágúst Einarsson og Brynjólfur; Bjarnason kynna sameiningu Hraðfrystistöðvarinnar og Granda í gær. liafa verið togararnir Ottó N. Þor- láksson, Jón Baldvinsson, Ásgeir og Ásbjörn. Hafa þessi skip fiskað kvóta Hjörleifs. Grandi framleiddi á síðasta ári úr um 17.000 tonnum af ísfiski, en auk þess lönduðu skip fyrirtækisins í einhverjum mæli á fiskmörkuðum. Fyrirtækið var rekið með hagnaði á síðasta ári og það, sem af er þessu. Ekki er endanlega ákveðið með hvaða hætti rekstri fyrirtækisins verðui- háttað að lokinni samein-- ingu. Ráðstöfun afla verður að minnsta kosti fyrst í stað lítt breytt, en með núverandi afkastagetu Granda hf er hægt að færa vinnslu Hraðfrystistöðvarinnar inn í húsa- kynni Granda án þess að til vakta- vinnu þurfi að koma. Líklegast er talið að til sölu húsnæðis Hrað- frystistöðvarinnar við Mýrargötu komi í kjölfar sameiningarinnar, en óvíst er hvort einhverjum af togur- unum verði lagt eða útgerð þeirra breytt. 4 erlendum fiskmörkuðum. Vinnslu í frystihúsi fyrirtækisins var hætt um tíma fyrir nokkrum misserum vegna rekstrarerfiðleika og hús- næðið auglýst til sölu. Nokkru síðar var þó farið út í sérhæfða ufsa- vinnslu í fremur smáum stíl og skil- aði rekstur vinnslu og útgerðar hagnaði á síðasta ári og gerir hann svo enn. Grandi hf, sem til varð við sam- Aldrei gjaldþrota Ranghermt var í Mannsmynd sunnudagsblaðsins af Óla Kr. Sig- urðssyni að hann hefði orðið gjald- þrota með fyrsta rekstur sinn. Óli Kr. hefur aldrei orðið gjaldþrota og er hann beðinn velvirðingar á þess- um mistökum. FISKVERÐ IAUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 17. júlí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur (st.) 90,00 90,00 90,00 0,105 9.450 Þorskur (smár) 63,00 63,00 63,00 0,369 23.247 Ýsa 130,00 130,00 130,00 0,657 85.410 Karfi 45,00 45,00 45,00 0,056 2.520 Ufsi (smár) 40,00 40,00 40,00 1.753 70.120 Steinbítur 72,00 72,00 72,00 0,206 14.832 Lýsa 10,00 10,00 10,00 0,005 50 Þorskur 90,00 90,00 90,00 4,569 411.210 Samtals 79,90 7,720 616.839 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 94,00 85,00 88168 25,191 2.233.952 Ýsa 150,00 91,00 136,52 1,558 212.702 Karfi 30,00 16,00 29,08 87,863 2.555.481 Ufsi 51,00 34,00 50,43 54,072 2.727.070 Steinbítur 70,00 60,00 65,35 1,825 119.261 Grálúða 60,00 60,00 60,00 3,660 212.780 Langa 60,00 60,00 60,00 0,769 46.140 Lúða 350,00 75,00 170,27 0,477 81.220 Skarkoli 49,00 49,00 49,00 0,326 15.974 Sólkoli 76,00 76,00 76,00 0,314 23.864 Keila 31,00 31,00 31,00 0,094 2.914 Rauðmagi 10,00 10,00 10,00 0,023 230 Lýsa 35,00 35,00 35,00 0,027 945 Gellur 360,00 360,00 360,00 0,108 38.880 Undirmál 70,00 31,00 55,12 2,106 116.083 Samtals 360,00 10,00 47,05 178,417 8.394.498 LOFT MINNA RYK BETRI HEILSA E I G IJ M Á L A G E R LOFTVIFTURNAR V I N S Æ L II , li v í t a r, s v a r t a r , in e s s i n g l i t a r o g k r ó m a ð a r . §1 Þvermál: 132 sm. ^ Þrjár hraðastilliiigar H Val um lilástur erta sog ♦ Aí])iirrkiin miiuikar til iuuiia ■ La*kkun á liitakostuaAi • Heiiuili HENTAR FTRIR: Laufskála • Skrifstofur • Suuiarliús • VeitiugastuiTi E ■ á uietlan hirgðir emlast. Staðgreiðsluv<*rð aðeins kr. 19.800,- Afborgunarverð kr. 21.800,- Eugin úthorgun til allt að 12 nián ií» 9 i Eftirsi- j Breska verslunarfélagið Faxafeni 10 Húsi Framtiðar ■ 108 Reykjavik Pöntunarsími: 91 -82265

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.